Fréttablaðið - 11.08.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 11.08.2009, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég prófaði nú bara einn leik og þá varð eiginlega ekki aftur snúið,“ segir Grétar Bragi Bragason, beð- inn um að lýsa í hverju aðdráttarafl litbolta sé fólgið. Hann æfði sam- kvæmisdans um árabil en sneri sér alfarið að litboltanum árið 2004 og gegnir nú stöðu formanns Litbolta- félags Hafnarfjarðar. Grétar segir algengan misskiln- ing að um auðveldan leik sé að ræða. „Þvert á móti þá spilum við á svæði sem er á stærð við um það bil hálfan fótboltavöll. Hver leik- ur tekur fimm mínútur og maður verður að hafa sig allan við til að vera ekki skotinn; eitt skot og þá er maður úr leik. Í þetta þarf mikið þol, góða tækni og ekki síst sam- skiptaeiginleika til að geta náð árangri.“ Að sögn Grétars var félagið stofnað árið 2001 og í því eru nú um sextíu félagsmenn af báðum kynjum. Karlmenn eru þó í yfir- gnæfandi meirihluta enn sem komið er, eða fimmtíu á móti tíu. Í vetur hafa félagsmenn hist viku- lega í Sporthúsinu en verið er að reisa aðstöðu skammt frá rallý- krossbrautinni í Hafnarfirði sem bæjaryfirvöld hafa úthlutað félag- inu. „Svæðið hefur verið í byggingu í um fimm ár og er hugsað undir æfingar og keppnir,“ segir Grétar og bætir við að félagið sé þó ein- göngu áhugamannafélag þar sem litbolti er ekki viðurkennd keppn- isgrein á Íslandi. „Erlendis er keppt í þessu, þar er þetta atvinnu- mennska. Hér eru miklar reglu- gerðir, sem meðal annars gilda um litboltabyssur, en þær mega aðeins vera skráðar á félagið en ekki ein- staka meðlimi,“ útskýrir hann og bætir við að eitt helsta markmið félagsins sé að fá litbolta viður- kenndan sem keppnisgrein hér- lendis. Þótt um áhugamannafélag sé að ræða hefur það þó tvívegis tekið þátt í keppni erlendis, eða árin 2004 og 2005. „Okkur gekk sæmi- lega á fyrsta mótinu, lentum í 64. sæti af 120,“ minnist Grétar og bætir við að árangurinn hafi verið mun betri í seinna skiptið. „Þá lentum við í fimmta sæti af um 120 sem er bara nokkuð gott.“ Er stefnt á frekari keppni erlendis? „Það á nú bara eftir að koma í ljós. Vandamálið er nátt- úrlega að þar sem litbolti er enn ekki viðurkennd keppnisgrein er erfitt að fá styrktaraðila til liðs við okkur. Þess vegna þurfum við að kosta allt sjálf,“ segir Grétar, en er þó vongóður um að það breyt- ist þegar litbolti fæst viðurkennd- ur sem keppnisgrein. roald@frettabladid.is Úr lakkskóm í litbolta Grétar Bragi Bragason stundaði samkvæmisdans um árabil. Fyrir nokkrum árum reyndi hann fyrir sér í litbolta, fékk brennandi áhuga í kjölfarið og er nú formaður Litboltafélags Hafnarfjarðar. LÝSI kemur ekki aðeins í veg fyrir hjarta- og æða- sjúkdóma hjá heilbrigðum heldur minnkar það einnig líkur á hjartaáföllum og jafnvel dauða hjá sjúklingum með hjartasjúkdóma. Þetta er niðurstaða nýrrar banda- rískrar rannsóknar sem sagt er frá á www.hjartalif.is. „Þótt við séum að fá okkar eigin svæði erum við alls ekki í samkeppni við fyrirtæki sem bjóða upp á litbolta sem afþreyingu. Við höfum engan hagnað af þessu nema félagsgjöldin,“ segir Grétar, sem mundar hér litboltabyssu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Viðurkenndar stuðningshlífar í úrvali

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.