Fréttablaðið - 11.08.2009, Blaðsíða 16
11. ágúst 2009 ÞRIÐJUDAGUR2
„Í lok ágúst ætlum við að byrja
að heyrnarmæla börn sem fæð-
ast á Akureyri,“ segir Guðrún
Gísladóttir, framkvæmdastjóri
Heyrnar- og talmeinastöðvar
Íslands. „Við erum líka að fara að
bjóða upp á það að foreldrar barna
sem fæðast í nágrannasveitar-
félögum Reykjavíkur, á Selfossi,
Keflavík og Akranesi, geti komið
við á Heyrnar- og talmeinastöð-
inni á föstudögum eftir hádegi og
látið mæla heyrn barnsins. Við
stefnum að því að mælingin verði
búin áður en barnið verður sex
mánaða.“
Forsaga þessarar auknu þjón-
ustu við ungabörn er sú að fyrir
rúmum tveimur árum var gerður
samningur til tveggja ára milli
Heyrnar- og talmeinastöðvar
Íslands og Landspítalans um að
heyrnarmæla öll börn sem fæð-
ast á Landspítalanum. Árið 2008
tókst að mæla 94 prósent fæddra
barna á Landspítalanum en mæl-
ingin er foreldrum að kostnaðar-
lausu. Samningurinn var fram-
lengdur fyrir stuttu.
„Samningurinn gerir það að
verkum að finnum börnin sem
eru heyrnarskert miklu fyrr,“
segir Guðrún og bætir við að það
skipti verulegu máli upp á mál-
þroska. „Áður en við byrjuðum
að mæla var meðalgreiningarald-
urinn þrjú og hálft ár. Þá höfðu
börnin ekkert heyrt í þann tíma,“
upplýsir Guðrún en með heyrnar-
mælingunni verður hægt að finna
heyrnar skert börn miklu fyrr.
Guðrún segir að sjötíu prósent
allra barna fæðist á Landspítalan-
um í Reykjavík og tíu prósent til
viðbótar á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri. „Ætlunin er að heyrnar-
mæla þau. Það verður opinn tími á
fimmtudögum á heilsugæslunni á
milli eitt og hálfþrjú og þá geta for-
eldrar komið með börnin,“ útskýrir
Guðrún en starfsmaður frá Heyrn-
ar- og talmeinastöðinni fer norður
til heyrnar mælinganna.
Þegar búið er að bæta Selfossi,
Keflavík og Akranesi við þau átta-
tíu prósent barna sem heyrnar-
mæld verða í Reykjavík og á
Akureyri er hlutfall ungabarna
sem heyrnarmæld eru komið upp
í níutíu prósent. „Síðan erum við
að gera okkur vonir um að börn
sem fæðast á Heilbrigðisstofnun
Austurlands, í Vestmannaeyjum og
Ísafirði geti komið til Reykjavíkur
eða Akureyrar til mælingar.“
Guðrún segir að markmiðið sé
að heyrnarmæla 95 prósent allra
þeirra barna sem fæðast á Íslandi.
„Þá væri ég hress með mig. Þetta
tekur samt auðvitað tíma að festa
sig í sessi. Mæður vita af mögu-
leikanum og leita eftir því að heyrn
barnanna verði mæld.“
martaf@frettabladid.is
Aukin þjónusta
við ungabörn
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands eykur þjónustu við ungabörn í
þessum mánuði fyrir ungabörn í nágrenni Reykjavíkur auk þess sem
starfsmaður fer til Akureyrar einu sinni í viku.
Guðrún segir að markmiðið sé að heyrnarmæla 95 prósent þeirra barna sem fæðist
á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fólk með flensu og hita þarf að
drekka vel.
Mjög mikilvægt er að drekka vel
þegar fólk veikist af inflúensu og
líkamshiti hækkar. Á vef Landspít-
ala - háskólasjúkrahúss www.lsh.
is, er að finna leiðbeiningar frá
Rannsóknarstofu í næringarfræð-
um við HÍ og LSH.
Þar segir að gott sé að
drekka að minnsta
kosti tvo lítra á
dag. Stærra fólk
þurfi meiri vökva
og smávaxnir
eitthvað minna.
Lítil börn með hita
þurfi rúmlega lítra
af vökva daglega.
Sumir af drykkj-
unum sem neytt er
þurfa að innihalda
sölt og sykrur. Þess
vegna er gott að drekka soð, súpur
og grænmetissafa sem innihalda
oftast bæði sölt og sykrur, sömu-
leiðis ávaxtasafa og íþróttadrykki
sem innihalda meira af sykrum en
einnig sölt. Íste getur einnig verið
hressandi, eða gosdrykkir. Þegar
fólk er veikt finnst því oft lyst-
ugra að þynna drykk-
ina, þ.e. að blanda út
í þá meira af vatni
en áætlað er. Dæmi
um heimatilbúna
blöndu er sódavatn
og eplasafi, blandað
til helminga. Fyrir
börn sem eru á brjósti
og mæður þeirra er
gott að brjóstagjöfinni
sé haldið áfram og hún
jafnvel aukin ef hægt er –
hugsanlegt er að mamman
hafi andlitsgrímu ef hún er
veik og barnið ekki.
Flensa og næring
KÚMENGANGA verður farin um Viðey í kvöld.
Viðeyjarkúmenið er bragðsterkt og vinsælt í matargerð
og bakstur. Siglt er frá Skarfabakka klukkan 19.15 og
miðað er við að sigla til baka klukkan 21.30.
Undirstöðunámskeið í STEINANUDDI
Akureyri og í Reykjavík í ágúst.
Námskeið hannað fyrir fagfólk.
Kennsla í nuddi með heitum & köldum steinum.
Kennslan fer fram á ensku og íslensku.
Kennarar:
Júlía Brynjólfsdóttir, lögg. sjúkranuddari og
Debbie Thomas frá Jane Scrivner Stone, London.
Þetta námskeið eitt og sér og gefur þér allt til að verða steinameðferðaðili
en er uppá diploma til framhaldsnámskeiða bæði á Íslandi og Bretlandi
Farið verður í megin atriðum yfir lífeðlisfræðileg áhrif hita og kælimeðferða
steinanna, viðbrögð líkamans og aðferðarfræði.
Bráðir/krónískir verkir.
Heilsufar/hvað er varhugar vert
Með steinum er hægt að vinna dýpra og léttir álaginu á hendur nuddarans.
Listin er að framkvæma kröftuga meðferð sem kemur jafnvægi á líkama og
sál.
Staðsetning og dags.:
Akureyri 10.-12. ágúst – Sunnuhlíð
Reykjavík 14.-16. ágúst – Rósinni, Bolholti 3
Nánari upplýsingar: Júlía Brynjólfsdóttir s: 898-4022 juliam@simnet.is
Ath takmarkaður fjöldi á hvert námskeið.
Auglýsingasími
– Mest lesið