Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Fréttablaðið - 11.08.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.08.2009, Blaðsíða 2
2 11. ágúst 2009 ÞRIÐJUDAGUR Júlíus, sátu margir í súpunni um helgina? „Bara þeir sem sátu heima, þeir supu seyðið af því.“ Ógrynni af fiskisúpu fór í maga svangra gesta á Fiskideginum mikla á Dalvík um helgina. Júlíus Júlíusson er framkvæmda- stjóri hátíðarinnar. HREYFING Endurbætt rennibraut í Laugardals- lauginni verður opnuð á næstunni og í síðasta lagi á þriðjudaginn eftir viku, á afmæli Reykjavíkur- borgar, að sögn Loga Sigurfinnssonar, forstöðu- manns Laugardalslaugar. Rennibrautin hefur verið lokuð í um ár. Upphaflega átti að gera við þá gömlu en ákveðið var að kaupa nýja braut. Verkið kostar í kringum 17 milljónir, að sögn Loga. „Við notum lendinguna og turninn úr gömlu brautinni en létum bæta aðeins við undir- stöðurnar til þess að ná þessu,“ segir Logi. Nýja brautin er um 80 metrar, svipuð þeirri eldri. „Hún er lokuð alla leið og er að hluta til svarthol og að hluta til hálfgegnsæ. Á einum hlutanum eru stjörnuljós,“ segir Logi. Engin tónlist eða hávaði er í brautinni. - vsp Opna á endurbætta rennibraut í Laugardalslaug í síðasta lagi næsta þriðjudag: Kostar í kringum 17 milljónir RENNIBRAUTIN Hún verður lokuð alla leið, að hluta til svarthol og að hluta til gegnsæ. Opna á brautina á næstunni en gamla brautin hefur verið lokuð í um ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SJÁVARÚTVEGSMÁL Uppsjávarveiðar ganga vel fyrir norðaustan land og nóg virðist vera af stórri síld og makríl á stóru svæði. Á vef HB Granda segir Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni AK, að stór síld sé á svæðinu, en hún sé stygg og ekki auðveidd. Ingunn er á veiðum langt norður af Melrakkasléttu en við veiðar sunnar var of mikill makríll til að hægt væri að einbeita sér að síld- veiðum. Komandi verkefni skipa HB Granda eru síldveiðar í norsku lög- sögunni en þar ræður félagið yfir um 6.200 tonna síldarkvóta. - shá Uppsjávarveiðar ganga vel: Mikið af stórri síld og makríl Í HÖFN Ingunn AK í höfn en skipstjórinn segir mikið líf á miðunum fyrir norðan og austan. FÓLKSFJÖLGUN Samtals 2.101 barn hafði fæðst á fæðingardeildum Landspítalans í gær. Það er 72 börn- um fleiri en fæðst höfðu á sama tíma í fyrra. Að sögn Guðrúnar G. Eggertsdóttur, yfirljósmóður á Landspítalanum, stefnir því í metár í fæðingum, þar sem áætlaðar fæð- ingar í september og október eru mjög margar. Í fyrra var met í fæðingum jafn- að á fæðingardeildum Landspítal- ans, þegar 3.376 börn fæddust þar, en alls fæddust 4.846 börn á landinu öllu samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þann 10. ágúst í fyrra höfðu 2.029 börn fæðst á Landspítalanum, en í ár eru þau 2.101. Auk þess er búist við miklum fjölda fæðinga á næstu mánuðum og eru áætlaðar fæðingar í ágúst til dæmis 287 og í september 297. Að sögn Guðrúnar fæðast svo yfirleitt á bilinu tíu til tuttugu börn til viðbótar. Því stefnir allt í að metið verði slegið í ár. Erfitt efnahagsástand virðist því ekki hafa neikvæð áhrif á fólks- fjölgun á höfuðborgarsvæðinu, í það minnsta ekki enn þá. Guðrún segir hent gaman að því á fæðingar- deildum að nú hljóti fyrstu kreppu- börnin að vera að líta dagsins ljós. Venjan er sú að þegar efnahags- ástand er slæmt dregst fæðingar- tíðni saman, að sögn Ólafar Garðars- dóttur, dósents við Háskóla Íslands og doktors í fólksfjöldafræði. „Sem dæmi má nefna heimskreppuna á fjórða áratugnum. Þá lækkaði fæð- ingatíðni alls staðar í heiminum, og líka á Íslandi.“ Hún segir söguna á Norðurlöndunum sýna slíkt hið sama. „Í nágrannalöndunum, þar sem fæðingarorlofsgreiðslur eru tengdar við laun eins og hér á landi, þá sér maður það samband að þegar það er efnahagslægð lækkar fæð- ingatíðni, og þegar efnahagsástand er gott þá hækkar hún.“ Þetta hafi líka verið tilfellið á Íslandi, þar sem betri fæðingarorlofslöggjöf og góð- æri hafi valdið því að fæðingatíðni hafi hægt og bítandi hækkað undan- farin ár. Ólöf segir fæðingartíðni þessa árs segja lítið til um efnahags- ástandið. „Fólk sem er komið af stað í barneignarhugleiðingum hættir því ekki endilega. Það er því ekki alveg að marka þetta ár, það væri frekar að næsta ár myndi gefa betri vís bendingar. Mér finnst líklegt að tíðnin fari niður á við þegar efna- hagskreppan fer að segja meira til sín, á næsta ári.“ thorunn@frettabladid.is Stefnir í metfjölda fæðinga á þessu ári Fleiri börn hafa fæðst á Landspítalanum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra, sem þó var metár. Venjan er að fæðingatíðni lækki þegar efnahagsástand er slæmt. Það mun líklega gerast á næsta ári að sögn fólksfjöldafræðings. FÆÐINGAR Á LANDSPÍTALA Fæðingardeild og Hreiður 2006 3.074 2007 3.129 2008 3.376 2009* 2.101 *Fæðingar frá áramótum og til 10. ágúst 2009. FÆÐINGAR 2008 OG 2009 Til 10. ágúst 2008 Fæðingardeild 1.576 Hreiður 453 Alls 2.029 Til 10. ágúst 2009 Fæðingardeild 1.585 Hreiður 516 Alls 2.101 ALÞINGI Þrátt fyrir að horfur séu á að erlendir kröfuhafar eignist bróðurpart í Íslandsbanka og Kaupþingi telur meiri hluti við- skiptanefndar Alþingis fulla þörf á stofnun Bankasýslu ríkisins. Stofnuninni er ætlað að fara með eignarhlut ríkisins í fjármála- fyrirtækjum. Í áliti meirihluta nefndarinnar segir að eftir sem áður muni ríkið eiga Landsbankann og eignarhlut í allmörgum sparisjóðum auk hluta í Íslandsbanka og Kaupþingi. Sam- anlagt kunni ríkið því að fara með 60-70 prósenta hlutdeild á fjár- málamarkaði. Því verði áfram full þörf fyrir bankasýsluna. - bþs Meirihluti viðskiptanefndar: Full þörf fyrir bankasýsluna Lenínstytta kramdi mann 21 árs gamall maður lét lífið þegar fimm metra há stytta af Vladimír Lenín brotnaði og féll ofan á hann í Hvíta-Rússlandi um helgina. Að sögn yfirvalda var maðurinn drukkinn og hafði klifrað upp á styttuna og hangið á handlegg Sovétleiðtogans fyrrverandi. HVÍTA-RÚSSLAND KVENNADEILD LANDSPÍTAL- ANS Allt stefnir í að metfjöldi barna fæðist á fæðingardeild og í Hreiðrinu á þessu ári. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SAMGÖNGUR Skipulagsstofnun telur allar fjórar tillögur um styttingu hringvegarins við Hornafjörð hafa verulega neikvæð áhrif á lands- lag, ásýnd, jarðmyndanir og gróð- ur. Telur Skipulagsstofnun þó leið 1 vera skástu leiðina. Efnistaka úr námunni Friðsæld við Dynjanda er minnst ef hún er valin. Skipulagsstofnun leggur til það skilyrði við veitingu framkvæmda- leyfis að Vegagerðin myndi form- legan samráðshóp fagaðila um endurheimt votlendis vegna fram- kvæmdarinnar sem felst í að byggður verður nýr 11-18 km lang- ur vegur sem styttir hringveginn um 11-12 km eftir því hvaða leið verður fyrir valinu. - vsp Stytting vegar við Hornafjörð: Samráðshópur um votlendi EFNAHAGSMÁL Þar sem gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um ríflega eitt prósent frá vaxta- ákvörðun í byrjun júlí telur Greining Íslandsbanka að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í tólf prósentum. Vaxtaákvörðunardagur bankans er á fimmtu- dag. Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka í gær er bent á að í fundargerð peningastefnunefndar- innar frá síðustu vaxtaákvörðun komi skýrt fram að styrking krónunnar sé forsenda vaxtalækkun- ar. Frestun á lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hinum Norðurlöndunum, ráðleggingar AGS um að vextir verði ekki lækkaðir og vilji Peninga- stefnunefndarinnar til að halda vöxtum háum við afnám gjaldeyrishaftanna hafi líka sitt að segja um ákvörðun nefndarinnar. Greining Íslandsbanka spáir raunar að stýri- vextirnir verði óbreyttir fram á annan ársfjórðung næsta árs en taki þá að lækka. Spáir bankinn því að vextirnir verði komnir í 7,5 prósent í lok næsta árs og sex prósent um mitt ár 2011. Vaxtaákvörðunin á fimmtudag er væntanlega sú síðasta sem seðlabankastjórinn Svein Harald Øygard á þátt í að taka en hann lætur af embætti í næstu viku þegar skipun Más Guðmundssonar tekur gildi. - bþs Íslandsbanki spáir að peningastefnunefndin ákvarði óbreytta stýrivexti: Gengi krónunnar enn of lágt VAXTAÁKVÖRÐUN Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Svein Harald Øygard seðlabankastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMGÖNGUMÁL Tilfinning heima- manna á Dalvík fyrir því að mikil fjölgun hafi verið á Fiskideginum mikla þetta árið hefur verið studd rökum á vef Vegagerðar- innar. Umferð um Hámundastaða- háls, milli þjóðvegar 1 og Dal- víkur, var mun meiri alla dagana sem hátíðin stóð, en á sama tíma í fyrra eða samtals tæpum 25 pró- sentum. Rúmlega nítján þúsund bílar fóru um hálsinn yfir helg- ina en rúmlega fimmtán þúsund bílar árið 2008. - shá Fiskidagurinn mikli á Dalvík: Nítján þúsund bílar þetta árið DALVÍK Gríðarlegur fjöldi sækir Dal- víkinga heim ár hvert. Aflaverðmæti 99 milljarðar Árið 2008 var afli íslenskra skipa rúm 1.283 þúsund tonn, 113 þúsund tonn- um minni en árið 2007. Aflaverðmæti nam rúmum 99 milljörðum króna. Stærsti hluti afla íslenskra fiskiskipa var unninn á Austurlandi. Stærsti hluti botnfisksaflans var unninn á höfuð- borgarsvæðinu og á Suðurnesjum. SJÁVARÚTVEGSMÁL SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 188. tölublað (11.08.2009)
https://timarit.is/issue/291360

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

188. tölublað (11.08.2009)

Aðgerðir: