Fréttablaðið - 11.08.2009, Blaðsíða 10
10 11. ágúst 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Starfsmöguleikar:
Innkaupastjóri
Útlitsráðgjafi
Stílisti
Verslunarstjóri
1. Önn 2. Önn
Fatastíll
Fatasamsetning
Textill
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101
Erna, stílisti
Ég hef unnið við förðun á
Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal
við förðun keppenda í Idol
og annarra sjónvarpsþátta
hjá 365. Einnig vinn ég við
auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er
óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér
mikið í starfi mínu í förðun og stíliseringu.
Skjöldur Mio,
tískuráðgjafi
Ég taldi mig vita flest
allt um tísku og útlit
áður en ég fór í skólann.
En annað kom á daginn.
Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu,
textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um
útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég
er að gera.
Ú T L I S T - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I
w w w . u t l i t . i s
VILTU VERÐA STÍLISTI?
The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á
helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og
textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant).
Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og
atvinnugreinum.
Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu.
Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22.
Litgreining
Förðun út frá litgreiningu
Litasamsetning
HEILBRIGÐI Alls hefur 101 greinst með svína-
flensu, A(H1N1)v, á Íslandi frá því í maí 2009
og komu 29 ný tilfelli upp um helgina. Þar
af eru 55 karlar og 46 konur. Þriðjungur er
á aldrinum 15 til 19 ára en aðeins níu hafa
greinst sem eru eldri en 40 ára. Hafa 46 feng-
ið flensuna erlendis en 52 hér á landi. Óvíst
er um þrjú tilvik. Haraldur Briem sóttvarna-
læknir segir flensuna byrjaða að smitast
innanlands.
Haraldur segir stóran hluta af aldurshópn-
um sem er eldri en fjörtíu ára hafa marga
fjöruna sopið og líklegt sé talið að þetta fólk
hafi þróað með sér vörn gegn flensunni. Þó sé
það ekki ljóst.
„Við erum enn að bíða eftir að sjá hvort þeir
sem eru 15 til 30 ára smitist
mest þar sem þetta er ungt
fólk sem ferðast mest til
útlanda og fer á mannamót
og er því fyrst til að smitast
og hvort þeir sem eldri eru
fái flensuna síðar.“
Tugir sýna koma til skoð-
unar á hverjum degi, að
sögn Haraldar, en nú sé
þeim tilmælum beint til
lækna að að taka færri sýni.
Fara eigi eftir einkennum
og meðhöndla ef á þarf að halda.
Enginn er enn alvarlega veikur af þeim sem
hafa smitast, að sögn Haralds, en nú þegar
flensan er farin að breiðast hraðar út aukist
líkurnar á að þeir sem eru veikir fyrir fái
flensuna. „Dauðsföll eru sjaldgæf sem betur
fer,“ segir Haraldur sem býst við að einn af
hverjum 1000 sem smitist á Íslandi gæti lát-
ist.
Lyfin sem gefin eru við svínaflensu,
Tamiflu og Relenza, hafa fleiri galla en
kosti fyrir börn allt að tólf ára segir í grein
í British Medical Journal. Hjálp lyfjanna sé
lítil en á móti komi alvarlegar aukaverkanir.
Frekar eigi foreldrar að láta börni sín hvílast
og drekka nóg af vökva.
Yfir þúsund af þeim 1.154 sem hafa dáið úr
svínaflensu í heiminum hafa komið frá Norð-
ur- og Suður-Ameríku og hefur viðbragðs-
stigi verið komið á í skólum í Bandaríkjun-
um. Rúmlega fjórðungur þeirra sem látist
hafa eru frá Argentínu. Dauðsföll á Bretlands-
eyjum eru 41 í það minnsta.
Flensan hefur greinst í 168 löndum og er
fjöldi smitaðra að minnsta kosti 162.380, sam-
kvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO.
Talið er að talan sé þó margföld sú tala þar
sem lönd þurfa ekki lengur að taka sýni úr
öllum sem hafa flensueinkenni.
vidir@frettabladid.is
Lyfin sögð slæm fyrir börn
Alls hefur 101 greinst með svínaflensu á Íslandi. Aðeins níu hafa smitast sem eru eldri en 40 ára. Þeir eldri
hafa mögulega þróað vörn gegn flensunni. Bresk rannsókn segir svínaflensulyf ekki virka á börn.
SVÍNAFLENSA Sóttvarnalæknir telur að einn af hverjum 1000 sem smitast á Íslandi gæti látist. Dánarhlutfallið er
langhæst í Argentínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HARALDUR BRIEM
SJÁVARÚTVEGUR „Það kemur í ljós
hvort þetta fer til Japans, Noregs
eða Færeyja. Við erum bara að
skoða það,“ segir Gunnar Berg-
mann Jónsson, framkvæmda-
stjóri Hrefnuveiðimanna ehf.
Þegar hafa Hrefnuveiðimenn
veitt 46 hrefnur og stefnt er að
því að fara yfir eitt hundrað dýr
áður en vertíðinni lýkur.
Gunnar segir söluna hafa
gengið glimrandi vel og salan
stefni á að koma út á núlli á
innan landsmarkaðnum. Ekki er
slæmt að salan komi út á núlli
því byggja þurfti upp kjöt-
vinnslu í sumar en það þyrfti
ekki að gera á næsta ári, að sögn
Gunnars.
Panta á fleiri sprengjur og
skutla frá Noregi á næstunni og
kemur gróðinn í söluna því ekki
nema farið verði í útflutning.
Ekki hafa þeir átt í samninga-
viðræðum við erlenda aðila, að
sögn Gunnars. - vsp
46 hrefnur hafa veiðst:
Gróðinn kæmi
í útflutningi
HREFNUVEIÐI Þegar er búið að veiða 46
hrefnur og stefnt er að því að veiða yfir
100 dýr. MYND/GUNNAR BERGMANN
EFNAHAGSMÁL Allar forgangskröfur
í þrotabú fjármála fyrirtækja
vegna innistæða eru jafn-
réttháar, og Tryggingarsjóður
innstæðueigenda á því ekki að
njóta forgangs umfram aðra.
Þetta er niðurstaða lög-
fræðiálits sem Andri Árnason
hæstaréttarlögmaður og Helga
Melkorka Óttarsdóttir unnu
fyrir forsætisráðuneytið vegna
Ice save-samningsins.
Í tilkynningu frá forsætis-
ráðuneytinu segir að álitið
staðfesti að ákvæði Icesave-
samningsins um jafnræði milli
tryggingarsjóða Íslands, Bret-
lands og Hollands rýri ekki
á nokkurn hátt rétt íslenska
tryggingarsjóðsins þegar komi
að úthlutun úr þrotabúi Lands-
banka Íslands.
Ragnar H. Hall hæstaréttar-
lögmaður hefur sagt hlut íslenska
tryggingarsjóðsins rýrðan með
Icesave-samningnum, umfram
það sem íslensk lög um gjaldþrot
geri ráð fyrir. Því eru þau Andri
og Helga ekki sammála.
Í áliti þeirra segir að hefði
Tryggingarsjóðnum verið veitt-
ur sérstakur forgangur umfram
aðra kröfuhafa sem ættu kröfu
vegna innstæðna, andstætt regl-
um kröfuréttar og gjaldþrota-
réttar, væri hætt við að slíkt fæli
í sér brot á samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið. - bj
Lögfræðiálit forsætisráðuneytisins vegna Icesave segir allar kröfur jafnréttháar:
Réttur Tryggingarsjóðs minnkar ekki
SAMGÖNGUR Umtalsvert færri
Bretar og Hollendingar ferðuðust
hingað til lands í nýliðnum júlí en
í sama mánuði í fyrra, samkvæmt
samantekt Ferðamálastofu yfir
fjölda ferðamanna sem fóru um
Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Alls fóru ríflega 6.300 bresk-
ir ferðamenn frá landinu í júlí,
saman borið við ríflega átta þúsund
í júlí 2008. Fækkunin er um 21 pró-
sent. Hollendingum fækkar heldur
minna, úr tæplega 3.450 í rúmlega
2.800, eða um 18 prósent.
„Ég set þessar tölur ekki í sam-
hengi við Icesave,“ segir Ólöf Ýrr
Atladóttir, verkefnisstjóri hjá
Ferðamálastofu. Hún bendir á
ímyndarkönnun sem gerð hafi verið
meðal annars í Bretlandi og Hol-
landi. Almenningur þar sé almennt
jákvæður gagnvart Íslandi sem
ferðamannalandi.
Ólöf segir að alltaf séu sveiflur í
fjölda ferðamanna á svo stuttu tíma-
bili, réttari mæling fáist með því að
skoða sumarið allt í haust.
Einnig verður mikil fækkun í
komum Pólverja og Kínverja hing-
að til lands. Það segir Ólöf líklega
tengjast því að færri komi hingað
til að vinna. Þrátt fyrir þetta fjölgar
erlendum ferðamönnum sem komu
til landsins í gegnum Leifsstöð í júlí
um 1,2 prósent samanborið við júlí
í fyrra. Hlutfallslega mest er aukn-
ingin á ferðamönnum frá Spáni og
Ítalíu. - bj
Erlendum ferðamönnum fjölgar lítillega í heildina:
Færri Bretar og
Hollendingar
FJÖLGAR Komum erlendra ferðamanna fjölgaði um 1,2 prósent þrátt fyrir mikla hlut-
fallslega fækkun ferðamanna frá Hollandi, Bretlandi, Póllandi og Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
PAKISTAN, AP Stjórnvöld í Pakist-
an óttast að hryðjuverkasamtök-
in Al-kaída reyni að koma manni
úr sínum röðum í forystu talibana
í Pakistan, en leiðtogi talibana er
talinn af eftir árás bandarísku
leyniþjónustunnar CIA.
Rehman Malik, innanríkisráð-
herra Pakistan, segir áreiðanleg-
ar vísbendingar benda til þess að
Baitullah Mesud, leiðtogi talibana í
Pakistan, hafi látið lífið í sprengju-
árásinni og að hreyfingin sé í lam-
asessi sem stendur. „Það sem veld-
ur áhyggjum er að Al-kaída er að
safna liði og gætu samtökin reynt
að sölsa undir sig talibanahreyf-
inguna,“ segir hann. -bs
Stjórnvöld í Pakistan:
Óttast upp-
gang Al-kaída
ORÐUVEITING Dmitrí Medvedev,
forseti Rússlands, veitti hermönnum í
Norður-Ossetíu orður um helgina, fyrir
þátttöku þeirra í stríðinu við Georgíu
fyrir ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LANDBÚNAÐUR Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra, og Atli Gíslason,
formaður sjávarútvegs- og
land búnaðar nefndar Alþingis,
heimsóttu fjölda bænda á vegum
Suðurlandsskóga á dögunum.
Var Jón ánægður með hvernig
bændur standa að skógrækt á
Íslandi, segir í fréttatilkynningu
frá ráðuneytinu.
Suðurlandsskógar er átaks-
verkefni í skógrækt á Suðurlandi
til fjörutíu ára. Takmarkið er
að rækta upp skóg á fimm pró-
sentum af láglendi Suðurlands á
tímabilinu en fyrst var gróður-
sett undir merkjum Suðurlands-
skóga vorið 1998. Starfssvæði
verkefnisins nær yfir Reykja-
nes, Árnessýslu, Rangárvalla-
sýslu og báðar Skaftafellssýslur.
- vsp
Ráðherra á ferð um landið:
Ánægður með
skógræktarfólk
Fimm létust í eldsvoða
Fimm manns, tveir fullorðnir og
þrjú börn, létu lífið í eldsvoða í París
snemma í gærmorgun. Fimmtán
manns til viðbótar eru á spítala með
reykeitrun. Þrjátíu manns var bjargað
úr brennandi húsinu, sem er á tíu
hæðum. Eldsupptök eru ókunn.
FRAKKLAND
HELGA MELKORKA
ÓTTARSDÓTTIR
ANDRI
ÁRNASON