Fréttablaðið - 11.08.2009, Blaðsíða 26
22 11. ágúst 2009 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Í kvöld fer fram heil
umferð í Pepsi-deild kvenna og
ríkir hörkuspenna á toppi deildar-
innar. Þrjú lið – Valur, Breiðablik
og Stjarnan – eru efst og jöfn á
toppnum og Þór/KA er ekki nema
þremur stigum á eftir þeim. Tvö
þeirra mætast innbyrðis í kvöld
er Þór/KA tekur á móti Stjörn-
unni á Akureyri. Valur mætir
Fylki og Breiðablik tekur á móti
KR. Sigurður Ragnar Eyjólfsson
landsliðsþjálfari spáði í spilin
fyrir Fréttablaðið.
„Það er mikið undir í leikjum
kvöldsins en ég held þó enn að
mikilvægasti leikur sumarsins
verði viðureign Stjörnunnar og
Vals í byrjun september,“ sagði
Sigurður Ragnar. „Til þess að sá
leikur verði úrslitaleikur verð-
ur Stjarnan því helst að vinna á
Akureyri því ég á ekki von á því
að Valur lendi í vandræðum
með Fylki í kvöld. Þær munu
mæta ákveðnar til leiks í
kvöld og vinna.“
Hann á þó von á hörkuleik
á Akureyri. „Þetta er gríðar-
lega sterkur heimavöllur
og Þór/KA hefur mikið
sjálfstraust. Mér finnst
það vera lið sem getur
unnið alla andstæðinga á
góðum degi. Þær fóru að
vísu hægt af stað í mótinu
í vor en hafa síðan verið á
miklu skriði.“
Sigurður
Ragnar telur
að Blikar gætu
lent í vand-
ræðu m í
kvöld.
„KR hefur spilað
vel að undanförnu
og unnið þrjá leiki í
röð. Breiðablik hefur
að sama skapi verið að
veikjast.
Harpa
Þorsteins-
dóttir er fótbrot-
in og Sandra Sif Magnús-
dóttir er farin til útlanda.
Ég spáði því þó fyrir mót að
Breiðablik yrði meistari og ég
er ekki reiðubúinn að breyta
spánni enn. Valur hefur þó enn
mótið í sínum höndum en hin
liðin hafa þó sýnt að það er vel
hægt að sigra Val.“ - esá
Sigurður Ragnar Eyjólfsson spáir í leiki kvöldsins í Pepsi-deild kvenna:
Mikilvægur leikur á Akureyri
KR batt enda á ógöngur sínar gegn FH með 2-4 sigri á Kaplakrika-
velli í Pepsi-deildinni í fyrrakvöld en Vesturbæjarliðið hafði ekki
unnið í Krikanum síðan árið 1994 og jafnframt ekki unnið deildar-
leik gegn FH síðan árið 2003. Gunnar Örn Jónsson átti sannarlega
stóran þátt í sigri KR en hann skoraði mörk númer tvö og þrjú
fyrir Vesturbæinga og lagði upp fjórða og síðasta markið fyrir
Baldur Sigurðsson sem innsiglaði frækinn sigur.
„Við vorum búnir að bíða lengi eftir því að vinna FH og
nú tókst það loksins og við verðum bara að halda áfram
á sömu braut og halda okkur á jörðinni. Við förum annars
í hvern leik til þess að vinna hann og það er mikið sjálfs-
traust í liðinu og mjög góður mórall og við höfum bara svo
gaman af því sem við erum að gera,“ segir Gunnar Örn.
Gunnar Örn segir þátttöku KR í Evrópudeild UEFA hafa
hjálpað liðinu mikið til þess að bæta leik sinn.
„Þátttaka okkar í Evrópu hefur verið skemmtilegt
krydd í sumarið og hjálpað okkur að þétta liðið betur
og vinna í ákveðnum hlutum eins og að halda
boltanum innan liðsins og annað slíkt,“ segir Gunnar
Örn og kvartar ekkert yfir auknu leikjaálagi sem velgengnin í
Evrópu kostaði.
„Það er búið að vera fínt að spila svona þétt eins og við
höfum verið að gera og það er enginn að kvarta yfir því þegar
vel gengur. Við tökum samt þessarri viku fagnandi
og munum nota hana vel til þess að hlaða
batteríin og undirbúa okkur fyrir mikilvæg-
an leik gegn Fylki. Það verður gríðarlega
erfiður leikur því Fylkir er, líkt og við,
með mikið stemningslið sem hefur
verið að spila vel í sumar. Við
höldum bara áfram að elta
FH á meðan tölfræðilegur
möguleiki er fyrir hendi en
það verður erfitt. Ég efast stórlega
um að jafn gott lið og FH eigi eftir að tapa það mörgum
stigum en við vonum auðvitað það besta. Við einbeitum
okkur annars bara að okkur og okkar leik og tökum einn leik
fyrir í einu,“ segir Gunnar Örn að lokum.
KR-INGURINN GUNNAR ÖRN JÓNSSON: ER LEIKMAÐUR 16. UMFERÐAR PEPSI-DEILDARINNAR HJÁ FRÉTTABLAÐINU
Vorum búnir að bíða lengi eftir því að vinna FH
> Lið umferðarinnar í Pepsi-deild karla
Fréttablaðið hefur valið lið 16. umferðar Pepsi-deildar
karla. Markvörður: Ólafur Þór Gunnarsson (Fylki).
Varnarmenn: Daníel Laxdal (Stjörnunni),
Elfar Freyr Helgason (Breiðabliki), Kristinn
Jónsson (Breiðabliki), Jordao Diogo
(KR). Miðjumenn: Gunnar Örn
Jónsson (KR), Ólafur Stígs-
son (Fylki), Halldór Hermann
Jónsson (Fram), Scott Ramsay
(Grindavík). Sóknarmenn:
Guðmundur Benediktsson (KR),
Björgólfur Takefusa (KR).
SPENNA Stjörnustúlkur mæta Þór/KA í
stórleik kvöldsins í Pepsi-deild kvenna.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Í gær var tilkynnt að þeir
Hannes Þór Halldórsson og Bjarni
Ólafur Eiríksson hefðu tekið sæti
þeirra Árna Gauts Arasonar og
Hermanns Hreiðarssonar í íslenska
landsliðshópnum vegna meiðsla
þeirra síðarnefndu. Bjarni Ólafur
hefur verið fastamaður í landsliðinu
undanfarið en Hannes Þór er nú val-
inn í fyrsta sinn. Ísland mætir Sló-
vakíu í vináttulandsleik á morgun.
Hannes hefur varið mark Fram
undanfarin misseri með miklum
ágætum og fær hann nú tækifæri
til að sanna sig með landsliðinu.
„Ég var auðvitað hrikalega
ánægður þegar ég fékk fréttirnar.
En ég var annars ekkert að spá í
þessu enda búið að velja hópinn,“
sagði Hannes í samtali við Frétta-
blaðið í gær.
Hann neitar því ekki að hafa
bundið vonir við að fá tækifærið
nú. „Ég vissi þó að fyrir voru tveir
markverðir sem Ólafur landsliðs-
þjálfari hefur verið ánægður með
og kom það því ekki á óvart að þeir
voru valdir. En nú datt Árni Gautur
út og er það mitt að sýna að ég eigi
heima í þessu liði og ég stefni að því
að halda sæti mínu.“
Hann segist þokkalega ánægður
með eigin frammistöðu í sumar og
stefnir einnig að því í framtíðinni að
komast í atvinnumennskuna. „Það
er eins og með landsliðið, ég hef
stefnt að því leynt og ljóst að kom-
ast út. Það hefur þó ekki mikið verið
í gangi í þeim málum í sumar en það
er vonandi að landsliðið hjálpi til.“
Hann segist reiðubúinn fyrir
nýjar áskoranir sem fylgja bæði
landsliðinu og atvinnumennsku.
„Ég fékk góða reynslu af því að
spila með Fram í Evrópukeppn-
inni og þá sérstaklega í útileiknum
í Tékklandi. Þar spiluðum við gegn
sterkum andstæðingi fyrir framan
mikinn fjölda áhorfenda. Þar fékk
maður aðra tilfinningu fyrir knatt-
spyrnunni en hér heima. Það var
mikilvægt að fá að fóta sig í slíku
umhverfi.“
Hannes segist einnig vongóður
um að fá tækifæri í leiknum á morg-
un. „Ég geri mér fulla grein fyrir
því að Gunnleifur (Gunnleifsson)
er væntanlega fyrsti kostur í byrj-
unarliðið en það væri gaman að fá
að spreyta sig. Það er aldrei að vita
hvað gerist.“
eirikur@frettabladid.is
Vil festa mig í
sessi í landsliðinu
Hannes Þór Halldórsson var í gær valinn í íslenska
landsliðið í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Slóvakíu.
HANNES ÞÓR Í fyrsta sinn valinn í landsliðshóp Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
var mættur á landsliðsæfingu á
Laugardalsvelli í gær fyrir leik-
inn gegn Slóvakíu en hann hefur
undanfarið verið í æfingaferð með
Barcelona í Bandaríkjunum.
„Ég kom bara í morgun eftir langt
ferðalag frá Bandaríkjunum þannig
að það er smá ryð í mér enn þá en
það er náttúrulega alltaf gaman
að koma heim og hitta strákana
og svona,“ segir Eiður Smári sem
hefur fengið að spila talsvert á undir-
búnings tímabilinu með Barcelona
og er því að komast í fínt stand fyrir
komandi tímabil.
„Þetta hefur verið ágætt og ég
var sérstaklega sáttur við síðasta
leikinn. Ég hef annars notað síðustu
vikur til þess að vinna vel og koma
mér í eins gott stand.“
Eiður Smári hefur stöðugt verið
orðaður við félagsskipti frá Nývangi
í sumar en hann er enn sallarólegur
yfir stöðu mála.
„Það er svo sem ekkert nýtt að
segja frá eins og staðan er núna og
lokast félagsskiptaglugginn nokkuð
fyrr en í lok ágúst? Ég ætla alltént
ekki að flýta mér og ætla að vanda
valið vel hvað sem verður,“ segir
Eiður Smári að lokum. - óþ
Eiður Smári er rólegur yfir framtíð sinni í boltanum:
Ætla að vanda valið