Fréttablaðið - 11.08.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.08.2009, Blaðsíða 30
26 11. ágúst 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2. jurtatrefjar, 6. samþykki, 8. beita, 9. þrá, 11. tvíhljóði, 12. sæti, 14. bragðbætir, 16. nafnorð, 17. hús- freyja, 18. umhyggja, 20. til, 21. borg í Portúgal. LÓÐRÉTT: 1. útihús, 3. í röð, 4. doka, 5. vefnaðarvara, 7. frilla, 10. söng- hópur, 13. meðal, 15. kappklæða, 16. bjargbrún, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. bast, 6. já, 8. áta, 9. ósk, 11. au, 12. stóll, 14. krydd, 16. no, 17. frú, 18. önn, 20. að, 21. faró. LÓÐRÉTT: 1. fjós, 3. aá, 4. staldra, 5. tau, 7. ástkona, 10. kór, 13. lyf, 15. dúða, 16. nöf, 19. nr. LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég set Beach Boys á til að koma mér inn í daginn, ekkert fallegra en byrjunin á Good Vibrations. Eftir það hlusta ég mjög líklega smá á Billie Holiday, Nick Drake eða Bonnie Prince Billie. Ef dagurinn er langur og strangur þá skelli ég Hauki Morthens og hans Frost- rós á í lokin.“ Halldóra Malín Pétursdóttir leikkona vinnur í Skaftfelli á Seyðisfirði. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Þórður Þorgeirsson. 2 Anne Sibert. 3 35. Laddi hristir fram úr erminni fimmtíu nýja karaktera á nýrri plötu sem gefin verður út sam- hliða einleiknum Jólasögu, þar sem Laddi leikur Skrögg sjálf- an. Nýlega var tekin upp tónlistin fyrir plötuna. „Þetta er sem sagt einleikur og þeir ætla víst að gefa þetta út á disk, þessa sögu. Það er hljómsveit og það er kór og ég bý þetta náttúrlega allt til sjálfur,“ segir Laddi, en æfingar standa yfir á verkinu. „Þetta er heljarinnar verkefni, það er mikið mál að vera einn með alla þessa karaktera, skipta um rödd stanslaust. Það er enginn annar á sviðinu þannig að ég þarf að tala við sjálfan mig, þetta er svolítið mikið. Það vefst ekki fyrir mér svoleiðis. Það er aðallega að muna þennan texta, það gæti vaf- ist aðeins fyrir manni sem er kom- inn svona aðeins á efri ár eins og maður segir.“ Þegar líður á æfingar verður svo sagan sjálf í töluðu máli tekin upp. „Þeir eru allir að myndast svona.“ Á hann sér uppáhaldsrödd meðal þessara persóna? „Aðalkarakter- inn er náttúrulega Skröggur sjálf- ur, eigum við þá ekki að segja að hann sé í uppáhaldi. Hún er svona sambland, ábyggilega heyrir ein- hver rödd sem hann kannast við. Ég var nú einu sinni í Óliver Twist og lék þar Fagin, ætli hann sé ekki svolítið líkur honum, það eru svo- lítið líkir karakterar.“ Þrátt fyrir umfangið er Laddi spenntur fyrir frumsýningu sem er 20. nóvember. Platan er væntan- leg fyrir jól en þá koma Grimms- ævintýrin einnig út hjá fyritæki Jóns Gunnars Þórðarsonar, leik- stjóra Jólasögu. - kbs Fimmtíu nýjar raddir frá Ladda „Þetta var stórskemmtilegt. Það var bæði góð reynsla og upplifun að taka þátt í þessu,“ segir Gísli Sigmundsson, söngvari dauðarokk- sveitarinnar Beneath sem spilaði á Wacken-tónlistarhátíðinni í dögun- um fyrst íslenskra sveita. Beneath vann hljómsveitakeppn- ina Wacken Metal Battle á Íslandi í apríl og öðlaðist þá rétt til að spila í lokakeppninni sem var haldin meðfram öðrum tónlistaratriðum á Wacken. Tóku 22 hljómsveitir frá jafnmörgum löndum þátt og fór spænsk þungarokksveit með sigur af hólmi. „Þetta var gjör- ólíkt því sem maður þekkir heima. Þetta batterí er svo svakalega „professional“. Þýsk skipulagning klikkar ekki,“ segir Gísli um hátíð- ina. „Það var líka öðruvísi að spila við þessar aðstæður. Þetta var töluvert stærra svið en maður er vanur hérna heima, aðeins stærra en Grand Rokk,“ segir hann og kímir. Engin tilboð um plötusamning bárust þeim félögum á hátíðinni en Gísli segir það ekki koma að sök. „Við spjölluðum við slatta af blaða- mönnum og dreifðum kynningar- efni. Það er vonandi að það komi eitthvað út úr því. Við höldum bara okkar striki hérna heima og stefn- um á upptökur í haust.“ - fb Wacken stærra en Grand Rokk BENEATH Rokkararnir í Beneath skemmtu sér vel á Wacken-hátíðinni í Þýskalandi. ÞÚSUND RADDA SMIÐUR Laddi kokkar- upp fimmtíu nýjar raddir á jólaplötu. Um verslunarmanna- helgina voru fjölmiðlar undirlagðir af fréttum af vopnuðu ráni sem framið var í verslun 11-11 í Skipholti. Ræn- ingjarnr ógnuðu starfsmönnum með stórum hnífum og komust undan með einhver verð- mæti. Mennirnir náðust svo daginn eftir. Fréttablaðið hefur fyrir satt að einn umræddra ræningja var tón- listarmaðurinn Ívar Örn Kolbeins- son, sem þekktastur er fyrir veru sína í hinni umdeildu hljómsveit Dr. Mister & Mr. Handsome. Ívar hefur undanfarið verið að koma sér aftur í gang í tónlistinni með nýrri hljómsveit, Krooks. Sveitin hefur vakið mikla athygli en búast má við að þessi atburður setji einhver strik í framtíðarplön bandsins. Þorsteinn J. Vilhjálms- son er að verða einhver þekktasti stangveiði- maður landsins og sýndi ótvírætt fram á hæfi- leika sína á því sviði um síðustu helgi. Hann var þá í stórum hópi veiðimanna á silungasvæðinu í Vatnsdal og var sá eini sem setti í góðan lax þar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir annarra í þá áttina. Leikhússpírurnar Símon Birgisson og Þorleifur Arnarsson, sem báðir eru búsettir í Þýskalandi, hafa nú tekið höndum saman og eru að undirbúa leiksýningu meðal Þjóðverja, nánar tiltekið í Karlsruhe. Símon er, eins og fram hefur komið í blaðinu, að undirbúa verk sem flutt verður í Útvarpsleikhúsi Viðars Eggertssonar við Efstaleitið sem heitir „Guð blessi Ísland“ auk þess sem hann mun leikstýra öðru verki þar síðar í vetur og er hann nú kominn með sérstakan passa í útvarpshúsið með þeim virðulega titli: Leikstjóri. - hdm, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Það hvílir ákveðinn dýrðar- ljómi yfir þessu fyrirtæki og fólki fannst út í hött að ég ætlaði að segja upp vinnunni og flytja aftur heim,“ segir Signý Björg Guðlaugsdóttir, stafrænn fjöl- miðlahönnuður, en hún útskrifað- ist með hæstu eink unn frá Vict- oria University of Wellington á Nýja-Sjálandi. Þar lærði Signý stafræna fjölmiðlahönnun og segir hún námið hafa verið mjög skemmtilegt og fjölbreytt. Eftir útskrift sótti Signý Björg um vinnu hjá Weta Digital, fyrir- tæki sem er í eigu leikstjórans Peters Jackson og hefur unnið að framleiðslu kvikmynda á borð við King Kong, Lord Of The Rings og X-Men. „Ég sótti um í lok nóv- ember á síðasta ári og fékk svo að vita í janúar að ég hefði feng- ið vinnuna. Ég vann aðallega við upplýsingasöfnun fyrir leikstjór- ana en tók einnig að mér verkefni í grafískri hönnun og í móttökunni,“ segir Signý en hún vann meðal annars fyrir Peter Jackson við gerð myndarinnar Svo fögur bein, James Cameron við gerð mynd- arinnar Avatar og fyrir Steph en Spielberg við gerð myndarinnar um Tinna. Aðspurð segir Signý starfið hafa verið mjög skemmti- legt en krefjandi. „Þetta var mjög skemmtilegt starf en vinnudagarnir voru mjög langir. Vinnustaðurinn var líka ólíkur öllu því sem ég hafði áður kynnst. Það eru um sjö hundruð og fimmtíu manns sem vinna hjá Weta Digital og öryggisgæsla var gífurleg og menn fengu ekki að flakka á milli deilda án eftirlits. Starfsmenn eru látnir skrifa undir samning um þagnareið til að koma í veg fyrir að upplýsingar um kvik- myndirnar leki út. En þeir gerðu líka mjög vel við starfsfólk sitt, á hverjum föstudegi voru til dæmis haldnar veislur fyrir starfsfólkið og menn fengu frí í hádeginu til að skella sér á ströndina.“ Þrátt fyrir að hafa fengið draumastarf margra ákvað Signý að flytja heim í vor og freista gæfunnar hér heima. „Ég hef svo lítið verið heima síðustu fjögur árin og mig langaði að koma heim og upplifa íslenskt sumar. Á meðan ég var úti fæddust til dæmis fimm börn inn í fjölskylduna sem mig langaði að sjá og kynnast. Ég er búin að fá vinnu hjá kvik- myndafyrirtækinu True North og hlakka mikið til að hefja störf þar í haust,“ segir Signý. Áhugasamir geta skoðað verk Signýjar á slóð- inni www.signydesign.com. sara@frettabladid.is SIGNÝ BJÖRG: VANN AÐ STÓRMYNDUM Í FYRIRTÆKI PETERS JACKSON Sagði upp draumastarfi fyrir íslenskt sumar ÚTSKRIFAÐIST MEÐ HÆSTU EINKUNN Námið segir Signý Björg hafa verið fjölbreytt og skemmtilegt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.