Fréttablaðið - 11.08.2009, Blaðsíða 6
6 11. ágúst 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Auglýsingasími
– Mest lesið
KAUPTHING FUND
Société d'Investissement à Capital Variable
14, boulevard Royal – L-2449 LUXEMBOURG
R.C.S. Luxembourg B 96.002
NOTICE TO THE SHAREHOLDERS
As the Annual General Meeting dated 16 April 2009 could not validly deliberate and decide on
the items of the agenda, the Board of Directors convenes the Shareholders of KAUPTHING
FUND, Sicav to attend the second General Meeting to be held at the registered office of the
company on 31 August 2009 at 10.00 a.m., with the following agenda :
1. Report of the Board of Directors and of the Auditor
2. Approval of the financial statements as at 31 December 2008
3. Allocation of results
4. Discharge to the Directors
5. Renewal of the mandate of the Auditor
6. Statutory elections.
The Shareholders are advised that no quorum for the statutory general meeting is required and
that decisions will be taken by a simple majority of the votes cast. Proxies are available at the
registered office of the Sicav.
For the Board of Directors
20-50% AFSLÁTTUR AF
VEIÐIVÖRUM Í ALLT SUMAR
SJÁVARÚTVEGSMÁL Landhelgis-
gæslan (LHG) hafði afskipti af
tveimur skipum vegna meintra
brota á löggjöf um veiðar innan
landhelginnar á síðasta sólar-
hring. Varðskip stóð togarann
Sólbak EA að meintum ólöglegum
togveiðum á Vestfjarðamiðum og
færði skipið til hafnar á Akur-
eyri. Handfærabátur var þá stað-
inn að meintum ólöglegum hand-
færaveiðum innan bannsvæðis
suður af Látrabjargi.
Við skoðun eftirlitsmanns
LHG kom í ljós að Sólbakur var
ekki búinn smáfiskaskilju eða
hafði þá lágmarksmöskvastærð
sem áskilin er á því svæði þar
sem hann var við veiðar. Tók
lögreglan á móti skipinu þegar
það lagði að bryggju á Akureyri.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
TF-Líf kom að handfærabátnum
og sást greinilega að báturinn
hafði veiðarfæri sín í sjó. Skip-
stjóra bátsins var tilkynnt að
bátnum yrði vísað til hafnar þar
sem mál hans yrði tekið fyrir.
Sigldi báturinn til hafnar í Ólafs-
vík.
Málin eru í höndum lögregl-
unnar og voru skipstjórar skip-
anna teknir til skýrslutöku í
gær hjá embætti sýslumannsins
á Akureyri og sýslumannsins á
Snæfellsnesi. - shá
Landhelgisgæslan vísar tveimur skipum til hafnar vegna meintra brota:
Staðin að ólöglegum veiðum
EFTIRLIT Varðskip Landhelgisgæslunnar
stóð togarann Sólbak EA að meintum
ólöglegum togveiðum.
VIÐSKIPTI Heimsmarkaðsverð á
hrásykri hækkaði um þrjú pró-
sent í dag og endaði í 22 sentum
pundið, eða um 61 krónu kílóið.
Sykurverð hefur ekki verið
hærra síðan 1981.
Þessi mikla hækkun á rætur
sínar að rekja til vaxandi
áhyggna af framboðsbresti, að
því er fram kemur á fréttavef
breska ríkisútvarpsins.
Haft er eftir sérfræðingum
í sykurbransanum að þessar
áhyggjur séu einkum til komn-
ar vegna aukinnar eftirspurnar
eftir sykri til eldsneytis-
framleiðslu í Brasilíu. Þá hafi
einnig orðið heilmikill brestur á
sykuruppskeru á Indlandi, sem
búist er við að muni versna.
Áhyggjur valda hækkun:
Metverð á sykri
DÓMSMÁL Íslensk kona, Borghildur
Guðmundsdóttir, þarf samkvæmt
dómsúrskurði að fara til Banda-
ríkjanna með syni sína tvo fyrir
sunnudag. Synina á hún með
bandarískum hermanni sem
ætlar að höfða forræðismál í
Bandaríkjunum.
Samkvæmt dómsúrskurði
Hæstaréttar þarf Borghildur að
afhenda fyrrverandi eiginmanni
sínum synina, sem eru fimm og
tíu ára. Þar sem hún hefur hvorki
atvinnu- né dvalarleyfi í Banda-
ríkjunum má hún ekki dveljast
þar lengur en þrjá mánuði. Mála-
rekstur forræðismálsins fyrir
bandarískum dómstólum mun
þó að öllum líkindum taka mun
lengri tíma. Í raun sé því verið að
neyða hana til að skilja drengina
eftir hjá föður sínum, sem þeir
hafa ekki séð í rúmlega eitt og
hálft ár. „Þeir sáu hann síðast um
jólin 2007. Síðan þá hefur hann
kannski hringt tíu sinnum. Hann
hefur ekki sent þeim afmælis-
gjafir eða jólagjafir. Hann hefur
ekki hagsmuni barnanna í huga,
þetta eru eingöngu aðgerðir gegn
mér, en þær bitna á börnunum,“
segir Borghildur.
„Yngri sonurinn man ekkert
eftir pabba sínum, og þú getur
rétt ímyndað þér sjokkið sem
hann fær við að vera skilinn
eftir hjá bláókunnugum manni og
missa mömmu sína.“ Borghildur
er í nýrri sambúð. „Báðir synir
mínir kalla hann pabba. Þeir eru
því að missa mömmu sína, pabba
sinn, heimilið, skólann, umhverfi
og vini. Ég á að afhenda mannin-
um börnin og hann veit ekki einu
sinni hver svefntíminn þeirra er
eða hvort þau eru með ofnæmi.“
Borghildur segist ekki hafa haft
efni á flugmiðum til Bandaríkj-
anna, hvað þá að halda sér uppi
og reka málið fyrir dómstólum
þar. „Þetta kostar fleiri milljónir
þegar á heildina er litið.“ Hún
er ósátt við lög fræðinginn sem
rak málið fyrir hennar hönd og
segir hann ekki hafa sinnt mál-
inu nægilega vel. „Það eru undan-
þáguatriði sem hægt var að nota,
en lögfræðingurinn minn gerði
það ekki. Til dæmis máttu bara
líða tólf mánuðir frá því við
komum til landsins þangað til
málið væri komið fyrir héraðs-
dóm, en það liðu þrettán mánuð-
ir. Hann hefði getað farið fram á
að málinu yrði vísað frá, en hann
gerði það ekki.
Stofnuð hefur verið stuðnings-
síða á Facebook fyrir Borghildi
undir nafninu „Hjálpum Boggu
að halda börnum sínum.“ Þar er
gefið upp reikningsnúmer fyrir
þá sem vilja styrkja hana.
thorunn@frettabladid.is
Óttast að þurfa að
skilja börnin eftir
Íslensk kona þarf að afhenda bandarískum fyrrverandi eiginmanni sínum syni
þeirra tvo samkvæmt dómsúrskurði. Hann hyggst höfða forræðismál í Bandaríkj-
unum. Drengirnir hafa ekki hitt föður sinn lengi og sá yngri man ekki eftir honum.
BORGHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR OG SYNIR Borghildur segist ekki hafa efni á því að
reka forræðismál í Bandaríkjunum.
SVÍÞJÓÐ Tveir menn voru skotnir til bana í bænum
Stora Höga nærri Gautaborg um hádegisbil í gær.
Nágrannar heyrðu skothljóð úr íbúð og stuttu
síðar fundust lík mannanna tveggja. Rúmum
fjórum klukkustundum síðar hafði lögregla hand-
tekið tvo menn sem taldir eru tengjast málinu.
Talið er að þriðji maður hafi einnig tengst málinu.
Mennirnir sem voru handteknir voru í bíl sem
sást yfirgefa morðvettvanginn. Þeir lögðu á flótta
og veitti lögregla þeim eftirför lengi. Meðal ann-
ars var reynt að skjóta á hjólbarða þeirra, en án
árangurs. Þeir fundust þó á endanum, en vitni
höfðu greint frá því að þrír menn hefðu verið í
bílnum.
Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa greint frá því að morð-
in tengist skipulagðri glæpastarfsemi, og hafi
verið um uppgjör vegna fíkniefnamála að ræða.
Lögreglan í Gautaborg hefur neitað að tjá sig um
það. Dagblaðið Gautaborgarpósturinn greindi frá
því að bíllinn sem morðingjarnir notuðu til að
flýja vettvanginn sé iðulega notaður af manni sem
tengist samtökunum Red & White, sem styðji við
bakið á Hells Angels.
- þeb
Tveir menn skotnir til bana í grennd við Gautaborg í gær:
Tengist skipulögðum glæpum
HELLS ANGELS Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa greint frá því að
morðin tengist skipulagðri glæpastarfsemi og samtökum sem
tengjast mótorhjólasamtökunum Hells Angels.
Yngri sonurinn man ekk-
ert eftir pabba sínum, og
þú getur rétt ímyndað þér sjokkið
sem hann fær við að vera skilinn
eftir hjá bláókunnugum manni
og missa mömmu sína
BORGHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR
KJÖRKASSINN
Styður þú nýlegar aðgerðir
Saving Iceland?
JÁ 16%
NEI 84%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlar þú í berjamó í haust?
Segðu þína skoðun á visir.is.