Tíminn - 24.12.1946, Qupperneq 4
4
JDLABLAP TÍMANS 1946
tilvitnanir eru annars um alla kirkjuna,
hvar sem hægt er að koma þeim fyrir svo
vel fari. Þannig byrja þær strax í vopna-
búrinu. En menn gerðu svo áður guði til
Klausturkirkjan í Varnhem er frá 13. öld. Þar
hvíla fjórir konungar og fjórir biskupar, og þar
hvílir Magnús Gabriel de la Gardie.
dýrðar að ganga vopnlausir í hans hús til
að hlýða messu. Meðal annarrar altaris-
prýði höfðu verið litlar hámyndir úr
renndu silfri, en talið að áhugasamir
Lackö-höll á Kállandsey. Hér var lengi setur de
la Gardie-œttarinnar.
kirkjuskoðendur hafi smátt og smátt klór-
að þær til sín, svo að nú er engin eftir, en
eftirlikingar í þeirra stað til að leyna för-
smáninni. Vonast er eftir að heiðarlegir
afkomendur kirkjuþjófanna muni smátt
og smátt skila aftur þeim silfurmyndum,
sem enn kunna að vera við líði.
Riddarasalurinn er frægur mjög, enda
fagur á að líta. Minnisstæðastir verða mér
litlu englarnir, sem héngu í járnkrókum
niður úr loftinu. Þeir voru svo mjúkir og
líflegir á flugi sínu, að þeir minntu á börn
að leik. Hvað mig sárlangaði í einn engil-
inn til minja. Ég hafði orð á þvi við prest-
inn.
„Svona eru Englendingar,“ sagði hann.
„Þeir hafa þótt skæðir með að grípa eitt
og annað með sér til minja.“
Kannske þetta séu áhrif frá hernáminu,
hugsaði ég.
Riddarasalurinn var upphaflega prýddur
fjölda málverka, er áttu að sýna ýmsa at-
burði úr þrjátíu ára stríðinu, voru með
öðrum orðum orustumyndir. Auk þess voru
myndir frægra hershöfðingja og nokkuð af
líkingamyndum. En þessi málverk voru
illu heilli tekin burt úr höllinni og flutt
sitt á hvað, en sumt þeirra eru nú í góðri
hirðu í Karlsbergshöllinni í Stokkhólmi.
Þá má geta friðarsalarins, með- loftmál-
verki er sýnir kærleikshót friðár og rétt-
lætis. En eins og nærri má geta fannst
Svíum það réttlát málalok, að þeir unnu
þrjátíu ára stríðið. í þessum sal voru upp-
haflega myndir allra þeirra, er stóðu að
friðarsamningunum. Austurríski salurinn
er aftur á móti tileinkaður andstæðing-
unum. Þar eru t. d. myndir af austur-
rísku keisarafjölskyldunni og kaþólsku
hershöfðingjunum.
Nú lá leiðin til herbergja Maríu Eu-
frosynu, eöa furstainnúnnar eins og hún
var kölluð. Þar var vitanlega sízt minni
íburður en annars staðar, allt útskorið og
skrautmálað. í svefnherberginu var stórt
innskot fyrir rúmið, sem var vænn gripur
með himni og hliðartjöldum úr silki. Grænt
er nú talið einhver ákjósanlegasti liturinn
í svefnherbergi, og svo hefir Maríu Eufros-
ynu, eða þeim, sem réðu híbýlum hennar,
einnig virzt, því að allt hafði borið þar
grænan lit, rúmtjöld, gluggatjöld, stóla-
áklæði. Jafnvel góbelínsveggklæðin voru
með skógarmyndum. Bænaherbergi fursta-
innunnar verður gestum minnistæðast
fyrir hið unaðsfagra útsýni yfir klétta-
eyjuna laufskrýddu, skínandl vatnsflöt-
inn og skógivaxnar strendurnar.
„Allt ber með guðrækni að byrja og
enda,“ segir Magnús Gabríel í máltíðar-
reglum, sem hirð hans átti að hlýöa. Sá,
sem án gildrar ástæðu vanrækti guðsþjón-
ustu, hafði misst rétt til máltíðar. Sektir,
jafnvel myrrastofuvist, lá við ósiðlegu
orðbragði og öðrum ruddaskap. Greifinn
ætlaðist til þess, að háttvísi setti svip sinn
á borðhaldið i hinum bláleita, vingjarn-
iega borðsal hans.
Þá voru hér næst hirðmanna- og varð-
liðssalir og síðan komum við til einkaí-
búðar greifans. Sagt er, að í forsalnum hafi
verið málverk af fjórum hálfnöktum kven-
persónum. En í móttökusalnum var allt
með virðulegra blæ. Þar voru tyrknesk
veggklæði með landslagsmyndum og mál-
verk af þeim konungum og drottningum,
sem hann hafði þjónað, auk rnynda af
honum og eiginkonu hans.
Á fjórðu hæð hallarinnar voru veizlu-
salir og gestaherbergi, og hafði hvert um
sig fengið sérstakt heiti, svo §em Franski
salurinn, Veiðisalurinn, Pragiski salurinn,
Liðsforingjasalurinn, turnherbergið o.s.frv
Fjöldi herbergja voru kennd við þjóðhöfð-
ingja ýmsra landa, svo sem stórfurstann
af Moskvu, Póllands-konung, Kristínu
drottningu, svo að fá nöfn af mörgum séu
nefnd. í þessum herbergjum var mikið af
myndum og skreytingum ýmis konar, enn-
fremur áletranir og sumar kátlegar, svo
sem þessar: „Laun lostans“ og „Vínbind-
indi sigrar Venus“.
Það er margt fleira frasagnarvert frá
þessari hringferð um Lácköhöllina, svo
sem myrkvastofan, eldhúsið, brunnurinn
og fleskgryfjan svo nefnda, en ég læt hér
staðar numið.
Við gengum nokkur saman niður á
bryggju — ég til að njóta vatnssvalans,
hinir til að horfa á bátana og pilt og
stúlku, sem stóðu á bryggjunni og dorg-
uðu, en drógu ekki neitt, sem líka er það
vanalegasta. í leiðinni að bílnum litum við
inn í söluturninn og verzluðum. Aðailega
keyptum vlð kort. Ég tyllti mér á þúfu og
skriíaði bónda mínum nokkrar línur. Svo
var lagt af stað heimleiðis frá hinu bláa,
sólglitrandi vatni og klettaeyjunni gróður-
ríku með greifahöllinni fögru.
III. Litla borgin við Lidan.
Sjö manna hópur var á ferð til litlu borg-
arinnar á bökkum Lidan og strönd Ván-
erns. Litlu borgarinnar, sem þrátt fyrir
fimm hundruð ár á herðum, er enn ungleg
og uppvaxandi.
Vegurinn lá yfir akra, sem skipta litum
eftir kornbrigðum og bylgjast, þegar
stormurinn rennir sér yfir öxin. Ég horfði
yfir stórar breiður af höfrum og minnt-
ist orðtækisins um hafraakrana, að þar
gæfi aðeins að líta „himinn og hafra.“ Nú
skipti um og við okkur blöstu víðáttumikl-
ir hveiti- og rúgakrar. Ég hugsaði um vort
daglega brauð. Það yrði mikið brauð af
þessum ökrum, ef uppskeran yrði góð, og
blessunarríkt brauð, því að brauð Svíanna
er brauð heimsins.
Augað á frjálsan leik á sléttum Vestur-
gautlands, það er hægt að horfa yfir
þrjár kirkjusóknir í einu. Hver kirkja á
sinn fagra lund, þar sem rósir og jasmínur
anga og eplatrén breiða út greinar sínar
með grúa af grænum, litlum eplum, sém
eru að flýta sér að vaxa og verða stór áð-
ur en frostin koma og frysta lífssaft þeirra.
Öðru hvoru förum við fram hjá rauð-
máluðum bændabýlum og skjöldóttum
kúahjörðum. Sænskar kýr skiptast mjög í
hópa eftir litum, rauðskjöldótta og svart-
skjöldótta. Ekki býst ég þó við að litirnir
sýni pólitísk. sjónarmið kúnna, trúlegast
að þær séu með öllu ópólitískar. En hvað
um það, þær hljóta að vera rólyndar og
mjólkurgæfar þessar kýr, sem lifa öllu lífi
sínu á sléttunni. Landið er svo frjósamt,
að þær þurfa sapnarlega ekki að bera kvíð-
boga fyrir næsta málsverði, enda standa
þær og éta þangað til þær geta sig naum-
ast hrært, þá leggjast þær ofur hægt á
hnén, smámjaka sér svo unz þær liggja
þægilega, lygna augunum, jórtra letilega
og smá blunda á milli eins og kúa er siður.
En það eru ekki eintómir akrar á sléttum
Vesturgautlands. Við ökum líka í gegnum
skógarbelti með lauftrjám og barrtrjám,
berjalyngi og fjölskrúðugum villiblómum.
Leið okkar liggur fram hjá hinni sólhvítu
og fögru Maríudalshöll með klukkuturn-
inum og blómker á hliðarstólpunum. Þetta
er ein af hinum mörgu höllum Magnúsar
Ðe la Gardie.
Borgin Lidköping liggur við botn Kinne-
viken og breiðir úr sér á báðum bökkum
Lidan. Austan árinnar er gamli bærinn,
en að vestan nýi bærinn, sem byggður var
í landareign Magnúsar De la Gardie og
fyrir hans forgöngu. Bæjarstæðið er fagurt
og bakkar Lidán prýddir trjám og skraut-
blómum, sem bera vott um næman smekk
og natna hönd.
Markmið ferðar okkar var sýningin í
Lidköping og viðstaðan ákveðin þrír tímar.
Við skutum á fundi í bílnum og samþykkt-
um einróma að verja hálftíma til að aka
um borgina. Bílstjórinn var kunnugur og
sýndi okkur eftir því sem tími vannst til
það markverðasta. Fyrst ber þá að nefna
Nýja torgið, sem er með allra stærstu torg-
um á Norðurlöndum, enda er því óspart
haldið á lofti. Þar gat að líta gamla ráð-
húsið, hina furðulegustu byggingu með
hverju hvolíþakinu upp af öðru og fjórar
klukkur á áttstrendum turni. Þar er nú
safn, er sýnir sænska iðnaðarþróun. Á
torginu er ennfremur stytta Magnúsar
greifa og tveir gosbrunnar eru þar til mik-
illar prýði.
Af sögulega frægum byggingum öðrum
en ráðhúsinu er lieizt að nefna Nikulásar-
kirkjuna og greifahúsið, þar sem Magnús
De la Gardie hafði aðsetur, þegar hann átti
viðdvöl í Lidköping. Sagt er að kjallari
greifahússinn han veri elnn áfanginn í
Framh. á bls. 26.