Tíminn - 24.12.1946, Qupperneq 14
14
JDLABLAO TIMANS 1946
VALDIMAR BENÚNÝSSDN Á ÆGISSÍÐU:
Til vinar míns, Ásgeirs Jónssonar frá
Gottorp, á sjötugsafmæli hans.
Kvæði þetta flutti höfundurinn Ásgeiri
sjötugum 30. nóv. s. 1., á Hringbraut 33 í
Reykjavík, en þar voru þá saman komnir
hjá Ásgeiri margir Húnvetningar, Skag-
firðingar og fleiri, alls um 80 manns.
Þar sem angar fjalls l fangi
fagurgresja dals og nesja,
byltist foss af brúna hvössu
bergi fram í heiöar hvammi.
Lækir buldra barna skvaldur
brokka á tánum fram í ána
gróðri að deila gjöfum heilum
Gósenlendum flœði-sanda.
Fram um eyjar breiðabeygjur
brunar áin leið til sjávar.
Þar sem annir hárra hranna
hefla skorður fjöruborði.
Leggur sanda-haf í hendur
hlýrrar móður jarðargróða.
Hópi stemmir hœfan ramma
hagvirk Rán við bjargatána.
Borgarvirkið elds af orku
öflugt rís og minjar hýsir.
Gegnt í austur gulls er kista,* 1)
greipum bundin núps Ásmundar.
Vatnsdalshólar, Skíðaskála
skriða felld úr máttar veldi
Deildar-hjalla hárra fjalla.2)
Helja bleik þar gekk að leikjum.
Klausturmúrar út við eyrar,
áður þingstöð Húnvetninga,
geymdu snilli hátt á hillu
hyggjuvits í fræðiritum.
Ljós á kertum kvölds í sorta
kveikti menning fjaðrapenna.
Aldinkvistir orðsins listar
áttu skjól á höfuðbóli.
■Margra hölda góðra gildi
garpur mesti, fluttur vestan,*)
bú þar reisti, bjó að kosti
bœði stranda og seljalanda.
Ásgeir karl og Guðlaug gerla
gœttu að fleiru en matareyri.
Háreist kirkjan steins af storku
stendur kaldann fram i aldir.
Einkasonur sœmdarhjóna
sat að bezta veganesti,
lista þœttir ýmsra átta
ofnir vóru í manninn stóra:
Hann var gull að gerfi öllu,
góður drengur, reyndur lengi.
Glœsiljóma sagan sœmir
samleik Jóns og bezta þjónsins.
Einn ég nefni enn til stefnu
œskuvin af þessu kyni,
Ásgeir þann, sem er þjóðkunnur
út frá lestri um góða hesta.
Fram á sandi furðustranda
fólkið stendur efablendið.
Hefir karl við kindastallinn
kunnað tök á þessum rökum?
Oft ég fór til Gottorps-Geira.
Glasasveimur, stefjahreimur,
hestagull við hlöðu fulla,
hópar yndisprúðra kinda.
Angangras í öllum desjum,
allt var hirt til mestu snyrti,
listadýrkun lögð i verkin,
landsins not til mergjar brotin.
Marga rœðu í skemmtiskrúða
skýrleikskarlinn bar á stallinn.
Minnið trausta langan lestur
leyfði bœði sagna og kvœða.
Grettistök úr góðum stökum
greip á tungu hljómsins þunga,
vermdur skálda arineldi,
óskamögur braga og sögu.
Eyðikot í skuggann skotið/*)
Skollanes með leiði Blesa,
freragólf er fyrrum skulfu
furðu lostin gœðings kostum,
brattur Stapinn brúna gneipur,
búfjárrétt við hulduklettinn,
heilsa bað i hlýju Ijóði.
Hljóð í sœti rústin grætur.
Gottorpsbóndinn gamli reyndi
gáskaleik við elli bleika,
sjötugur á faraldsfœti
fræki-manna leiðir kannar.
Sagnaþulur svellið hála
sveigir létt hjá háskablettum.
Ásgeiri karli ekki förlar
œttar sinnar mark að kynna.
Ingibjörg og Ásgeir marga
unaðsstund á gleðifundum
veittu mér, þeim vil ég færa
virktagóða þökk í Ijóði.
Æfikvöldið ykkar tjaldi
undir friðarbogans griðum,
óskir þœr til efnda fœri
öll sú náð sem því má ráða.
Skýringar:
i) Þjóðsaga um gullkistu á Ásmundarnúpi, sem
er nyrzt á Víðidalsfjalli, í austur frá Borgarvirki.
2) Skriðan úr Vatnsdalsfjalli, sem myndaði hól-
ana, féll yfir Skíðastaði og deyddi þar fólk allt,
nema vinstúlku hrafnrins. (Sbr. þjóðsögu). Deild-
arhjalli er í Vatnsdalsfjalli.
3) Afi og amma Ásgeirs í Gottorp, Ásgeir al-
þingismaður Einarsson og Guðlaug kona hans,
fluttust frá Kollafjarðarnesi á Ströndum að Þing-
eyrum árið 1861. Ásgeir Einarsson byggði kirkjuna
á Þingeyrum.
4) Skollanes er í Gottorpslandi. Þar stóð bær-
inn áður, og þar er Blesi, reiðhestur Ásgeirs,
heygður.