Tíminn - 24.12.1946, Qupperneq 10

Tíminn - 24.12.1946, Qupperneq 10
10 JdLABLAÐ TIMANS 1946 JCi> Þú manst, er kvöld var komið og kominn háttatími, þú leiddir ljósa telpu og lagðir hana á beð. Þar gekkstu sjálf til sængur, en svefnin færðist imdan. Þið áttuð agSrar dýrðir að una og hvíla með. Þá starði hún opnum augum á unað vara þinna og svalg með opnum eyrum hvert orð sem þaðan rann, á meðan málsins auður og menning foma sagna þá borg, sem aldrei bilar, í brjósti hennar vann. Og manstu, hvemig Mjallhvít í minni hennar greri og Rauðhettu þú raktir í ró hjá ungri mey? ' Og Helga gekk í hellinn, . þið hittuð tröll og álfa, og Búkolla var bundin á bás og týndist ei. Við unað ævintýra og ódauðlegar sagnir kom svefninn hægt til sængur og seig á unga brá. Þá hvíldu sögur hennar, þú hafðir aðrar bækur og brostir yfir barnið, að brjósti þér sem lá. kCœíi Áttu litla'björk við bæinn, björk í tryggum reit? unaðslundi svala og sólar sumardægrin heit? Liggja þar í laufum grænum lífs þíns fyrirheit? Meðan vex hún ár frá ári, er hún gæfa þín, lætur vaggast blítt í blænum birkilaufin sín, meðan yfir börn og býli brosmild sólin skín. Meðan dögg á grasi glitrar, geislar þerra mörk, andar ljúft að allra vitum ilmi af hússins björk. Feginsdraumur frjálsra daga fer um ungan börk. Farsæl eign er björk, sem brosir bæjarstafni við, boðar þínum unglingsaugum yndisleik og frið, íslenzk grein af gömlu bergi, gr-ædd í nýjum sið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.