Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ TÍMANS 1946 19 INGDLFUR DAVIÐSSDN, MAGISTER: LÍTÍLL FERDAÞÁTTUR Árdegis 25. júní var veður fagurt. Par- þegarnir stigu inn í flugvélina á Reykja- víkurflugvellinum. Vélin ekur af stað eftir flugbrautinni. Hraðinn eykst óðum, vélin vaggar ögn eins og bíll, en skyndilega verður hreyfingin mýkri, við erum komin á loft. Lítil telpa kastar upp í bréfpoka, sem flugfreyjan kemur með. Upp stígur vélin, Reykjavík blasir við beint undir okkur. Brátt er flogið yfir eld- brunninn Reykjanesskagann. Borgin hverf- ur í fjarska, en grá og svört brunahraunin blasa við. Er æði eyðilegt um að litast og ber furðu lítið á græna gróðurlitnum. Grá- mosinn á heiður skilið. Hann hylur hraunin að mestu eins og voðfelld ábreiða og býr til gróðurmold handa grösum og öðrum blómjurtum. Grámosinn lætur lítið yfir sér. En hann er samt einhver duglegasti braut- ryðjandinn í gróðurríki landsins. — Þoku- bakki hylur suðurbrún Reykjanesfjallanna. Landið er horfið og sér nú aðeins haf og himin. En brátt hverfur hafið líka, því flogið er skýjum ofar. Einkennilegt er að líta niður á skýin. Þau eru eins og hrím- grátt fjalllendi, með hnjúkum og dölum eða líkjast stundum risavöxnum öldum, áður en þær brotna. Þegar flugvélin snertir skýjabólstra, kippist hún við eins og alda skelli á bát. Plogið er hátt. Sumir kenna litilsháttar ónota í eyrum og á einstaka sækir svefndrungi. En flestum líður ágæt- lega. Þetta er eins og að sitja í sófa heima hjá sér, síðan komið er upp fyrir skýin. Nú erum við suður af Pæreyjum, segir flugmaðurinn, og flugfreyjan færir okkur te og brauð, ágæta hressingu. Börnin ganga brosleit fram og aftur milli sætaraðanna og gægjast út um gluggana. Veður er gott og glittir stundum í hafið langt niðri. Svo er flogið inn í þokukaf. Við nálgumst Skotland. Allt í einu rofar til og við sjáum land. Breiðafjarðareyjar — varð einum að orði, og ekki að ófyrir- synju. Þarna er urmull eyja með kletta- borgum og mýrasundum, víkum, sundum, vogum og strjálli byggð alveg eins og heima. Skotarnir, sem til íslands fluttust á landnámsöldinni, hafa eflaust unað sér vel við Breiðafjörð. Brátt verður landið frjósamara og byggðin þéttari. Við lendum í Prestvík eftir 4 stunda flug \ og fáum okkur hádegisverð. Þar eru stór- vaxin tré og blómskrúð mikið. Brátt er haldið af stað að nýju með ann- arri flugvél og flogið í þoku yfir Norðursjó, áleiðis til Danmerkur. Þokunni létti þegar að Jótlandssíðu kom. Danmörk er eins og aldingarður úr lofti að líta. Allt er skrúð- grænt. Víðlendir akrar og skógarteigar hvarvetna og þéttbýli mikið. Jótland, Fjón, Sjáland — allt virðist þaulræktað. Við lendum á Kastrupflugvelli, rétt við Kaupmannahöfn eftir 4 stunda flug frá Skotlandi og höfum verið fljótari að fljúga milli íslands og Danmerkur heldur en t. d. að ferðast í bil frá Reykjavík til Akur- eyrar. — Kaupmannahöfn ber mjög hinn sama svip og þegar ég sá hana síðast — fyrir 10 árum. Skemmdir hafa ekki orðið teljandi í stríðinu. Ber miklu minna á rusli frá ófriðartímunum en hér heima. Braggar sjást ekki, heldur aðeins fáein loftvarnar- byrgi — að mestu neðanjarðar —• á Ráð- hústorgi og víöar. Eru Danir aumir yfir þeim og þekja þau grassverði og blómum, svo að þau óprýði ekki borgina. Tæplega er eins létt yfir borgarbúum og áður var. Virðist hernámið og stríðið hafa farið í geðið á þeim og það að vonum. En ekki fannst mér það bitna neitt sérlega á ís- lendingum. Njóta þeir að jafnaði vinsemd- ar í Danmörku. Helzt eru það blaðamenn í Kaupmannahöfn, sem gremst velgengni Frónbúans og hrista eitthvað úr klauf. Margt skortir í Danmörku, t. d. ýmsan fatnað o. fl., en mest virðist mér Hafnar- búum hrjósa hugur við eldiviðarskort- inum. Kol eru mjög af gjtprnum skammti og dönsku skógarnir eru of litlir til úrbóta. Eru víða lestir á ferð með háfermi af mó og heilar herfylkingar af móhraukum ber fyrir augu úti í mýrunum. Mikið bölvuðu blöðin Bramsnæs bankastjóra 1 sumar.Hann flutti inn afardýran amerískan bíi í sumar hahda sér og leyfði innflutning á 12 smá- lestum af hjólaskautum frá Englandi, en kol og fatnað fáum við ekki, sögðu þau. Svíar ferðast í hópum til Hafnar og hafa nóga peninga, en Danir verða að grátbiðja Bramsnæs um 25 kr. í farareyri til Sví- þjóðar — og fá færri en vilja. Mat hafa Danir alltaf haft nægan og verður ekki annað sagt en að þeim líði mjög sæmilega. Rikið er skuldugt, en almenningur hefir fremur rúm peningaráð og eru lausajú á fé en áður. Rann mikið fé frá herliðinu í vasa landslýðsins á hernámsárunum — á svip- aðan hátt og hér heima. Hatur á Þjóðverj- um er mikið í Danmörku, en samt hata Danir og fyrirlíta landa sína, er liðhlaupar gerðust,- miklu meir og líta naumast á þá sem menn — dæma þá í fangelsi og fé- sektir. En margir vilja aðeins láta hund- elta þá forhertustu, en láta hina eiga sig. Ella sé hætta á því að í landinu verði fjöl- menn stétt full af hatri, fái hvergi vinnu og verði erfiður ómagi á þjóðinni. En við slíku mega Danir sízt nú, því að vinnuafl vantar tilfinnanlega. Er talsvert los á fólk- inu hér eins og víðar. Verkafólk streymir úr landi til Svíþjóðar, Noregs, Englands, íslands og fleiri landa. Ungir menn sækjast eftir að komast í siglingar. Er það sama saga hvarvetna, — útþráin hefir magnazt eftir öll höftin og lokun 'landanna á stríðs- árunum. — Ég dvaldi um tíma á jurtasjúkdóma- tilraunastöð danska ríkisins í Lyngby, skammt utan við Kaupmannahöfn. Eru þar trjágarðar miklir við Konungsveginn gamla, en að baki víðlendir kornakrar og sykurrófureitir. Aldingarður er rétt hjá stöðinni, en hún er iðgræn utan af vafn- ingsviðum. Þarna er unnið að rannsóknum jurtasjúkdóma, menn sendir út um land að skoða akra og garða, ýms lyf og varnar- ráð reynd, gefin út leiðbeiningarit o. s. frv. Verið var t. d. að reyna öflugt lyf, sem drepur eða lamar flestar tvíkímblaða jurtir svo sem arfann illræmda, fífla o. fl., en skemmir ekki korn og gras teljandi. Er búizt við að lyfið henti vel til eyðingar illgresi í kornökrum og grasblettum að minnsta kosti. Eigi að nota það í kartöflu- og rófnagörðum hér á landi, verður senni- lega að nota það sem tröllamjöl, áður en grösin koma upp. Þar var líka reynt hið fræga D.D.T. lyf, annað, sem flýtir þroska tómata, enn önnur, sem örva rótarmyndun græðlinga, ýms sótthreinsunarlyf jarðvegs o. fl. o. fl. Oft er kvartað um jurtakvillana hér heima, en samt eru þeir fleiri og skæðari í Danmörku. Þykir þar sjálfsagt að nota ýms varnarráð, sem hér þykja fyrirhafnar- mikil, og illa gengur að fá almennt fram- kvæmd. Búsældarlegt er hér yfir land að líta. / Allt er grænt. Kornið bylgjast í golunni og út um gluggana á landbúnaðarskólanum, þar sem ég bý, má seilast í epli og perur. Er þungur þytur í skóginum, líkt og lækj- arniður teða brimhljóð í fjarska heima. Heita má, að trjálundur sé um hvern bæ og skjólbelti eru víða kringum akra og garða. Landið er frjósamt nú orðið, að miklu leyti vegna þrotlausrar iðni bænd- anna öld eftir öld. Ekki hafa öll þessi gæði fengizt fyrirhafnarlaust. En víðar er guð en í Görðum. Akrar geta víða þakið íslenzkan völl i framtíðinni. Það hefir Klemens á Sámsstöðum manna bezt sýnt okkur og sannað. Kartöflur, rófur og káltegundir vaxa hér vel og við höfum jarðhitann, sem Danir sáröfunda okkur af. Gróðurhúsin íslenzku ná nú yfir rúmlega 5 ha. svæði. Blómin þaðan skreyta margt heimilið, en mikilsverðari eru samt tómat- arnir og gúrkumar.g Tómatarnir eru epli íslands, hollir og fjörefnaríkir. Er æði mikið heilsusamlegra fyrir börnin að borða þá, heldur en kjarnlaust og oft óhollt svo- nefnt sælgæti og sætindi. Ég minntist á skjóltrén umhverfis akr- ana í Danmörku. En hve miklu meiri er ekki þörfin á skjólbeltum í okkar vind- blásna landi. Og það er vel hægt að rækta þau. Bæði birki og víðir eru nógu harðgerð til þess. í skógarskjólinu geta bæði ýmsar garðjurtir og korn þrifizt prýðilega á ís- landi. Akrar fornmanna hafa eflaust notið skógarskjólsins í ríkum mæli langt fram eftir öldum. Við getum og verðum að klæða landið skógi að nýju. Sannast hér, að: „í bjarkaskjóli feður fyr á Próni byggðir reistu. Nú blæs um auðan bæjarhól, því burtu eru gömul skjól — en fé og búi fam- ast bezt í faðmi hlýrra skóga.“ Danmörk er hlýrra land og frjósamara en ísland. En við eigum líka ýms gæði, sem Dani vanhagar um, fiskimiðin auðugu, vatnsaflið, jarðhitann, gnægð ræktanlegs lands o. s. frv. ísland er að ýmsu leyti auð- ugt land, sem fætt getur og klætt miklu fleiri íbúa en nú, ef menn aðeins vilja vinna að því marki. „Þið eigið gott, með hitaveituna og rafmagnið,“ sögðu Danir, „og allar amerísku vélarnar og nýju skipin,“ bættu margir við. „Þið fylgizt með tímanum, en við höfum dregizt aftur úr í bili.“ Heimleiðis hélt ég með Drottningunni. Tundurdufl sáust enn á siglingaleið undan Noregsströndum. Þótti mörgum sjóferðin löng og leiðinleg, enda margur sjóveikur. Skipin eru að verða hálfúrelt farþega- flutningatæki. Flugvélarnar eru nýi tím- inn, farartæki framtíðarinnar. Skipið var 6 sólarhringa milli Hafnar og Reykjavíkur, flugvélin 10 tíma. Það talar sínu máli glöggt ög greinilega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.