Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 18

Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 18
18 JDLABLAÐ TIMANS 1946 STEFÁN HANNESSDN KENNARI: Skaptártunga Helg í dölum heiða þinna heitin gerðust móti sól. Ef ég fengi oröum valdið eins og þeir, sem gera bezt, trútt á minning hárri haldið, hjartans orð á línur fest, Skaftártunga skyldi hafin skýja til á vœngjum Ijóðs. Sumarfugla söng umvafin, sér hún líka kveður hljóðs. Þegar lífið fer á fœtur y fyrir nýjan vaxtarþrótt, meðan vorið Ijósin lætur loga, bœði dag og nótt, hún er sjálf í sumarskrúði sínu, broshýr alla stund. . Eins og móðir að þér hlúði, ef þú komst á hennar fund. » Kjarri, lyngi og grasi gróin, gamburmosa og klettaskóf, kvisti þakinn kargamóinn, kambur, sylla, hœð og gróf. Háar lyfta heiðabrúnir hnjúkum yfir gœðasveit! gleðja þeir, ef göngulúnir gista þá í sauðaleit. Hnjúkar, sunnar sjónarhœðir, sinum linda gróðri frá anda lífi, loftið glæðir löngun þína að horfast á. Horfast á við háa núpinn, hengifoss og -bunulind, hverful skýin, himindjúpin, haf og jörð í nýrri mynd. Stai;ast á við storknað fljótið, stóra Lakagígnum frá. Sjá í anda ranna rótið, rökkur-dimmt í byggðum þá. — Hvesstu sjón! Úr sveitar-fangi, sérðu barnagullin min: Opið haf með öldugangi undir sól í fjarlægð skín. Líttu nær, á grónar grundir, gróðurleysur, svarta jörð, slœgjulendi, okað undir eldfjalls reiðarslögin hörð. Þó að leggist þokuhurðir : þétt að norðurfjalla tám, ofar, bak við Bláfjalls-urðir, bjart er yfir tindum hám. I íblá fjöll í austri og vestri yfir gnæfa jöklar tveir. Úti við loftið, efst í lestri augans, ríkja kóngar þeir. Hœstu fjöll til himins benda, hugann magna þakkargjörð, i annað hús er ekki að venda ofar þeim á vorri jörð. Þar sem ást ög œska brœða óttans hrim af sorgarskjá, örugg leitar upp til hœða ósk og bœn og von og þrá. Annars var hér engin messa, aðeins dokað móti sól, en yfir sérhvern bœ að blessa ber af góðwrft sjónarhól. Áður gengurðu onaf toppnum, er þér skylt að vinna heit, meðan rennir augum opnum yfir þessa fögru sveit. Vínna heit og hyggja á efndir. Hugsa djarft og vinna gagn eru mannsins aðal-fremdir. — Áfram rennur tímans vagn. Vermireitur vona minna, vaxtardrauma höfuðból, helg i dölum heiða þinna heitin gerist móti sól. Meðan fjöll í fjarska blána og fönn á jökulenni skín, sá, er gerði sól og mána, sifellt geymi börnin þin. Seljum eftirfarandi vörutegundir beint frá erlendum firmum og af lager I Reykjavík: Vefnaðarvörur í miklu úrvali. — Léreft. — Kjólatau. — Herrafataefni o. fl. — Tilbú- inn fatnað, svo sem: Karlmannafatnað. — Dömukápur og dragtir. — Blússur. — Kjóla — Barnafatnað. — Prjónafatnað. — Sokka. — Handklæði. — Borðdúka. — Lífstykki. — Höfuðklúta o. fl. o. fl. Ofanyreindar vörur eru frá Sviss, Entflundi otf Hollundi. HEILDVERZLUN ÁRNA JÓNSSONAR H.F. AÐALSTRÆTI 7 - REYKJAVIK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.