Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 15
JDLABLAÐ TIMANS 1946 15 GUÐNI ÞÚRÐARSDN: „^-CLCýurt er Þeir, sem einu sinni. hafa kynnzt töfra- mætti og fegurð íslenzku óbyggðanna, sækja þangað aftur og aftur endurnæringu og aukna andlega og líkamlega hreysti, svo lengi sem þeim endizt líf og þrek til. Nátt- úrufegurð og töfrar hinna víðlendu óbyggða fslands verka að nokkru leyti eins og áfengi á þá, sem fara að venja komur sínar inn í óbyggðirnar. í hvert sinn, sem menn koma þangað, vex löngun þeirra til að koma aftur og dvelja lengur. Mörg íslenzku óbyggðalöndin búa líka yfir einstakri og sérkennilegri fegurð, sem hvergi á sér líka — fegurð og heillandi að- dráttarafli, sem ekki er hægt að lýsa með orðum einum, og þeir einir þekkja, sem reynt hafa. Strax um miðjan vetur fara piltarnir í sveitinni að hlakka til næstu leita inn í óbyggöirnar, og eftirvæntingin vex eftir því, sem nær dregur leitunum. Og það eru ekki einungis þeir ungu, sem hlakka til þessara, oft og tíðum, erfiðu íerðalag um óbyggðirnar, heldur einnig og engu síður þeir fullorðnu, sem árum saman hafa sótt þangað á hverju hausti og notið þeirrar fegurðar, sem þar er að finna. Ferðalög um íslenzku óbyggðirnar eru annars allt of lítið iðkuð af almenningi, sem þó gerir annars mikið að því að ferð- ast nú á timum. Ef til vill er ástæðan sú, að fólk vill helzt ekki ferðast neitt nema i bílum, en þeim verður óvíða komið við ennþá í ferðalögum um óbyggðirnar. Auk þess virðist svo, sem margir þeir, sem leggja land undir fót, vilji helzt halda sig sem mest í byggð, þar sem gistihúsin bjóða þeim öil hin venjulegu þægindi borganna. Þó hafa óbyggðaferðalög talsvert færzt í vöxt á seinni árum, og er það einkum að þakka forgöngu Ferðafélags íslands, sem létt hefir þessi ferðalög með vel útbúnum sæluhúsum og forgöngu um hópferðalög. Upphaflega var það ætlunin að segja hér ferðasögu norður á Hveravelli, og má því ef til vill segja, að inngangur þessi komi ferðasögunni ekki beinlínis við og sé því útúrdúr. En svo er þó ekki með öllu. Góðviðrisdag nokkurn nú eitt sumarið ákváðum við tveir kunningjar að fara norður á Hveravelli, er aðstæður leyfðu og veðurútlit væri gott. Laugardag einn í ágúst varð alvara úr þessari ráðagerð, lögðum við af stað um hádegi þann dag á jeppabíl og með nauðsynlegan útbúnað. Veður var bjart og fagurt, er við ókum inn Hverfisgötuna og austur Suðurlandsbraut. Ferðin austur yfir fjall gekk vel, og var ekki sérstaklega söguleg. Við fórum sem leið iiggur austur að Gullfossi, en þar fyllt- um við bensingeyma bílsins af bensíni og sjálfa okkur af kaffi og kökum. Þar frétt- um við, sem okkur grunaði reyndar áður, að hvergi væri benzín að fá inni í óbyggð- unum, hvorki við sæluhúsin í Hvítárnesi né á Hveravöllum. Við tókum því þann kostinn að byrgja okkur upp af þessum dýrmæta vökva bifreiðaferðamannsins. Við hittum líka þarna við Gullfoss fólk, sem var einmitt að koma norðan úr óbyggöum frá Hvítárvatni á stórum fólksbíl, og hafði hann orðið bensínlaus alllangt frá Gull- fossi. Höfðu ferðalangarnir orðið að sækja bensin gangandi niður eftir, svo að bifreiðin kæmist til byggða aftur. Okkur langaði sannarlega ekki til að lenda í slíku ævintýri á heimleiðinni. Loks var þá lagt af stað upp í óbyggðina. Vegurinn upp.frá Gullfossi er sæmilegur til að byrja með, minnsta kosti á köflum. Fyrsti farartálminn er Sandá, sem er óbrú- uð og alíerfið yfirferðar. Okkur gekk þó vel yfir ána, enda á jeppinn að duga vel í erfið ferðalög og gerir það líka. Vegurinn norður að Hvítárvatni er annars víða hálf Úr Hvítárnesi. — Hrútafell í baksýn, Baldheiði til liœgri á myndinni. (Ljósm. Guðni Þórðars.) slæmur bílum, einkum þó á Bláfellsháls- inum, þar sem hann er grýttur og illur yfirferðar. Hvítá er brúuð .skammt þar frá, sem hún kemur úr vatninu, og eru þá engir verulegir farartálmar eftir á leiðinni norður til Hveravalla, nema nokkrar óbrú- aðar smá-ár, en vegurinn er víða ekki sem beztur og sums staðar erfiður yfirferðar. Við héldum vel áfram og hugsuðum um það eitt að komast sem fyrst norður á Hveravelli. Þangað komumst við að lokum um klukkan 11, eftir um það bil 10 tíma akstur. Þegar þangað kom, var orðið mjög skuggsýnt og rigningarsúld, svo að við urð- um að fresta því til morguns að litast um á þessum sögulegu slóðum. Eftir að hafa gengið frá bílnum og borðað, snerum við heim til bæjar, sem er sæluhús Ferðafélags íslands, hið prýðilegasta hús, þar sem þreyttir ferðalangar eiga ævinlega öruggt athvarf hér inni í óbyggðunum. Við urðum þess brátt vísari, að við kom- um ekki að tómum kofunum á Hvera- völlúm. í brekkunni fyrir austan sæluhúsið var stór fólksflutningabifreið. Er við kom- um inn í dyrnar á sæluhúsinu, tóku þar á móti okkur tvær ungar stúlkur og sögðu, að eiginlega væri nú hvert rúm orðið skipað í sæluhúsinu, en við gætum nú samt reynt að líta inn. Við vissum ekki, hvort við átt- um að taka þetta sem eins konar fyrirheit, en svo mikið er víst, að hér var okkar fyrir- heitna land, og við réðumst því til inn- göngu. Sæluhúsið er nokkuð stórt hús, ein hæð með risi, kjallaralaust. Á neðri hæðinni eru tvö herbergi með svefnrúmum og eldhús, en uppi á loftinu eru tvö her- bergi með svefnrúmum. í öllum rúmunum eru hreinar og þokkalegar dýnur og kodd- ar, svo að þeim, sem svefnpoka hafa, er þetta hinn prýðilegasti aðbúnaður. En sjálft er húsið hitað upp með hveravatni. Kertaljós logaði í húsinu, og sáum við, er inn kom, að svefnpokar voru komnir í öll rúmin í báðum herbergjunum niðri. En í öðru súðarherberginu voru ennþá auð rúm, og þangað hentum við svefnpokum okkar í mesta flýti. Síðan héldum við svo aftur niður, og fórum að virða fyrir okkur gestina, sem komnir voru á undan okkur. Við vorum ekki búnir að vera lengi í sælu- húsinu, er við sáum, að ferðalangar þessir áttu lítið erindi inn í íslenzkar óbyggðir, því að þeir virtust vera þeirrar skoðunar, að hér væri um að gera að drekka nógu mikið, eins og á Hótel Borg væri, til að geta skemmt sér. Við ávörpuðum eina hefðarfrú þarna í ganginum og spurðum, hvort þetta væri einhver félagsskapur, sem þarna væri á ferð. „Nei,“ sagði hún, „við erum bara prívat. Við erum öll skyld og ferðumst alveg eins og Ferðafélagið,“ bætti hún við og hló,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.