Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 27

Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 27
um daggléttu gosdrykkjum Norðurpólsins til þunglamalegustu verkfæra. Þá voru þarna ýmsar myndir, línurit og skýrslur frá hinum og þessum félögum, er sýndu vísi, vöxt og viðgang. Landbúnaðurinn hafði af miklu að státa og H. S. B. bauð hverjum, sem hafa vildi, að byggja fyrir hann hagkvæmt ög ódýrt. Rörstrandverksmiðjan sýndi geysilegt úrval af sínu listræna postulíni. Gestirnir áttú þess kost að greiða atkvæði um sex eða átta forkunnar falleg matarstell, sem snerust hægt og hátíðlega kringum súlu. Það vár alltaf ös við þá súlu. Atkvæðunum ásamt fullu nafni og heimilisfangi þess, sem kaus, var stungið í kassa. Að sýning- unni lokinni átti síðan að velja fallegasta stellið — eða kannske átti atkvæðamagn að ráða — og draga síðan nöfn þeirra, er greitt höfðu því atkvæði, en sá heppni skyldi hljóta að gjöf einn af listmunum verksmiðjunriar. Það þurfti engum getum að því að leiða að tíminn yrði alltof stuttur, enda margt eftir, þegar klukkan kallaði, sem við hefð- um gjarnan viljað sjá, t. d. paradís barn- anna og skála flugklúbbsins. Fiskimenn og veiðimenn höfðu líka sýningar. Þá var hér tombóla og sykurhlutafélagið bauð upp á kvikmyndasýningu. Hér og hvar voru seldar veitingar, bæði undir berum himni og innan veggja. Sýningarsvæðið liggur að ánni og voru þaðan fastar ferðir til Sköttorp, sem liggur fjórtán kílómetra fyrir sunnan Lidköping. Annan febrúar þessa árs átti sér þar stað eitt hið mesta skriðuhlaup, sem orðið hefir í Svíþjóð á seinni öldum, og fýsti marga að fara þangað t'il að sjá þetta náttúru- undur. Lítil járnbrautarlest gekk milli sýningar- svæðisins og skemmtanasvæðisins. Þar var Tivoli, ennfremur fóru þar fram dýrasýn- ingar, kappakstur og fl. En þangað var auðvitað mest gaman að koma að kvöldi til, þegar allt var uppljómað. Á sýningarsvæðinu var aftur á móti leik- pallur og ræðustóll og allur útbúnaður fyrir hin veigameiri hátíðahöld, sem hófust 15. júní og héldu áfram, stundum að vísu með nokkurra daga millibili, þangað til sýn- ingunni var lokað, en það var 28. júlí. Margt var þar til skemmtunar, eitt af því helzta var leikrit um Gunnar Wennerberg og hét það: „Magistern frán Lidköping." Við ferðafélagarnir frá Lundsbrunn átt- um að hitta bílstjórann okkar á Nýja torg- inu. Einn af félögunum var svo aðfram- kominn eftir rjátlið um sýninguna að hann settist á fyrsta bekkinn, sem við komum að ásamt tveimur öðrum, og ætluðu þeir að láta þar fyrirberast, þangað til bílstjórinn sækti þá. Það var þá eiginlega bara kven- fólkið, sem var svo gangfrátt að treysta sér til torgsins, en á leiðinni urðum við viðskila. Ég fór inn í kortabúð, hinar höfðu við orð að leita að álitlegri ávaxtabúð. Þegar ég kom út úr minni búð voru hinar horfnar. Til þess að vera nú alveg viss um að ég yrði ekki skilin eftir í ógáti gekk ég út á mitt torgið, stóð þar eins og stytta skammt * frá greifanum og skrifaði eldri syni mínum, Lilla, (hann er nú reyndar vaxinn upp úr nafninu), nokkrar línur á kort. Von bráðar sá ég hvar samferðakonur minar skiluðu sér fyrir horn og báru nú allar hvíta poka með skrautlegum myndum af ávaxtaklösum. Við borðuðum strax og við komum til Lundsbrunn, ég afþakkaði kaffið, sem átti að fara að drekka i svalarstofunni fyrir framan herbergið mitt, og reikaði í hátt- JDLABLAO TÍMANB 1946 in. Renndi niður bláa gluggatjaldinu, svo að herbergið lá í þægilegu rökkri og var óvenju fljót í svefn þetta kvöld, þó að brotsjóar af hlátri skyllu yfir mig framan úr stofunni. Það var verið að segja presta- sögu. /V. Brúðkaup í Varnhem. Kapteinninn tók okkur Ellu Lind með' sér í skottúr til Skara einn daginn eftir skrifstofutíma. Ég átti að fá nudd innan stundar, en hiinn samdi við nuddlækninn, frú Jördísi Lundberg, um það að hún tæki á móti. mér hálfri til einni stundu síðar en venjulega. Það var rigningartíð en þó úrkomulaust þennan stutta tíma, sem ferðin tók, en akrar og skógar voru bólgnir af vætu og grátt loft. Þó skyggni væri í lakara lagi sáum við þó hina tignarlegu tvíburaturna dómkirkjunnar í Skara bera við himininn stundarkorni áður en við ókum inn í þennan aldna bæ, þessa gömlu menning- armiðstöð, biskupssetrið og skólasetrið. í þetta sinn var enginn tími ætlaður til að skoða sögulegar menjar, tilgangur ferð- arinnar var að líta á golftæki. Við komum á tilsettum tíma á golfvöll- inn í Skara og hittum þar manninn, sem kapteinninn hafði mælt sér mót við. Hann hljóp út um víðan völl, eins og stendur í ævintýrinu. Hann sýndi okkur allan völl- inn og bauð okkur í golfleik, en tíminn leyfði okkur engan leikaraskap. Nú bætt- ist annar heimamaður í hópinn og við héldum öll fimm til hússins, sem golftækin, er sýna átti kapteininum, voru geymd í. Þetta var gríðarlangt hús, lofthátt og vítt til veggja og einkum notað fyrir gripa- sýningar. Nú hófst hringferðin milli golf- tækjanna með svo greinargóðum útskýr- ingum og talandi tilburðum annars leið- sögumannsins að fyllilega samgilti kennslustund í golfleik. Kapteinninn sýndi mikinn áhuga, en um kaup var ekki samið að þessu sinni, málið var til athugunar. Nú miðaðist allt við að ég kæmist í tæka tíð nuddið og háttin, svo að við gáfum okkur rétt aðeins andartak til að staldra við hinn mikla gosbrunn á torginu. Við gengum upp steinþrepin og horfðum á höggmyndirnar, sem eiga að tákna ýmsa sögulega viðburði. Vatnið fossaði yfir myndirnar, ofan í þróna og úðaði á okkur. Svo gengum við í kringum dómkirkjuna, sem er í senn traust og fíngerð með hinum mörgu turnum, veggsúlum, hvelfingum og skrautlegu gluggum. Bygging kirkjunnar var hafin á fyrri hluta tólftu aldar, var hún í upphafi í rómverskum stíl, en þegar hún var endurbyggð og stækkuð varð hinn gotneski stíll algerlega einsráðandi. í heimleiðinni ókum við framhjá hinum gamla, fræga menntaskóla og amtsbóka- safninu, sem er vegleg bygging með háum bogagluggum og skreyttum þakbrúnum. Hvílík ógrynni hlutu að vera þarna saman- komin af bókum. Ég hugsaði til bókavarð- arins dr. Jakobovsky, sem ég var málkunn- ug, hvort ég skyldi ekki gera innrás í ríki hans við tækifæri og sjá hvernig þar væri umhorfs. „Þetta er bókasafnið hans Jakobovsky okkar,“ sagði kapteinninn. Þegar við ókum út úr bænum sáum við fornmenjasafnið í stórum, fögrum lysti- garði, en fjöldi gamalla bygginga hafa verið fluttar þangað og settar niður á víð og dreif um garðinn. Þar eru kirkjur, bóndabýli og kornmyllur, jafnvel hlöður. 27 í útjaðri bæjarins er vinalegt smáhúsa- hverfi í H. S. B. stíl. Svo strjálast bygg- ingarnar og við ókum í gegnum skóginn, sem umlykur Skara. í faðmi hans hvíldi sléttubærinn í friðsæld kvöldsins og beindi hug til hæða með himingnæfandi turnum dómkirkj unnar. Ferðin milli Skara og Lundsbrunn tók ekki meira en 15—20 mínútur. Ég þakkaði. „Ekkert að þakka,“ sagði kapteinninn. „Þetta var svo sem engin koma, ekki tími til að skoða neitt. En það er auðvelt að bæta úr því. Það er ekki steinsnar á milli og alltaf ganga lestirnar. En nú heitum við á okkur, ef vel viðrar á sunnudaginn kem- ur, að fara til Varnhem. Þar er margt merkilegt að sjá.“ Það rigndi næsta sunnudagsmorgun, þeg- ar kom fram á hádegi stytti upp, en grátt var í lofti og tvísýnt veður. Eftir vanda drakk ég hádegiskaffið í sólbyrginu, þó að ekki væri fyrir sólinni gengist í það skiptið. Ég hafði ekki fengið nein boð frá kapteininum og hvorki séð honum né Éllu Lind bregða fyrir, svo að ég bjóst ekki við að neitt yrði af Varn- hemsferð þennan daginn og fór inn í her- bergið mitt og lagði mig. Innan skamms var klappað á dyrnar og inn kom Ella Lind í ljósbláum kjól með hvítan kraga og hvíta húfu. Hún var síður en svo rigning- arleg. Kannske voru sjö sólir á lofti? Ég leit til gluggans, nei, það bjarmaði ekki fyrir neinu himinljósi. „Við erum ferðbúin,“ sagði Ella Lind eftir hæfilega langan formála. „Veðrið er að batna.“ „Ekki skal standa á mér,“ sagði ég og svifti mér fram úr rúminu. Stundarkorni síðar vorum við lögð af stað fjögur — frú Jördís Lundberg var með. Veðrið fór batn- andi, eins og Ella Lind hafði sagt, það voru komnar bláar vakir í gráan skýjafeldinn og það glampaði góðviðrislega á litlu skóg- artjarnirnar, sem við ókum fram hjá. Kirkjur og kirkjur, hver man þær,allar? Er nokkurs staðar í heiminum, á álíka bletti, fleiri kirkjur en í Vesturgautalandi? Og svo var frægur konungsgarður. En hvaða Karl gerði garðinn frægan og með hverju? En hvað þeir, s$m skrifa dag- bækur, hljóta að vita mikið. Minnið er sannarlega engin spjaldskrá, sem hægt er að fletta upp eftir þörfum og finna allt, sem maður hefir einhvern tíma heyrt. „Bara að við komum í tæka tíð til þess að sjá brúðkaupið," sagði Ella Lind, þegar við vorum nýlögð af stað. Hún endurtók það nokkru seinna, henni var það mikið áhugamál að sjá þetta brúðkaup. Ekki fyrir það, að hún þekkti brúðhjónin, heldur vegna þess að kirkjubrúðkaup er alltaf glæsilegur sjónleikur og notalega kitlandi fyrir allflestar ógiftar konur. Hver veit, hver giftir sig að ári? Það er ekki lengi manninn að bera að konunni. Við komum meira en nógu snemma. Kapteinninn greiddi gjaldið og svo gengum við inn í kirkjuna og höfðum tíma til að skoða okkur dálítið um áður en hjóna- vígslan hófst. En leiðsögumaðurinn var víst með allan hugann við hið væntanlega brúðkaup, því að hann sinnti okkur ekki neitt. Nú fóru brúðkaupsgestirnir að tínast inn 1 kirkjuna og taka sér sæti. Við tókun okkur líka sæti út við hliðarvegg kirkjunnar, þar sem lítið bar á, en við höfðum þó góða yf- irsýn. Það var rétt eins og við hefðum lent á tízkusýningu í stað þess að vera stödd í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.