Tíminn - 24.12.1946, Síða 24

Tíminn - 24.12.1946, Síða 24
24 JÓLABLAÐ TÍMANS 1946 HANS LARSSON: Gildi Ég man eftir gömlu samtali eða hvað það nú var, þar sem meðal annars bar á góma skáldskap Jakobsens, — danska skáldsins. Vinur minn lýsti fyrir mér áhrifum þeim, sem bækur hans höfðu haft á sig. Þær höfðu breytt lífsskoðun hans. Þar lærði hann fyrst að þekkja lífsskoðun natúral- ista. Prelsið, Guð, — þetta allt hvarf hon- um samstundis. Hann var fyllilega sigrað- ur. En nýja lífsskoðunin gaf hon- um ekki gleði. Til náttúrunnar og með henni, sagði hann, hafði ekki sama yndis- leik og áður, þegar árin liðu. Gildi lífsins var glatað honum. Svipuð er reynsla margra. En ég er hræddur um, eða réttara sagt gleðst ég yfir því, að sjá, að í þeim þreng- ingum skjátlast okkur og gildi lífsins er varanlegt. Það, sem gefur lífinu gildi sitt, hefir ein- hvern tíma samlagast þeirri lífsskoðun, sem við höfðum, og okkur finnst að sú sam- eining sé meira en hún er, nefnilega óhjá- kvæmilegt orsakasamband, sem hún er alls ekki. Menningarsagan er mikil röð af upp- lausn svona sambanda. Fyrst virðist að falli einar eða aðrar umbúðir, sé þar með öllu lokið, — svo verða umbúðirnar rifnar niður, en bak við þær finna menn form til verndar lífsgildinu og svo koll af kolli. Sá, sem trúir kennisetningunni ein- strengingslega, heldur að öllu sé lokið, jafnskjótt og bókstafur brestur í kenning- unni. Kenningin um sköpun heimsins á sex dögum féll, og þó varir kristindómurinn. Síðan fellur trúin á innblástur margra rita ritningarinnar, og þó varir kristindómur- ARTHUR LUNDKVIST: Hefir þú séð sveitina á sumrin? Hefir þú séð bæina í sveitinni, gömlu bæina, þar sem lífið er ennþá ungt, ferskt og óbrotið? Hefir þú séð ungar dætur sveitanna greiða hár sitt, eða þvo fætur sína í lækn- um á kvöldin, eða baða sig milli blónwma í skjóli bak við lundinn, eftir heitan dag um sláttinn? Hefirðu séð bóndann brýna ljáinn í ágúst undir aldintrénu, meðan bráðþroska perur falla til jarðar, þegar vindur leikur í lauf- krónunum? Hefir þú séð konu beygja sig milli blóm- anna og grafa fram úr moldinni fyrstu jarðeplin, fölrauð á lit?. . Komdu og sjáðu sveitina á sumrin. Drekktu spenvolga mjólk úr fötu hjá stúlkunum snemma morguns. Klifraðu eftir krossberjum og ettu þau með stúlkunum, sem tína þau og standa í háum stigum við stóru trén, meðan vind- inn leikur í kjólum þeirra. Liggðu í grasinu út við sáðreitinn og lífsins inn. Svo varðar það guðdóm Krists og þó eigum við trú. Svo látum við allan kristin- dóminn falla og lífið eftir dauðann, sömu- leiðis er trúin á hið góða og starfið fyrir almanna heill varir þó eftir sem áður. Og þar með gildi lífsins. — Og svo? spurði vinur minn. — Þú átt við að það megi halda áfram. — Já. Hvað finnst þér um frelsið? Ef maður efast um það? — Það er verra. — Hvað er svo gott við þetta allt, ef mað- ur gerir ekkert sjálfur, en er bara eins og vél? — Frelsið er örðugt fyrirbæri, hvort heldur að efast um það eða trúa á það. Ég veit, að þar er veiki punkturinn. Ég hefi aldrei fundið lífstrú mina í verulegri hættu, nema vegna efans um frelsið. En, — svo að við getum áttað okkur á spurningunni um frelsið, — er þar í raun og veru síðasti á- fanginn? — Heldur þú að það geti lika verið um- búðir? Já. Guð veit, að stundum hvarflar það að mér að jafnvel þaö gæti verið. Gildi lífs- ins liggur, held ég, ekki í neinu. Það liggur í sjálfu sér. Það liggur í okkur sjálfum. Maðurinn er einvaldur í þeim efnum. Við viljum að lífið hafi gildi, og þá hefir það gildi. Svo að þér finnist lífið eiga sér inni- hald þarft þú að finna vit og tilgang í því. — Já, en ef við höfum nú enga trygg- ingu fyrir því að heimurinn lúti skynsam- legri forsjón? Ef allt er stefnulaust og heimskulegt reiðuleysi? — Það er vit í tilverunni strax og ein- hver vill hafa vit í henni. Fyrsta angrið yf- AveiÉ//za P hlustaðu á hvísl og klið axanna, þungra og þroskaðra. Nem þú leyndarmál akursins og skynja sögu lífsins. Taktu gullhænu á fingur þér og láttu hana líða burt eins og rauðan neista. Hlusta þú á niðinn í stóru trjánum í mið- dagstímanum og finndu tímann standa kyrran eða líða hægt áfram eins og breitt og djúpt fljót. Lifðu kvöld sveitabæjarins snemma í júní, þegar heggurinn blómstrar í garðin- um, eða um uppskerutímann, þegar veg- urinn er þakinn þroskuðu korni. Lifðu næturnar ljósu, þegar lynghænan kurrar og hestar ganga í haganum hjúp- uðum léttri þoku, þegar kettirnir læðast til veiða út með akurreinunum og ungir elsk- endur sitja hjalandi undir runnum heggs- ins. Komdu og sjáðu sveitina á sumrin, og gömlu bæina, þar sem lífið er ennþá ungt, ferskt og óbrotið. Halldór Kristjánsson þýddi. ir því að vitið vanti, — það er vit. Strax og einhver með skynsamlega afstöðu er með, verður allur leikurinn alvara. Þá er komið eitthvað, sem úrslitaátök standa um, sem lifacf er fyrir. Hvort það sigrar eða ekki, — lífið er þó eitthvað. Það hefir tilgang. Láttu mig berast á straumi lífsins í litlum báti, sem ég hefi enga stjórn á, — þannig finnst mér það vera, — og meðan höfuð mitt stendur upp úr straumnum og ég get séð og skapað mér skoðanir, glaðzt og hryggzt, er eitthvað fagurt við lífið og það nokkurs virði. Eins og ég -sagði vini mínum, þekki ég þetta nú. Einn einasta tón með viti frá hjarta, — einn hljóm, sem þú þekkir svo vel aftur, hvar sem sál lætur til sín heyra eitt hljóð, knúið fram af örvæntingu, 1 sorg, í gleði, — það er nóg til að umlykja mig hlýju, trausti og öryggi. Það er sem ég gengi meðal vitfirringa og heyrði rödd vinar míns, og ég greindi þennan hljóm gegnum allan brjálæðiskliðinn. Og ég legg mig til hvíldar við þennan hljóm, ham- ingjusamur að hafa lifað og fengið að heyra. Halldór Kristjánsson þýddi. Ín/uSal r/'aJ/a/naPt T/ ur Drög að mynd af ensku skáldi. Guð býr ekki hátt í himnunum. Hann er í myrkrinu, í djúpinu. Ásýnd hans er dimm og dularfull. Hún brosir í malbiki borgarinnar, þar sem Magdalena gengur um göturnar. Hún brosir í námunnar brotum, — svörtum kolum. Hún brosir í dökkri mold, þar sem steinar og lindir sofa. Inni í skóginum, úti á grundunum eigum við að finna hið upprunalega, sanna, og bera það til borganna. Lindir skulu hlæja við hliðin, gróður vefjast um verksmiðjuþil, og þrúgur munu þroskast á þaki uppi, Litið ykkar ljósu hendur í mold, að þær verði ekki visnar. Gerið ykkur bað í bláu vatni. Hafizt við úti í haganum, — biðjið hljótt, — andið djúpt, — meðan tungl í fyllingu líður á loft. Þið konur — því skylduð þið girnast að vera eins og gljáandi málmur? Hvers vegna elskið þið allt þetta kalda silki? Þið eruð mold og akur og eigið ríkar, duldar mjólkuræðar. Þið eruð tré, þakin grænum berki. Takið hlýrri vordögginni hljóðar og naktar, opnar fyrir vindum, sem færa ykkur fræ. Djúpt í moldinpi greini ég guð. í greftri námunnar finn ég hann. Líka er hann djúpt í líkama mínum og ég finn ilm hans í andblæ vara þinna. Halídór Kristjánsson þýddi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.