Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 5
JÓLABLAO TÍMAN5 1946 5 ÁSGEIR ÁSMUNDSSON: Ferbaiög yf ir Ásgeir heitir maöur, Ásmundsson, fœddur á Stóruvöllum í Báröardal, 11. janúar 1863. Hann fluttist með foreldrum sínum 7 8tra gamall að Haga í Gnúpverjahrepp, og ólst þar upp síðan. Faðir hans, Ásmundur Benediktsson, var víðkunnur fyrir feröalóg sin yfir Sprengi- sand. Fór hann þá leið 38 simium • suður og norður. Ásgeir fór einnig allmargar ferðir þessa leið. Fyrst með föður sínum, og síðar sem fylgdarmaður annara. — Hefir hann nú fyrir þrábeiðni ýmsra kunningja sinna ritað upp endurminningar frá þessum ferða- lögum. En aðstœður hans við það voru ekki góðar, því að sjónin er orðin mjög döpur. — Hann skrifaði kunningja sínum í Reykja- vík, sem tók að sér að hreinskrifa hand- rit hans: „Mikið hefði ég getað gert þetta betur, ef sjónin vceri í lagi. Ég get ekkert skrifað, nema þegar birtan er góð, og svo sœkir ellin að með öllum sínum annmörkum. Ég gaf mér ekki tíma til ritstarfa fyrr en svona var komið, en ég er þó feginn, að ég gat komið einhverju nafni á þetta, því að ýms- ir hafa viljað heyra frá þessum ferðum sagt.“ — Ferffir um miffja 19. öld. Mér hefir komið til hugar, að reyna að skrifa niður eitthvað af endurminningum mínum um ferðalög yfir Sprengisand. Hefi ég þá helzt í huga ferðalög föður míns heitins, en hann fór fleiri ferðir yfir Sprengisand en nokkur annar maður, svo mér sé kunnugt um. Hann fór 19 ferðir, það eru 38 ferðir báðar leiðir. Sumar af þessum ferðum hans þekkti ég sjálfur, en ferðir þær, sem hann fór fyrir mitt minni, rifjaði hann stundum upp, og ég hygg, að ég hafi fáu gleymt af þeim frásögnum. Faðir minn, Ásmundur Benediktsson, var fæddur á Stóruvöllum í Bárðardal árið 1827. Ólst hann þar upp hjá foreldrum sínum, og tók við jörðinni af þeim, ásamt Jóni bróður sínum árið 1852, og bjuggu þeir bræður þar báðir til 1870, en þá tók faðir minn sig upp, og flutti búferlum suður að Haga í Gnúpverjahreppi. Bjó hann þar í 19 ár, og var oft síðan kenndur við Haga') Ferðalög hans yfir Sprengisand hófust á árunum, sem fjárkláðinn mikli geysaði hér, fyrir og um 1860. — Einu sinni fylgdi hann þá suður yfir „Sand“ fjárkláðalækn- inum, sem ferðuðust um landið að til- hlutun stjórnarinnar, og verður vikið bet- ur að þeirri ferð síðar. Það mun hafa verið sumarið 1834, sem. séra Tómas Sæmundsson fór norður Sprengisand og fann Tómasarhaga. Hann villtist nokkuð af leið, og hitti dálítinn hagablett, og var þar um tíma. Komst svo til byggða, og sagði Bárðdælingum frá þess- um haga. Þeir leituðu svo að haganum við fyrstu hentugleika. Fóru þá lengra suð- ur á Sandinn, en þeir höfðu farið áður, og fundu þá blettinn, og er hann enn i dag nefndur Tómasarhagi. Ég kom þar fyrir 50 árum, og var þar enginn hesta- hagi, aðeins kropp fyrir kindur. i) Er grein um hann, ásamt mynd, í Óðni 1918, rituð af sr. Valdimar Briem á Stóranúpi. — Spren.gisan.cL Nokkrum árum síðar fóru Bárðdælingar enn lengra suðr á Sandinn, og fundu þá dal norðan í Tungnafellsjökli, — sem er aðskilinn frá Vatnajökli með Vonarskarði. Fyrír mynni dalsins. er lág alda, sem skerst i sundur af gljúfragili, og kemur þar Fjórðungskvísl fram, gem svo rennur út í Þjórsá. Það má komast með kvíslinni inn í dalinn. Þegar komið var fyrst þangað, fundust rytjur af nokkrum kindum, sem orðið höfðu þar úti. Síðan hefir verið farið í dal þennan á hverju hausti, og hefir hann oftast verið nefndur Nýidalur. — Þegar dalur þessi var fundinn, opnaðist leið að reka fé suður yfir Sprengisand, þvi að ekki var hægt að reka það beinustu leið, það hefði orðið~ lémagna af hungri. Að vísu var krókur að koma í Nýjadal, en með því móti var sandinum skipt í tvo áfanga. Árið 1856 byrjaði fjárkláðinn að geysa hé.r sunnanlands, og var þá skorið niður allt sauðfé í sumum sveitum. Norðurland var að mestu laust við kláðann, og höfðu Sunnlendingar því mikinn hug á að ná þar i fé, til að koma sér upp fjárstofni aftur. Sumir fóru norður í Skagafjörð og Eyjafjarðarsýslu. En aðrir norður í Suður- Þingeyjarsýslu. Og fóru þeir Sprengisand. Haustið 1858 fóru sex menn úr Hruna- manna- og Gnúpverjahreppum norður í Bárðardal til fjárkaupa. í för með þeim var sjálfur sóknarpresturinn, séra Skúli Gíslason á Stóranúpi, og var hann for- maður fararinnar. Hann var fjörmaður og gamansamur, og sagði, þegar norður kom, að hann hefði skilið prestinn eftir fyrir sunnan, og þyrfti engar serimoníur að nota við sig. Þeir, sem voru í fylgd með sr. Skúla voru þessir: Ólafur Þórðarson frá Steinsholti, Eiríkur Kolbeinsson, Hömrum, Oddur Árnason, Háholti, Jón Gíslason, Skarði, og Þórður Oddsson, unglingspiltur í Sandlækjarkoti. Þeir keyptu féð í Bárð- ardal óg Mývatnssveit. Var meðalverð f j ár- ins þetta: Veturgömul ær 3 ríkisdalir 32 skildingar, haustlömb 1 rd. 38 sk., vetur- gamall hrútur 4 rd. 26 sk. — Þeir keyptu um þúsund fjár. Fengu þetta 8—10 kindur á bæ, og borguðu út í hönd. Þeir höfðu áfangastað í Nýjadal, og fylgdi faðir minn þeim þangað, en þá bjó hann á Stóru- völlum. Til baka fékk hann dimmviðri mikið. Hafði hann tvo hesta til reiðar. Var annar reiðhestur ágætur, og hét Hrappur. Er hann var nýlagður á stað, gerði sót- svarta þoku, og er hann hafði ferðazt um hríð, stanzaöi Hrappur og fékkst ekki úr sporunum. Hefir hann þá hestaskipti, og sleppir Hrapp, og tekur hann þá til fót- anna, og fer i þveröfuga átt við 'það, sem faðir minn vildi. Hann lætur Hrapp samt ráða, og ríður á eftir honum, þannig halda þeir lengi áfram eftir sandinum. Loks koma þeir að kvísl, sem rennur i Skjálf- andafljót, og þar þekkti faðir minn sig aftur, og komst til byggða um nóttina. Þetta var í eina skiptið, sem faðir minn villtist á þessari leið. — Hreppamönnum gekk vel ferðin, þeir fluttu féð yfir Þjórsá, nokkru innar en Tungnaá fellur í hana. Bátar voru fluttir inn eftir á kviktrjám. Engin kind misfórst á leiðinni. — Haustið 1859 fóru 5 menn úr Holtahreppi í Rangárvallasýslu norður í Þingeyjár- sýslu til fjárkaupa. Þeir urðu siðbúnir í þetta ferðalag, því að þeir þurftu fyrst að fá leyfi frá Norölendingum fyrir fjárkaup- unum. Afréttarlönd Holtamanna liggja norður að Sprengisandi, og Bárðdælinga og fleiri sveita þar suður að honum. Svo að alltaf gátu samgöngur á fé átt sér stað. Leyfi til fjárkaupanna var veitt með því skilyrði, að enginn samgangur ætti sér stað næstu þrjú árin, og helzt mátti ekki kaupa nema lömb. Svo er að sjá, sem Holtamenn hafi fengið leyfið seint, þó er það gefið út áf amt- manni Pétri Hafstein 21. ágúst um sum- arið. En þá var stirðara með samgöngur en nú á dögum. — Holtamennirnir lögðu af stað norður hálfum mánuði fyrir vetur, og var djarft i ráðizt yfir þennan langa fjallveg, enda gekk ferðin slysalega eins eins og síðar getur. — Þeir voru voru fjóra daga norður í Bárðardal, var þá tíð góð. Þgjr keyptu fé í Ljósavatnshreppi, Fnjóskadal, Reykjadal og Mývatnssveit, mest fráfærulömb, og eitthvað af ám, alís rúm þrjú hundruð. Lögðu þeir svo af stað fyrsta vetrardag. Var tíð þá farin að spill- ast — Fengu þeir tvo menn til að fylgja sér suður á sand. Annar þeirra var Jón Ingjaldsson á Mýri í Bárðardal, og sagði hann mér sögu þessa. En nýlega hefi ég fengið nákvæmari frá- sögn af þessari ferð. Er hana að finna i Norðra 30. nóv. 1859. Þegar þeir voru nýlagðir á sandinn, gerði stórhríð með miklu frosti. Var þá ekki um annað að gera en hætta ferðalaginu. — Með naumindum gátu þeir reist tjöld sín, en fé og hesta hrakti frá þeim út í hríðina. Þarna voru þeir veðurteptir í marga daga. Komust loks niður í Bárðardal eftir hálfs- mánaðar útivist, með hestana og tæplega 100 kindur. Bárðdælingar gerðu svo út 5 menn fil að leita að fénu, sem vantaði, og komu þeir aftur eftir vikuleit með 30 kindur. Holta- mennirnir komu nú fénu, sem eftir var, fyr- ir í fóður í Bárðardalnum, og lögðu síðan fjórir þeirra af stað suður yfir Sprengi- sand. Þegar þeir voru komnir miðja vega úr byggð fram að sandi, urðu þeir að leita niður á skörina meðfram fljótinu (Skjálf- andafljóti) vegna ófærðar, en þá tókst svo slysalega til, að þeir misstu kofforta- hest fram af skörinni, og blotnaði farang- ur þeirra mjög, auk þess sem þeir urðu fyrir hrakningi við þetta. Sneri einn þeirra þá aftur, en þrír héldu áfram, og komust heilu og höldnu suður. Nú batnaði tíðin, og lögðu hinir tveir, sem eftir voru, þá af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.