Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 1
ghprirB cm M Kom þú, meistari kœrleikans, konungur minn, ' y til að kveikja hér Ijós þín í nótt, Q því að blóðugan sviða í brjósti ég finn Q meðan byltir sér friðvana drótt. ö Gef mér hamingju lífsins, þitt logandi blys, Q til að lýsa og ylgeislum slá, Q • þar sem friðvana sál eltir fánýti og glys f| og freistuð af lœkkandi þrá. o Gef mér kærleikans þrá, til að gera því gagn, Q sem er glapið og afvega kvelst. H Lát mitt brennandi skap kveikja miskunnar magn, M þar, sem myrkrið og spillingin hélzt. q Gef mér kœrleikans þor til að þreyta mitt stríð, Q: svo að þokað sé óheillum fjœr, M það má kosta mig andstreymi, ofsóknir, níð, H bara ef eitthvað til blessunar grœr. H , Gef mér vizku og náð til að leggja því lið, M sem er lágfleygt og stefnulaust vefst. O Gef mér djörfung og þrek til að finna þinn frið, O sem í fórnum og þjónustu gefst. HALLDÓR KRISTJÁNSSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.