Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 22

Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 22
22 JDLABLAÐ TÍMANS 1946 Kristján Eggertsson frá Grímsey: 3 ' fjtik rum Frá því að maðurinn komst á það stig að hugsa um fleira en það eitt, að draga fram lífið, mun hann hafa gert sér í hug- arlund, með hvaða hætti heimurinn varð til og allt það, sem lífsanda dregur. — Nægir í því efni að benda á Gamla testa- mentið og goðafræðina, er segja þá sögu sitt með hvorum hætti, og láta ekki lenda við upphaf heims og lífs, heldur skyggn- ast einnig inn í það, hvað við muni taka eftir hérvistina. Hugmyndirnar eru einfaldar og skiljan- legar, það sem þær ná, enda farið fljótt yfir sögu um sköpunarverkið sjálft. í önd- verðu voru til máttarvöld, er framkvæmdu sköpunina og unnu það verk ýmist úr litlu efni eða engu. Máttarvöldum þessum voru ýmis heiti valin, og kemur fram, að þau þóttu þess ráðandi, hvað á dagana dreif, og því ekki fánýtt að vinna hylli þeirra, enda settar reglur um, hversu það skyldi gert. Þótt flestir geti nú fallizt á, að hér sé aðeins um að ræða hugmyndir manna, og þrátt fyrir öll heilabrot mannsins um ald- irnar, er litlu nær en áður vitneskjan um upphaf lífs og endir og um regin þau, sem ráða þykja yfir mannkindinni, bæði þessa heims og annars, svo og hversu víðtæk þau umráð eru um líf og afdrif hvers ein- staklings. Ýmsir rekja líkur til þess, að öllu sé raðað niður fyrir sig fram, hverjum einum ákveðinn sá aldurtili, er hann fær, og megi eigi þeim sköpun renna. Aðrir ganga skemmra og reikna æðri völdum sumt, en ekki allt, og enn aðrir neita þessu öllu og telja atvikin ein að verki, án allrar íhlutunar. En út frá þessu hlýtur mjög að mótast myndin af guði þeim, sem á er trúað, og stjórnarfari hans. ★ í nóvembermánuði sagði útvarpið frá tveimur stóratburðum, sem gerðust með fágætum hætti, Borgeyjarslysinu og spreng ingunni að Ási í Fellum, með þeim afleið- ingum, er fylgdu. Þegar þvílíkt gerist, er ástæða til að staldra við og spyrja. Efasemdarmennirnir telja, að sé slíkt orðið fyrir ákvörðun æðri ragna, sem allt vald hafi í hendi sér, þá muni þau rögn ekki alvitur vera og því síður algóð. — Þá kemur og til kenningin um hegningu í þriðja og fjórða lið — lærdómurinn íjóti. Á það má fallast, áð einstakling hverjum geti verið hollast að hverfa, þegar kallið kemur, því að seint mun vitnast, hvað við tekur, ef lífdagar verða fleiri. En hít.t ætti alvöldum að vera sjálfrátt að fara ekki að i'órnarlömbum sínum, eins og köttur leikur að bráð. Þótt lífið sé ekki kvalið úr, þegar atburð- ir þeir gerðust, sem um var getið, þá stend- ur þó af þeim æði kaldur gustur, ef ákveðn- ir hafa verið fyrir. Þrjár litlar stúlkur hlaupa fagnandi til móts við föður og frænda. En þvi er líkast, að þau væru í gildru leitt, og iostin þar öll til ólífis í einu höggi. Er ekki nær að hugsa sér, að enginn sé þar vitandi valdur að? ★ Það var sólbjartan sunnudag 12. júlí s. 1. Ég var að snúast í sölubúðinni. Kom mér þá allt i einu í hug, að ég ætti dóttur- dóttur, sem ársgömul varð þann dag. Ég var í huganum að taka saman skeyti. Þá vindur manni inn. „Get ég fengið kol í poka?“ „Já, skjóttu loku fyrir búðarhurðina og komdu með niður.“ Ég er á leiðinni upp aftur. Þá er drepið á hurðina. Ég hraða mér. Þessi kvaðning dyra er ekki með venjulegum hætti, ekki hávær, en þó áköf og einhvern veginn í líkingu við það, að heyra má á gráti barns, hvort það hefir meitt sig. Ég hraða mér og stend á loftskörinni. Tvö andlit birtast í búðarglugganum. „Opnaðu fljótt! Það er bágt ástand á Sveinsstöðum núna. Sprakk prímus, og kviknaði í henni Sigrúnu. — Geturðu kom- ið?“ í fjárhúsvarpa uppi á túni var einhver þúst og breitt yfir. — Fólk stóð þar um- hverfis. Var þarna manneskja og með lífi, en ekki sviðiö lik? Heima á Sveinsstöðum kom það í minn hlut að vera yfir Sigrúnu, þar til hjálpin barst, fljúgandi læknir og hjúkrunar- maður. ★ Litlu eftir 1930, er Jochum bróðir minn (nú rithöfundur í Reykjavík), var hér í Grímsey, dreymdi hann draum þess efnis, að hann þóttist staddur á svokölluðum Stóra-Bratta og horfa til hafs. Stórviðri var á, og sjór lék hamförum. Fóturinn (norðurarmur eyjarinnnar) var hulinn svörtum mekki. — Vélbátur kemur'úr hafi og stefnir beint á Eyjarfótinn. Af því að ekkert er ómögulegt í svefni, þá tókst Jochum að ná tali af skipverjum. Það var Sigrún á Sveinsstöðum, sem varð fyrir svörum. Jochum spurði, hver með henni væri í bátnum. Hún kvað það Elínu Þóru, og væri henni óhætt. Hún væri hérna á bak við sig. Jochum varaði við voðanum fram undan. En í því hvarf báturinn inn í sortann, sem huldi æðandi brimið við þverhnípta hamra. Elín Þóra er dóttir Sigrúnar og hús- freyja á Sveinsstöðum. — Hún hélt á prímusnum, er hann sprakk, og hlaut all- mikil brunasár, en sennilega mest við til- raunir til að slökkva í móður sinni. Hér lítur svo út, að mörgum árum áður sé vitað um það, sem varð, þótt ekki birtist nákvæmlega í sömu mynd. — Eldurinn vann verkið einn. En í draumnum hamast hinar höfuðskepnurnar, og þó ef til vill eldurinn lika. — Af hverju stafaði sortinn, sem báturinn hvarf í? % ★ Á öllum öldum hafa til verið menn, er af hyggjuviti hafa ráðið rúnir þær, sem reyndust öðrum ráðgáta. og einnig sagt fyrir um óorðna hluti. Hvaðan kemur þeim skyn til þess? Þótt séð sé fyrir og varað við, er oft ekki hægt að afstýra. Allir vita, að eldurinn brennir. Samt verður hann að voða. Eldur, vindar, vatn og jörð styður hvað annað í viðhaldi lífs, en tortímir líka. Allt er á ferð og flugi að gegna sínu hlutverki. — Bifreið rennur yfir barn, þótt æfð hönd gæðamanns haldi um stýrið. Er ekki hægt að hugsa sér hinn svokall- aða guð og mannsins sál eitt og hið sama? Andrúmsloftið í kring um okkur sé al- heimssálin? Orð og hljóð berast gegn um geiminn með hjálp senditækis. Viðtækið bergmálar. Oft truflast flutningurinn. Viðtækin eru mismunandi næm. Maðurinn gæti verið slíkt viðtæki al- heimssálarinnar, er fái skilning sinn og skyn með andardrættinum. En misjöfn er hæfnin til að vinna þar úr. Og enginn nær nema broti af því, sem efni standa til. Ekki enn. Maðurinn er þá sem barn á brjósti alheimssálarinnar, en á að vaxa til jafns við hana. Alheimssálin verndar og ver. Hún hefir ekkert mál í eiginlegum skilningi af því hún hefir engan líkama. Hún er sem kóngsdóttir í álögum. Maðurinn stendur næst þvi að leysa hana, gefa henni fullt mál í gegnum sig. En þó er maðurinn einnig drepinn úr dróma. I Hljómur verksmiðjuflautunnar Hljómur verksmiðjuflautunnar ætti að vera okkur fagnaðaróp, — glymjandi fag- urrautt um geiminn, — ekki svipuhögg yfir buguð bök. Fagnandi skaparar skyldum við vera, — skaparar margra undursamlegra hluta, — ‘ekki þreyttar vélar, sem þræla með þung- um limum, lífvana augum og sál, sem ligg- ur líkust kulnuðum neista einhvers staðar djúpt í öskunni. Grunnur lífs vors er svartur sem nótt, stjörnur hennar fáar og fölar, — hann skyldi vera blár himinn, bjartur af sól.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.