Tíminn - 24.12.1946, Qupperneq 6
6
JÓLABLAO TÍMAN S 1946
stað, og náðu um síðir heim. Munu þeir
hafa farið byggðir. Þeir hétu Þorsteinn
Runólfsson og Sigurður Guðbrandsson.
Nöfn hinna veit ég ekki, nema einn þeirra
var Magnús frá Ketilsstöðum.
Frá Sprengisandsferðum föður míns.
\
Einhver ævintýralegasta ferðin, sem fað-
ir minn fór sem fylgdarmaður, var ferð
sú, þegar hann fylgdi norska fjárkláða-
lækninum Scherning suður yfir Sprengi-
sand. Mun það hafa'verið haustið 1858. í
fylgd með norska dýralækninum var
Teitur Finnbogason,1) sem var fyrsti dýra-
læknir hér á landi. Var hann túlkur hans
og aðstoðarmaður. Þegar þeir lögðu á
Sprengisand, var veður skuggalegt og illt
að rata (þá voru þar engar vörður). Öld-
urnar eru hver annari líkar og vont að
þekkja þær í sundur. Sá norski fór að
verða óþolinmóður og hugði, að þeir væru
farnir að villast. í farangri þeirra var öxi,
sem átti að nota til að laga til undir tjaldið.
Þrífur hann nú öxina og segir, að hún
skuli verða sett í höfuð ^ylgdarmannsins,
ef hann rati ekki. Faðir minn bað Teit að
segja honum, að hann gæti farið með hann
þá leið, að hann hefði ekki frá tíðindum
að segja, og eftir það varð hann mjúkur á
manninn. Er þeir komu að Fjórðungskvísl,
sem er sunnarlega á sandinum og'venju-
lega milli hnés og kviðar á hestunum, var
sá norski ragur við að leggja út í. Faðir
minn fór þá yfir aftur og rak hest hans
út i kvíslina, og gekk þá allt vel. Þeir fóru
svo í Eyvindarver, sem er austan við
Þjórsá. Verður þá að fara yfir ána í einu
lagi á Sóleyjarhöfðavaði. Faðir minn bjóst
við, að hún væri djúp, og það yrði vont að
koma þeim norska út yfir. Honum hug-
kvæmdist þá að við hafa svolítið klók-
indabragð. Þegar skammt var að vaðinu,
fóru þeir af baki til að lofa hestunum
að hvíla sig svolítið, áður en lagt væri*út
í. Ekki sást til vaðsins, þar sem þeir áðu,
því að hæð bar á milli. Faðir minn sagð-
ist ætla að fara og athuga vaðið, en þeir
skyldu bíða á meðan.
Reið hann síðan út yfir ána, og var hún
í taglsmark. Hann var í vaðstígvélum, og
fór hann bæði úr þeim og sokkunum, áð-
ur en hann reyndi ána, og þegar hann
aftur til félaganna og sagði þeim, að hann
væri búinn að reyna ána, varð sá norski
rólegur, því að ekki hafði farið upp á
stígvél fylgdarmannsins. Samt talaðist
nú svo, að bezt mundi að binda fyrir
augun, þvi að skeð gæti, að hann sundlaði.
Einnig var brugið bandi um mitti honum'.
Létú þeir Teitur hann svo ríða á milli
sín, ogihéldu sinn hvoru megin í bandið,
og komst allt slysalaust yfir ána. Þegar
búið var að leysa öryggisverjurnar af
lækninum, varð hann mjög hrifinn og
og sagðist þakka guði og fylgdarmannin-
um fyrir, að hann hefði komizt lifandi yfir
ána. Eftir þetta gekk ferðin vel, enda var
þá stutt til byggða. —
Haustið 1869 hafði faðir minn afráðið
að flytja búferlum að Haga á Gnúpverja-
hrepp. Þá um haustið rak hann 100 ær
suður yfir Sprengisand og kom þeim fyrir
hjá tilvonandi nábúum sínum til um-
hirðu um veturinn. Eitthvað átti hann þar
af heyi, því að Erlendur vinnumaður hans
hafði verið eitthvað af sumrinu syðra við
heyskap. Faðir minn hafði þá tvo vinnu-
’) Teitur Finnbogason var kunnur borgari í
Reykjavík á sinum tíma, bæði járnsmiður og dýra-
læknir.
menn. Annar var Erlendur Björnsson, er
síðast bjó í Gíslholti í Holtum. En hinn
var Jón Guðnason, faðir Ásgríms málara
- og þeirra systkina.
Vinnumennirnir reru einhvers staðar
syðra á vetrarvertíðinni og fóru svo ekki
norðúr aftur, en þeir voru ekki ráðnir
hjá föður mínum nema til vorsins. Jón var
þó eitthvað um vorið í Haga. Ég man, að
hann var búinn að hlaða fjárhústóft, þeg-
ar við komum suður. —•
Mér er það í barnsminni, þegar var ver-
ið að búast af stað í þetta mikla ferðalag.
Það voru smíðuð koffort undir sumt af
flutningnum, og allt var tint saman, sem
hægt var að fara með, og bundiö í klyfjar
á hestana,-
Það var lagt af stað í byrjun júlímánað-
ar. Voru 17 manns á vegum föður míns;
auk þess voru samferða okkur hjón meö
tvö börn. Hét maðurinn Páll. Átti hann
skyldfólk suður í Mosfellssveit og var að
flytja þangað. Þau höfðu tjald út af fyrir
sig. — Skal ég svo telja upp fólk föður
míns. Það voru hjónin Ásmundur Bene-
diktsson og Sigurlaug Jónsdóttir og 6 börn,
er þau þá áttu — það elzta 16 ára, en það
yngsta þriggja ára. Jón Davíðsson, fóstri
móður minnar. 2 vinnumenn, Björn Guð-
mundsson (faðir Ingólfs heitins í Fjósa-
tungu1), og Jóhann Eiríksson, móðurbróð-
ir Klemensar, fyrrum ráöherra, kona hans,
Björg, og þeirra sonur, Illugi, 12 ára. Tvær
vinnukonur, Ingibjörg frá Fornastöðum —
móðir Ingólfs — og Halldóra Halldórsdótt-
ir. Svo tveir fylgdarmenn til að fara norð-
ur aftur með hestana, sem lánaðir voru til
ferðarinnar. Reiðhestar voru 17 og 8 hest-
ar með áburði. Auk þess hafði Páll 4
hesta, svo að alls voru hestarnir 29. Það var
búið um mig í kassa — ég var þá 7 ára —
og sömuleiðis systur mína, sem var 6 ára.
Vorum við svo sett á klakka, hvort á móti
öðru, og þannig ferðuðumst við fyrsta á-
fangann. En okkur þótti leiðiinlegt að
vera í kössum, og báðum um að mega ríða
laus eins og hitt fólkið, og var það látið
eftir okkur að breyta til. Reið ég svo einn
í hnakk, en systir mín var bundin í söö-
ul. — Fyrsta daginn var farið á fremsta
bæinn í Bárðardalnum, Mýri, annan dag-
inn í Kiðagil og þriðja daginn í Arnarfell,
eftir 20 klukkustunda ferð yfir Sándinn.
Man ég, að hestarnir voru orðnir ærið
svangir, þegar í Arnarfell kom. Þar var
verið dag um kyrrt til að hvíla hestana.
Var svo farið þaðan í þremur áföngum
til byggða. Komum við að Haga eftir viku
ferðalag, og hafði allt gengið slysalaust.
Húsakynni í Haga voru mjög léleg. Var
baðstofan þó lökust, því að hún var kom-
in að falli. Var strax hafizt handa um að
rífa hana, og var hún byggð upp að nýju
fyrir slátt. Fer ég syo ekki út í það að lýsa
fleiru í Haga, því að tilgangur þessarar
frásögu er aðallega sá að greina frá ferða-
lögum yfir Sprengisánd. — Hin tíðu ferða-
lög föður. míns yfir Sprengisand komu til
af þvl, að útlendingar lögðu þá oft leið
sína þarna milli byggða, en það var ekki
völ á öðrum jafn kunnugum manni til að
fylgja þeim. Fór hann þá venjulega einn
til baka, og var þá hátt á þriðja dag, en
norður fór það eftir því, hvað útlending-
arnir voru duglegir að ferðast. Venjulega
var hann 12 klukkustundir yfir sandinn.
!) Ingólfur fæddist í Haga 1874. Var faðir hans
þá lausamaöur. Hann drukknaði suður f Njarðvík-
um 1878. Jónas Jónsson segir í eftirmælum eftir
Ingólf. að faðir hans hafi drukknað í Þorlákshöfn,
það er ekki rétt. Mun Björn aldrei þangað' hafa
komið. . Á. Á.
Sumir hafa farið hann á skemmri tíma.
Eh faðir minn var ekki reiðfantur, þó að
hann hefði nóga nesta. Þjórsá var stund-
um djúp, en allt gekk samt slysalaust í
þessum ferðum. —
Fyrsta norðurferðin mín.
Eg fór norður með föður mínum vorið
1885. Voru þau tildrög til þeirrar ferðar,
aif Coghill hestakaupmaður, sem margir
þekktu, hafði beðið föður minn að koma
norður á Akureyri, þegar 12 vikur væru af
sumri, og fylgja sér sér skemmstu leið suð-
ur, því að hann hafði þá boðað markaði
fyrir sunnan. Við lögðum af stað 11 vikur
af sumri. Fórum yfir Þjórsá í byggð, og
svo á ferju inn yfir Tungnaá, sem er
skammt fyrir innan byggð í Landsveit. Úr
því eru ekki nema smákvíslar alla leið
norður, þegar farið er austan Þjórsár. Þá
var mjög illa sprottið, og höfðum við tölu-
vert af heyi með okkur handa hestunum.
Við höfðum 7 hesta til fararinnar. Fyrsti
áfangastaður okkar var í Hvannagiljum —
þau eru nokkuð innar en Klifshagavellir,
þar sem lika var oft hafður áfangastað-
ur. Nú mátti einu gilda hvar áð var* því
að hvergi voru hagar komnir. Þarna
strauk frá okkur hryssa um nóttina. Knmst
hún heilu og höldnu suður og synti víst
bæði Tungná og Þjórsá. — Næsta dag
fórum við í Eyvindarver. Þar er oft góður
hagi, en nú var þar ekki strá að finna af
nýgræðingi. Við tjölduðum hjá kofatóft
Fjalla-Eyvindar. Ver þetta er venjulega
afarblautt og ekki fært fyrir hesta, en nú
mátti ríða um það allt á vetrarklaka.
Þarna urðum við auðvitað að gefa hestun-
um hey. — Annar hagablettur er nær
sandinum. Heita þar Háumýrar. En þar var
auðvitað ekki strá að finna núna, fremur
en í Eyvindarveri. Við skoðum kofatóft
Eyvindar um kvöldið. Rann lækurinn enn-
þá í gegnum tóftina eins og segir frá í
sögu-Eyvindar. Kom hann úr lind skammt
frá — kom inn um annan vegginn, rann
þvert yfir gólfið, og út í gegnum hinn
vegginn. Hefir ekki veri ðlangt í vatnið hjá
kófabúum, en það hafa líka sennilega ver-
ið einu þægindin þar. Lítil hafa húsa-
kynnin verið, það sýndi kofatóftin. Önnur
kofatóft var nokkuð norðar, en kvísl, sem
rann þar hjá,/var búin að grafa svo und-
an þeirri tóft, að hún var nærri öll hrun-
in í kvíslina. Næsta morgun lögðum við^l
sandinn, og var þá heldur ömurlegt yfir*
að líta. Sandurinn er með einlægum öld-
um og lægðum. Nú var hver lægð full af
krapi, og varð að fara einlæga króka. Aur-
inn var í miðjan legg á öldunum og
veðrið slæmt, slydda og dimmviðri. Við áð-
um einu sinni á sandinum til að gefa hest-
unum. Eftir 19 klukkustunda ferð komurp
við í Fljótsdal, sem er litlu sunnar en
Kiðagil. Eru þar venjulega betri hagar en
í Kiðagili, en nú var þar ekki björgulegt —
ekki stingandi strá. Þá höfðum við ekki
nema smátuggu til að gefa hestunum.
Daginn eftir komum við að Mýri, fremsta
í Bárðardal, og voru hestarnir þá orðnir
svangir. En hagar voru ‘litlir, þótt til
byggða væri komið, því að vorið hafðí
verið hart. Var þá nýbúið að hreinsa tún,
og aðeins grænn litur á þeim.
Við komumst samt heilu og höldnu til
Akuréyrar og fundum Coghill. Sagði fað-
ir minn honum frá hagleysinu og færð-
inni og bölvaði Coghill þá, því að hann
var mjög blótsamur. Hann var stirður i
íslenzkunni, en gat blótað hrottalega, og
sparaði það ekki. Hann sagði við föður
minn: