Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.12.1946, Blaðsíða 8
8 gekk fé víða úti sjálfala. Sumariö áður hafði gengið skæð hundapest á Norður- landi, svo að horfði til vandræða með fjár- hunda. Tóku Bárðdælingar þá það ráð að Þrír ferðalangar á Sprengisandi. — (Ljósm. Páll Jónsson). senda menn suður í Hreppa til að útvega hunda. Þeir voru þrír, sem til fararinnar réðust, og var Jon Ingjaldsson einn þeirra. Það var seinnipart Góu, er þeir lögðu af stað. Þeir voru með sleða og komust með hann suður yfir Sand, en þá var svo snjó- laust, að þeir urðu að skilja hann eftir. Þeim varð allvel til með að fá hundana. Sérstaklega nefndi Jón Gest á Hæli (eldri Gest), sem hefði verið þeim hjálplegur. Eitthvað fengu þeir í Rangárvallasýslu af hundum. Þeir fóru yfir Þjórsá í byggð, og fengu fylgd og ferju inn yfir Tungnaá. — Illt hafði verið að komast af stað með hundana. Fluttu þeir suma í laupum og svo á klökkum inn yfir Tungnaá, en úr því fóru þeir að elta. Ég man ekki, hvað hundarnir voru margir — eitthvað milli 10 og 20. Nokkuð hlánaði meðan þeir fé- lagar voru fyrir sunnan og hljóp í fannir á Sandinum á leiðinni norður. Til marks um það, hvað tíðin hafði verið góð, sagði Jón Ingjaldsson mér, að meðan hann var í ferðinni hefðu verið byggð fjárhús og hlöðutóft á Mýri. — Gísli. Vigfússon, sem var uppalinn á Reykjum á Skeiðum, sagði, að -ekki hefði verið gefið þar fullorðnu fé þennan vetur. Þá var þar gott sauðland, en eyðilagðist síðar af sandfoki, þó að nú hafi verið nokkur bót á því ráðin. Frá síðustu ferö minni yfir Sprengisand. Tildrög þessarar ferðar voru þau, að Þórður Flóventsson, sem var viða kunnur hér á landi fyrir áhuga sinn og ferða- lög viðvíkjandi silungaklaki, þurfti að fara norður til að sækja fé sitt og séra Erlendar sonar síns, sem þá var orðinn prestur 1 Odda á Rangárvöllum. Þórður hafði lengi búið i Svartárkoti í Bárðardal, en var nú fluttur að Odda til séra Erlendar sonar síns. Þórður hafði aldrei farið yfir Spffengi- sand og þurfti því að fá með sér mann, sem kunnugur væri leið þeirri, sem fara verð- ur, þegar rekið er fé yfir sandinn. Hafði hann frétt, að ég myndi vera eini maður- inn um þessar slóðir, sem kunnugur væri leiðinni. Ég bjó þá í Kálfholtshjáleigu í Holtum. Kom Þórður seint í ágúst út eftir að finna JQLABLAO TÍMANS 1946 mig og biðja mig að koma með sér norður. Við höfðum ekki kynnzt fyrr, því að hann var ekki kominn í dalinn, þegar ég dvaldi þar. Nú stóð svo á fyrir mér, að ég átti töluvert af heyi úti og var því tregur að fara, enda farinn að ryðga í leiðinni, þvi að nú voru liðin 36 ár frá því, að ég hafði farið yfir Sandinn. En það sannaðist oft, að „römm er sú taug. er rekka dregur föð- urtúna til“. Mig langaði til að fara. Réðist ég loks til fararinnar og lagði til tvo hesta. Skyldi lagt af staö 29. ágúst (þetta var árið 1919), og var ákveðinn staður, þar sem við skyldum hittast, því að nokkuð langt var á milli. Veður var slæmt hinn tiltekna dag, rok og rigning. Samt kom- umst við að Galtalæk, efsta bæ í Land- sveit. Þar hefir ætíð verið búskapur góður og rausn mikil. Bærinn er skammt frá Heklu, og bar þar oft gesti að garði, í þeim erindum að fá gistingu og fylgd á Heklu. Við lögðum af stað frá Galtalæk næsta morgun, og fylgdi bóndinn, Finnbogi Kristófersson, okkur inn yfir Tungnaá. Við höfðum fengið leyfi hjá Holtamönn- um að fá annan bátinn inn yfir Tungnaá og hafa hann fyrir innan ána, þar til við kæmum aftur. Ég hefi ekki getið þess, að Holtamenn (Ásahreppur) eiga afrétt fyrir norðan Tungnaá og verða að flytja fé sitt yfir hana á vorin, og að mestu á haustin suður yfir, og verða þeir þá að hafa báta. Löng er afréttarferð þeirra framan frá sjó, og langt norður á Sprengisand. Þeir, sem lengst fara, eru 9 daga, og er það víst lengsta fjallferð á landi hér. Þá vík ég aftur að ferð okkar Þórðar. Næstu nótt vorum við á svonefndum Klifshagavöllum og svo i Eyvindarveri. Veður hafði verið allgott síðustu daga, en nú gerði norðanrok, og reif ofaii af okkur tjaldið, og lögðum við af stað með birtu. Tók þá að snjóa, og varð talsverður bylur, en nú voru vörðurnar til hjálpar, sem komið höfðu á Sandinn síðan ég hafði verið þar siðast á ferð. Var það hið þarf- asta verk, en Daníel Bruun lagði til pen- inga í vörðuhleðsluna, og er vonandi, að vörðum þessum verði haldið við. — Við komust klaklaust yfir Sandinn og og áðum fyrir norðan Kirðagil. Svo héld- um við niður Mjóadal. Gengur hann fram af Bárðardal, og er mjög langur. Var þá þoka og rigning og tekið að dimma, en það var enginn vandi að rata, því að það er farið meðfram Mjóadalsá. Um síðir komum við að bæjarrústum i Mjóadal, sem eru yzt í dalnum. Sagði Þórður þá: „Allt tekur enda nema eilífðin“. Þótti honum dalurinn vera langur. ís- hóll var næsti bær, hliðstæður við Mjóa- dal. Voru bæir þessir þá fyrir löngu komn- ir í eyði. Milli þessara bæja var brattur háls og óglöggur vegur þar, og treysti ég mér ekki til að rata það í myrkri. Við vorum því þarna um nóttina og lágum úti, því að tjaldið skyldum við eftir við Kiða- gil þar til suður yrði farið. Þegar birta tók, héldum við af stað og komum að Mýri um fótaferð, og fannst mér þá, að ég væri heim kominn. Hvíldi ég mig þar og svaf, en fór um kvöldið út að Stóru- völlum. — Þórður lét ekki á sjá, þó að kominn væri nokkuð á sjötugsaldur, og reið strax á stað í ýmsar útréttingar. Ég ferðaðist um fram dalinn og var að leita eftir að fá kynbótahrúta. En nú var ann- ríki við heyskapinn, sem hafði gengið illa um sumarið. Jörð var mjög kalin frá vor- inu Voru valllendisengj ar hvítar yfir að líta, og sást varla grænt strá á þeim. Mér tókst að fá þrjá hrúta, og ávísun á þann fjórða fram á afrétti. Tryggvi í Víðikeri sagðist eiga þar þrjá hrúta, og ef ég fyndi þá, mætti ég taka einn. Þetta tókst, þegar þar að kom. Ég fann hrútana, og fór með einn þeirra suður. Ég hélt nú fram að Svartárkoti. Er það óralöng bæjarleið frá Víðikeri. Bærinn stendur við Svartárvatn, þar sem Svartá rennur úr því. Fagurt útsýni er þar, en mér fannst samt, að ég væri kominn í óbyggðir, enda er örstutt þaðan í Ódáða- hraun. Samt vakna góðar endurminning- ar um komuna þar. í Svartárkoti bjó þá Snæbjörn, sonur Þórðar Flóventssonar, sem tekið hafði við jörðinni af föður sín- um. Það var búið að smala, þegar ég kom þar. Féð var mest í heimahögum og heimt- • ur allgóðar. Samferðamaður bættist við suöur, Jón Tryggvason frá Litluvöllum, sem vildi skoða sig um á Suðurlandi. Þórður keypti hryssu handa honum að ríða suður — hafði raunar tvo hesta, en farangur okk- ar var töluverður, því að búizt var við langri útivist. Tveir dilkar voru skornir í nestið og matbúnir, og áður en lagt var af stað, var vitjað um silunganet, svo að við gætum fengið nýjan silung. Lögðu þeir Jón og Þórður svo af stað með féð, en ég var eftir og skyldi ég sjá um allan útbúnað. Ég byrjaði á því að skoða í búrið, og var þar allgott um að litast. Tók ég nú að raða niður í koffort og kassa — blóðmörs- keppum, kjöti, brauði og jólakökum, og ýmsu góðgæti. Þótti húsfreyjunni ég vera allharður í kröfum. En við skildum þó sátt, að ég hygg. Ég lagði svo af stað og náði brátt rekstrinum. Ég sagði Þórði, að ég hefði sópað innan búrið, en hvort það yrði nóg, tissi ég ekki, því að margt gæti komið fyrir á langri leið. En það fór svo, að nestið varð nóg. — Fyrsta daginn fórum við suður í Koll- múladal, sem liggur að Skjálfandafljóti að austan. Við höfðum ekki tjald okkar, sem var geymt við Kiðagil, og lágum því úti um nóttina. Að morgni skyldi svo fara vestur yfir fljótið, en það var þar orðið heldur vatnsminna en í byggð, en samt sund á fénu. Við höfðum góða forustuá, sem lagði strax út í, og gekk þetta allt slysalaust. Var svo haldið að vestan upp með fljótinu, sem er venjulega leiðin, og höfðum við náttstað í Kvíum fyrir norðan Kiðagil. Þá höfðum við náð í tjaldið. Næsta dag var farið fram á Tjarnardrög. Er það fremsti haginn norðan við sand- inn, en hann var nú mjög lélegur, en það varð að stytta næsta áfanga eins og hægt var, en þá átti að komast í Jökuldal. Éins og fyrr segir er Jökuldalur, öðru nafni Nýidalur, norðvestan í Tungnafellsjökli, austan við Sandinn, og er það mikill krók- ur af vanalegri leið að koma í dalinn, en sé verið með fé, verður að hafa þar á- fangastað. Með því móti má skipta Sand- inum í tvo áfanga. Ég gat þess áður, að við höfðum forustuá. Það virðist í fljótu bragði, að þess mundi ekki hafa þurft á auðri jörð, en það kom að góðu gagni. Hún fór alltaf á undan, og var oft löng halarófan, líkt og þegar fé rennur í spora- slóð í ófærð. Við áðum nokkrum sinnum til. að hvíla féð. Lagðist það þá í hnapp, því að ekkert var að kroppa — hvergi sást stingandi strá. Eitt lamb fundum við á leiðinni. Var það að norðan, og tókum við það með. — Tólf tíma vorum við úr Tjarnardrögum suður í dal, og var þá skepnunum mál að fá björg. Dalurinn er lítill, liklega svo sem hálf- tíma gangur eftir honum endilöngum. í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.