Tíminn - 24.12.1946, Side 7
JDLABLAÐ TIMANS 1946
7.
'*~Í?-5>
\Mkí' -T:
í>að er gróðursœlt i Arnarfelli hinu mikla og fagurt um að litast á, kyrrum sumardegi. Af
þessari mynd má marka, hversu þroskamikið hvannstóðið er. — (Ljósm. Páll Jónsson).
„Ég get ekki farið andskotans sand-
inn, fyrst ekkert helvítis grasið er á jörð-
inni.“ —
Fóru þeir svo suður Grímstunguheiði.J
Þá var Coghill með 12 hesta og hafði því
nóg til skipta, enda þurfti þess með, því
að hann var annálaður reiðfaritur, og var
það haft að orðtæki um reiðfanta, að þeir
riðu eins og Coghill. Hann reið eins og
hestarnir komust, áði hvergi allan dag-
inn og át ekki nema á gististöðum, en þar
heimtaði hann líka allt hugsanlegt.
Meðferðis hafði hann ekkert í þessari
ferð, nema éina h,liðartösku, og haha
skyldi hann aldrei við sig. —
Ég sneri við á Akureyri, fór fram í Bárð-
ardal og var þar í kaupavinnu um sumar-
ið hjá frændfólki mínu á Mýri. Fór svo
aftur suður Sprengisand um haustið. Vor-
um við þrír saman — Guðmundur Jónsson,
sem var samferða norður um vorið, og Ólaf-
ur nokkur, hann var einhvern tíma á
Kolviðarhóli.
Guðmundur þóttist rata, enda hafði
hann farið þessa leið nokkrum sinnum.
Á sandinum gerði á okkur byl. Virtist mér
Guðmundur þá ekki vera alveg viss með
stefnuna, svo að ég tók að mér að vera
á undan, og komumst við um kvöldið í
Arnarfell. Stytti þá upp og gerði gott veð-
ur. Nú þóttist Guðmundur rata og tók við
stjórn, fórum við þá yfir fúafen og sand-
bleytur, og hélt ég, að við myndum drepa
hestana, en allt draslaðist þó af, og heim
náðum við slysalaust.
Tvær norðurferðir.
Eftir þetta var ég tíður -gestur fyrir
norðan um nokkurt skeið, og skal ég nú
greina nokkuð frá þeim ferðum.
Hermann Jónasson frá Þingeyrum, sem
ættaður var úr Bárðadal, var framfara-
maður og hugkvæmur um margt, eins og
kunnugt er. Hann hafði um þessar mundir
lokið búfræðinámi og dvaldi þá um tíma
í Reykjavík. Hann gekkst þá fyrir því, að
nokkrir ungir bændasynir af Suðurlandi
færu norður i Þingeyjarsýslu til að kynna
sér sauðfjárrækt og fleira. Það gáfu sig
til fjórir bændasynir úr Árnessýslu, og út-
vegaði Hermann þeim vistir í Bárðardal.
Þeir, sem til f^rarinnar völdust, voru
þessir:
Guðmundur Lýðsson í Fjalli á Skeiðum,
Sigurður Sigurðsson frá Langholti, siðar
ráðunautur, Jón Oddsson frá Háholti í
Gnúpverjahrepp og sá, sem þetta ritar. —
Einnig útvegaði Hermann okkur styrk hjá
Hús- og bústjómarfélagi Suðuramtsins,
mig minnir 20 krónur handa hverjum.
Man ég, er við faðir minn fórum að sækja
peningana til Halldórs Kr. Friðrikssonar,
sem var formaður félagsins, að mér þótti
hann nokkuð hryssingslegur.
Við fórum svo norður. Lentum við Jón
Oddsson á Mýri í Bárðardal, en hinir á
Stóruvöllum. Voru allir eitt ár á þessum
bæjum, nema ég var tvö ár. Fór ég aftur
suður síðari hluta sumars 1888. Kom fað-
ir minn þá norður með hesta okkar Jóns
Oddssonar, því að hann var enn fyrir norð-
an. Gnúpverjahreppsmenn höfðu beðið
mig að útvega sér fyrir norðan nokkrar
kindur til kynbóta og koma með, er ég
kæmi suður. Við keyptum svo 70 kindur
og lögðum af stað með þær suður yfir
Sprengisand. Við fórum þá í Nýjadal og
vorum þar dag um kyrrt. Smöluðum við
leit þessa fyrir norðanmenn. Fundum 5
lömb að norðan og 7 úr Holtum, og rák-
um allt suður. Mjög vill fé verða sárfætt
á þessari leið, einkum hrútar, og urðum við
að búa til skó handa sumum þeirra, og
með því móti komust þeir af sandinum.
Svo bar ekkert sögulegt til, fyrr en við
komum að Tungnaá. Þá vildi það til, er
við höfðum náttstað fyrir innan ána, að
við töpuðum nokkrum kindum. Ekki var
farið að smala afréttinn, og þvi vont uð
leita. Vissum við líka, að Holtamenn voru
að fara í fjallferðina og myndu þeir finna
kindurnar, enda reyndist það svo. Þeir
komu með þær, utan dilká tveggja vetra,
sem ég átti. Sáu þeir hana innarlega á af-
réttinum, en töpuðu henni aftur. í seinna
safni fannst hún ekki. Um veturinn fékk
ég bréf að norðan, og þar var mér sagt, að
ærin væri kpmin norður að Mýri í Bárð-
ardal. Fannst hún í byrjun janúar fremst
í tungusporði, sem myndast þar sem
Mjóadalsá rennur í Skjálfandafljót. Var
ærin viktuð, þegar hún fannst og vóg 96
pund. .Nú var hún lamblaus, en um vorið
þegar' smalað var til rúnings, kom úti-
gengin gimbur með marki mannsins, sem
ærin var frá, og hefir það víst verið gimbr-
in mín, en ég gat ekki sannað það, því að
ég var ekki búinn að auðkenna hana neitt.
—■ Ég hefi verið fjölorður um þetta, því
að það eru víst vart dæmi til, að kind hafi
farið eins langa leið, og yfir annað eins
hagleysi til að leita uppi átthagana. —
Ég fór svo norður aftur næsta vor, og
var i kaupavinnu á Mýri um sumarið. Fóru
þá fleiri ungir menn úr Hreppum norður.
Þá voru ekki margar leiðir opnar fyrir
sveitapilta til að skoða sig um í heiminum.
Að fara norður í land var það langmesta,
sem hægt var að hugsa til, og var það þó
mjög sjaldgæft, að sveitamenn af Suður-
landi færu ’horður í kaupavinnu. Þeir, sem
fóru slíkar ferðir, voru oftast með tölu-
vert af hestum, einkanlega á suðurleið.
Maður hafði stundum hestakaup og tók
einnig hesta upp i kaupið, og braskaði með,
þegar suður kom.
Um haustið urðum við samferða þrír
suður Sprengisand. Samferðamenn mínir
voru Ingimundur Benediktsson í Kaldár-
holti og Guðmundur í Dalbæ, báðir mestu
beljakar og karlmenni. Hrepptum við þá
úrkomu mikla (slyddu) á sandinum, og
þegar við komum að Þjórsárkvíslum voru
þær mjög miklar, og eftir allmikið drasl
sáum við okkur ekki fært að komast yfir
í Arnarfell. Tókum við það þá til bragðs
að reyna að komast fyrir kvíslarnar á
jökli. Gekk það ágætlega, en er þó sjald-
an fært með hesta. Við tjölduðum svo í
Arnarfelli og vorum þar um nóttina. Næsta
morgun var orðið heiðskírt, og komið frost,
og allur vöxtur hlaupinn úr kvíslunum.
Gekk svo ferðin vel til byggða.
*
Bárðdælingar kaupa hunda á Suðurlandi.
Ég ætla að setja hér frásögn af ein-
kennilegri Sprengisandsferð, sem Jón
Ingjaldsson á Mýri sagði mér frá. Sú ferð
átti sér stað veturinn 1856. — Vetur þessi
var annálaður fyrir milda veðráttu. Var
jörð lengst af snjólaus og klakalaus, og