Tíminn - 24.12.1946, Side 20
20
JDLABLAÐ TIMANS 1946
HELGI FRA ÞDRUSTQÐUM:
öh
prammi
Fyr á tímum var hérlendis stór flokkur
fólks, sem flosnaði upp og flæktist manna
á milli. Hverri öld fylgdi slíkur flokkur, og
var hann sorphaugur kynslóðanna. Mikill
hluti þessara manna voru auðnuleysingar
s'em ekki áttu annars úrkostar en
verða förumenn. Örbirgð og hamfarir
náttúrunnar neyddu suma á vergang, en
ýmsar fleiri ástæður sköpuðu þessa stétt.
í þessum hópi voru oft gáfaðir og list-
fengir menn, sem voru misheppnaðir í
orðsins fyllstu merkingu, menn, sem óblíð
örlög, þröngsýn samtíð og kotungsháttur í
öllum myndum höfðu gert að undanflæm-
ingum gæfu og gengis. Margir hinna
snauðu förumanna höfðu þá hæfileika til
að bera sem skapa metorð og virðingu, en
hjá mörgum voru gáfurnar í einkennilegum
búningi, stundum meiri á einu sviði en
öðru. En þó leikur enginn vafi á að með
hollu uppeldi og ják^yæðu umhverfi hefði
mátt breyta svo ævi þeirra, að annað og
betra hlutskipti hefði beðið þeirra en föru-
mannsstaf urinn.
Við skulum taka til dæmis Símon Dala-
skáld. Óviðráðanleg atvik í lífi aðstand-
enda hans urðu þess valdandi að hann
eyddi uppvaxtar- og þroskaárum sínum í
vinnumennsku í Skagafjarðardölum, en án
efa hefði hann verið betur kominn á bekkj-
um Latínuskólans. Hann hefir að líkindum
verið einn af þeim unglingum, sem eru
stefnulausir og reikulir í skapgerð, og því
ekki haft manndóm í sér til að brjótast
til mennta á eigin spýtur, enda hægar
sagt en gert á þeim tíma. Rímgáfa hans
var án takmarka, og hann varð frægur
meðal alþýðu fyrir vísur sínar. Hann hlaut
nafngiftina ,;Dalaskálld'‘ fýrir kveðskap
sinn, og það ásamt öðru kemur honum til
að gefa út Ijóð sín. Hann gaf út hvert
kverið eftir annað, sem eins og yfirleitt
verk allra alþýðuskálda, hafna í meðal-
mennskunni og verða hvorki fugl né fisk-
ur. Hann varð átakanlegt dæmi þess,
hvernig örbirgð og andstreymi fer með
gáfaða menn. Hann var varla skrifandi, og
hafði ýmsa til að vinna þann starfa fyrir
sig, og var Guðm. Ámason dúllari einn
þeirra. Það lýsir vel hvernig örlögin fóru
með Símon, að hann skipaði Gvendi að
ganga minnst tíu skrefum á eftir sér, því
hann væri svo heimskur. Ósvalaður metn-
aður Símonar þurfti að koma fram, og
vitanlega hefir hinn fróði hagyrðingur
fundið yfirburði sína yfir dúllarann. — En
hvað hefði orðið úr Dalaskáldinu, ef það
hefði gengið menntaveginn?
Fyrir rúmum tug ára andaðist á Kleppi
Ólafur nokkur Gíslason, að auknefni
„prammi.“ Hann var þá búinn að dvelja
þar um nítján ára skeið. Ólafur prammi
var fæddur með mikla og sérkennilega
hæfileika, og honum líkir eru ætíð finn-
anlegir í veröldinni, draumlyndir og hugs-
andi. menn, sem án verulegs kostnaðar er
hægt að lyfta upp til vegs og virðingar, eða
draga niður í svaðið. Ef menn af slíkri gerð
hafa eitthvað af veraldlegum verðmætum
til að bera verða oftast úr þeim góðir og
nýtir borgarar, og líka menn sem skapa
listaverk og ódauðlega hluti. En ef slíkt
er ekki fyrir hendi, og þeir eru umkomu-
lausir á þroskaárum sínum, verða þeir tíð-
ast viðundur sinnar kynslóðar, og fórnar-
dýr fyrir glefsitíkur og háðfugla sinnar
samtíðar. Þeir ganga þá að þeim störfum
sem eru fjarlæg hugð þeirra og hæfi-
leikum, og geta þess vegna ekki verið nema
hálfir í störfum sínum. Samtíð þeirra er
andvíg þeim og skilningssljó. Ólafur
prammi og honum líkir þurfa stuðning á
sínar veiku hliðar. Til þess eru sjaldan
hendur útréttar, og undir fáum tilfellum
vilja menn sjá heiminn og góðverkin í
gegnum annað en fingur sinn. Ef Ólafur
prammi hefði fyrirhitt góðmenni eins og
Jón Pétursson háyfirdómara eða einhvern
sem hefði álíka .mannkosti til að bera og
sá heiðursmaður, þá hefðu meinfýsnir og
sauðheimskir sveitungar hans og lægst
þroskuðu manntegundir höfuðstaðarins
sýnt honum minnimáttarkennda lotningu.
En Ólafur bar ekki gæfu til að verða á vegi
slíkra manna, og því þóttist hver amlóðinn
og aulabárðurinn meiri og stærri ef hann
gat óvirt og hrellt þennan umkomulausa
mann, sem ekki gerði neinum mein.
Ævi Ólafs var hvorki merkileg né við-
burðarík. Hann fæddist árið 1858 að
Kröggólfsstöðum í Ölfusi. Þar bjuggu for-
eldrar hans, Gísli Brynjólfsson hrepp-
stjóri og Þórey Ólafsdóttir. Ólafur var af
síðara hjónabandi Gísla, hann kvæntist
Þóreyju þegar hann var kominn á áttræðis-
aldur, en hún var þá innan við þrítugt.
Föðurætt Ólafs var samansett af búgreind-
um dugnaðarmönnum sem gerðu það að
köllun sinni að verða bjargálna bændur.
Margir þeirra urðu ríkir, og svo var með
flesta hálfbræður Ólafs. Til voru líka í
þessarl ætt djúpt hugsandi gáfumenn sem
stóðu fjöldanum ofar að hæfileikum. Ætt
Þóreyjar var öllu misjafnari, þar var bæði
að finna vel, gefið fólk og hið gagnstæða,
en einn veikleiki virðist hafa stungið sér
niður á einstöku stað í þeirri ætt, og er
það geðveiki.
Skamma stund naut Ólafur föður síns,
og lézt hann þegar Ólafur var níu ára
gamall. Gísli var efnaður á þeirrar tíðar
mælikvarða, og fengu börn hans með Þór-
eyju, þau Ólafur og Sigríður, smájörð í
föðurarf. Þórey giftist aftur upp í Borgar-
fjörð. Mun hjónaband hennar þar einnig
hafa verið farsælt, og margt til borið. Hún
dó eftir að hafa verið tvö ár í sínu seinna
hjónabandi, og urðu því börn hennar og
Gísla fljótt munaðarlaus. Sigríður fór þá
til Snorra , á Þórustöðum í Ölfusi, hálf-
bróður síns og var alin þar upp án með-
gjafar. Hún giftist Sigurði Hannessyni frá
Hvoli og fluttu þau tjí, Vesturheims. Þar
eignuðust þau mörg börn, og var sonur
þeirra í stríðinu 1914—’18 og féll þar.
Frá Ólafi er það að segja, að hann var
ellefu ára gamall þegar móðir hans dó.
Faðir hans hafði verið í kunningsskap við
Pál Matthiesen prest í Arnarbæli, og varð
sá vinskapur til þess að sonur Páls, Krist-
ján útvegsbóndi á Hliði á Álftanesi, tók
Ólaf að sér, og var víst meining hans að
koma Ólafi til manns. Kristján hefir sjálf-
sagt ekki verið hafinn yfir þann aldar-
anda sem þá ríkti, aldaranda, sem hafði
fyrir kjörorð, að bókvitið yrði ekki í askana
látið. Frá honum fer Ólafur eftir þrjú ár,
og þóttist Kristján hvorki finna hjá hon-
um gáfur eða manndóm. Vafalaust hefir
Ólafur verið einkennilegur á þessum ár-
um sem jafnan síðar, og er fátt trúlegra
en að draumlyndi Ólafs og skapleysi hafi
fallið húsbónda hans illa í geð. Má og telja
víst að hæfileikar Ólafs hafi verið einhliða
og krafist meiri skilnings en Kristján var
fær um að láta í té. Frá Hliði fer svo Ól-
afur, fátækari en hann kom af öllu nema
lífsreynslu, að Gljúfursholti i Ölfusi, til
móðurfólks síns. Þar var hann í vinnu-
mennsku um nokkurra ára skeið. Eru menn
enn á lífi, sem þekktu hann á þeim árum,
og- ber þeim öllum saman um yfirburði
hans yfir flesta aðra hvað andlegt atgervi.
snerti. Var hann þá af mörgum talinn of-
viti. Eitthvað mun á þessum tíma hafa
verið eftir af fjármunum hans, en mikið
getur það tæpast hafa verið. Sú saga gekk,
hvað sem hæft hefir verið í henni, að
veruleg fúlga af eignum Ólafs hafi farið
í meðlag með honum að Hliði til Kristjáns,
og getur það vel hafa átt sér stað. Með-
gjafarlaust hefir hann ekki tekið Ólaf,
en hvernig hann notaði aðstöðu sína við
þennan munaðarlausa ungling er ekki vit-_
að. Árið 1879 var Ólafur við sjóróðra í
Móakoti i Innri-Njarðvík. Formaðurinn,
sem hann réri þar hjá hét Jón Bjarnason,
en hásetarnir voru tveir, Ólafur og Þórður
Þorkelsson frá Grjóta í Reykjavík. Þórður
var þá fjórtán ára. Er hann lifandi ennþá
og kominn yfir áttirætt. Fórust honum
þannig orð um Ólaf: Hann var hvers
manns hugljúfi, bráðskýr og minnugur.
Söngmaður var honn góður, og svo lagviss
að vel lék hann á þau hljóðfæri sem þá
þekktust. Ekkert mátti hann aumt sjá, og
voru brjóstgæði hans sérstök. Hann var
mér mjög góður, og þótti mér vænt um
hann. Svo bætir Þórður við: Mörgum árum
seinna sé ég Ólaf oft í Reykjavík. Var hann
þá bilaður á geðsmunum og fallinn í of-
drykkju. Runnu mér þá til meðaumkvunar
hin sorglegu örlög hans, því meiri maður
hefði hann getað orðið.
Síðan er Ólafur á ýmsum stöðum í Ár-
nessýslu, en um 1885 fer hann til Reykja-
víkur og dvaldi þar um fimmtán ára skeið.
Var hann aðallega í vist hjá Guðmundi
gullsmið, og fór meðal annars í varnings-
ferðir fyrir hann. Á þessum tíma féll Ól-
afur í ofdrykkju og munu margar orsakir
hafa valdið því, en aðailega sú, að mikla
ást lagði hann á stúlku er Ingibjörg hét,
en hún mun aftur á móti enga ást hafa
lagt til hans, og var því slíkt ofvæni frá
hans hendi. Á þessum árum eyddi hann
því sem eftir var af föðurarfinum, og mun
hafa fengið góða hjálp til þess. Eitt sinn
fór Ólafur fullur út í Gróttu á hriplekum
pramma, munaði þar mjóu að hann fær-
ist ekki, því> pramminn var borðafullur
þegar Olafur tók land. Út af þessu atviki
fékk hann viðurnefnið „prammi.“ í þau
fimmtán ár eða lengur sem hann dvaldi
í Reykjavík mun drykkjuskapur hans hafa
verið mikill, eins og áður er sagt, og mun
sízt að undra þó hann hafi í ölæði-framið
ýmislegt, sem hæfði meir fífli en greindum
manni. Um haust lagði hann eitt sinn
fullur af stað austur yfir fjall, og lá um
nóttina úti á Hellisheiði. Þegar hann vakn-
aði um morguninn fannst honum allt öf-
ugt, jörðin og fætur sínar snúa upp, en
höfuðið vita niður. Var þetta byrjunin á
sturlun hans, og ágerðist hún því lengra