Tíminn - 23.12.1959, Page 4

Tíminn - 23.12.1959, Page 4
4 og málskjöl með fljótfærnis- og klaufabrag; í dómstefnu málsins er til dæmis öðrum þræði viðurkennt margt af því, sem grunsemdir og sakargiptir Nfagnusar byg'gðúst! á:. Átti þettá líka eftir að korna illilega í baksegl síðar meir. Má segja um Á.M. eins og um suma merka menn í sögunni, að hann var misvitur í meira lagi, svo sem t.d. hinn illvígi og fráleiti dómur hans og Páls gegn Sigurði lögmanni ber vitni um, þar sem lögmaður er m. a. dæmdur frá embætti, enda þótt hann hefði þá látið af embætti fyrir 3 árum (!!), og iíkt má segja um, fleiri dóma og stefnumál þeirra félaga. Málarekstri þessum lauk þannig, í héraði og á Alþingi, að Á.M. vann málið og fékk Magnús í Bræðra- tungu dæmdan í stórsektir og fjár- útlát til sín, og ummæli hans í bréfinu dauð og ómerk. Þess má geta, að á Alþingi leiðrétti Magnús þó sumt í bréfi sínu, en neitaði að öðru leyti að mæta í málinu eða halda uppi vörnum, án þess að bókaðar séu ástæður fyrir því. Er dómurinn birtur í nýútkomnu hefti Alþingisbóka Sögufélagsins. Þrátt fyrir þennan „sigur' Árna Magnússonar voru þó ýmsir, og lík- lega mikill þorri manna mótsnúnir honum, enda voru þeir félagar Á.M. og Páll Vídalín, ekki ýkja vinsælir. Þeir þóttu helzt til „æstir og um- svifamiklir", segir Jón Aðils, og var beint undan því klagað, að þeir „ofsæki menn stórum með stefnu- gangi og ófriði“, og viðhafi m.a. „lagakróka, málaflækjur og ósann- indi“,( Jón Aðils: Oddur lögm.). Var þetta sjálfsagt að einhverju leyti stílað upp á aðfarir þeirra gegn Bræðratungubónda, enda segir Espolin berum orðum: „þótti mönnum hann hart leikinn af Árna Magnússyni“. Meira að segja kemur sama fram hjá sumum systkinum Þórdísar, sbr. síðar. Virð ist almenningsálitið þannig hafa verið frekar Magnúsi í vil í þessum málum, þrátt fyrir allt. Múller amtmaður segir Árna* Magnússon „ískyggilegan mann‘, sem fari með „hatursfullar rógákærur“, o.s.frv., en vitanlega er amtmaður ekki trú- verðugt vitni, enda myndi ekki til hans vitnað hér nema af því, að hann kemur einmitt nokkuð við við sögu Bræðratungumála, og aldrei þessu vant heldur til góðs, svo sem nú skal greint. • Eftir uppkvaðningu sektardóms Magnúsar, hefst Árni Magnús- son þegar handa um innheimtu sektarfjárins og gekk hart fram. Var það áform hans þá og jafnan, að ná undir sig Bræðratungunni, og ganga þannig milli bols og höf- uðs á andstæðingi, er nú stóð höUum fæti. Eftir lát Magnúsar, sbr. hér á eftir, — og áður en hæsta réttardómur gengi, færðist Á. M. enn í aukana og vill nú allt hvað af tekur svæla undir sig Tunguna, enda þótt það hlyti að þýða það, eins og nú var komið málum, að ekkjan yrði að hrekjast þaðan með börnin (þau sem Stórabóla ekki lagði í gröfina). Hefur Á. M. þann- ig ekki verið hliðhollur Þórdísi lengur né þótt vandgert við hana, hvað svo sem áður var. Ef mönn- um finnst þetta ekki trúlegt, þá má fletta upp í ævisögu Á. M. eftir F. J., en þar er beint frá því sagt, að hann hafi hinn 29. ág. 1907 „viljað taka Bræðratunguna upp í skuld Magnúsar", en Magnús var þá nýlega látinn. Fyrir atbeina Miillers amtmanns, og síðan hæsta réttar, var þó komið í veg fyrir að þetta þokkalega áform Á. M. næði fram að ganga. G. G. vill í grein sinni bera skjöld fyrir Árna Magnússon í þessu sambandi, og jafnvel beint þakka honum, að Þórdís fékk að halda Bræðratungunni. Að vísu ★ JÓLABLAÐ T mun Á.M. eitthvað hafa dregið í land með þessi áform, er hann sá að þau náðu ekki fram að ganga. Enda var Á. M. aðvaraður um það héðan að: heimán, að „möhhum segði þiingtLum þetta framferði“-, og „hefðu samúð með ekkju Magn- úsar, Þórdísi“, (A. M. Priv. Brev- veksling, bls. 141). En hvernig sem á þetta er litið, verður varla annað sagt, en að framkoma Á. M. í þessu sambandi hafi a. m. k. verið hon- um til lítils sóma, svo ekki sé fast- ar að orði kveðið. VII. Af málaferlum þessum er það næsta að segja, að Magnúsi tökst fyrir harðfylgi sitt, og líklega at- Árni Magnússon. beina Odds Sigurðssonar, að fá sektardóminum skotið til hæsta- réttar í Khöfn, enda tók hann sér fari með Húsavíkurskipi þeirra er- inda. Fékk hann stúdent einn, Jón Torfason, sem „fengið hafði tals- mennsku leyfi af konungi“, (Ald- arfarsbók P. Vid.), í lið með sér um málatilbúnaðinn, en sjálfur mun hann hafa ætlaö að fylgja málinu eftir, en hann var vel máli farinn og lærður allvel, eins og áður er sagt. Áður en málum þessum lyki í hæstarétti, andaðist Magnús Sig- urðsson þar ytra, í marz 1707. Eru ógreinilegar heimildir um það hvernig dauða hans bar að hönd- um; var því fleygt að hann hefði lent i drykkjuslarki, en Espolin getur þess eins, að hann hafi „dáið í Khöfn í málum sínum“. Enginn fótur mun fyrir því, að hann hafi drukknað í borgarsýkjum eða ver- ið myrtur, eins og látið er liggja að í skáldsögunni. En þótt Magnús „júngkæri“ lyki þannig sinni ó- veðrasömu ævi i framandi landi, án þess hann fyndi nokkru sinni aftur sína „skrautlegu brúði“ eða nyti hinnar „sætu vínþrúgu", né heldur fengi af sér létt hinum ill- víga ákærudómi Árna Magnússon- ar, þá var nú samt tími hinnar langþráðu uppreistar ekki langt undan, er hér var komið, og fór þar nokkuð á annan veg, en flestir höfðu ætlað. Dómur hæstaréttar féll hinn 18. marz 1709 með þeim úrslitum, að málarekstur Árna Magnússonar var allur ónýttur frá upphafi, og lá við sjálft, að Á. M. fengi enn verri útreið. Tala dómendur um „gálauslega umgengni“ Á. M. við konu Mag'núsar, og meiri hluti dómenda telja að hann hefði átt að „fyrirlíta óorðið“ „og leita sér uppreisnar fyrir það með vægara móti, o. s. frv.“ Er af þessu ljóst, að rétturinn hefur talið Á. M. gera sér óþarflega títt um konuna, og að Magnúsi væri því nokkur vorkunn, þótt hann að sínu leyti hafi heldur ekki stillt orðum sínum í það hóf, sem skyldi. Forsendur hæstaréttardómsins MANS 1959 ★ munu nú glataðar (stórbruninn í Khöfn 1728), en plögg Á.M. við- víkjandi málinu munu hins vegar flest til ennþá. Kunna því upplýs- ingar þær, sem éhn erú tiltækar varðándí' • hæstaréttármálið, að vera eitthvað einhliða, og þá senni lega Á. M. í vil. Til hliðsjónar eða gamans, mætti tilfæra hér nokkr- ar setningar úr „forsendunum“, eins og skáldið hugsar sér þær, þar sem einmitt má ætla að mjög sé að efni til farið nærri hinu rétta: „ ... þar sagði í forsendum, að sá stakkelsmaður Magnús Sivert- sen hefði orðið fyrir harðri og ókristilegri meðferð af actore Arna Arneo og dómurum. Hann hefði verið lögsóttur fyrir að skrifa bréf vegna sinnar æru og síðan annað til að lesa á kirkju- stefnu, uppá að fá Arnæum til að stemma að ósi þann kvitt og pata sem uppi var, ekki alleinasta Bræðratungumatrónu til prej u- dice og hennar bónda, heldur ogsvo biskupsstólnum í Skálholti, að slíkur ff(llifnaöarorðrómur skyldi þar í kristilegrar umvöndunar vagt turni og góðra siða bólverki eiga grundvöll uppá, o. s. frv.“ Fyrir Árna Magnússon var dóm- ur þessi að sjálfsögðu hið mesta áfall, enda grófur álitshnekkir og óvinafagnaður, sem að líkum læt- ur. Voru og ýmsir fleiri, svo sem Jón Vídalín biskup, sem ákomur hlutu af þessum óvæntu málsúr- slitum. Eftir dóminn virðist Árna Magnússon ekki hafa* fýst, að ílengjast frekar hér á íslandi, né heldur hefur hann viljað eiga á hættu að vera bendlaður við fleiri „vafasöm“ æfintýri. Hann giptist um þessar mundir gamalli ekkju danskri, nauðljótri en ríkri, og má segja að nú sé ekki lengur mikill glæsibragur yfir ,heimsmannin- um Árna Magnússyni. Honum fannst eftir brunann, lífsstarf sitt vera hrunið 1 rúst, og dó mæddur og óhamingj usamur maður. Þórdís Jónsdóttir fluttist aftur heim til Bræðratungu, er óveðrun- um hafði slotað. Hún bjó þar til elli daga við frið og sæmd, með börn- um sínum, er upp komuzt, og sem öll urðu merkir ættstofnar í land- inu. Hún lézt 1741 sjötug að aldri, og er grafin að Bræðra- tungu. VIII. Hér er þá lokiö sögu Bræðra- tungumála, eins og hún liggur fyrir á ytra borðinu. En slík saga getur þó verið aðeins hálfsögð saga, enda er margt óljóst og umdeilan- legt í sambandi við þessi mál og aðdraganda þeirra, og heimildir gloppóttar og sumpart ekki traust- ar. Hvað raunverulega er satt og rétt um þessa hluti verður því mjög að byggjast á getgátum, meira og minna sennilegum að hverjum finnst. Menn hafa gjarn- an velt því fyrir sér, hver hæfa hafi verið í sakargiptum júngkær- ans í Bræöratungu og hvort dómur hæstaréttar hafi verið réttur og sannleikanum samkvæmur. Það er vitað, að úrslit málsins komu mönn um mjög á óvart hérlendis. Hins vegar mun almenningsálitið þö allt að einu hafa talið þau rétt og sanngjörn, eftir ummælum Esp- olins að dæma. En fræðimenn þeir, sem síðar hafa skrifað um dóminn, Páll Eggert, Finnur Jóns- son og Gils Guðmundsson, leggja lítið upp úr dóminum og sanngildi hans um þessa atburði. Þeir bera blak af Árna Magnússyni, en skella allri sök á drykkjuóra jung- kærans og móðursjúka afbrýði, er þeir kalla svo. Hafi vondir menn með vélaþras og rógi fært mál Á. M. af réttri leið í Hæstarétti, sér- staklega íslandskaupmenn, sem þannig hafi haft áhrif á afstöðu réttarins. Þó viðurkennir Páll Egg- ert, að Á. M. hafi ekki staðið alls- kostar rétt að málum þessum, og hefði hann betur tekið þau öðrum gæthári tökum; Annáfs íæfÁ'sagn- fræðingárnir engin- áltveðih fök fyrir „sakleysi“ Á. M. gagnvart áburði júngkærans, nema þau helzt, að hann með sína „mögn- uðu sómatilfinningu“ (F. J.) hafi ekki, né þau Þórdís hvorugt, verið þess konar fólk, að þau væru líkleg til útundanhlaupa af slíku tagi, á siðavandri öld, og beint undir handarjaðri Jóns biskups Vídalín. G. G. gerir nánari grein fyrir þess- ari skoðun, og vill útiloka að fullu þann möguleika, að nokkur fótur hafi getað verið fyrir afbrýðisemi og áburði Júngkærans. En myndi nú varlegt að slá nokkru föstu, þegar ekki er annað traustara til að byggja á en þetta? Reynslan sýnir þráfaldlega, að í slikum efnum er bezt að fortaka sem minnst eða fullyrða. Mann- skepnan er jafnan söm við sig, þótt aldir renni, og vissulega er „sú von bæði völt og myrk, að voga freklega á holdsins styrk“, eins og segir í Passíusálmum, og gat þó vel verið titt með fólki þessu, þótt ekki færi í slíka sálma. Ég sé því ekki, að mikið verði byggt á þess- um almennu röksemdum sagn- fræðinganna. Meira að segja mætti með allt eins góðum „rök- um“ geta sér til alveg gagnstæðr- ar niðurstöðu, nfl. að þau Á. M. og Bræðratungufrú hafi haft ýmsar mannlegar, skiljanlegar, og í mesta máta fyrirgefanlegar ástæður til þess að fella hugi saman m. m., enda vissulega enginn glæpur þótt svo hefði verið. Á. M. var maður á bezta aldri, ógiptur, kvenhollur í bezta lagi. „Veiztu þá ekki að þetta er mesta kvennamannaætt í land- inu“, lætur Laxness biskupsfrúna segja við Snæfriði. Þetta er Á. M. vitanlega ekki á neinn hátt til lasts nema síður væri, en hitt er svo verra, að hann gat verið beint ófyriríeitinn í kvennamálum, svo sem síðar kom betur fram, er hann vílaði ekki fyrir sér að giptast bein- línis til fjár, kerlingu miklu eldri en hann var sjálfur. Vitanlega sannar þetta ekkert hvorki til né frá, en hitt er jafnfráleitt eins og sagnfræðingarnir gera, að ætla að hjúpa einhverri dýrlings gloríu um Á. M. og hefja hann þannig yfir mannlegan breyskleika og eðli. Að Bræðratungufrú ólastaðri, verður heldur ekki séð hvers vegna það ætti endilega að vera útilokað, að hún kunni eitthvað að hafa verið í þingum viö Á.M. eða látið það gott heita þótt hann stigi í vænginn við hana. Hún var einnig á bezta aldri, glæsilegasta skeiði ævinnar, rúmlega þrítug, og vafa- laust átt í ríkum mæli þá töfra, sem „örvað fá hjartslátt karl- manna“, eins og áður var sagt. Árni Magnússon á hinn bóginn gjörfulegasti maður, hámenntaður og margsigldur, og vitanlega kunn- að þá íþrótt að tala við konur, enda öll háttsemi hans sjálfsagt með því fágaða og framandi „heimsborg- ara“-sniði, sem konur láta gjarn- an heillast af. Þegar þess er auk þess gætt, hverju atlæti frúin átti að fagna í hjónabandinu á stund- um, var ekkert eðlilegra en hún færi að hugleiða aðra möguleika, sem nú komu upp í hendur henn- ar, því fremur sem fullvíst má telja, að voldugt venslafólk henn- ar hafi verið þess mjög fýsandi. Nú má ekki skilja þetta svo, að frúin í Bræðratungu hafi verið það sem kallað er lauslát eða létt til ásta. Það er engin ástæða til að ætla það. Hins vegar verður þó ekki gengið fram hjá því, að hún hafi ekki með öllu þótt fráhverf atlæti karlkynsins, sem auðvitað

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.