Tíminn - 23.12.1959, Page 7
* JOLASLAÐ TÍMANS 1959
★
JOHANN BRIEM:
tínMÍH H í
ttjartoíkurAkrifatn
i.
í Njarðvíkurskriðu'in í Norður-Múla-
sýslu hefur um langan aldur staðið tré-
fcross og stendur þar enn í dag. Hann
ihefur oft verið endurnýjaður, nú síðast
fyrir fáum árum. Á þverálmu krossins
er þessi latneska áletrun: EFFIGIEM
CHRiISTI QVI TRANSIS PRONUS
HQNORA ANNO MCCCVI. (Þú, sem
framhjá gengur, fall þú fram og heiðra
mynd Krists. Ár 1306). Hefur áletrun
þessi verið þýdd á íslenzku í bundnu
máli, og er vísan talin gömul:
Þú, sem að framhjá fer,
fram fall í þessum reit,
og Christi ímynd hér
•auðmjúkur lotning veit.
Um krossinn er til alþekkt þjóðsaga,
®em skrásett hefur verið þrem sinnum
eftir munnmælum eystra. Elzt og ýtar-
legust er frásögn séra Benedikts Þórar-
inssonar á Ási í Fellum. Hún er skráð
1348 og hefur aldrei verið prentuð fyrr.
(Heimildarinnar verður getið síðar).
Séra Benedikt segir svo frá:
---------Gil eitt bratt og djúpt, sem
li,ggur ofan til sjávar, er norðan við
skriðurnar, þar sem þær byrja, þegar
farið er frá Njarðvík. Það er kallað
Naddagil. í þessu gili skal í fornöld
hafa haldið sig óvættur nokkur. Hann
var kallaður Naddi (máske dregið af
nafninu Njarðvík). Stóð mönnum svo
mikill ótti af honum, að það þótti
ógjörningur að fara yfir gilið og skrið-
urnar, þegar dimma tók af nóttu, en ekki
sakaði um daga. Maður er nefndur Björn
skafinn. Hann var svo kallaður, af því
að hann var fæddur á fjallvegi, þar sem
ekki var vatn að fá. Vóru því skafin
óklái-indin af barninu með knífi í laug-
ar stað. Tveir Jónar vóru synir þessa
Björns. Bjó annar í Njarðvik, en hinn
í Gilsárvalla hjáleigu í Borgarfirði. Þeir
vórú miklir menn fyrir sér og ramir
að afli. Þeir höfðu eirneglur, er þeir
hugðu til áfloga, en það voru eirklær,
er þeir settu upp á hvörn fingur.
Það var einn tíma, að Jón í Gilsárvalla
hjáleigu fór upp yfir fjall til Fljótsdals-
héráðs, og er hann fór heimleiðis aftur,
kom hann í Njarðvik síðla dags og vildi
ná að heimili sinu um kvöldið. Hann
var lattur þess að fara í skriðurnar, þar
eð mjög tók að dimma, en hann kvaðst
ekki mundi láta Nadda hindra ferð sína
og fór ei að siður. Þegar hann kom í
■gilið, var Naddi þar fyrir og réðist á
Jón, en hann sleit sig af honum. Svo
fór og í öðru sinni. Hið þriðja sinn kom
Naddi framan að honum. Vóru þeir
þá komnir í miðjar skriðurnar. Þar
tókust þeir á fast. Fann þá Jón, að hann
hafði ekki afl á við Nadda, og þótti
honum sem mundi hann kreista hold
allt frá beini. Hét hann þá fyrir sér að
fjölga kirkjuferðum sinum, ef hann
fengi unnið óvættinn, því hann hafði
ekki verið kirkjurækinn maður. Var
þá sem kippt væri fótum undan Nadda,
og hryggbraut Jón hann þar um klett
einn og byiti honum síðan á sjó út.
Varð ekki síðan vart við Nadda, en Jón
komst heim að Gilsárvalla hjáleigu um
kvöldið og lá í 3 vikur eftir viðureign
þeirra- Var þá krossinn settur þar sem
sigurvinningar rnerki. Það hafði fyrrum
verið siður ferðamanna, er þeir. komu
að krossinum, að þeir tóku ofan höfuð-
fat sitt og gjörðu bæn sína, en nú er
það aflagt. —
í þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagan
um Nadda, skráð af Jóni Sigurðssyni í
Njarðvík, sem var alkunnur fræðimaður
og ættfræðingur. Þar er Nadda lýst svo,
að hann var í mannslíki að ofan og dýrs-
líki að neðan.; Þar. sem hano fór heyrðist
„eins og eitthvað væri að nadda og
glamra á grjótin". Af því var nafn hans
dregið. Að öðru leyti er ekkert nýtt í
frásögn Jóns, enda er hún miklu stytlri
en saga séra Benedikts.
Loks hefur '.séra Ingvar Sigurðsson
á Desjamýri skráð söguna eflir munn-
mælum i Borgarfirði eystra. Er sú frá-
sögn samhlióða hinum fyrri, en því bætt
við, að Naddi hafi búið í helli, sem síð-
an heitir Naddahellir, og sé ofarlega
í Naddagili. Þá er einnig sagt, að Naddi
rændi menn og meiddi. Þess vegna getur
•séra Ingvar þess til, að Naddi hafi verið
stigamaður, enda sé leiðin vel fallin til
árásar og hellirinn ákjósanlegt vigi. —
En þess þarf ekki með til að skýra
uppruna sögunnar. í öllum löndum eru
til sagnir um óvættir, sem héldu si.g á
hættulegum stöðum á alfaraleiðum, og
var þeim kennt um slysfarir, sem þar
urðu (Sírenurnarí Messínasundi, Lóreley
hjá Rín o. fl.).
II.
Elzta heimild um krossinn er í ferða-
bók Olaviusar (Ólafs Ólafssonar), en
hann ferðaðist um þessar slóðir sumarið
1776. Lýsir hann nákvæmlega leiðinni
um skriðurnar og því, hve hættuleg
hún sé og ægileg fyrir vegfarendur. Seg-
ir hann, að sumir, sem þessa Ieið fara,
bindi fyrir augun og hafi band um sig,
en einn leiðsögumaður gangi á undan
og annar á eftir og haldi í bandið. —
Síðan lieldur hann áfram: — Á þessari
leið miðri stendur litill trékross. Þar
lesa allir ferðamenn Faðirvor samkvæmt
gamalli venju og vegna áletrunar þeirr-
ar, sem stendur á krossinum: Effigiem
Christi qvi transis pronus honora. —
í fornleifaskýrslu Desjamýrarpresta-
kalls er ekkert minnzt á krossinn, en
hún er skrifuð af séra Þórði Gunnlaugs-
syni í janúarmánuði 1823, Næstu heim-
ild verður því að telja frásögn Páls
Melsteðs, sagnfræðings, sem prentuð er
í „Blöndu“. Hún er að vísu ekki skráð
fyrr en 24. september 1881. Segir Páll
þannig frá ferð sinni um Njarðvikur-
skriður:
---------Eg hefi farið einu sinni yfir
þær með föður mínum og eru nú milli
50 og 60 ár 'SÍðan. Við komum frá Desjar-
mýri, riðum út að Nesi (Snotrunesi).
Þar bjó þá Hjörleifur Árnason sterki.
Nes er yzti bær þeim megin fjarðar, en
Höfn hinum megin. Þar bjó þá Jón
bróðir Hj örleifs (Hafnarbræður). Hjör-
leifur fylgdi okkur út yfir skriðurnar.
Gatan var svo tæp, að ég skil varia, að
hestar hefðu getað mætzt þar nema með
lífsháska. Þar, sem mig minnir, að skrið-
urnar væru tæpastar eða hættulegastar,
stóð þá kross. Það var trékross allmikill
og á hann rist nokkur orð á latínu, mig
minnir þess innihalds: Hver sem fer um
þennan veg, falli fram og tilbiðji guð.
Þenna kross, sem ég sá, hafði Hjörleifur
smíðað og rist á letrið og endurnýjað
þann garnla kross, sem þar stóð áður
og kominn var að falli. Mig minnir, að
Hjörleifur segði, að sú skylda lægi á
Nesbónda að halda krossinum við og að
svo væri framan úr öldum. Þess heyrða
ég getið, að þar hefðu menn hrapað og
fyrir þá sök hefði krossinn verið reist-
ur.---------
Samkvæmt þvi, sem hér er sagt, á
það að hafa verið á árunum 1821—1831,
að Páll fór um skriðurnar. (Hjörleifur
sterki dó 1831). En um það verður ekk-
ert sagt, hvort kross Hjörleifs hefur
komið næst eftir kross þann, sem
Olavius sá 1776, eða hvort einn kross
hefur verið þar á milli. Athyglisvert er
það, að Olavius talar um „lítinn tré-
kross“, en kross sá, er Páll sá, var ,,all-
mikill“.
Krossins er lítillega getið í sóknalýs-
ingu Desjarmýrarprestakalls eftir séra
Snorra Sigfússon, en hún er skráð 1840.
Eins og aðrar sóknalýsingar er hún svör
við ákveðnum spurningum. Þar sem
skýrt er frá alfaravegum, getur séra
Snorri um leiðina um skriðurnar, en
segir ekki um hana annað en það, að
henni sé greinilega lýst í ferðabók
Olaviusar. En spurningunni um það,
hvort nokkrar fornleifar séu í sóknum
hans, svarar hann þannig: Nei, nema á
krossinum í Skriðunum (og vitnar aftur
til Olaviusar).
Næsta heimild um krossinn er skýrsla,
sem séra Benedikt Þórarinsson á Ási
i Fellum sendir Norræna fornfræðafé-
laginu 4. janúar 1848 sem svar við
prentuðu ,,boðsbréfi“‘ félagsins, dagsettu
28. apríl 1846. Séra Benedikt hafði áður
verið prestur á Desjarmýri (1831—37).
í Þjóðminjasafninu eru til ljósmyndir
af fornleifaskýrslunum gömlu, og er
skýrsla séra Benedikts með þeim, þótl
hún sé miklu yngri en þær flestar. —
Se.gist honum svo frá:
Um dýrkun krossins lielga er mér
ókunnugt, einungis get ég þess, að í
Njarðvíkur skriðum (milli Desjarmýrar
og Njarðvíkur) stendur ennþá sá litli
kross af tré, sem getið er um í Olavii
Reise Beskrivelse, pag. 451, og er skorið
í hann þetta letur: Effigiem Christi, qvi
transis pronus honora. Þó er það ekki
hinn sami kross, sem þar stóð til forna,
því hann var orðinn fúinn, var því smíð-
aður nýr eftir hinum gamla og skorið
á hann sama letrið.---------
Síðan talar séra Benedikt um orsök
þess, að krossinn var reistur í fyrstu
og segir þar söguna úm Nadda, sem birt
er hér að framan.
Þótt hér sé aðeins talað "tini éina
endursmíð á krossinum á tímabilinu frá
1776 til 1848, hefur hann þó verið reist-
ur a. m. k. tvisvar sinnum á þeim árum,
og verður skýrt frá þvi hér á eftir. „Sá
litli kross af tré“, sem séra Benedikt
talar um, er eflaust kross Hjörleifs
sterka, sá sami, sem Páll Melsteð telur
„allmikinn", en augljóst er, að séra
Benedikt notar hér orð Olaviusar.
Næst er krossins getið um 1860 í frá-
sögn séra Sigurðar Gunnarssonar, sem
þá var prestur á Desjarmýri og hafði
verið þar 16 ár. (Lbs. 417 8vo bls. 421).
Heitir saga hans Krossjaðar. Þar segir
svo: Svo heitir meljaðar í Njarðvikur-
skriðum- Stendur neðan til í honum tré-
kross rélt neðan við götuna og eru skor-
in á krossinn þessi orð: „Effigiem
Christi qvi prodis pronus honora". (Fyr-
ir 14 árurn): 1846 var krossinn orðinn
fúinn og fellilegur. Þá setti bóndinn Jón
Sigurðsson í Njarðvík, fræðimaður og
fornmenjavinur, annan nýjan með sömu
gjörð og hinn gamla.-----------
Einkennilegt er það, að nú er áletrun-
in orðin breytt frá því, sem áður var.
í stað transis (gengur framhjá) er komið
prodis (gengur áfram). Ómögulegt er
að segja um það, hvort hér er um að
kenna ritvillu séra Sigurðar, eða hvort
áletrunin á krossinum sjálfum hefur
raunverulega brenglazt. Það sannar
ekkert, þótt séra Benedikt noti orðið
transis. Þegar hann skrifar skýrslu sína,
eru 11 ár liðin dðan hann flutti burt úr
Borgarfirði, og getur vel verið, að hann
hafi tekið setninguna upp eftir ferðabók
Olaviusar. Hafi tekstinn aflagazt, gæti
það helzt átt sér stað, ef nýr kross væri
smiðaður, ef-tir að hinn fyrri væri eyði-
lagður, og þvi ekki tiltækilegur til sam-
anburðar. En þess er getið sérstaklega,
að bæði Hjörleifur sterki og Jón i Njarð-
vik endurnýjuðu krossinn, vegna þess
að hinn eldri var orðinn hrörlegur (en
ekki glataður). En vel getur verið, að
krossinn hafi verið endurnýjaður einu
sinni á tímabilinu frá 1776 og þangað
til Hjörleifur smíðaði sinn kross og hafi