Tíminn - 23.12.1959, Síða 10
10
JOLABLAÐ TIMANS 1959
— Af hvurju heldurðu það?
— Ég hef aldrei farið að heiman.
— Til hvers væri það?
— Ég er uppalin hérna í götunni og
hef ekki einu sinni farið til næsta þorps.
Mig langar til að ferðast og læra mál, sjá
önnur lönd, skóga og vötn. Borgin er
að drepa mig.
— Þú gerir það.
— Vilt þú,. ?
Hún kom af.tur uppað honum.
'— Við. sjáum tili
Hann hélt áfram að skoða mýndirnar,
sem hún hafði límt upp og kom auga
á nokkrar kvikmyndastjörnur, sem voru
festar uppá vegginn við dyrnar.
Ég fer oft á bíó og lifi míg inní
kvikmyndirnar. Svoleiðis.'fprðast ég.
— Við skulurri fara á bíó í kvöld.
— Og ferðast burt ■..
llún greip utanum hann og kreisti
hann.
— Saman.
Svo tók hún frakkann hans, sem hann
hafði kastað á stólbakið, og lagði hann
á rúmið.
— Þú kemur aftur?
— Auðvitað.
Þau fóru út og lokuðu á eftir sér og
hún gekk á undan honum í myrkrinu
niður stigann. Gamla konan var ekki
sýnileg.
Þau náðu í sæti á aftasta bekk í.kvik-
myndahúsinu. Það var byrjað að sýna
þýzka frétta'mynd og Theresa fylgdist
1 af áhuga með. Hann hélt utanum hana
og kitlaði hana með tungunni í eyrað.
Og hendur hans gerðust áleitnar.
— -Nú kemur myndin.
En hann leit ekki á myndina, heldur
óskaði hann því öllu norður og niður
um leið og hann renndi fingrunum ofaní
barm hennar og greip þar handfylli af
hlýju brjósti og geirvörtu í miðjan lóf-
ann. Og hann bað þess í hljóði að það
kviknaði í húsinu, svo þau gætu farið
heim strax í rúmið-
Það var stutt að fara úr kvikmynda-
húsinu og heim og þó fannst honum
leiðin hafa margfaldazt. Þau kysstust á
götunni og við útidyrnar og í stiganum
og við dyr íbúðarinnar. Og þau opnuðu
og læddust inn og lokuðu á eftir sér og
gehgu í faðmlögum inní herbergið og
kysstust þar og létu lungurnar uppí hvort
annað og nudduðu sér hvort uppvið
annað.
Skógarnir í Svíþjóð bauðu limið og
vötnin í Þýzkalandi bólgnuðu upp og.
snjórinn bráðnaði af fjöllunum í Sviss.
Og þau ferðuðust mikið um nóttina.
Morguninn eftir klæddi hann sig í
skyndi en hún lá og hraut. Hann gekk
framí andyrið og dró lokuna frá hurð-
inni og steingrái kötturinn hvæsti á eft-
ir honum um leið og hann hallaði á
eftir sér. Hann saug að sér morgunloftið,
þegar hann kom útá götuna og hann
hraðaði sér í miðbæinn. Á leiðinni
stanzaði hann í vertshúsi og fékk sér
kaffisopa og brauð- Honum hafði verið
sagt rétt til vegar. Sporvagnarnir úr
miðbænum gengu beint á Sólargangsveg.
Á gangstéttinni utanvið hótelið mætti
hann félaganum, sem sýndi honum bréf.
Það var tilboð: — Herbergi, gjarnan
fyrir útlending. við Soldátagötu 36,
fimmta hæð. Engin leiga. Ofurlítil tungu-
málakennsla komi í staðinn. Fæði eftir
samkomulagi. Undirritað; — Theresa
Ballester.
— Hvað segirðu um þetta? spurði
herbergisfélaginn. Hanh var sýnilega
eftirvæntingarfullur.
i — Það má reyna það.
"á:.v
q r\ m a ijt
ao
fjárhagslegu
ÖRYGGI
YÐ AR
TRY
1RYGGINGAMIÐSTOÐIN íl.f
Aoalstræti 6.
Símar: 1 90 03 og 1 90 04