Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 11
JQLABLAÐ TIMANS 1959 n ★ ★ STEFÁN O. BJÖRNSSON frá Laufási: Þegar Súlan nauðlenti á Skagafirði | Sumarið 1931 var ég 3. stýrimaður á v.s. „Þór“, sem var við gæzlu og síldveiðar fyrir Norðurlandi Þetta sumar voru flugvélarnar „Súlan“ og „Veiðibjallan" til skiptis við síldarleit. Voru það þýzkar sjóflug- vélar einþekjur, með einum hreyfli, fremst í þeim var sæti fyrir tvo flugmenn, en aftantil var farrými fyrir nokkra farþega. Engin loft- skeytatæki voru i vélunum. Stundum vorum við stýrimenn- irnir og skipherrann á „Þór“ til skiptis með vélunum til eftirlits á vegum strandgæzlunnar. Seinni part sumarsins var v.s. „Þór“ staddur á Akureyri. Þegar hann fór, varð ég eftir til að fara Eins og áður hefur verið skýrt frá efndi Tíminn til verðlaunasam- keppi í sambandi við 40 ára af- maeli flu^sins á íslandi um söguleg- ustu flugferðina og hét tvennum verðlaunum. Fyrstu verðlaun hlaut Stefán Ó. Björnsson, stýrimaður frá Laufási, fyrir frásögn þá, sem hér birtist, en það er flugferð til Kaupmannahafnar. Önnur verð- laun hlaut Sigmar Þormar kenn- ari, og verður frásögn hans birt síðar. I I j I nokkrar ferðir með „Súlunni“, sem þá var stödd þar. Snemma morguns, hinn 30. júlí, kom Björn Olsen vélamaður Súl- unnar til mín, á gistihúsið, þar sem ég bjó. Spurði hann mig, hvort ég vildi vera með til Isafjarðar. Súlan væri að fara til Reykjavíktt/, en Veiðibjallan kæmi í hennar stað og mundu vélarnar hittast á ísafirði. Tók ég boðinu fegins hendi, því ég hafði aldrei flogið og langaði mig til þess. Snaraðist ég í fötin og fylgdi Birni út. Þar beið Sigurður Jónsson flugmaður. Fórum við þeg- ar út að Súlunni, sem lá á Pollinum. Eftir skamma stund vorum við komnir í loftið. Út Eyjafjörð flug- um við á hæð við fjallseggjar. Þótti mér einkennilegt að horfa niður yfir æskustöðvar mínar. Ég er upp alinn við fjörðinn. Veður var sæmilegt, norðaustan andvari og skýjað. Héldum við, sem leið liggur út fjörðinn, vestur með, fyrir mynni fjarðanna, með stefnu á Skaga. Þegar komið var að Skaga, var dimmur þokubakki yfir Horn- bjargi, svo það var auðséð að ófært var fyrir Hornið, því á þessum tíma voru engin tæki til blindflugs. Var þá ákveðið að hætta við suðurferð- ina, en snúa sér að síldarleit. Flugum við yfir Húnaflóa vestur undir Gjögur við Reykjarfjörð, og þaðan aftur inn fyrir Blönduós. Nokkur skip sáum við á siglingu en enga síld. Innan við Blönduós sett- umst við á Laxárvatn. Þar lögðumst við fyrir smá dreka og kastlínu. Önnur legufæri voru ekki um borð. Eftir skamma stund var létt og haldið út með landi. Þegar við kom- um út yfir Rifsnes, það er yzti tangi Skagans að vestan, var þokan að skella yfir. Flogið var í gegnum gat upp úr þokunni. Var þar heið- skírt og sáum við niður undir miðj - ar hlíöar. Allan tímann háfði ég verið í farþegarýminu, en nú bauð Björn mér að skipta um sæti, fór hann aftur í, en ég settist við hliðina. á Sigurði. Stefnt var á Strákafjöllin vestan Siglufjarðar. Skammri stund eftir að ég kom fram i heyrði ég einkennilegt hljóð í hreyflinum. Rétt um leið kom Björn í dyragættina á farþegarým- inu og kallaði: „Hún brennur". „Komdu hérna, ef þú getur eitthvað gert, ég skal fara aftur í,“ anzaði ég. „Haldið þið kjafti og sitið kyrrir,“ öskraði Sigurður og hlýddum við tafarlaust. Sigurður lokaði í snatri fyrir benzín til hreyfilsins með neyðar- handfangi í gólfi vélarinnar, en gaf um leið fullt benzín með „benzín- stillinum“ til að brenna sem fyrst því eldsneyti, er í hreyflinum var. Virtist mér vélin steypast næstum lóðrétt niður gegnum þokuna ,og þegar við komum niður úr henni, var eins og sjórinn kæmi á móti okkur, var það óhugguleg sjón: Hvass, norðaustan með talsverðri öldu, á 'að gizka 5—6 vindur og sjór. Datt mér ekki annað í hug en að vélin stingist á endann í sjóinn og stytturnar, sem héldu flothylkjun- um, myndu brotna. En Sigurður, sem er snilldar flugmaður, hélt vél- inni svo lengi sem hann gat, upp í vindinn til að gera hana eins ferð- litla og hægt væri, tókst lendingin svo vel að vélin hoppaði aðeins einu sinni, og sló henni strax flatri fyrir vind, barði hún vængjunum niður sitt á hvað, svo við urðum hræddir um, að þeir myndu brotna af, en Súlan á Reykjavíkurhöfn. Stefán Ó. Björnsson. Sigurður var þá snar að leggja á stýrið, rétti vélin sig upp í vindinn, rak aftur á bak og barði vængjun- um ekki lengur. Opnað var strax fyrir smurolíu og benzíngeyma og látið leka í dropatali til að lægja ölduganginn. Var þá klukkan um hálfþrjú e. h. Ég álít, að það hafi verið krafta- verk, að lendingin tókst svo giftu- samlega, því ef flothylkin stingast i báru, í lendingu eða flugtaki, steyp- ist vélin. Allir sjómenn vita, að oft koma sléttir blettir á sjóinn, þegar hvasst er og sjógangur mikill, hljótum við að hafa lent á slíkum bletti. Þokan náði ekki niður að sjó, sá- um við ströndina og dálítið upp í hlíðarnar. Vorum við staddir í mynni Skagafjarðar miðju. Björg- unarbelti voru í vélinni. Settum við á okkur sín tvö hver, einnig var drifakkeri og settum við það út, en tókum það fljótt aftur, því okkur fannst drífa of hægt, við bjuggumst við, að vélina ræki inn fyrir Drang- ey og ætlunin var að gera við hana þar í sjóleysinu, og „keyra“ hana síðan til lands. Var um að gera að komast þangað fyrir myrkur. Líðan okkar var góð, enginn sagöi æðruorð og lá vel á okkur. Eitt skip sáum við, en ekki varð það okkar vart. Svona rak í um 8 klukku- stundir, því sem næst eina sjómílu af Hólmaskeri, sem er um 4—5 sjó- milum norður frá Drangey, var ljótt að sjá brotin á því svo skammt frá. Straumur hlýtur að vera á þessum slóðum, því okkur rak skáhallt við vind í stefnu á Fossvík, skerst hún i vesturströnd fjarðarins, inn á móts við Drangey. Er við nálguðumst land, hægði talsvert, en sjór var sá sami, hélzt vélin ekki eins vel uppí og barði annað slagið niður vængj- unum. Farið yai' talsvert að rökkva. Björn og Sigurður skriðu fram á vélarhlífina til að freista þess að gera við hreyfilinn, en það reyndist algerlega vonlaust. Nálguðumst við nú óðfluga land og var talsvert brim, ströndin klettótt og stórstein- ótt, ef okkur hefði rekið þar í land, töldu kunnugir menn vonlitið um björgun. Ég var búinn að ákveða að kasta mér í sjóinn, áöur en vélin kenndi grunns og freista að synda til lands, held ég að Björn hafi hugsað sér að gera það einnig, en Sigurður ætlaði ekki að skilja við vélina fyrr en auðséð væri, að henni yrði ekki bjargað. Þegar við vorum komnir mjög ná- lægt ströndinni, tókum við okkur til og kölluðum eins og við gátum á hjálp, fréttum við seinna, að stúlka, sem var að sækja kýr, hefði heyrt köllin í okkur. Skömmu síðar sáum við árabát koma frá Selvik og rétt á eftir „trillubát". Tók hann vélina aftan í og dró hana inn á Selvik. Er þar sæmilegt skjól í norð-austan átt, vaa- þó það mikill súgur, að hálfvont var að komast í land. Var vélinni lagt þar um nóttina og hún vöktuð. Gistum við hjá rosknum hjónum, fengum við framúrskarandi mót- tökur. Meðal annars var á borðum fyrirtaks eldhúsreykt hangikjöt. Tókum við vel til matar okkar, því við höfðum ekkert borðað, áður en við fórum um morguninn. Næsta morgun var stillilogn og sólskin. Björn og Sigurður gátu gert við hreyfilinn. Eldur hafði ekki komið upp, en hiti þó verið þaö mikill, að málningin hafði bólgnað, benzínið komizt niður í „útblásturs- pípuna“. Var það stór mildi, að ekki skyldi kvikna í. Benzín og smurolíu fengum við til viðbótar, því eyðzt hafði svo mikið á rekinu, að það sem. eftir var nægði tæpast til Siglufjarðar. Sigurður Jónsson. Áður en lagt var af stað, „keyrðu“ þeir hreyfilinn til að reyna hann. Stóð ég á flothylkjunum og sleppti ekki legufærunum fyrr en Sigurður taldi allt vera í lagi. Flugum við hátt yfir Skagafjörð. Var fallegt að sjá hann baðaðan í sól, og síld vað- andi um allan sjó. Voru andstæð- urnar miklar frá deginum áður. Sigurður flaug mjög hátt, til að geta náð „renniflugi“ á Miklavatn, ef hreyfillinn bilaði aftur. Flogið var yfir Siglufjarðarskarð. Man ég, að mér brá, þegar við komum yfir skarðið og hægt var á hreyflinum, Framhald á 12. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.