Tíminn - 23.12.1959, Page 12
12
JÓLABLAÐ TÍMANS 1959 *
ÞORSTEINN MAGNUSSON . FRA GILHAGA:
Vor í Skagafirbi
Frá ljóssins bogabraut
fer blámans hilling enn
um S-kagafj arðar skraut
og Skagafjarðar menn.
Sú nótt, sem birtu ber
á bratta norður strönö;
hún geislar hvert eitt gler
og gyllir búans iönql.
En ströndin hrein og heið,
sem hófmarksboginn stár,
og bundin sundin breið
við bjargfuglseyjar þrjár.
• Sem eilífð, yzta grunn,
þar auga dauðlegt sér
er aftansól við unn
til árdags beygja fer.
Það dreymir nýjan dag
með daggarskrúð á jörð
og unaðs óma slag
um allan Skagafjörð,
er himinheiðið fer
um hárra fjalla barm,
og vorfugl varpar sér
á víðáttunnar arm.
Þar reisa lárétt lönd
sín loftsins bláu þil.
Þar falla fossabönd
um fer’.eg skörð og gil.
Þar samir mærri mynd
hinn mikli súlnakrans,
en vatnsins lægsta lind
er listmálari hans.
Hin síuppyngda sveit,
ef syrtir að í byggð,
rís aftur heið og heit
um héruð tíbrárskyggð.
Og rúm í alla átt
er útsýn veggja til.
Þar bera bæir hátt
sín búmannlegu þil.
Sjá höldsins heimareit
og húsfreyjunnar reyk.
Sjá fannhvítt féð á beit
og frárra hesta leik.
Þar miðast mannsins tíð
við mikil svigaflug.
Hann fóstrar frækinn lýð
með frelsis reifan hug.
Það færði fæstum grið
og færa mundi enn
að skipta sköpum við
þá Skagafjarðar menn.
Þeir hittu æ þann her,
sem hugði á svik og rán
og höfðu í hendi-sér
að hrinda hverri smán.
Svo skörp í skálma hríð
.var skagfirzk bændaöld
að fyrir land og lýð
þeir löngum báru skjöld,
því mest við dirfð og mátt
þeir mátu framans snið,
þótt leiðir legðu þrátt
á listarinnar svið.
Þeir drukku hin dýru vín
og dáðu fagra mey.
Með glögga sálarsýn
þeir sögnum g’eymtíu ei.
Þeir vöktu vísdómsorð
u.m vetrarkvöldin löng.
Á andans breiðu borð
þeir báru ljóð og söng.
Um bjartan sumarsjó
þeir synda létu knör,
en kenndu krappann þó
í Kráku-Hreiðars vör.
Þeir fóru hlið við hlið
um harðan foldarvang
og fengu fagurt skrið
á fáksins töfragang.
Þá glumdi Vallhólms grund
og gustaði um skeið.
Svo hló við hestum sund
um Héraðsvötnin breið.
Og eins um auðnir lands
þeir áttu kosta völ
og stýrðu ferð án strands
um Stórasand og Kjöl.
Á hvez'j u vori var,
er veðrin hófust blíö,
að gesti að garði bar
í Gilhaga þá tíð.
Því afdalsveginn við
þeir völdu suðurreið.
Þar er sem opið hlið
að öræfanna leið.
Að árdegi var áð
við efsta kvíaból
og síðan hildin háð
við hrikafjalla stól.
Þar geymist glögg og hrein
hin gam’a heiðatröð,
og þraut var þá ei nein
að þræða Blönduvöð.
En hver um flúð og fjöll
sig færir á annað svið
í gegnum atvik öll
og athafnanna klið,
hann man þá fögru fold,
þá fáksins móðurjörð:
Hvar hófur markar mold
hann minnir á Skagafjörð.
Nauðlending Súlunnar
á Skagafirði
Framhaid af 12. síðu.
því að mér datt í hug, að nú væri
hann bilaður.
Lentum við á spegilsléttum firð-
tnum og var það harðari lending en
á Skagafirði deginum áöur.
Að endingu vil ég þakka öllum
þeim, sem unnu að björgun okkar,
Bigurði fyrir drengilega framkomu
1 hvivetna, og minnist ég Björns
sáluga meö þakklæti og trega.
Tv’eimur dögum seinna fórst flug-
vélin, hvo’.fdi í roki, þar sem hún lá
á Akureyrarpolli.
Næst flaug ég 1946 frá Prestvík til
Reykjavíkur og gekk það ágætlega,
en 1947 flaug ég með gömlu Heklu
Loftleiða frá Reykjavík til Kastrup-
flugval’.ar. Lentum við í dimmri
þoku, varð að hemia þar svo harka-
lega aö öll dekkin fjögur tættust í
sundui^ svo vélin stóð á þeim öllum
vinálaúsum við flugskýlið, en það
er- önnur saga.
mtmúi
Giebiieg jói!
komandi ár.
SJÖFN