Tíminn - 23.12.1959, Side 15
JÓLAQLAÐ TÍMANS 1959 ★
15
VEFA MJÚKA, DÝRA DÚKA
Klak, klak — hófar skella á
steini — klak, klak, heyrist úr-
hverjum kofa ----- klak, klak, —
tortilla-flatkökurnar eru bakaðar
— klak, klak — vefurinn lengist.
Að öðru leyti er allt hljótt, að-
eins þessir skellir, eins og hljómfall
landsins sjálfs. Þetta háttbundna
hljóð aftan úr forneskju, segir
margt úm hina frumstæðu þjóð,
þjóð fornrar menningar, sem átti
sitt blómaskeið fyrir mörgum öld-
um. Innrásarmenn sigruðu þessa
þjóð, en þó berjast afkomendur
hennar enn í dag fyrir þjóðerni
sínu og sérkennum.
í trú sinni á fortíðina, trú á
óbreytt gildi verðmæta fornaidar-
innar, halda Indíánakonurnar í
Guatemala áfram enn í dag að
vefa á nákvæmlega sama hátt og
kynslóðirnar á undan þeim hafa
gert. í einu af þremur ritum, sem
hinir spænsku sigurvegarara eyði-
lögðu ekki, sjáum við teikningu af
konu, sem er að vefa með sömu
aðferð og þær gera enn. Vefstóll-
inn er mjög einfaldur, tvær sterkar
spítur, sem þræðir eru strengdir á
milli. Önnur spítan er fest við tré,
eða uppi undir þaki kofans, hin er
bundin með reipi við mitti vefar-
ans, sem krýpur á kné það langt
frá hinum vefjarendanum, að
konan þarf að fá breiðari dúk, þá
strengt er á uppistöðunni. Vefur-
inn er um 90 cm. á breidd, og ef
vefur hún tvo og saumar saman.
Litaða þráðinn, sem hún ætlar að
nota í munstrið, vefur hún upp á
smáspítur og þetta einkennilega,
háttbundna hljóð myndast þegar
spiturnar skella saman.
Indíánakonan notar jurtaliti. Þá
sjaldan hún kaupir búðarliti, ætlar
hún þá í vef handa feröamönnum.
í flíkurnar, sem hún og fjölskylda
hennar á að nota, sku'.u litirnir
vera ósviknir.
Vefnað sá ég í mestum blóma í
Santiago Atitlan, afskekktum smá-
bæ, þar sem konurnar setja metn-
að sinn í að vefa allt sjálfar.
Munstrin eru mismunandi eftir
landshlutum, hin háu, torfæru fjöll
hafa varnað því, að þau blönduð-
ust saman.
Á bæjarhlaði sitja nokkrar konur
og spinna og vefa. Börn og gamal-
menni spinna bómullina, sem menn
hafa tínt af sínum eigin, örsmáa
akri, en fuilvaxta konur siá vefinn.
Munstrin eru forn, en þó ekki
hreinræktuð Indíánalist. Þegar
Spánverjar komu til landsins,
drápu þeir allt málsmetandi fólk,
og þá glataðist hið fullkomnasta
í vefnaðarlistinni. Þrælarnir
kunnu að vísu margt, en inni
munstrin tóku að blandast þáu
tákn, sem hinir nýju húsbændur
vildu hafa í klæöunum. Á sumum
rúnasteinum Mayanna má sjá forn
vefnaðarmunstur, en dúkar eru
engir til frá þeim tíma.
í fyrstu þykja manni litirnir
skerandi. Hvernig er hægt að setja
svona rautt og fjólublátt saman?
En smám saman sér maður, að
þetta hæfir vel hér í skjannabjörtu
sólskininu við hina sterku iiti. Mér
varð einkum ljóst ægivald sólár-
innar, er ég hvarf aftur heim í hið
kalda ljós norðurhvelsins og sá
hvernig dúkarnir, sem ég kom með,
fengu þar á sig allt annan lit.
Litirnir hafa einnig forna merk-
ingu: svart merkir vopn, vegna
þess að örvaroddar voru úr hrafn-
tinnu, gult merkir fæðu, vegna þess
að maísinn er gulur, rautt merkir
blóð, o s.frv.
Mörg mynstrin eru ofin í.kiæðið,
önnur saumuð í það og þá stundum
með silki ,en það hefur fyrst þekkzt
á síðari tímum. Gömlu mynstrin
endurtaka sig alltaf, og í þau er
bætt hinum tvihöfðaða, spænska
erni.
Sú hjátrú er bundin vefnaði, að
hvert sinn og kona gerir vef, þá
gefi hún í hann brot af sálu sinni.
Ef selja á dúkinn, þá verður maður
hennar fyrst að bíta í hann til þess
að ná þannig aftur sál konunnar.
í horn dúksins setur hún bú-
merki sitt, lítið blóm eða lítinn
fugl, því að hún- er með réttu
hreykin af list sinni.
Ferðamenn sækjast eftir þessum
dúkum, og fyrir ekta dúka eru
greiddar miklar fjárhæðir. Önnur
ástæða fyrir því, hve erfitt er að
eignast þá, er að Indíánakonurnar
hafa alls ekki áhuga fyrir að hagn-
ast á þeim.
Bandaríkjamenn hafa hvað eftir
annað reynt að gera við þær samn-
inga, en það tekst ekki. Örvænt-
ingarfullur Bandaríkjamaður sagði
mér af reynslu sinni:
— Viltu selja mér þenna dúk?
spurði hann.
— Já, fyrir 5 Quetzaler, svaraði
konan .
Þau þinguðu um verðið góða
stund, svo ákváðu þau að greiðslan
skyldi vera 2 Quetzaler, sem svarar
til 14 danskra króna. Sjálfsagt er
Kvenblússa úr indíánavefnaði.
að þinga um verðið, það er skemmt
un í augum Indíánanna, og kon-
unni hefði fundizt hann alger fá-
viti, hefði hann gengið að fyrsta
verðtilboði.
— Hve lengi ertu að vefa svona
dúk?
— Þrjá daga.
Þá geturðu ofið tvo á viku, eða
átta á mánuði, og fengið fyrir þá
16 Quetzaler.
— Nei, það get ég ekki, ég get
alls ekki ofið meira en tvo á mán-
uði. Ég þarf heldur ekki meiri pen-
inga.
Og hvað sem Bandaríkjamaður-
inn sagði, þá varð konunni ekki
haggað. Hún gat ekkert hugsað sér
neitt leiöinlegra en að sitja sífellt
við vefinn, og á peningunum hafði
hún alls engan áhuga. Lýsingar
hans á öllu því, sem hún gæti keypt
fyrir þá, létu hana ósnortna. Mun-
aður menningarlífsins lokkaði hana
ekki.
Bandaríkjamfen láta sjaldan
hlut sinn þegaif eftirspurn er eftir
einhverri vöru,Ésvo að þeir hafa
komið á fót möKum smáfyrirtækj-
um, þar sem qjnar eru misgóðar
eftiriíkingar, sem.falla í smekk nú-
tímamanna. Éœþarf naumast að
taka það fram,Jp5 -sú framleiðsla á
ekkert skylt vi*vefnaðarlist Indí-
ánanna.
Nútímaklæðnæiu’ er farinn að
berast á markaostórgin víðsvegar
um landið, og sá tími er ekki fjarri,
þegar hinir stoltu Indíánar í Gu-
atemala munu einnig lúta þróun
nútímans.
Helle Bjelvenstam.
MJÓLKUR- og RJÚMAÍS
Bor'öið mjólkur-
og rjómaís um jólin.
Mjólkurís
kr. 18,50 líter
og rjómaís
kr. 25,00 líter.
Gleðileg jól.
(SBORG.
Reykjavík.