Tíminn - 23.12.1959, Qupperneq 21

Tíminn - 23.12.1959, Qupperneq 21
★ JÓLABLAÐ TÍMANS 1959 ★ i r skikkjum vitringanna eru úr bóm- ull. (Sjá stóru myndina). Mörg heimili hafa sama mat ár eftir ár á jóladögunum. Flestir hafa a.m k. hangikjöt einhvern jóladaginn, og ekki skemmir aö baka laufabrauð að norðlenzkum sið, til að bera fram með því. Piparkökuhús 450 gr. púðursykur, 435 gr. sýróp, 3 dl. rjómi, 1' matsk. engifer, 2 matsk. sódaduft, 1,200 gr. hveiti. Rjóminn er þéyttur, sykur, sýróp, engifer og sódaduft hrært útí og hrært vel saman. Hveitið hnoðað uppí. Deigið geymt til næsta dags. Munstrið að húsinu er teiknað á smjörpappir, deigið flatt út.(ca. 3 mm. þykkt), sniðin iögð á það og skorið eftir þeim. Stærstu bútana er bezt að sniða á plötunni, svo að þeir ekki aflagist þegar þeir eru látnir ,á hana. Bakað og kælt á plötunni. Flórsykur hrærður með sítrónu- safa og sprautað á brauðið i þau munstur, sem eiga að vera á hús- inu. Húsið er límt saman með heit- um, bráðnum sykri. Á jólunum er sjálfsagt að reyna að búa borðin fallega, auk þess sem þá er vandað venju fremur til matargerðar. Margar fallegar borðskreytingar má útbúa með til- tölulega litlum tilkostnaði. Trjá- greinar má mála með gull- eða silfurbronsi, bora í þær göt fyrir kerti, stinga grenigreinum eða mislitum kúlum í þær á milli kert- anna. Ef þær eru ekki vel stöðugar, má s’.étta þær að neðan með gibsi eða mótunarleir. Englahár má leggja eftir borð- inu endilöngu, og vefja það um einn eða fleiri kertastjaka, eftir því hvað borðið er stórt. Nokkrar litlar jólatréskúlur og smáar greni- greinar eru lagðar saman á hvor- um borðsenda þar sem englaháls- lengjunum s’eppir. Úr mis’itum pappírsræmum eða stífum borðum má búa til skemmti- legar skreytingar til að hengja á vegg. Á meðfyigjandi mynd sjáið þið lika skreytingu. í hana eru glerkúlur, en i staðinn fyrir gler- kúlur má hnoða kú’ur úr mislit- uhi pappír. Skemmtileg jðlagjöf er þessi jólasveinn, sem ætlaður er til að hengja á vegg og geyma í honum jólakortin. Hann má búa til úr filti eða tvöföldu taui, sem pappi er lagður á milli, búkurinn rauður, andlit hvítt og beltið svart. Þeir, sem eru duglegir að teikna og klippa út, geta búið til fallega jólamynd, annað hvort úr pappír eða taugi. Sé hún gerð úr pappír, má líma myndirnar á, annars eru þær saumaðar. Bryddingarnar á

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.