Tíminn - 23.12.1959, Page 22
22
JÓLABLAÐ TfMANS 1959 ★
Bjarni Þorsteinsson, kennari:
Frumlíf
Jörðin var nýkomin af verkstæði
höfundarins mikla. Lífvana og auð
valt hún látlaust hringbraut sína
um blágeiminn ómælisdjúpa.
Hún var fullþroska, en átti þó
ekkert afkvæmi. Engin lífvera
hjúfraði sig við brjóst hennar. Eng-
inn minnsti gróður dró úr hrika-
svip grágrýtisins bera. Vötnin, höf-
in miklu, straumharðar ár og hvít-
fyssandi, voru hið eina, sem rauf
þögn berangursins, að ógleymdum
storminum ,er lék um klungur og
hvilftir, sem nú eru fjöll og dalir,
með öllum þeim margbreytileik, sem
enn þekktist, og sólinni, sem leiddi
storminn um alla jörðina, og lét
hann safna í sig raka, og dreifa
honum á víxl, með stakri nákvæmni
og vöndun, eins og væri hann garð-
yrkjumaður, er með alúð og óþreyt-
andi elju annast blómreitinn sinn.
En nú var runninn upp sá dagur,
að hér skyldi breyting á verða.
Drottinn hafði ekki sent þetta barn
sitt út í geiminn til einskis, til lát-
lausrar baráttu við eld og ís, eða
'til eilífrar auðnar, sem engu sinnti.
„Hvert ykkar“, mælti drottinn,
ti lhinna dásamlegu engilbarna,
sem þjóna við hástól almættisins.
„Hvert ykkar vill hverfa til jarð-
arinnar, hins nýja hnattar, og
kveikja þar líf, klæða berangurinn
með aðstoð vatns og sólar, unz
hinni mestu fullkomnun er náð?“
,Eg“, hrópuðu engilbörnin hvert
í kapp við annað, og lyftu ljómandi
ásjónum og brosmildum, gegn
drottni, lífgjafa sínum og vernd-
ara.
„Farið þá og skoðið hið nýja
land, og gætið þess vel, hvers þið
þurfið með, og hvað þið megið á
ykkur leggja, til þess að verkið
geti tekizt.“
Og engilbörnin flykktust burtu,
eins og gáskafull, saklaus ung-
menni, þrungin ofurhug hins nýja
stórvirkis.
En þau lcomu bráðlega aftur,
hljóðlega og mædd. Drupu flest
höfði, og ekkert mælti orð.
Drcttinn brosti. Hann, sem skilur
innztu og duldustu þrá hins fjöl-
þætta sólarlífs, vissi þegar að ekk-
ert þeirra hafði kjark, né fullkomið
áræði til hins nýja landnáms og
torvelda. En það sem á vantaði,
þurfti hann að vekja, því að með
fúsum vilja og fullum hug, skyldi
starfið hafið. Með því einu móti
var það tryggt, að það mistækist
ekki.
„Þið eruð þá komin öll“, mælti
drottinn, er hann hafði virt fyrir
sér hópinn örlitla stund. „Leizt
ykkur ekki vel á nýja heimkynnið?“
Nú litu Engilbörnin upp. Tárvot
augu lýstu vonbrigöunum sáru.
„Ó herrai Þú, sem þekkir allt. Þú
veizt að við getum þetta ekki,“ and-
varpaði eitthvert þeirra.
„Nei, börnin mín. Þar skjátlast
ykkur,“ mælti drottinrr. „Þið getið
þetta, hvert sem er, verið viss.“
„Ó, eilífi miskunnsemdanna
herra“, sagði þá engillinn, sem
gerðist málsvari hinna. „Hvernig
eigum við að skipta á gnægðum
paradísar og hrjóskaklungri þessu,
sem engu lífi tekur án stríðs og
harmkvæla. Bið okkur einhvers
annars. Þú veizt að við viljum
vinna fyrir þig og með þér, margt
og mikið. En þetta treystir enginn
sér við.“
„Enginn“ endurtók drottinn, og
hljómsterka, fagra röddin endur-
ómaði í víðáttunni miklu. „Enginn,
enginn,“ heyrðist í öllum ■ áttúpfr.
„Enginn“.
En þá var sigurinn unninn. Ein
engilvera gaf sig fram. Tárhrein
og fögur sveif hún að hástóli drott-
ins.
Ég skal fara herra. Ég skal verða
líf hins nýja hnattar. Ég vil leggja
allt í sölurnar, til þess að allt nái
þar sem mestum þroska, og fari
sem bezt.“
„Gullfagra barn,“ mælti drott-
inn. „Hjarta þitt skilur hið mikla
starf, og þó ertu reiðubúin. Ég tek
fagnandi boði þinu. Hvað er það,
sem þú býðst til að gera? Þú ætlar
ekki að fara með lífkorn til jarðar-
innar og gróðursetja það og verða
svo ljósmóðir lífsins og fóstra.
Gjöf þín er miklu dýrari en það.
Ég veit allar hugsanir þínar og ráð
barnið mitt. En lýsi áformi þínu
samt fyrir systkinum jrnum og
flyt bæn þína í heyi anda hljóði
svo að þau skilji að fullíiustu mikil-
vægi ætlunarverks þíns, og vænti
fagnandi sigurlokanna “
Og glófagra engilveran flutti mál
sitt með þessum orðum: Ég ætla
sjálf að gerast lif hnatt.arins nýja.
í hafinu hefst starf mitt. Sem ó-
sýnileg smæð, er ekkert man for-
tilveru sína. Þannig verður- frumlíf
jarðarinnar. Um annað méira er
ekki að tala. En óróinn, sem aldrei
unir fyllilega því sem er, en þráir
stöðugt meira og betra, og reynir
að öðlast það, er eilífðarneistinn,
sem ég byggi von mína á. Ég mun
biðja drottinn að láta hann vaka
í lífinu frá fyrsta degi, og lýsa þvi
upp úr dimmu frumverunnar, til
þeirrar fullkomnunar, sem er ekki
síðri því, er við reynum hér við
hástól drottins.
Og þá kom bænin:
Engilveran kraup við fótskör
skaparans, fórnaði höndum og bað
af öllum mætti lífs síns: „Ó, þú
heilagi, alvitri andi, góði guð. Þú,
sem einn skilur og veizt hvað öll-
um hentar. Þú, sem stýrir heims-
byggðinni, urmul sólhverfa og lífi
þeirra, að einu ákveðnu eilífðar-
marki. Haltu í hönd á mér alltaf,
alltaf, alltaf. Þá er allt fengið, allt.“
Og drottinn vafði engilbarnið
örmum og blessaði það. „Allt, sem
þú hefur beðið um og mælt á þess-
ari stundu, blessuð lífveran fagra,
það skal rætast", sagði hann. „Ég
skal alltaf vera með þér. Tvö öfl
skulu togast á í lífi hverrar ein-
ustu veru, sem til þín telst. Annað
sú bjargfasta trú, hverrar einustu
tegundar, að hún sé fullkomnasta
veran undir sólinni, og hitt vaxtar-
þráin, sem þú nefiídir .áðan, sem
stöðugt óskar sér hins , bezta, og
leitar þess kappsamlega í smáú og
stóru. Þetta tvennt, að telja sig
mestan, enn þá þó annað betra.
Það verður driffjöðrin í þroskavið-
leitni lífsins og fullkomnun, unz
hámarki þess er náð. Ég set aðeins
eitt skilyrði fyrir hjálp minni, það,
að hennar sé vænzt, hennar sé
beðið. Og mun eilífðareðlið, sem
býr í öllu lífi, kenna því að nota
sér hjálp mína og hjástoð. Enda
mun hún jafnan reynast í fyllsta
samræmi við hið yfirgripsmesta,
sem einstaklingurinn getur rúm-
að, hverrar tegundar sem er. Og
skjól og alsælu skulu allir finna í
vermireit eilífðarinnar þegar upp
er staðið.“
Engilveran yngisfagra hlaut nú
að kveðja hin unaðsriku heim-
kynni paradísar. Enn þá einu
sinni teygaði hún af ódáinsveigum
eilífðarinnar, eins og örþyrst ung-
menni. Og sveif svo brosmild og
vonglöð til hins nýja heimkynnis
og mikla starfs.
En englarnir sungu: „Lofum
drottinn, dásemd hans, speki og
ríkdóm. Heill þér nýi heimur. Heill
þér unga líf. Sól, fegurð og frið-
sæld vermi þig og verndi.“
manna