Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 23
JOLABLAO TIMAN5 1959
23
j ,'6h.
Frásögn af könnunarleiðangri Theodore Rooseveít,
forseta Bandaríkjanna- um frymskóga Brasiiíu
Um fjögúrra al&g^sk'eið há£
ndJfndir fót í Suöur-
hafe hvíf-'
ir menn lagt land,
Ameriku., Þejr haía kiifið .tin.úá og
kannað dali Andesfjallanna, hins'
mikla fjallgarðs, sem liggur langs
eftir Suður-Ameríku vestanverðri.
Þeir hafa farið eftir endilöngum
ánum, sem eiga upptök sín í Andes-
fjöllunum og renna þvert yfir hið
breiða meginland ut í Atlantshafið.
Þeir hafa brotizt inn í frumskógana
og numið sér land. Borgir og þorp
hafa verið byggð, og nú getur fólkið
ferðazt á skömmum tíma með lest-
um og fljótaskipum þær vegalengd-
ir, sem frumherjarnir urðu að
þumlunga sig eftir fet fyrir fet, þar
sem lífshætta var í hverju spori.
En Suður-Ameríka er þó svo stórt
og margbreytilegt land, að könnun
þess er tæplega lokið enn þá. Þar
eru viðáttumikil landsvæði svo að
segja óþekkt enn þá, og hvítir menn
hafa aldrei stigið þar fæti. Það’ er
ekki langt síðan litill hópur hvítra
manna. uppgötvaöi í fyrsta sinn
stóra á, sem rann gegnum áður
ókannað svæði mörg hundruð mílna
leið um Braziliu, sem, er stærsta
landið í Suöur-Ameríku. Þessi á er
nú kölluð Rio Roosevelt. En Rio
þýðir á á portúgölsku, en það mál
er talað í Brazilíu. En hvers vegna
skyldi þessi á vera kennd viö Roose-
velt? Þú rrrunt skil.ia það, er þú hef-
ur lesið þessa sögu.
Árið 1858 fæddis't i New York
dr^ngui;, spm hlaut nafnið Theo-
dore Roosevelt. Faöir hans var vel
metinn kaupmaður í borginni.
Theodore var fremur lingerður
drengur, brjóstveill og mjög nær-
sýnn. En þegar hann tók að nota
gleraugu var sem fögur og áður ó-
þekkt veröld opnaðist fyrir honum.
Hann var náttúrubarn að eðlisfari,
og gleraugun gáfu honum nýja sýn
inn í heim náttúrunnar, jafnt í
skógi sem á akri, og opinberuðu
honum töfra, sem hann hafði
aldrei grunað áður. En þótt Theo-
dore væri veill og taugaóstyrkur á
barnsaldri, átti hann viljafestu í
rikum mæli. Útivistin og samvist-
. irnar viö hina frjálsu náttúru gáfu
•honum heilbrigði og þrótt, og óþrot-
legt nám og staríselja gerðu hann
að miklum manni. Hann átti þá
einlægu ósk að verða góður og dug-
andi máður.
Hann gekk í herskóla og gat sér
þar góðan orðstír. Þegar Kúbu-
stríðið brauzt út milli Bandaríkj-
ann og Spánar, gekk hann í her-
inn og barðist á Kúbu sem fyrirliði
hraustrar riddarasveitar, sem löng-
um gekk undir nafninu Rauðu ridd-
ararnir. Þegar stríðinu lauk, var
hann kosinn ríkisstjóri í New York
ríki og seinna forseti Bandaríkj-
anna.
Siglt niður á óvissunnar.
Teikning af Theodore Roosevelt, þegar
hann varð forseti Bandarikjanna.
Það var ætíð mesta unun Roose-
velts liðsforingja að dveljast í fri-
stundum sínum á óbyggðum slóðum
og stunda villidýraveiðar. Einkum
voru -honum bjarnarveiðar hug-
leiknar. Eitt gælunafn hans var
„Teddy“, og leikíöngin, sem kölluð
hafa verið Teddy-birnir, og börn
um allan heim kalla svo og leiká
sér að enn þann dag í dag, voru
nefnd eftir honum. Meðan hann
var forseti Bandaríkjanna, gat
hann ekki sinnt þessum hugðarefn-
um sínum sakir anna og ekki ferð-
azt ti’. annarra landa, en þegar for-
setatign hans lauk, ferðaðist hann
til Afríku, og nokkrum árum seinna,
eða 1913, stofnaði hann til mikils
leiðangurs gegnum þvera Brazilíu.
Það var að visu ævintýralöngunin,
sem heillaði hann til þessarar ferð-
ar, en þó vildi hann láta leiðangur-
inn bera einhvern nytsaman árang-
ur. Hann fékk því marga dugandi
vísindamenn og náttúrufræðinga
til þess að taka þátt í förinni til þess
að rannsaka dýralíf, gróðurfar og
veðurlag á þessum slóðum og safna
dýrum, jurtum og steinum fyrir
náttúrugripasfn í Bandaríkjunum.
Hann tók líka son sinn með sér í
þessa för. Hann hét Kermit Roose-
velt og var tuttugu og fjögra ára,
þegar lagt var af stað.
Ríkisstjórnin í Brazilíu rétti hon-
um hjálparhönd i hvívetna við
undirbúning leiðangursins. Einn af
herforingjum hennar, Rondon að
nafni, hafði ferðast allmikið um
frumskógana, sem þekja miöbik
landsins og fundið þar allstóra á,
sem ekki var sýnd á landabréfinu.
Hún var því nafnlaus, en var kölluð
til bráðabirgða Rio de Duvida. Það
lá í augum uppi, að það mundi verða
hin mesta ævintýraferð að flytja
bát að upptökum þessarar ár og
sigla síðan niður eftir henni, unz
hún rynni út í-Amazon-fljótið, eins
og flestir bjuggust við. Stjórnin i
Braziliu stakk upp á því, að Roose-
velt veitti s’íkum leiðangri forstöðu
ásamt Rondon liðsforingja. Þetta
varð að ráöi.
En áður en aðalþáttur leiöangurs-
ins — siglingin eftir ánni — hæfist
varð Roosevelt og menn hans að
Bátar leiðangursmanna dreonir á landi, þar sem áin var ófær.
komast að upptökum Dularárinnar,
en það var óralöng leið frá strönd-
inni og yfir ctal torfærur að fara.
Talið var, að heppilegasta leiðin
þangað væri ekki frá Brazilíuströnd
heldur frá mynni La Plata-fljótsins
sem var nokkru sunnar. Þaðan lagði
leiðangurinn af stað, fyrst með járn
brautarlest til Asuncion, sem er all-
stór borg á bökkum Paraguy-árinn-
ar. Síðan sigldu þeir upp eftir ánni
á gufubát um þúsund mílna leið.
Þar var nóg af krókudílum, og leið-
angursmenn skutu fjölda þessara
hættulegu og ófrýnilegu dýra. Þeir
skutu líka allmarga jagúara, sem
Suður-Ameríkumenn kalla tígris-
dýr. í ánni fundu þeir áður óþekkt-
an fisk, sem var mjög blóðþyrstur
og hið grimmasta rándýr. Kölluðu
þeir hann Apiranha. Sumir þessara
fiska eru mjög smávaxnir og hinir
stærstu þeirra aðeins 18 þumlunga.
langir. En þeir hafa allir sterklegar
og hárbeittar tennur, og þeir ráðast
á svo að segja hvaða lifandi veru,
sem á vegi þeirra verður i vatninu.
Þeir geta jafnvel orðið hættulegir
mönnum, sem eru að baða sig i
ánni.
Ei' leiðangursmenn höfðu farið á
gufubát eins langt upp eftir ánni
og komizt varð, áttu þeir fyrir
höndum langa leið á landi að upp-
tökum Dularárinnar. Nú voru þeir
aftur komnir inn í Brazilíu. Hið
heita og raka frumskógabelti var nú
að baki, og þeir fóru yfir víða og
grasivaxna hásléttu. Loftslagið í
þessum landshluta er mjög heilsu-
samlegt og þægilegt til ferðalaga.
Sumir Indíánarnir, sem þarna
bjuggu, báru nokkur klæði, en aðrir
voru allsnaktir, en þeir virtust allir
lifa heilbrigðu og hamingjusömu
lífi. Ein aðalskemmtun Indíánakyn-
flokkanna, sem þarna bjuggu, var
eins konar knattleikur. Leikfangið
var ávalur gúmmíknöttur á stærð
við venjulegan fótknött, en leik-
mönnum var hvorki leyfilegt að
snerta hann með höndum né fótum,
heldur aöeins með höfðinu. Leikur-
inn var í því fólginn að halda knett-
inum á lofti og láta hann skoppa
■ koll af kölli, unz einhverjum leik-
manni tókst að skjóta honum
þannig yfir koilinn á einhverjum
andstæðingi sínum í leiknum. Er
leiðangursmenn komu lengra inn í
landið, hittu þeir fyrir kynflokka,
sem gengu algerlega naktir. Þeir
veiddu með bogum og örvum, en
voru ekki góðir veiðimenn.
Þessir Indíánakynflokkar voru
síöustu mannlegu verurnar, sem
leiðangursmenn hittu 'á leið sinni,
unz þeir komu aftur niður.að Ama-
zon-fljótinu. Eftir að þeir komu að
upptökum Dularárinnar, sáu þeir
enga manneskju utan félaga sína í
fjörutíu og átta daga.
í þeirri leið'angursdeild, sem ætl-
aði að sigla niður eftir ánni voru
þessir menn: Roosevelt og Kermit
sonur hans, og einn fylgismaður
þeirra frá Bandaríkjunum, Rondon
liðsforingi og annar liðsforingi frá
Brazilíustjórn, læknir og sextán
róðrarmenn. Þeir höfðu sjö báta,