Tíminn - 23.12.1959, Page 24

Tíminn - 23.12.1959, Page 24
24 ★ ★ JDLABLAÐ TÍMANS 1959 Gleðileg Þökkiun viðskiptin annu Annast hverskonar smáprentun fyrir yður r^r W'"« Leikur Indíána að skalla knött. allt saman eintrjáninga. A þessum bátum urðu þeir ekki aðeins að flytja sjálfa sig heldur líka fæðu, tjöld, vopn og verkfæri ásamt á- hö'dum til mælinga og kortagerðar. Hinir þátttakendur leiðangursins, þar á meðal náttúrufræðingarnir, héldu aftur landleiðina til strandar. Ferðin niður eftir ánni hófst í lok febrúarmánaðar 1914. Það var um miðbik regntímans í þessum heimshluta. Áin var í miklum vexti og flóði yfir bakka sína, og jörðin var vatnsósa. Fyrstu tvo eða þrjá dagana reru leiðangursmenn niður eftir ánni og höfðu augun opin fyrir hverju nýstárlegu, sem á leið þeirra varð. Þeir vissu raunar ekkert um það, hvert þá mundi bera eða í hvaða átt áin rann, en voru stað- ráðnir að fylga farvegi hennar. Á þessum kafla var áin lygn og tor- færulaus, en á fjórða degi sáu þeir, sem í forystubátnum voru, flúðir og straumköst fram undan. Er nær dró, sást gerla, að þarna rann áin í gljúfrum á nokkrum kafla og var algerlega ófær bátum. Það varð því að leggja að landi, tæma alla bátana og draga þá að landi mílu vegar niður fyrir gljúfr- in. Farangurinn varð líka að bera sömu leið. Leiðin var óslétt, klettótt og vaxin vafningsviði og kjarri. En þetta tókst, og neðan við gljúfrið voru bátarnir hlaðnir á ný og ferð- inni haldið áfram. Leiðangursmenn voru örmagna af þreytu eftir þetta erfiði og urðu fegnir hvíldinni í bát- unum. En ekki virtust allar þrautir unnar með þessu Ekki leið á löngu þar til aðrar flúðir og þrengsli urðu á vegi þeirra, og þeir urðu að endur- taka f'utning báta og farangurs á landi, unz þeir fundu aftur ládeyðu á ánni og gátu lagt frá landi á ný. Þessir landflutningar voru oftast hinir erfiðustu og ýmsum vand- kvæðum háðir og tóku oft nokkra daga. Eitt sinn eftir langa og erfiða Iandflutninga, er leiöangursmenn höfðu tjaldað til næturdvalar á ár- bakkanum, óx áin skyndilega og tvo stærstu bátana tók út. Þeir bárust inn í þrengsli, rákust þar á kletta og brotnuðu í spón. Þetta orsakaði Ianga töf. Menn voru sendir langt út í skóg í leit að tré, sem smíða mætti úr nýja eintrjáningsbáta, og allur hópurinn varð að bíðá nokkra daga, meðan verið að að gera bát- ana. Foringjar fararinnar tóku nú að óttast um, að matarbirgðirnar munöu ekki endast á leiðarenda. Lítið var þarna um dýr og fugla, sem hægt væri að nota til átu, og sama var að segja um fisk í ánni. Fjórtánda marz voru nýju bát- arnir tilbúnir, og nú var haldið af stað niður eftir ánni einu sinni enn. Ferðin gekk greiðlega, því að straumur var þarna allbuneur. mm FEVON ÞVEGIÐ VEL ÞVEGIÐ ( 1 ♦ s ( 1 I I I 1 ( I I 1 I 1 1 1 Víða örlaði á kietta upp úr straumnum og varð að sneiða hjá þeim eftir mætti. Þar voru líkaiður og straumköst, sem stýra varð hjá, og oft munaði mjóu, að út af bæri. I einu iðukastinu fyllti bátana nær því af vatni og þoir komust með naumindum að bakkanum, áður en þeir sukku. Þar urðu þeir að tæmá þá og hagræða varr.ingnum til þess að hann skemmdist ekki af vatninu,. áður en þeir héldu ferð sinni áfram á ný. Það varð þeim nóg verkéfni. það sem eftir var af þeim degi. í En daginn eftir var haldið áfram, og nú var áin breið, djúp og lygn. Leiðangursmenn áttu því rólegan dag og gátu virt umhverfið fyrir sér í næði. Á bökkunum óx hár og þétt- ur frumskógur. Þarna var mikið af trjátegund þeirri, sem gefur af sér gúmmívökva, og einnig þeirri teg- und, sem ber hinar nafnkenndu Brazilíu-hnetur. En þetta hagleiði stóð ekkLlengi F E V 0 N ver hendur yffar F E V 0 N ilniar þægilega F E V 0 M er frábærí fyrir barnsföíin FEVON þvær állan þvoíí

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.