Tíminn - 23.12.1959, Qupperneq 25

Tíminn - 23.12.1959, Qupperneq 25
JÓLABLAÐ TÍMANS 1959 ★ 25 \ / .■•Á. Fjölskyld: og ánægi m e í , ÞVÍ INNBÚIÐ r> ER TRYGGT HJÁ Almennum VIÐ BJÖÐUM INNBÚS- OG HEIMILIS- Ks '■G-á 0 9 TRYGGINGAR MEÐ BEZTU FÁANLEGUM KJÖRUM. HRINGIÐ AÐEINS í SlMA I 77ÖÖ OG ÞÉR FÁIÐ TRYGGINGUNA SENDA HEIM. TRYGGING ER NAUÐSYN! og bráðlega urðu ýmsir erfiðleikar á leið þeirra. Áin rann nú um hæð- ótt landslag í mörgum bugðum, og er þeir komu fyrir eina hæðina blasti við þeim hvítfyssandi straumkast með hringiðum og flúð- um. Ofan við þrengslin stóð stór klettur upp úr vatninu. Kermit hafði haft forystuna og verið á undan í litlum bát ásamt tveim mönnum, sem báðir voru svertingjar. Hann hafði líka með sér hund sinn. Kermit stýrði að klettinum og ætlaði að nema þar staðar og athuga þaðan, hvort ekki fyndist fær leið fram úr þrengslun- um. Er hann hafði athugaö ána frá klettinum stundarkorn, sagði hann ræðurunum að róa að árbakk- anum. Þeir urðu að róa skáhallt gegn straumi til þess að komast þangað, og reyndist þeim það þungt í skauti. Hrakti þá nokkuð undan straumnum og lentu allt í einu í hringiðu og misstu alla stjórn á bátnum. Hann snerist hring eftir hring, og þótt ræðararnir tækju á því, sem þeir áttu til við róðurinn, gátu þeir ekki komið í veg fyrir það, að báturinn kastaðist úr iðunni út í straumröstina og bærist á fleygi- ferð ofan flúðirnar. Kermit reyndi af fremsta megni að halda bátnum á réttum kili og beina stefninu fram. Þeir komust heilu og höldnu yfir efstu flúðirnar og munaði minnstu að þeim tækist að komast að bakkanum, en þá lentu þeir í annarri iðu og bárust út í straum- röstina á ný, og þar fyllti bátinn af vatni og síðan hvolfdi honum. Öðr- um ræðaranum tókst að synda í land, en hinn hefur að líkindum slegizt við stein, er bátnúm hvolfdi, og síðan drukknað. Hann sást aldrei framar. Kermit greip dauðahaldi um riffil sinn, en það var dýrmætasti grip- urinn, sem hann hafði meðferðis, og tókst að ná öruggu taki á hinum hvolfda bát. En báturinn barst lengra niður eftir flúðunum og þar missti hann aftur takið á bátnum og barst frá honum. í sama bili missti hann meðvitundina og sökk. Faðir hans bjóst nú við, að honum væri dauðinn vís, en brátt skaut honum upp aftur, og hann barðist hraustlega fyrir lífi sínu. Hann hafði misst riffilinn og kraftar hans voru algerlega á þrotum, en þó tókst honum að synda að bakkanum og ná taki á trjágrein, sem slútti fram yfir ána. Þar hékk hann unz félag- ar hans komu honum til hjálpar. Hinn tryggi hundur hans hafði far- ið í ána með honum og fylgt honum eftir. Hann skreið nú á land á eftir húsbónda sínum. Morguninn eftir reistu leiðang- ursmenn kross þarna á árbakkan- um og letruðu á hann á portúg- ölsku: Hér lét Simplicio, hinn hrausti og trúi ræðari, líf sitt. Síðan var haldið áfram niður eft- ir ánni. Dag nokkurn er leiðangursmenn þurftu að flytja bátana á landi fram hjá þrengslum rxokkrum, sem oft bar við, gekk Rondon liðsforingi spölkorn frá félögum sínum niður eftir ánni til þess að skyggnast um, hvernig áin væri framundan. Hann hafði með sér hund sinn, sem hét Lobo, en það er portúgalska og þýðir úlfur. Rondon heyrði þá apa einn, sem mjög er algengur þarna í skóg- unum, ýlfra inni í þykkninu, og hann rann á hljóðið til þess aö for- vitnast um hagi apans. Lobo hafði líka heyrt ýlfrið og komst þegar í vígahug. Hljóp hann á undan hús- bónda sínum inn í skóginn. Skömmu síðar heyrði Rondon hundinn reka upp sársaukavein, og síðan heyrði hann, að hundurinn sneri við, en einhver veitti honum eftirför. Síðan rak hundurinn upp annað kvalavein, og svo varð allt hljótt. Rondon gat sér þegar til, ..hvað hér hefði skeð og skaut af / byssu sinni.uþp i loftið. Hann þótt- ist Visff'um, að héí hefðu Indíánar verið á ferli í skóginum. Þeir höfðu líkt eftir ýlfri apans til þess aö tæla hundinn, en síðan drepið hann, er hann kom í færi. Þetta reyndist rétt til getið. Hundurinn fannst dauður skammt frá, og í skrokk hans sátu tvær örvar. Enginn Indíáni var samt sjáanleg ur, en leiðangursmenn ákváðu að hraða sér burt frá þessum hættu- lega stað, þar sem þeir gátu búizt við að verða skotnir til dauðs á hverri stundu án þess að sjá nokk- urn óvin nálægan. En það var allt annað en auðvelt að komast burt í skjótri svipan. Einn báturinn hafði brotnað í spón á flúð, og hinir voru ekki nógu stórir til þess að bera alla mennina ásamt farangrinum. Þeir þorðu þó alls ekki að dve'ja þarna lengur til þess að smíða nýj- an bát. Þeir tóku því í skyndi allan nauðsynlegasta farángur sinn, hlóðu bátana og héldu af stað, en sumir urðu að ganga eftir árbakk- anum. En þeir voru mjög illa bún- ir til göngu. Þeir höfðu engin sterk leðurstígvél, og urðu brátt sárfættir á þessum* grýtta jarðvegi. Flugna- sveimur sótti að þeim og eitruð skorkvikindi áreittu þá í sífellu. Fótleggir þeirra og fætur bólgnuðu og stirðnuðu svo að þeir gátu naum- ast dregizt áfram. Sumir fengu hitasótt, og á hverjum degi gaf læknirinn hverj um og 'einum stóran skammt af kíníni, en það er meðal, sem talið er mjög gott við hitasótt, en gerir menn stundum máttfarna. Að lokum komu leiðangursmenn að stað, þar sem þeir álitu öruggt að nema staðar um skeið og gera nýja báta. Þeir fundu brátt nothæf tré og gerðu tvo báta á tveim dög- um. Tuttugasta og annan marz héldu allir á bátunum niður eftir ánni á ný, en margir erfiðleikar voru þó fyrir hendi enn. Margar flúðir og gljúfur voru á leið þeirra, og landslagið, sem áin rann nú um, varð hæðóttara og verra yfirferðar. Það reyndist ógerlegt að draga bát- ana fram hjá þrengslum eða gljúfr- um, sem urðu á vegi þeirra. Þegar þeir komu að ófærum kafla í ánni, Glæsilegasta úrval aí samkvæmiskjólum í bænum Samhuœiniíljófl er lomin liærli jóLujjöf :scj IBfflÍÍ *■ li V 3 I WÍKmURINN LAÚGAVEGI89 v/.v.v: í VV.WA

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.