Tíminn - 11.03.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.03.1960, Blaðsíða 5
TÍKINN, fðstadaginn 11. man 196«. 5 Cltgefsndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstiíwi og ábm. ÞórarinD Þórarmsson. Skrtfstofur 1 Edduhúsinu við Lindargötu Simar 18 300 18 301 18 302. 18 303 18305 og 18 306 iskrifst ritst’órnin og blaðamenn). Auglýsingasimi 19 523 Afgreiðslan 12 323 Prentsm Edda hf Nýju álögurnar Ríkisstjórnin hefur nú loks lagt fram frumvarp sitt um hinn nýja almenna söluskatt, sem hún boðaði í fjár- lagafrumvarpinu, er Gunnar Thoroddsen lagði fram fyrir rúmum mánuði síðan. Þessi nýi söluskattur nemur 3% á nær alla þjónustu og vörur í smásölu. Meðal annars nær hann til allra neyzluvara, annarra en nýmjólkur. Hér er í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar lagður skattur á fisk, kjöt og græn- meti og aðrar matvörur, sem þjóðin aflar til fæðis sér. Þetta mún flestum vissulega þykja nægilegur skatt- auki til viðhótar gengislækkuninni og öðrum opinberum álögum, sem þegar hafa verið hækkaðar, benzínskattur, síma- og póstgjöld o. s. frv. Ríkisstjórninni fannst það líka sjálfri, þegar Gunnar Thoroddsen lagði fram fjárlaga- f'rumvarp sitt, því að þar var sérstaklega gefið svohljóð- andi fyrirheit: „Ekki er áformað að breyta núgildandi söluskatti af innflutningi.“ Þetta fyrirheit er hins vegar ekki haldið betur en svo, að í hinu nýja söluskattsfrumvarpi er lagt til að tvöfalda þennan söluskatt eða hækka hann úr 7.7% í 16 5% Þetta þýðir raunverulega 8.8% nýjan skaÞ á allan innflutning. Þessi nýi skattur leggst ofan á innkaupsverð að viðbætt- um flutniningsgjöldum og öðrum kostnaði, og þar að auki ofan á alla tolla, sem fyrir eru á viðkomandi vörum. Samanlagt mun þessi nýi skattauki nema um 170—180 millj. kr. Hann mun því auka dýrtíðarflóðið alveg stór- kostlega og mun þó flestum hafa þótt meira en nóg komið. Alls munu nýju álögurnar, er felast í söluskattsfrum- varpinu, nema 370—380 millj. kr. á heilu ári eða 90—100 millj. kr. meira en stjórnin hafði boðað, þar sem hún hafði reiknað tekjurnar af hinum nýja söluskatti 280 millj. kr. Með þessum nýju álögum til viðbótar gengislækkun- inni og öðrum hækkunum, sem áður eru komnar, hefur ríkisstjórnin sett algert met í skattpíningu og aukningu dýrtíðar og verðbólgu. Vegna afkomu atvinnuveganna eða annarra efnahagsástæðna, er ekki hægt að finna minnstu réttlætingu fyrir slíkum aðgerðum. Allt er þetta gert til að þjóna þeim fáu með því að þrengja að hinum mörgu. Ef pjóðin unir slíkum stjórnarháttum kallar hún yfir sig afturhald og auðvaldsstjórn af verstu tegund. Aukin skriffinnska Hinn nýji almenni söluskattur, sem ríkisstjórnin beitir sér nú fyrir að leggja á almenning, mun verða mjög fyrir- hafnarsamur og dýr í innheimtu, ef hann á að innheimt- ast sæmilega. Hann á að innheimtast hjá smásölum árs- fjórðungslega. Þetta mun valda flestum fyrirtækjum verulegri fyrirhöfn og aukinni vinnu. Jafnframt þurfa skattayfirvöldin að auka starfslið sitt, ef nægilegt aðhald á að verða af hálfu þeirra. Mikil og óþörf skriffinnska mun því fylgja þessum nýja skatti. Eitt af loforðum stjórnarmnar er að draga úr skriffinnskunni. Hún ætlar bersýnilega að efna það á sama hátt og önnur fyrirheit sín. Efndir stjórnarinnar eru m.ö.o. þær að auka stór- Jega skriffinnskuna í stað þess að draga úr henni Þetta er í samræmi við það að hún lofaði að stöðva verð- bólguna, en steypir svo yfir þjóðina meiri óðaverðbólgu en áður þekkjast dæmi um. Flutti erindi um gláku- blindu á þingi augnlækna Rætt vií Kristján Sveinsson augnlækni, sem nýkominn er heim frá læknaþingi Kristján Sveinsson augn- læknir er fyrir skömmu kom- inn heim úr löngu ferðalagi til Ameríkulanda. Sat hann þar læknaþing með augnlæknum cg flutti erindi um gláku- blindu, sem er algengastur augnsjúkdómur á íslandi. Blaðamaður frá Tímanum hitti Kristján að máli um helgina og spurði hann frétta úr ferðalaginu. Kristján fór utan snemma í jan- úar og kom heim skömmu fyrir siðustu mánaðamót. — Okkur augnlæknum hér var Iboðið að taka þátt í þingi augn- l lækna Suður- og Norður-Ameríku, ! sem halda átti í Caracas í Venezu- ! ela dagana 31/1—7/2. Varð það úr að ég fór ‘ þessa ferð. Þar átti að ræða ýms áhugamál augnlækna, varnir gegn blindu og hina mest áberandi augnsjúkdóma í hinum | ýmsu löndum. | Þingið var sett með mikilli við- í höfn í hátíðasal háskólans í Cara- j cas, glæsiJegri byggingu. Fundir | voru síðati haldnir í nýbyggðu | hóteli niðnr við sjóinn um klukku- stundar akstur frá höfuðborginni. ! Óeirðir hötðu verið í höfuðborg- i inni fyrir nokkru, svo líklega hefur þótt betra að vera dálítið út úr. | Þarna á þinginu voru fyrirlestr- ' ar haldnir, sýndar ýrjjsar (gðggrðir., til dæmis veíjayfirfærsía. (trans- pJantationir) á hornhimnuvef, sem hefur teklzt með sérstakr' meðferð að halda iifandi í nokkur ár, og þarf því ekki að vera tekinn úr ný- látnu fólki til þess að vera not- hæfur. — Hafa slíkar aðgerðir verið gerðar hér á landi? — Já, við gerðum það einu sinni í fyrra og gafst vel. Er þessi lækn- ing einkum mikilvæg, þegar laga þarf sköddnð augu, sem mikið er bí til dæmis í stóru iðnaðarlöndun- um. Sömuleiðir voru sýndar þarna margar eldri aðgerðir í endur- bættri myrid, til dæmis við sjón- himnulos og fleira. Sagt var frá reynslu manna við að setja nýja sugnasteina úr plasti í sjúkling, sem hafði t'engið ský á augun. En ekki sá ég neinar nýjar aðferðir við glákusjúkdómi. Ég talaði þarna um glákusjúk- dóm og arfgengi hér á landi, og að yfir 71% af blindu fólki hér á landi sé blínt af glákusjúkdómi, þar sem aftur á móti til dæmis í Kýja-Sjálandi og Ástralíu. að varla fyrirfinnst nokkur blindur af glau- cona. Virðisi þvi ástæða til að leita að orsökum til dæmis í loftslagi, fæði, bakterium, vírusum og hinum ólíku þjóðfélagsháttum. — Arfgengi virðist áberandi varðandi útbreiðslu glákublindu hér á landi? Já, svo virðist, sem þessi sjúk- dómur fylgi ættum, og hef ég til dæmis komizt að raun um það að ættir, sem virtust sérstaklega næmar fyrir sjúkdóminum hér á landi halda þessum næmleika áfram þó fólkið flytjist til annarra landa og breyttra aðstæðna. Þann- ig er þetta til dæmis með fólk, sem fiutt hefur búferlum til Ameríku. Þinginu var svo haldið áfram í New York í viku tíma og þar hald- ið áfram að ræða hin sérstöku áhugamál á sviði augnlækninga. Það voru alveg sérstaklega gótiar móttökur, sem við fengurn. bæði i Suður- og Norður-Ameríku. Vildu læknarnir gera okkur ferðalagið sem skemmtilegast og Iærdómsrík- ast. Er varla hægt að hugsa sér betri gestrisni, en okkur var hvar- vetna sýnd. Það er dálítið undarlegt fyrir okkur héðan að norðan að koma þarna suður í hitabeltið á miðjum vetri. Maður kemur þarna í vetrar- fötunum sínum og er allt í einu staddur í 30—40 stiga hita. Allt um kring er hitabeltisgróður. sem við höfum aldrei áður séð, pálmaviðir og margs konar tré, sem við sjáum ekki hér norður frá. Þarna er allt- ai sumar, fólkið gengur fáklætt og nýtur þess að geta baðað sig við ströndina, farið á vatnaskíðum og stundað fleiri íþróttir Þarna sér maður íburðarmikil skrauthýsi, einnig hálfgerða skýja- kljúfa, og þó lagðist borgin Cara- cas í rústir iyrir rúmri öld í mikl- um jarðskíálftum. Slíkt gleymist sennilega bar eins og annars staðar. Neðarlega í fjallshlíðunum hafa fátæklingarnir rutt skóginn og bvggt sér lélega kofa Ekki þarf upphitun og engar voru rúður í þessu skrautlega hóteli. sem við bjuggum í. Ekki er íólkið stærra eða hraust- legra en hér norðurfrá, nokkuð dökkt af hinum mikla sólarhita, og hefur við að stríða margs konar þióðfélagsiega erfiðleika, enda þótt þetta land sé með mestu olíu- 1 löndum heimsins. ☆ Stjómarskráin og Jónas Alþingi var sett 20. nóv. s-1. tæpum mánuði eftir að kosningar höfðu farið fram. Eitt fyrsta verk núverandi ríkisstjórnar, eftir að Alþingi var kvatt saman, var að krefjast þess og knýja fram, að þingi yrði frestað, svo að þing menn færu heim. Þetta athæfi er einsdæmi. Nú hefur einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Jónas Pét- ursson opinberlega látið í Ijós á- nægju yfir þessu athæfi og full- yrt, að samkomulag um endur- skipun sex manna nefndar hefði aldrei náðst, ef Alþingi hefði set- ið að störfum um miðjan des. s.l. Hann hefur þannig ,sett þingfrest unina í samband við samninga um afurðaverð landbúnaðarins, og gefið tilefni til þess, að varpað sé ljósi á þessi mál að nýju. Verðlag á búvörum er vissulega hagsmunamál bændastéttarinnar, — og það verður síðar rætt. Það er einnig vel þess vert að rifja upp sögu verðlagsmála landbúnaðarins, bæði þátt Ingólfs Jónssonar 1942 og fleira- Að því má víkja síðar. Að þessu sinni skal aðeins drep ið á þessa athyglisverðu yfirlýs- ingu þingmannsins: „En ef nauðsyn krefur við lausn mikilvægra mála, tel ég eðlilegt, að „andi“ stjórnarskrárinnar sé túlkaður sem rýmstur“. Sjálfstæðismenn reyndu að telja þjóðinni trú um, að kjör- dæmabreytingin væri gerð í því skyni að styrkja grundvöll þing- ræðisins. En ferill núverandi ríkis stjórnar er í ósamræmi við þetta. Vald það til þingfrestunar, sem ríkisstjórn fer með í umboði for- seta íslands er takmarkað við að fundum Alþingis sé ekki frestað lengur en hálfan mánuð og ekki nema einu sinni á ári. Sé fundum þingsins frestað lengri tíma, verð ur samþykki Alþingis að koma til. Þó að það sé lögmæt samþykkt, ef naumur þingmeirihluti greiðir atkvæði með þingfrestunartillögu, eins og átti sér stað í vetur, þá hafa slík mál jafnan verið af- greidd með samkomulagi milli þingflokka, þangað til núverandi ríkisstjórn kom til valda. Þegar þetta brot í hefðbundinni þingvenju og sú einræðishneigð ríkisstjórnarinnar, sem í því felst, er sett í samband við samninga um afurðaverð landbúnaðarins, þá gerir það rnálið athyglisverðara en ella. Þingfrestunin; meðferð bráða- birgðalaganna um búvöruverðið; barátta fyrir því að draga löggjaf aratriði — s.s. um vexti og láns- tíma stofnlánasjóða — í hendur ríkisstj órnarinnar; framkvæmd þeirra ákvæða, þar sem stjórnir hlutaðeigandi sjóða vora snið- gengnar að meira eða minna leyti; útgáfa hvítu bókarinnar án heim ildar Alþingis — allt eru þetta sem vörður, er sýna þann óheilla feril, sem núverandi ríkisstjórn hefur þegar gengið- í framhaldi af þessum verkum birtist svo það álit eins þing- manns Sjálfstæðisflokksins, að anda stjórnarskrárinnar beri að túlka sem rýmst, cf nauðsyn kref- ur við lausn mikilvægra mála. — Það er vissulega nýstárleg kenn- ing, að eðlilegt sé að hagræða ákvæðum stjórnarskrárinnar í túlkun og framkvæmd, ef nauðsyn krefur við lausn mikilvægra mála. Skyldi ríkisstjórninni vera ætlað að meta hverju sinni nauðsyn þess að túlka anda stjórnarskrárinnar sem rýmst? Skyldi sú nauðsyn standa í sam bandi við flokkshagsmuni Sjálf- (Framhald á 13. siðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.