Tíminn - 11.03.1960, Blaðsíða 12
TÍMINN, föstudaginn II. man 196«.
^rotítí.
RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON
1500 m. hlaupið á landsmótlnu á Þingvöllum.
Ellefta landsmót Ungmennafélags
íslands verður háð að Laugum
Landsmót U.M.F.Í. hafa
löngum þótt merkur viðburð-
ur í íþrótta- og félagslífi unga
fólksins í iandinu. Þau hafa í
senn stuðlað að vaxandi
íþróttastarfsemi, aukið kynn-
ingu æskufólks úr flestum
byggðum landsins og verið
ákjósanlegt tækifæri fyrir hér-
aðssambönd og einstök ung-
menna- og íþróttafélög til þess
að efna til hópferða til ann-
arra landshluta. Þannig hafa
þau aukið kynningu æsku-
fólksins af landi og þjóð.
GreinargercS írá landsmótsnefndinni
Þá hefur verið ákveðið að svæða
keppni í knattspyrnu og handknatt
leik kvenna fari fram sumarið
1960 og skal þátttaka tilkynnast
fyrir 1. maí 1960 tO hr. Óskars
Ágústssonar, Laugum, S-Þ'ingeyjar
sýslu, eða skrifstofu U.M.F.Í. í
ReykReykjavík.
Svæðakeppninni verður hagað
þanniig, að landinu verður skipt
í sex keppnissvæðí:
1. svæði: Vestfirðir, nema Stranda
sýsla og Austur-Barða-
strandasýsla.
2. — Strandasýsla og Húna-
vatnssýslur.
Skagafj arðar-, Eyj af j arð |
ar- og Þingeyjarsýslur. |
Austfirðir og Austur-
Skaftafellssýsla.
Árnes-, Rangárvallasýsla
V-Skaftafellssýslai, Kjós-
arsýsla, Kópavogur og
Kefiavík.
Borgarfjarðarsýsla, Mýra
sýsla, Snæfells- og
Hnappadalssýsla og A-
Barðastrandasýsia.
Stjórnir héraðssamabnda hvers
svæðis munu ákveða keppnisstað
og tíma í samráði við landsmóts-
nefnd. Keppni þessi verður út-
sláttarkeppni og leiktími í knatt-
spyrnumii 2x30 mín. en í hand-
knattleik kvenna 2x15 mín. Um
tilhögun úrslitakeppninnar verður
tilikynnt síðar.
Þá er gert ráð fyrir að keppt
verði í starfsíþróttum á landsmót
inu. Verður keppt í þessum grein
um:
Fyrir stúlkur:
Handavinna, línstrok, matargerð
og jurtagreining.
Fyrir pilta:
Búfjárdómar, dráttavélaakstur,
jurtagreining og gróðursetning
trjáplantna.
Reglur varðandi starfsilþrótta-
keppnina eru senn væntanlegar.
Tillögur til breytinga ákeppnis
greinum þessum þurfa að berast
stjórn U.M-F.Í. fyrir næsta sam-
bandsráðsfund.
Að sjálfsögðu verður efnt til
margskonar skemmtana eins og á
fyrri landsmótum. Fer það nokk-
uð eftir aðstæðum á mótsstað og
einnig eftir því hvað héraðssam-
böndin eða cinstök félög geta lagt
til af góðu skémmtiefni.
Það eru eindregin tilmæli lands
mótsnefndar til héraðssamband-
anna og ungmennafélaganna um
aUt land, að þau hefji nú þegar
undirbúning að þátttöku í lands-
mótinu, og vandi vel til hans. —
Skrifstofa U.M.F.Í. og landsmóts-
nefndin mun veita aMar upplýs-
ingar varðandi undirbúning og
BRIDGE
I þriðju umferð í sveita-
keppni Reykj'avíkurmótsins í
bridge, sem spiluð var á mið-
vikudagskvöld, fóru leikar þannig,
að sveit Stefáns Guðjohnsen vann
sveit Zóphóníasar Benediktssonar
með 60 gegn 27; sveit Sigurhjart
ar Péturssonar vann sveit Einars
Þorfinnssonar með 67 gegn 42;
sveit Rafns Sigurðssonar gerði
jafntefli við sveit Agnars Jörgens
sonar 50 gegn 48 og sveit Vil-
hjálms Aðalsteinssonar gerði jafn
tefli við sveit Hjalta Elíassonar
51 gegn 49.
Eftir þessa umferð er staðan
þannig, að sveit Rafns er efst
með fimrn stig, sveitir Agnars,
Hjalta, Sigurhjartar og Stefáns
hafa fjögur stig, sveit Vilhjálms
þrjú stig, en sveitir Einar og
Zóphóníasar hafa ekkert stig. —
Næsta umferð verður spiluð á
sunnudag í Tígultvistinum, Lauga
vegi 105.
Frá Húnvetningafél.
í Reykjavík.
Lokið er fyrstu bridge-keppni
félagsins, var það tvímennings-
keppni, aMs tóku þátt í henni 28
tvímenningar. Sigurvegarar urðu
1. Friðriik Karlsson og
Guðm. Daníelsson 543 st.
2. Erlingur—Guðmundur 542 —
3. Þorgerður—Steinþór 534 —
4. Bernharður—Egill 533 —
5. Pétur—Hannes 512 —
6. Perla—Ari 510 —
Meðalsikor var 468.
Þriðjudaginn 8. marz hefst svo
parakeppni og verður spilað þrjá
þriðjudaga, 8. 15. og 22. marz í
Framsóknarhúsinu, og hefst keppn
in öM kvöldin kl. 8,30. Þátttaka
er bundin við að annar aðilinn sé
meðlimur félagsins. — Þátttöku
skal tilkynna í síma 3860.
framkvæmd mótsins og aðstoða
sambandsaðUa við undirbúnings-
starfið svo sem kostur er á.
Landsmótsnefnd.
Ákveðið hefur verið, að næsta
landsmót U.M.F.Í. fari fram að
Laugum í S-Þingeyjarsýslu sumar
ið 1961. Þar er ágætur íþrótta-
völlur og sundlaug og aðrar að-
stæður góðar til þess að halda
stórmót. Héraðssamband S-Þing-
eyinga hefur tekið að sér að sjá
urn framkvæmd landsmótsins, sem
er hið 11. í röðinni. Þátttaka í
fyrri landsmótum hefur alltaf
verið með ágætum og farið ört
vaxandi og náði hámarki á af-
mælismótinu á Þingvöllum árið
1947, en þá náði keppendatala í
íþróttum nokkuð á sjötta hundrað.
Framkvæmdanefnd hefur verið
kjörin til þess að sjá um undir-
búning og framkvæmd mótsins og
er hún þannig skipuð:
Innanhúss-
meistaramét
íslands
Eins og áður hefur verið aug-
lýst, fer mótið fram í íþróttahúsi
Háskólans um helgina 12.—13.
marz n.k. Á laugardag kl. 15 verð
ur keppt í kúluvarpi og stangar-
stökki, en á sunnudag hefst
keppnin kl. 14 og verður þá
keppt í hástökki með og án at-
rennu, langstökki án atrennu og
þrístökki án atrennu. — Þátttaka
tilkynnist undirrit. eigi síðar en
6. marz n k.
Frjálsíþróttasamband
fslands. — Pósthólf
1099, Reykjavík.
Þorsteinn Einarsson
— stjórnandi landsmótsins
Frá héraðssambandi Suður-Þing
eyinga:
Óskar Ágústsson,
Þorsteinn Glúmsson,
Friðgeir Björnsson,
Þráinn Þórirsson.
Frá sambandsstjórn U.M.F.Í.:
Ármann Pétursson.
Síðasta sambandsþing U.M.F-Í.
samþykkti að leggja tM að keppt
yrði í eftirtöldum íþróttagreinum
á landsmótinu 1961:
Frjálsar íþróttir — karlar:
100 m hlaup, 400 m hlaup, 1500
m hlaup, 1000 m obðhl., lang-
stökk, þrístökk, hástökk, stang-
arstökk, kúluvarp, kringlukast,
spjótkast.
Frjálsar íþróttir — konur:
100 m hlaup, 4x100 m boðhlaup,
langstökk, hástöljk, kringlukast,
kúluvarp.
Sund — karlar:
100 m frj. aðferð, 200 m bringu
sund, 1000 m frj. aðferð, 4x50
m boðsund, frj. aðferð, 100 m
baksund.
Sund—- konur:
50 m frj. aðferð, 100 m bringu-
sund, 500 m frj. aðferð, 4x50 m
boðsund, 5Ö m baksund.
Einnig glíma, knattspyrna, hand
knattleikur kvenna, hópsýningar,
sérsýningar, þjóðdansar.
Tillögur til breytinga á íþrótta-
greinum þurfa að berast sambands
stjórn fyrir næsta sambandsráðs-
fund, sem haldinn verður á næsta
sumri.
Gleðjlð fjölskylduna með baunum f
dag! Blá Bánd hefur annast allan undlr-
búninginn - Bauiiirnar góðu eru soðnar
með kjöti af léttsaltaðr! gaes, ásamt
miklu af ágætu grænmeti.
þér elgið aðeíns aö sjóða baunirnar í 20
mínúturog auðvitað bragðbxta þæreftir yðar
smekk. Þegar þér svo berið baunirnar á borð
ásamt kjöti eða pylsum, fáið þér dásamlega
staðgóðan og næringarríkan mtðdegisverð.
GRÆHKÁJ.SSÚPA . uASPARGESt^ÚPA ' .BLÓMþÁLSSÚPA . 3LÁBERJASÚPA StlPA AF GROUM BMJNUM- »JUL1ENNE<(-SÚPA
j^LAttKSÓBÍÍ.: TflMATSUPA. fí'AUTAKJOÍSSÚPA':.HÆNSNAKJÖfSSUPA MEfl GRÆNMETl • HÆNSNAKJQTSSÖPA MEÐ NÚÐLUtt>
•VV'VVVX-VX.'V.V'VV-VV'VVVVVW.*"1*
/