Tíminn - 11.03.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.03.1960, Blaðsíða 7
T í MIN N, föstudaginn 11. marz 1960. 7 er boginn spenntur of hátt Stjórnarfrumvarpið um sölu skattinn var til fyrstu umræðu í efri deild í gær. Gunnar, Thoroddsen, fjármálaráðherra fvlgdi frumvarpinu úr hlaði. | Taldi hann að söluskatturinn myndi ekki hafa í för með sér nýjar álögur á almenning heldur væri hér um tekju-j flutning að ræða 'eða breyt- ingu á innheimtu í ríkissjóð. Söluskatturinn kæmi í staðinn fyrir niðurfellingu tekjuskatts ins á almennum launatekjum, niðurfellingu á 9% innanlands söluskattirium og svo rynnu 20% af skattinum til jöfnun- arsjóðs bæjar og sveitarfélaga og það myndi væntanlega lækka útsvörin. Skýrði fjármálaráðherra síðan nokkuð vegna hvers horfið hefði verið að því ráði að leggja söluskattinn á síðasta stig við- ■skipta. Taldi hann það vera gert til þess að koma í veg fyr- ir að skattur- inn yrði iagður margoft á sömu vöruna. Sagði Gunnar að margir annmarkar væru að vísu á þessu fyrirkomulagi. Skattgreiðendur yrðu mjög margir og eftirlit mjög erfitt og fjölþætt. Gunnar skýrði ekki viðhlítandi frá þvi, af hverju 3% srnásöluskatt urinn hefði hrapað úr 280 milljón- um í 140 milljónir á þeim mánuði, sem liðinn er frá því að fjárlaga- frumvarp var lagt fram eða vegna hvers ríkisstjórnin hefði horfið frá þeiri ætlun sinni og yfirlýsing hefði verið gefin um að engin hækkun yrði á innflutningssölu- skattnum. Hækkar útgjöld meðal- fjölskyldu um 8 þús kr. Björn Jónsson kvaddi sér næstur hljóðs. Sagði hann að þetta væri þriðja risaskrefið, sem ríkisstjórn- in stigi til að magna dýrtíðina í landinu. Það fyrsta hefði verið gengisfellingin, annað vaxtahækk- unin og nú kæmi þessi stórfellda hækkun sölu- skattsins. Benti Björn á, að hækkunin á söluskattinum næmi 288 mill- jónum króna á heilu ári eða mun meira, en ríkisstjórnin hefði lýst yfir um áramót að vanta myndi í út- flutningssjóð og ríkissjóð, 250 mill jónir, ef sama efnahagskerfi væri haldið við Iýði. Þetta sfðasta skref! gerir því meira en vega upp á móti1 þeim álögum, sem leggja hefði þurft á til þess að tryggja afkomu. ríkissjóðs og útflutningssjóðs. Þessi söluskattur myndi hækka út-; gjöld meðal fjölskyldu um að minnsta kosti 8 þúsund kr. á ári. ■ .................... HERMANN JÓNASSÖN tók næstur til máis. Sagði hann, aði stefna ríkisstjórnarinnar væri orð-j ið furðulegt fyrirbæri, öfugmæla- vísa, í íslenzkum stjórnmálum.1 Hvert það atriði, sem stjórnin gerði, stangaðist algjörlega á við; það ,sem sagt hefði verið fyriri kosningar. I Taldi Hermann litlar líkur fyrir því, að nokkur fengist til að trúa því, að ríkis- stjórnin hefði fundið réttu leiðina, því að hún hringlaði úr einu í ann- að eins og gert væri í þessu frumvarpi, töl- ur þær, sem settar væru fram væru sífelldum breytingum háð og allt virtist í lausu lofti. Fyrir og eftir kosningar HERMANN taldi ekki fráleitt að tekin væru upp í íslenzkt tímatal til viðmiðunar umskiptin, snöggu og óvæntu, sem urðu við síðustu kosningar. Þá snársnerist allt. Það sem var upp fyrir kosningar var niður eftir kosningar. — Eitt af því, sem sagt var fyrir kosningar að gera ætti, var það, að afnema skyldi tekjuskatt, vegna þess að það væri svo dýrt að innheimta hann og hann leiddi af sér svo mikla spillingu og .svik. Það væri svikið svo geigvænlega undan skattinum. Eftir kosningar er sagt, að það e;gi aðeins að afnema tekjuskatt af almennum launatekjum. — Allt kerfið, sem inniheldur mesta spill- inguna og svikin, það er ailt skilið eftir og allt báknið, sem átti að afnema og leiddi af sér svo miklar byrðar á skattborgarana, það á að standa áfram. Það eru ekki þéir, sem hafa almennar launatekjur, sem hafa svikið undan skatti, það er gefin upp hver króna af tekjum þeirra. Panglátasti skatturinn í staðinn fyrir lækkunina á tekjuskattinum, á að taka upp söluskatt á smásölu. Það er tekið Hver verður Mutur þeirra, er taka lífeyri lír sérsjóðum? Eitt af því, sem ríkisstjórn-! in og stuðningsmenn hennar; halda á laft í sambandi við efnahagsmálalöggjöfina, er það, að kjör lífeyrisþega og öryrkja verði ekki skert. Páll Þorsteinsson, 5. þm! Austurl., vék yað þessu í umræðum á Alþ. um efnahagsmálafrv.! Honum fórust þannig orð um þetta atriði: „Það er fullyrt í grg. þessa frv.,1 að það verði tryggt, aðkjör lífeyris- þcga og öryrkja verði ekki skert. Þessa tryggingu á að fá samkv. akvæðum frv. á þann hátt að hækka lífeyri frá Tryggingasta- rtofnun ríkisins um ca. 44%. En það kemur hverki fram í skýringum við þetta mál né í ræð- um forsvarsinanna þess, að það eru fleiri í þessu landi, sem lifa á lífeyri heldur en það fólk, sem fær lífeyri sinn grciddan hjá Tryggingastofnun ríkisins. Samkv. yfirliti, sem Ilagstofan hefur gert og birt er í hagtíðindum urn starfandi lífeyrissjóðir í landinu, i Hlutur þeirra fjölmörgu, sem taka lífeyri úr sérstökum lífeyrissjó'Öum, mun stórlega skert- ur, ef ekkert verftur a’ð gert þá eru nú starfandi 34 lífeyris- Það er hlutverk þessara sjóða, sjóðir auk Tryggingarstofnunar að greiða lífeyri til gamals fó.lks ríkisins. og öryrkja. Sumir sjóðanna annast lífeyrisgreiðslurnar að öllu leyti tU vissra þjóðfélagsþegna, sem ; njóta ekki lífeyris hjá Tryggingar- stofnun ríkisins, en aðrir þessara sjóða veita lífeyrisþegum viðbót við þær fjárhæðir, sem Tryggingar I stefnun ríkisins greiðir. Ekki allir við sama borð Það hefur hvergi komið fram í umræðum um þetta mál, að það eigi að bæta því fólki, sem nýtur lífeyris úr hinum sérstöku lífeyris sjóðum upp þá skerðingu, sem það verður fyrir á sínum ellilíf- eyri, en vitanlega minnka þær tekj ur að kaupmætti í sama hlutfalli og aðrar launatekjur. Ef ekki eru fyrirhugaðar neinar sérstakar ráð- stafanir í þessu efni, þá fær held- ur ekki staðizt sú afdráttarlausa fullyrðing, að kjör lífeyrisþega í landinu almcnnt verði ekki skert.“ PALL ÞORSTEINSSON upp nýtt bákn til viðbótar hinu, því að reynslan hefur sýnt það, að það er ekki á barnameðfæri að inn heimta söluskattinn og þarf til þess fjölmennt lið og harðsnúið. — Núverandi viðskiptamáiaráð- herra hefur sagt hér á Alþingi að söluskatturinn væri óréttlátasta skattheimta, sem hugsazt gæti, því að hann leggist á alla neytendur, en aðeins hluti af honum skilar sér í ríkissjóð. — Söluskatturinn er því skattur á heiðarleika, því að hinir ólöghlýðnu eiga auðvelt með að skjóta sér undan að skila skatt- inum að fullu til ríkissjóðs. Hvað hækkar framfærslu- kostnaður mikiS? í greinargerðinni með efnahags- frumvarpinu segir, að vísitala fiamfærslukostnaðar muni hækka um 14% vegna gengisfellingarinn- ar. Það hefur að vísu verig dregið í efa að þessi tala sé rétt, eins og flestar þær tölur, sem ríkisstjórn- in hefur slegið fram, — því hef ur verið haldið fram með nokkr- um rökum að hækkun framfærslu kostnaðar yrði mun meiri vegna gengisfellingarinnar. Þá mun vaxta hækkunin enn hækka vísitöluna. Og þá er þag söluskatturinn, hann mun s*órlega hækka frainfærslu- kostnaðinn. Það er þó hvergi minnzt á það, hverju sú hækkun nemi. Það er þó megin atriði máls ins og skora ég á hæstv. fjármála íá^hefrag? uppiýsa það. Það skipt fr gkkí .li;tju, hvort almenningur fær risi'ð undir þeim þungu byrð um, sem verið er að leggja á hann. Ég treysti hæstv. fjármála ráðherra að gefa skýr svör við þessu, því að þetta hlýtur ætíð — eða á ætíð ag vera grundvöllur- inn sem byggja veiður á, þegar gera á breytingar á efnahagskerf inu. Boginn spenntur of hátt Ríkisstjómin hefur spennt bog- ann svo hátt, að það er rík hætta á að hann bresti. Þetta síðasta ,,af- rek“ ríkisstjórnarinnar að hækka söluskatt um á annað hundrað prósent, án þess ag gera þjóðinni nægjanlega grein fyrir því, hvað sé nauðsynlegt og óhjákvæmilegt og eykur enn á þessa hættu. Við Framsóknarmenn munum beita okkur af alefli gegn þessu frumvarpi, því að hér er gengið of langt, boginn spenntur of hátt. Sigurvin Einarsson hóf mál sitt með því að benda á, að í frum- varpinu væri stofnað til nýrra álagna með hækkun inn- flutningssölu- skattsins um 8,8%, sem ríkis- stjórnin hefði áður lýst yfir að ekki ætti að leggja á. Sigur- vin taldi að rök fjármálaráðherra fyrir þessari hækkun væru óljós og óskiljan- leg. Fjármálaráðherra hafði sagt í framsöguræðu sinni, að eftir frumvarpinu væru undanþágur frá skattlagningunm gerðar víð- tækari en þær hefðu verið hugs- aðar áður M.a. að byggingarvinna yrði ekki skattlögð. — Sigurvin sagði, að hann sæi ekki neina bót að þessu, þar sein byggingar- vörur ættu að hækka um 8,8% að viðbættri hækkuninni, scm yrðS af gengisfellingunni og söluskatt- ui yrði lagður á allar þær bygg- ingarvörur, sem ekki væri unnið að á staðnum, eins og t.d. innrétt- ingar. Sigurvin rakti síðan, að þær 280 milljónir, sem í fjárlögum er á- ætlað að innheimta með 3% sölu- skatti hlytu að hafa verið miðað- ar við 10 mánuði af árinu 1960 og bað hann fjármálaráðherra að upplýsa það mál Sigurvin bent; síðan á. að sölu- skatturinn allur yrði orðinn 666 milljónir á heilu ári, þegar búið væri að samþykkja þétta frum- varp. Þó að dregnar væru frá tekjur í 3 mánuði, þá færi ekki milli mála, að tekjurnar væru yfir 500 milljónir króna. Ekki má draga frá þann hluta núverandi söluskatts, sem runnið hefur í út- flutningssjóð, því að gengisfell- ingin átti að mæta tekjum útflutn- ingssjóðs. Hækkun söluskattsins væri því yfir 300 milljónir króna. Það lítur út eins og ríkisstjórn- in haldi, ao það séu engin tak- n;örk fyrir því, hvað hægt sé að bjóða almenningi — það er eins og hún hugsi eins og karlinn sem sagði: Lengi getur Brúnka borið /byrðarnar hans Dala-Jóns. í greinarg. ^efnahagsmálafrum- varpsins er skýrt frá því, að inn- fluttar vörur muni hækka um 25% vegna gengisfellingarinnar. 8,8% söluskatturinn af innflutningi mun hækka sumar nauðsynjavörur að því er mér sýnist um 8%. — Svo er söluskattur lagður á kartöflur, grænmeti, rófur, smjör og skyr, — en svo langt hefur aldrei verið gengið áður. Allt þetta mun hækka framfærslukostnað stórlega og er augljóst, að allir þeir út- reikningar, sem ríkisstjórnin var með fyrir einum mánuði standast ekki Iengur. Móti þessu eiga að koma fjöl- skyldubætur. Það var talið, að fjölskylda með 3 börn eða fleiri myndi ekki verða fyrir skerðingu. Stenzt þetta nú? Tekjuskattslækk- unin átti einnig að verða sárabót. Hverjir njóta góðs af tekjuskatts- lækkuninni? Eru það lágtekju- menn? Eru það þeir, sem þurfa að greiða núna meira en 30% hækkun á mnfluttum nauðsynja- vörum og meira en 12% hækkun á innlendum landbúnaðarafurðum? - Það eru ekki þeir, sem njóta góðs af tekjuskattslækkuninni — en það á að lækka tekjuskatt á fleirum en lágtekjumönnum vænt- anlega. Þetta eru aumu skiptin fyrir fólk með almennar launa- tekjur. í staðinn fyrir tekjuskatt- inn á það að greiða óhófslegan sölu skatt. — Datt ríkisstjórninni aldrei í hug, að hætta við tekjuskatts- lækkunina í stað þess að skclla þessum ósköpum yfir? Þá gat Sigurvín um einstakar greinar frumvarpsins. Fjármálaráð herra hafð; staðhæft, að ekki kæmi til að skatturinn yrði lagður oft á sómu vöru, en skv. 3. gr. tekur þetta ekki til umbúða. Á þær má leggja hvað eftir annað. Allir vita þó, að umbúðir eru stór og vaxandi þáttur í dreifingu neyzlu- vara. Samkvæmt 25. gr. er ráðherra veitt dónisvald til að ákveða sektir við brotum á lögunum og taldi Sigurvin það mjög misráð- ið, að veita póltískum ráðherra dómsvald i slíkum málum. Það fer heldur ekki milli mála að dómsvaldið ætti að vera í hönd- um dómstóla í þessum málum sem öðrum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.