Tíminn - 11.03.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.03.1960, Blaðsíða 16
Áðsúgur gerð Blöð í Kairó segja- Ef opnaðar verða dyr í Israel fyrir eldflaugagjöfum Vesturvelda, þá opnast líka dyr í Arabíu NTB—Washington, 10. marz. Forsætisráðherra ísraels Dav- irl Ben Gurion átti í dag viS- ræður við Eisenhower for- seta í Hvíta húsinu í Wash- ington í dag. Ræddu þeir að- allega ástandið í löndunum fvrir botni Miðjarðarhafs og fjandskap Gyðinga og Araba. Til nokkurra óeirða kom í höf uðborginni, er menn fréttu komu forsætisráðherrans. í ráði var, að Herter utanríkis- ráðherra tæki þátt í viðræð- um þessum, en hann forfall- aðist. Þegar Ben Gurion forsætisráti- herra var á leið til Hvíta hússins, söfnuðust 50 andzíonistar saman í kröfugöngu á s'trætinu fyrir utan fordyri Hvíta hússins. Varð að kalla lögregluna á vettvang og bað hún menn að flytja sig um hima 500 metra, sem forsætisráðherr- anum ber vegna diplómatískrar stöðu sinnar. En óeirðarmennirnir hopuðu hvergi, en færðu sig þess í stað emn nær. Mótmælaspjöld f kröfugör.gunni voru borin mót- mælaspjöld, þar sem á voru rituð ýms ókvæðisorð í garð Gyðinga, svo sem: fsrael vill færa út kví- ar sínar á kostnað saklauss fólks — og: ísrael barðist gegn því að gera Jerúsalem að alþjóðlegri borg. Er kröfugangan var látin af- skiptalaus, dreifðust menin von bráðar og héldu hver til sín heima. Gjöf Gurions Við komuna til Hvita hússins gaf forsætisráðherrann Eisenhow- er fagra myndamöppu, sem hafði m.a. að geyma mynd, sem sýndi hvar herflokkur undir stjóm Eiseinhowers þá hershöfðingja, bjargar Gyðingum úr fangabúð- um nazista árið 1945, en þessir menn hófu síðan nýtt líf í ísrael. (Framhald á 15. síðu). Bílflök frá varnarliðinu á uppboði í gær „Þa3 má þó alitaf nota hann sem skrifborSI" Það var öarmrrleg sjfa að sjá bílflðkin frá varnarKðinu á uppboði sölunefndarinnar í gær. Hjólalausir, vélarlausir, hurðarlausir garmar, sumir svo ryðgaðir að fingri varð stungið í gegnum yfirbygging- una. Margir litu út elns og þeir hefðu oltið niður bratta fjallshlíð og ekki unnizt tími til að hirða nema það allra helzta til að selja íslending- um. Þaroa var margt um manninn og vígahugur í sumum. Afgreiðslu maður nefndarinnar átti fulit í fangi með að dreifa tilboðseyðu blöðunum. „Ég hef aldrei séð það svona svart", sa.gði hann vig blaða menn Tímaás. Jafnvel kunnáttumenn áttu erfitt með að gizka á af hvað- tegund sumir þessir garmar voru og þaðan af síður var hægt að ákveða árgerðina með nokkurn vissu. Nokkrir menn voru ag bagsa við að opna vélarhúsið á einni drusilunni. Það tókst eftir langa mæðu og einm þeirra hrópaði upp í undrun: „Það er vél í honum"l Annar gægðist yflr öxiina á honum: „Já, hún hefur dottið þarna ni?hir“. Vig gengum fram á nokkra menn, sem stóðu í hnapp við beyglaða xyðhrúgu. Það vantaði vélina, hurðir, sæti, stýri og yfir leitt aJlt setn á að fylgja einam bfl. „Hvað bjóðiði í þetta“? Einn þeiirra var í óða önn að útfylla tflboðsseðilinn og studdist við bílflakið. Hann skrifaði hægt og varlega, sennilega hræddur um að penninn mundi fara í gegn um boddíið, ef hann þrýsti of fast á. Hann leit um öxl og glotti: „Tólf hundrug krónur“, sagði hann, „einhver verður að kaupa þetta af þeim greyjunum". „Hvað sérðu eiginlega við þetta ræksni“? (Framhald á 15. síðu). Ben Gurlon í dag er spáð austan golu eða kalda. Veður verður úrkomulaust að mestu, og þarf ekki að bú- ast við að veður verði ýkja napurt, þar sem veður verður frostlaust. Kaldi Jafnvel kunnáttumenn áttu bágt með að gizka á tegund og árgerð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.