Tíminn - 11.03.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.03.1960, Blaðsíða 11
I Tl;M.INN, föstudaginn 11. marz 1960. 11 ViS komum viS í Fram- sóknarhúsinu s. I. sunnu- dagskvöid og litum inn á Bingó-spilakvöld hjá FUF, en þaS er í annaS sinn sem þeir eru meS þaS á þessum vetri. ÞaS fyrsta sem viS heyrSum er inn var komiS var þrumandi rödd stjórn- andans (sem síSar reyndist vera Efnar Birnir). Hann gaf fyrirskipanir sínar í töl- um, sem leikmenn fylgdust meS af mikilli ákefS því vinningar voru bæSi stórir og miklir. ViB hripuðum niður eilítið af því sem Einar sagði o•g það var: „E 21, O 59, E 16, H 75, H 67, O 46, V 3, E 30“. — ,,BINCrÓ“ hrópaði ein ungfrúin. Þarna fSkk hún hvorki meira né minna en 50 kg. af hveiti og skömmu seinna vann hún aftur 50 kg. af sykri. „Sú var heppin“, sagði ein frúin í saln um. Áfram var haldið, menn svitnuðu meir og meir, skjálft- inn í höndunum jókst með hverri tölunni sem upp var les inn. Öðru hvoru heyrðist konu eða karlmannsrödd stynja „BINCrÓ". Þau héppnu fóru heim til sín með allt frá hangikjöti upp í farseðla til Mallorka um pásk ana með ferðaskrifstofunni Sunnu. Það var ung stúlka sem fékk ferðina til Mallorca og hún heitir Erla Eggertsdóttir, Þegar menn voru búnir að sitja í rúmar tvær og hálfa klukkustundir yfir einu, tveim, þrem eða fjórum bingó-spjöld- um kom að vmningunum sem flestir bjuggust við að fá, en það var ferðin til Mallorca. Einar byrjaði: V 15, H 73, E 16 . . . .” Þögnin var slík að það hefði mátt heyra saum- nál detta. Öðru hverju stundu einhverjir í salnum, tölurnar voru þeim ekki hliðhollar. En svo fór að ungfrú Erla hrópaði upp yfir sig „BINGÓ“. Þar með var spilinu lokið. Ein stúlka sagði við okkur: „Guð, ég átti bara eftir tvær tölur á spjald- inu mínu“. — „Það er sorg- legt, sögðum við,“ það var ekk ert annað hægt að segja. Eins og fyrr getur, er þetta í annað sinn sem FUF er með Bingó-kvöld og líklega ekki í (Framhald á 13. síðu). V-. wm 1.-- FermSiigaföt Margir litir, ný efni. Stakir drengjajakkar Drengjabuxur frá 4—16 ára Efni í cirengjabuxur í mörgum litum. Matrósaföf og kjólar. Allt með gamla verðinu. Sendum í póstkröfu . esturgötu 12. Sími 13570. Við brugðum okkur heim til Erlu £ggertsdóttur, en það var hún sem hreppti ferðina til Spánar um pásk- ana. Erla er 18 ára og er í 4 bekk Menntaskólans. Hún er dóttir hjónanna Magneu Kjartansdóttur oct Eqgerts Benónýssonar, útvarps- virkja — Segðu okkur, varstu bú- in að finna það á þér að þú fen.gir Mali rc* ferðina. — Nei, svo sannarlega var ég ekki viðbúin þessu. Eg varf afskaplega undrandi á vinninv um er hann kom. og glöð — Hefur þú spilað Binj: áður? — Nei, þetta er í fyrsta sim — ég var agalega spennt allan Hún (er til Mallorca tímann. Þetta er reglulega gam an. — Hefurðu nokkurn tíma farið til útlanda? — Nei, út hef ég aldrei farið. En það er ekki víst að ég kom- ist í þessa ferð vegna skólans, þrátt fyrir það ætla ég að reyna það, þar sem þetta verður ef- laust mjög skemmtileg ferð. Ferð fyrir tvo umhverfis landið — Hefur þú nokkurn tíma ’.nnið áður, ég meina í happ í-ætti eða spilum? — Já, ég var á skemmturi i Framsóknarhúsinu nú í vet- ur, þá fékk ég í happdrætti sem var þar, ferð fyrir tvo með einhverju Sambandsskip- anna umhverfis landið. — Ertu búin að fara þá ferð? — Nei, ég ætla að nota mér það í sumar og bjóða Svölu systur minni með mér. — Systir þín vann líka í Framsóknarhúsinu á sunnu- daginn, var það ekki? — Jú, hún fékk sælgæti. Við þökkum Erlu fyrir og sögðum henni að herða lestur- inn, því af Mallorca-ferðinni mætti hún fyrir engan mun missa, því svona tækifæri koma ekki á hverjum degi. Við ósk- um Erlu til hamingju með vinn inginn og óskum henni góðrar ferðar. jhm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.