Tíminn - 05.05.1960, Blaðsíða 1
Sunnl. bændur mótmæla einróma
vaxtahækkun á landbúnaðarlánum
„Observeru mælir
GEGN VALD
á fslandsmiðum
Talsvert er nú rætt um það 1 brezkum
blöðum, hvernig Bretar eigi að snúast við í
fiskveiðideiiunni við ísland éftir að Genfar-
ráðstefnunni lauk án árangurs. Brezka blað-
ið Observer, sem er taiið eitt hið bezta og
áreiðanlegasta blað í Bretlandi, ræddi þetta
mál 1. mai s. 1. í ritsti'órnargrein og kemst
þannig að orði:
Árangursleysi hafréttarráðstefnunnar í
Genf felur í sér, að Bretland hefur misst
tromp til samninga úr hendi sér við ísland,
en það er eina ríkið, sem við eigum í veru-
legri deilu við.
Þessi staðreynd má þó ekki leiða til þess,
að við beitum bolabrögðum, svo sem þeim
að veita togaraflota okkar á fjarlægum mið-
um herskipavernd. Við eigum að halda
áfram að sýna þá stjórn-
vizku, sem einkenndi fram-
komu okkar í Genf og lofs-
verð er. Þegar til lengdar
lætur myndi verða miklu
skynsamlegra, að verja
þeim peningum, sem her-‘(
skipaverndin kostar, til *.
þess að styrkja togaraveið-
ar okkar á fjarlægum mið-
um. Þvingunaraðgerðir við
ísland eru ekki líklegar til þess að auðvelda
aðstöðuna við samningaborðið né fyrir al-
þjóðlegum gerðardómi.
í þágu einingar innan Nato og til þess
að forðast ringulreið á höfunum eigum við
að halda fast við það markmið okkar að
reyna að ná gagnkvæmu samkomulagi, sem
báðir aðilar geti sætt sig við.
Hér er um að ræða hin merkustu um-
(Framiha'ld á 3. síðu).
MilSi himins og jarðar %
maður, og heitir Sigurjón Óskarsson. Hann er auðvitað í Vest-
mannaeyjum, því hvergi er sennilega sigið meira í björg en
þar. Strákarnir byrja á þessu um leið og þeir hafa orku til,
sveifla sér svona syllu af syllu, og eftir því sem þeir eldast
færa þeir sig lengra upp á skaftið og verða loks fullgildir sig-
menn. Þetta er hættuleg íþrótt og krefst bæði dirsku og karl-
mennsku, svo aukvisunum er hollara að halda sig frá og láta
sér nægja að horfa á. (Ljósm. Tíminn, KM).
og skora á Alþingi að
undanþiggja samvinnufé-
lög bænda veltuútsvari
Aðalfundur Búnaðarsambands Suður-
lands var haldinn að Selfossi dagana 29.—
30. apríl. Á fundinum voru 50 fulltrúar, auk
nokkurra gesta, þar á meðal var Steingrím-
ur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri. Fund-
urinn var sérlega skemmtilegur og myndar-
legur, sem sést m. a. á því, að fundur í BS
hefur ekki áður staðið t tvo daga.
Fyrri daginn og fram á miðjan síðari dag
voru aðalfundarstörf. Að því loknu mættu
á fundinum Sverrir Gíslason, formaður
Stéttarsambands bænda, og Arnór Sigur-
jónsson, ritstjóri Árbókar landbúnaðarins,
og fluttu þeir fræðsluerindi um verðlagsmál
og búskap.
Stjórn
Úr stjórn áttu að ganga Páll Diðriksson
og Stefán Jasonarson, en þeir voru báðir
endurkosnir. Sama er að segja um endur-
skoðendurna, Guðjón Sigurðsson og Boga
Thc.rarensen. Stjómin er nú þannig skip-
uð: Páll Diðriksson, formaður, og með hon-
um Stefán Jasonarson, Sigurjón Sigurðs-
son, Bggert Þorvaldsson og Sveinn Einars-
son.
Tillaga um verðlagsmál
Fjölmargar tillögur voru lagðar fyrir
fundinn. Of langt mál veröur að telja þær
allar upp hér,
en þó mun
minnzt á nokkr
ar. Er þá fyrst
að nefna tillögu
um verðlagsmál
in, og er hún á
þessa leið:
Aðalfundur BS
haldinn að Sel-
fossi 29.—30. 4.
19G0, vill um leið og fundurinn þakkar
stjórn Stéttarsambands bænda fyrir bar-
áttu fyrir hag bændastéttarinnar, fara
fram á, að unnið verði að eftirtöldum at-
riðum, í trausti þess, að það mætti verða
til þess að fá réttlátari verðlagsgrundvöll
á landbúnaðarvörum:
1. Vegna þess, að vitað er, að mikið af
vinnu fjölskyldubænda kemur ekki fram á
landbúnaðarskýrslu þeirri, sem verðlags-
grundvöllur vísitölubúsins er byggður á,
skorar fundurinn á Stéttarsamband bænda
að beita sér fyrir því, að landbúnaðar-
skýrslunni verði breytt í það horf, að öll
(Framihald á 3. síðu).
Hvað kosta niðurgreiðslurnar ? — bls. 7