Tíminn - 05.05.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.05.1960, Blaðsíða 2
 2 T Í M I N N, fimmtudaginn 5. maí 1960. Luku prófi í um- önnun vangefinna Á íslandi er vitað um sam- tals 450 fávita, eða vangefið fólk. Ýmist er það á hælum eða í heimahúsum, en senni- lega er fjöldinn meiri, þótt ekki séu fleiri á skýrslum. Á ihælum, sem eru fjögur tals- ins, eru 144 vangefnir. Það er því ekki að furða, þótt fólk þurfi sér- stafka menntun til þess að annast þetta fólk. Hingað til bafa þó okki verið skilyrði hér 'heima til þess að veita þá kennslu, og hefur ís- lenzkt fólk, sem viidi læra þetta, orðið að fara utan til náms. Hafa nokkrar stúllkur farið tE þess máims, en auk þess hefur alltaf ver ið nofekuð af útlendum stúlkum starfandi við hælin hér. Kennt hér heima Fyrir tveimur árum hófu þó tvær stúlkur nám í umönnun van- gefinna við Kópavogshælið. Þær luku prófi 26. apríl síðast liðinn. Stúlkur þessar eru Ásta Einars- dóttir frá Runnum í Borgarfirði og Sigrid Alette Andersen frá Bergen. Námið er bæði veiikiegt og bóklegt. Verklega námið er m. a. fólgið í daglegum störfum á hælinu,, enda eru greidd laun sambærileg við laun starfsstúlkna yfir allan námstimann. Bóklegar kennslugreinar eru líkams- og heilsufræði, uppeldis og sálar- fræði. Kennaralið Kennarar voru Ragnhfldur Ingi- bergsdóttir, hælislæknir, Björn Gestsson, forstöðumaður og Ásta Bjömsdóttir. Prófdómari var Brynjólfur Dagsson, læiknir í Kópavogi. Þetta nám er hliðstætt því, sem tíðkast á Norðurlöndum, enda sniðið eftir fyrirmyndum frá Noregi og Danmörku. Ráðgert er, að 3—4 nemendur komist að árlega. — S — Áflasældin fylg- ir skipstjóranum Heildarafli Ólafsvíkurbáta sá mesti í árara'ðir Ótafsfirði, 4. maí. Afli eftirtalinna báta frá 16. til 30. apríl er sem hér segir: Jón Jónsson 125,9 lestir í 10 róðrum, Sæfell 142,4 lestir í 11 róðrum, Valafell 101;4 lest- ir í 11 róðrum og Hrönn 77,6 lestir í 9 róðrum. Stapafell er aflahæst með á 12. hundrað lestir yfir vertíðina og Jón Jónsson næstur með 1020 lestir. Hæstu bátar í fyrra vom Bjarni Ólafsson og Jökull með um 900 lestir hvor í vertíðarlok. Skip- stjóri á Jökli í fyrra var Tryggvi Jónsson, en hann fékk nýjan bát í haust, Stapafellið. Jónsteinn Hall- dórsson sem nú er með nýja bát- inn, Jón Jónsson, var skipstjóri á Bjarna Ólafssyni í fyrra. Færabátar hafa aflað prýðilega og aUt að eina lest á færi í hverj- um róðri að meðaltali í vikunni um páska. Heildaraflinn er nú þegar meiri en hér hefur borizt á land í ára- raðir. — G. G. m Fréttir frú iandsbyggðinni Snjóléttur vetur Hrútafirði, 26. apríl. Flestir munu sammála um að s. 1. vetur sé einn snjóléttasti sem yíir þetta land hefur gengið á þessari öld Hér í Hrútafirði hefur vart fest snjó í byggð frá því snemma í nóvember en þá gerði tveggja daga stórhiíð. í því veðri fórust nokkrar kindur frá stöku bæjum. Fljótlega tók þann snjó upp og síðan má heita að jörð hafi verið alauð Vegir hafa verið sem á sumardegi og aldrei teppzt dag- langí. Nokkur frost voru um tíma og varð af þeim sökum tilfinnan- iegur vatnsskortur á stöku bæjum. Heilsufar hefur verið gott bæði hjá mönnum og dýrum. — J.R.J. / Söngur og tafl Hrútafirði, 26. apiíl. Félagslíf hefur verið hér með æiri blóma en oftast áður. Ný- '■fnað skákfélag hefur starfað af iklu fjöri. Kirkjukór Staðar- rkju réð til sín söngkennara, gfrú Björgu Björnsdóttur, starf- v einnig með kirkjukór Melstaða- kju og kenndi söng í Reykja- • óla. Héldu kirkjukórarnir söng- skemmtanir í Reykjaskóla og Ás- byrgi í Miðfirði við ágætar undir- tektir. — J.R.J. Leikstarfsemi Hrútafirði, 26. apiíl. Ungmennafélögin Dagsbrún í Hfútafiiði og Grettir í Miðfirði a;fðu sitt hvort leikritið í vetur og fengu sér til leiðbeiningar Hösk- uid Skagfjörð leikara. Dvaldi hann í þrjár vikur á vegum félaganna. Fafa nú bæði leikritin verið sýnd við ágæta aðsókn og undirtektir. Bagsbrún sýnir gamanleikinn „Geimsteina og brjóstahöld" en Grettir sýr.ir „Grænu lyftuna". Hið fyrrnefr.da var frumsýnt í Reykjas'kóla síðasta vetrardag og haldnar voru tvær sýningar á Hólmavík s. 1. laugardag og var aðsókn góð að öllum sýningunum. Bæði leikarar og áhorfendur eru þakklátir leikstjóranum fyrir áí’ætt starf við erfiðar aðstæður. Er það von þeirra, sem að þessu stóðu að þetta verði til að auka íhuga fólks hér um slóðir fyrir leikstarfs'emi svo og annarri fé- lags og menningarstarfsemi. — J.R.J. f síSast liðinni viku tók Loftleiðir upp nýja flugleið frá Reykjavík til Finnlands. í tilefni af þessu bauð það nokkrum gestum f ferðaiag til Helsingfors, og hér sést hópurinn við brottförina á laugardaginn var. Mikið ritverk eftir Olaf Jóhannesson próf. Það er um 500 blaðsíður og nefnist: Stjórnskipun íslands. Bókaútgáfan Hlaðbúð hefur gefið út um 500 blaðsíðna rit eftir Ólaf Jóhannesson, próf- essor, og nefnist það Stjórn- skipun íslands, og segir nafnið til um efni. f formála segir Ólafur, að rit þetta sé fyrst og fremst æltað til afnota fyrir lögfræðinema, en einnig ætti það að geta orðið að gagni fyrir lögfræðinga og aðra þá, sem vinna við einhverja opinbera sýsdu. En einnig er ritið í fullu gildi fyrir alla þá, sem láta sig opinber mál einhveiju skipta, því að stjórnskipun ríkisins er málefni alira þjóðfelagsþegna. Bókin er að miklu leyti byggð á fyrirlestrum prófessorsins um stjórnlagafræði í lagadeild Há- skólans, og einnig kveðst höfundur hafa stuðst við lögfræðirit fyiir- rennara sinna á kennarastóli laga- deildarinnar. í bókinni aftast er atriðisorða- skrá og skrár yfir lög og dóma, er þeir hafa geit Sigurður Baldurs- son og Halldór Þorbjörnsson. Bókin skiptist í sjö þætti, og bera þeir þessi nöfn: íslenzka ríkið i>g s'tjórnskipun þess, Yfirlit yfir stjórnskipunarsögu íslands, Land og þjóð, Aðaldrættir og grundvöll- ur íslenzkrar stjórnskipunar, Handhafar i-íkisvaldsins, Alþingi, Ríkisvaldið og Mannréttinda- ákvæði stjórnarskrárinnar. Hver þáttur skiptist síðan í ýmsa efnis- kafla. Rit þetta er í stóru broti, vand- að að frágangi, og vafalaust hið merkasta, enda ritað af manni, sem hefur þessi fræði mjög á vaidi sínu og kann þá list svo að af ber Óskilamunir í vörzlu rannsóknarlögreglunn- ai er nú margt óskilamuna, svo sem reiðhjól, fatnaður, lyklakipp- ur. veski, buddur, gleraugu o. fl. Fru þeir, sem slíkum munum hafa týnt, vinsamlega beðnir að gefa stg fram í skrifstofu rannsóknar- lógreglunnar á Fríkirkjuvegi 11, næstu daga kl 5—7 e. h. til að taka við munum sínum. sem þar kunna að vera. Þeir munir, sem ekki verður' viljað verða seidir á opinberu upp- ■ boði bráðlega. | að segja skýrt og ljóst frá hinum vandhæfusfu máium. íslenzkir bátar samkeppnisfærir Mánudaginn 2. maí var haldinn aðalfundur Félags. ísl. dráttar- brautaeigenda. Formaður félags- ins, Bjarni Einarsson, skipasmíða- nveistari, skýrði frá störfum fé- lagsins á s. 1. ári. Var m. a. unnið að því að bæta aðstöðu dráttar- brautanna við nýsmíði fiskibáta iwnanlands. í því skyni hækkaði Alþingi að ósk félagsins heimild til ríkisábyrgðar vegna nýsmíða úr 4 miilj. kr. í 10 miilj. kr. Auk þess vem endurgreiðslur aðflutnings- gjalda af efni til nýsmíða hækkað- ar verulega á s. 1. ári. Reikna má með því, að nýsmíði fiskibáta muni aukast innanlands á næstunni ,enda eru bátar smíð- aðir hér nú fullkomnlega sam- keppnishæfir bæði að gæðum og verði á 'við báta byggða erlendis. Á s. 1. ári gekk Félag ísl. dráttar- brautaeigenda í Landssamband iðnaðarmanna. Stjórn Félags ísl. dráttarbrauta- eigenda var endurkosin, en hana skipa: Bjarni Einarsson, formaður, Marsellius Bernharðsson, ritari og Sigurjón Einarsson, gjaldkeri. Bkveikja Sl. laugardagskvöld var kveikt í ruslatunnum bak við verzlunina Kjöt og grænmeti við Snorrabraut. Eldsins varð vart um kl. 11. Tunnurnar standa við skúrþil, en þar er vörugeymsla fyrir innan. — Var skúrþilið þrunnið og eldur kominn í geymsluna. Slökkviliðið var kvatt á vett vang og slökkti þegar eldinn. Nokkrar skemmdir urðu á vörum, en mest af reyk. — Krakkar hafa stundum sézt safna saman og kveikja í bréfarusli kringum verzlun- ina. Framsóknar- menn í Suður- landskjördæmi Framsóknarmenn í Suður- landskjöræmi halda kjör- dæmaþing að Selfossi n. k. laugardag og hefst það kl. 2 a h. Fulírrúar eru beðnir að mæta stundvíslega. Auglýsið í Tímanum Aðalfundur Framsókn- Borgarfjarðar Aðalfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðar verður hald- inn í Félagsheimili Skilmannahrepps sunnudaginn 8. maí n. k. og hefst kl. 3. DAGSKRÁ: 1. Lagabreytingar. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Verðlagsmál landbúnaðarins. Framsögumaður Sverr- ir Gíslason, form. Stéttarsambands bænda. 4. Stjórnmálaviðhorfið. Framsögumaður Halldór Ás- grímsson alþm. 5. Ýmis mál. Framsóknarmenn í Borgarfirði og á Akranesi eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.