Tíminn - 05.05.1960, Blaðsíða 8
8
✓
T í MIN N, fimmtudaginn 5. raai 1960.
Hanxiss Hannesson, fyrrver-
andi bóndi og kennari á Mel-
breið í Stíflu í SkagafirSi, leit
hér inn á blaðið fyrir nokkr-
um dögum. Þótti Tímanum
bera vel í veiði að ná tali af
Hannesi því hann er maður
t'róður og langminnugur, hef-
ur haldið dagbók í áratugi og
kann frá mörgu að segja.
— Jú, sitt af hverju væri nú
kannske hægt að tína til, sagði
Hannes, er hann var seztur and-
spænis mér við horðið, •— þó að
fjöldanum finnist nú e. t. v. fæst
af því frásagnarvert. Við Fljóta-
menn Jítum nú hins vegar dálítið
öðru vísi á það. Og er þá líklega
hezt að byrja að segja frá veður-
farinu í vetur, það hefur jafnan
verið fslendingum tamt umræðu-
efni og er að vonum með þjóð,
sem lengst af hefur átt afkomu
sína „undir sól og regni“.
Afbrigða góður vetur
EKki er annað hægt að segja
en að veturinn hafi verið afbrigða
góður. 26. okt. í haust gerði að
vísu hríð, enþó var snjókoma ekki
meiri en svo, að bílfært var eftir
sem áður um Fljótin og jafnvel
yfir Lágheiði tii Ólafsfjarðar. Þann
8. nóv. gekk hins vegar yfir blind-
hríð með mikiu stórviðri, frosti og
fannburði. Sauðfé var þá óvíst
mönnum en skaðar urðu ekki veru
„Fljótin hafa ðll skilyrði til
aðvera börnunum gjöful”
legir, fennti 1-—2 kindur á sumum
bæjum. í þessari hríð varð ófært
fram í Stífluna. Tíunda desember
var aftur orðið bílfært til Ólafs-
fjarðar.
Auðvitað var engu farartæki
fært yfir Siglufjarðarskarð, en tíð
var þrátt fyrir þessi tvö hríðar-
skot, lengst af stillt og í góðu
veðri eru menn bjartsýnir. Því var
ráðizt í að moka Siglufjarðarskarð
og var það opnað 12. des. Daginn
eftir var straumur af bílum frá
Siglufirði inn í Haganesvík að
sækja möl og sánd. En dýrðin stóð
ekki lengi, því að skarðið mun að-
eins hafa verið fært einn sólar-
hring, svo var það búið. Þar var
mikið verk unnið til lítils. Veður-
guðirnir spyrja nú ekki alltaf um
hvað okkur mönnum hentar. Þann
18. desember varð Lágheiði aftur
ófær og hefur verið svo síðan.
Rlftir þetta var ágætt veður til
18. febrúar. Þá gerði hríð og stóð
hríðarjagandi yfir allt til 6. marz.
Setti þá niður.töluverðan snjó. Síð
an hefur tíðin verið prýðileg,
alltaf hreinviðri, oftast sóiskin á
Rætt vi’S Hanines Hannesson, fyrrv. bónda á
Melbreií í Stíflu í Skagafirði
HANNES HANNESSON
daginn en tíðum næturfrost. Og
nú er orðið svo til snjólaust.
— Hvernig hefur það verið með
vegasaimbandið hjá yfckur í vet-
ur?
— Og minnstu ekki á það, mað-
ur guðs og lifandi. Vegurinn hefur
nú um langan aldur verið okkar
aðal áhugamál í Fljótum fyrir ut-
an það þá, að núna upp á síðkastið
munum við flestir eða allir óska
eftir betra stjórnarfari. Þú hefur
nú þegar heyrt, hvemig vegasam-
bandið hefur verið til annarrar
handarinnar, í Siglufjörð og Ólafs-
fjörð. Inn í Skagafjörð var löng-
um hægt að komast vegna þess
hve snjólétt var og vegurinn fros-
inn. En nú, þegar snjólaust er orð
ið, þá er vegurinn ófær frá Haga-
nesvík og inn í Sléttuhlíð. Ég kalla
það þó að hægt sé við illan leik
að þvælast þetta á jeppa. Ég fór
þetta í jeppa núna, þegar ég var
að koma hingað suður og konan
mín með mér, sjúklíngur, sem
þurfti að komast inn í Hofsós til
læknis. En svo var vegurinn bölv-
aður, að við urðum að ganga úr
! jeppanum, svo að hann kæmtst
áfram hjá Stafánni. Þetta gæti nú
reynzt alvarlegt mál, ef hættulega
veikir og lasburða sjúklingar ættu
í hlut.
— Eitthvað rniða,. veginum þó
í áttina, er það ekki?
— Jú, það má segja það, en
heldur efcki meira. í haust var lok
ið við að undirbyggja veginn frá
Haganesvík og inn að Reykjarhóli
á Bökkum, — og mátli, eins og ég
sagði áðan, fara hann frosinn í
vetur, en nú er hann orðinn svo
sundurskorinn, að ekki er ólíklega
til getið, að það kosti bekningi
meira að mal'bera hann nú en ef
það hefði verið gert í haust. Við
urðum að fara þennan nýja veg,
! þó að il'lt væri, því að gamli vegur-
: inn varð ófær í vetur í úrfellun-
! um og ekki hugsað um að lagfæra
hann. Tekið er nú að styttast það,
sem eftir er gð leggja af nýja veg
inum, er ekki annað eftir en spöl-
urinn frá Reykjarhóli og inn að
Keldum í S'léttuhlíð.
Vegleysið inn til Skagafjarðar
stendur Fljótunum mjög fyrir þrif
um, því að um leið og vegurinn
yrði fui'lbúinn, tækju þeir að flytja
mjó’lk til Sauðárkróks, til þess
bugsa ailir. Þykir okkur hart að
vera þannig útilokaðir frá sam-
bandi við meginhéraðið drjúgan
hluta úr árinu.
Heita má að heilsufar hafi verið
sæmilegt í vetur og kemur það
(Framhald á 13. síðu)
GRÓÐUR oc INGÓLFUR DA Minnisblað þetta er birt^ í Mat- jurtabók Garðyrkjufélags íslands. Eru þar upplýsingar og leiðbein- ingar um ræktun allra helztu mat- jurta, kryddjurta og berjarunna. Einnig um áburð, val garðstæðis, vermireiti og ræktun helztu jurta í þeim og ábendingar um jurta- sjúkdóm'a o. fl. . Af flestum matjurtum eru til ýms afbrigði eða „tegundir" og er ekki sama hverju sáð er. Skulu GARÐAR VÍÐSSON nefnd dæmi: Af blómkáli eru hér aðallega ræktaðar snemmsprottn- ar tegundir, einkum Snjókúlan (Snebold) og Erfurter Dvarg. Einnig Sellandia* sem þroskast nokkru seinna. Af hvítkáli lánast .vel Ditmarsker-stofnar, t. d. D. Toftegaard. Kálenhaun-s Torue og júlíkongen eru nokkuð seinvaxn- ari og geymast öllu lengur. Kál- egginn er nýlegt norskt afbrigði, sem reyndist hér allvel í fyrra. Vetrarhvítkál er yfirleitt of sein- þroska hér á landi. Af gulrótum er nær eingöngu ræktað afbrigðið Nantes. Gulrófur, „sítrónur Norð- urlanda“ eru ærið misjafnar eftir afbrigðum. Beztar þykja nú hinar íslenzkn, þ. e. Kálfafellsrófur og Ragnarsrófur og þar næst hinar rússnesku (Krasnoje Selakoje). Allar þessar eru bragðgóðar og tréna sjaldan. Af næpum má nefna maínæpur, snjóboltan o. fl. og til seinni þroskunar dalarófur (Maalsenæpu, Petrowskj). Af grænkáli eru bezt lágvaxin afbrigði (Extra lav maskruset) o. fl. svipuð. Grænkál er hæði harðgert og fjör- efnaríkt og þrífst auðveldlega í öllum byggðum landsins. Krakkar verða fljót.t sólgin í það hrátt. Hreðkúr (radísur) þrífast líka alls staðar, ýms afbrigði. Af salati er til fjöldi afbri’gða (sjá Matjurta- bókina). Gott höfuðsalat þykir t. d. Hjartaás, Alaska, Attrastian o. fl. Af blaðsalati má t. d. nefna hið rauðjaðraða ameríska. Góð spínat afbrigði eru t. d. Viking, Nóbel og Kongen af Danmark. Þegar líður á sumarið getur silfurblaðka (Sölv brede) tekið við af spínatinu. Hún þolir að standa frarai á haust. Blað ieg'girnir eru góðir í .súpu, en blöðkurnar sjálfar sem spínat. — Ýmsar kryddjurtir eru auðrækt- aðar, t. d. hinn alkunni graslaukur. Sólselja (Dild) þykir fyrirtak með kryddsíld og í ýmsar súpur. Þrífst vel. Þarf að sá snemma til hennar. Sígóð (Femilika) er ágæt með ýmsum fiskréttum og falleg sem borðskraut. Bezt að sá tii hennar í sólreit. Skessujurt eða trölla- tryggð (Levistioum) er notuð í kjötfars og súpur. Einnig víða ræktuð til skrauts. Þetta eru nokk ur dæmi, en ýmsum fleiri krydd- jurtum er lýst í Matjurtahókinni.
Nafn jurtanna og sáðtími Hvar á að sá? Fræmagn Bil milli raða, og bil milli jurta, þegai gróðursett er. Jarðvegur
Blómkál. 1. apríl til 15. maí. í vermii'eit eða kassa innanhúss. — í hlýrri sveitum í sólreitum. 12 gr. á m- í vermireit, 6—8 gr. í sólreit, þegar ekki er „prikklað". Milli raðanna séu 60 cm, í röðun- nm 35 cm. Áburðarríkui, léttur jarðvegur, helzt sandblandaður.
Hvítkál. 1. til 12. apríl. I vermireit eða kassa innanhúss. 12 gr. á m2 í vermireit. Milli raðanna 60 cm. f röðinni 40 —60 cm eftíi tegund. Sami og blómkál.
Gulrætur. Sáð eins snemma og hægt er, eða strax og hægt er að vinna garðinn, helzt í apríl. Ef seint er sáð, er gott að leggja fræið í bleyti 1—2 sólarhringa. Til notkunar snemma í vermireit. Venjulega á beð í garðinum. C-'i 1 fræ á cm í röð eða ca 30 gr. á m2. 5 raðir á I m breitt beð og ca 4 cm milli piantnanna í röðinni, þegar grisjað er. Sendinn jarðvegur er beztur. Þríf- ast ágætlega í heitum jarðvegi.
Gulrófur. 15. maí.til 15. júní. f raðir í garðinum eða beð. f kaldari sveitum í vermi- eða sól- reiti. 4—6 gr. í 10 m langa röð eða 6 gr. á m2 í beði. 60 cm milli raða og 15—20 cm inilli plantna í röð. — Langt bil milli plantna gefur stærri rófur en ekki meiri uppskeru. — 3—4 raðir á 1 m breiðu beði. í>rífast í öllum sæmilega unnum jarðvegi.
Grænkál. 15. til 3Ö. maí. f raðir í garðinum eða beð. Ef menn vilja fá það fljótþroskað, þá í vermireit. 5 gr. í 10 m lamga röð eða 5 gr. á m2 í beði. 60 cm mflli raða og 30 cm milli piantna í löðinni. Á 1 m breiðu beði 3 raðn. Þrífst bezt i gömlum görðum.
Radísur (Hreðkur). Ef menn vilja hafa góðar rad- ísur allt sumarið, er bezt að sá með 3 vikna millibili frá maí- byrjun tii ágústloka. Á beð í garðimim. 1 1C gr. á m2 6 raðir á 1 m breiðu beði. Eru efcki grisjaðar. i Þrífast í Öllum vel unnum jarð- vegi.
Höfuðsalat. 15. maí til júníloka. Ef sáð er í vermireit má sá í apríl og gróðursetja síðan úti. Á beð í gaxðinum eða vermireit. 2—3 gr. í 10 m langa röð. 3 gr. í vermireitsglugga. 5 raðir á 1 m breitt beð og 20 cm milli plantnanna í röðinni. Góður moldargarður heppileg- astur.
Spínat. 15. maí til júníloka. Á beð í garðinum. 7 gr. í 10 m langa röð. 5 raðir á beð og 7—10 cm milli plantna í röðinni. Áburðarríkur moldarjarðvegur heppilegastur.
Rauðrófur Þeim má ekki sá fyrr en jörðin er orðin hlý, eða frá 20. maí til 10. júní, eftir iandshluta og tíðarfari Beint í garðinn í beð eða í raðir. Lezt á beð með djúpum götum í votviðrasömum sveitum 8—12 gr. í 10 m langa röð. 4 ríaðir á beð, eða 40 cm milli raða, 15 cm milli plantna í röð- inni. Sandblandinn moldarjarðvegur, vel unninn og áburðarríkur.
Sfeinselja tPersille). Sáð strax og hægt er að vinna garðinn. Gott er að leggja fræið í bleyti 1—2 sólarhringa áður en sáð er. Á beð í vermireit og síðan gróð- ursett úti. 2—3 gr. í 10 m langa röð. 5—6 raðir á beði. Þarf ekki að grisja. Sama og rauðrófur.
t