Tíminn - 05.05.1960, Blaðsíða 16
Eldur og rán í
Kaupmannahöfn
Tveir létu lífið í brunanum
Einkaskeyti frá Khöfn.
Aðfaranótt fimmtudags varð
stórbruni í stóru sambýlishúsi
i Borgergade í Kaupmanna-
höfn. Brunnu tvær manneskj-
ur inni, sn 20 voru fluttar á
sjúkrahús vegna reykeitrunar,
meiðsla eða taugaáfalls.
Skelfing greip fólk, er elds-
ins varð vart, en mjög margir
bjuggu í húsinu.
Ut um gluggana
Húsið varð alelda á skömm
um tíma. Mörgum var bjarg-
að hálfnöktum út um glugga
og gekk slökkvilið fram af
miklum dugnaði. Mikil hætta
var á, að eldurinn næði að
breiðast til annarra bygginga
en húsin sbanda þarna mjög
þétt. Fjölmennu slökkviliði
búnu beztu tækjum tókst þó
að verja næstu hús.
Lögreglan hefur handtek-
ið mann og sakað hann um
að vera valdan að brimanum
og dauða tveggja manna
vegna gálausrar meðferðar á
eldi. Hafi hann reykt sígar-
ettu í rúminu og þannig vald
ið íkveikju.
Þá framdi maður í gær vopn
aður skammbyssu bankarán
um hábjartan dag. Snaraðist
hann að gjaldkera Sparisjóðs
Kaupmannahafnar, beindi að
honum byssu og fékk afhent-
ar 30 þú§. krónur danskar.
Hvarf hann brott í leigubíl
en er nú leitað um alla Dan-
mörku. — Aðils.
J arðræktarframkvæmd
ir hljóta að stöðvast
ÁaSalfundi Ræktunarsam-
bands Flóa og Skeiða, sem
iialdinn var 25. apríl s. 1., kom
fram eftirfarandi tillaga og
var samþykkt samhljóða:
Aðalfundur Ræktunarsambands
Flóa og SkeiSa, haldinn aS Selfossi
25. apríl, 1960, lítur svo á, að með
núverandi verði á vélum og tæki-
um tll jarðvinnslu, sé ókleift fyrir
ræktunarsamböndin, að endurnýja
af eigin ramleik vélakost sinn, þar
sem fyrningarsjóðirnir hafr. sífelt
minnkað að verðgildi vegna hinnar
stórkostlegu verðbólgu. Mun það
veröa eitt hið alvarlegasta áfall
fyrir landbúnað þjóðarinnar, sem
er einn hennar aðal atvinnuvegur,
ef að ræktunarframkvæmdir stöðv
ast, en svo hlýtur að fara, takizt
ekki að endurnýja hinar stórvirku
jarðræktarvélar jafnharðan og
þær ganga úr sér.
Vegna þess skorar fundurinn á
frumvarp það um breyting á lög-j
um um jarðaræktar- og húsagerð-
arsamþykktir í sveitum, sem Ágúst
Þorvaldsson og fleiri fluttu í neðri
deild snemma á yfirstandandi Al-
þingi.
Náði tveimur
Vopnafirði í gær.
Hvalirnir urðu ekiki til eins mik-
ils gagns fyrir land og þjóð, og
ætlunin var hjá þeim sem ráku þá
á land í upphafi. Etitthvað var
skorið af þeim og sett í frysti, og
er ekki ósennilegt að takast megi
að koma því í verð síðar meir, og
allmikið seldist af sporðhval. Hitt
ailt eyðilagðist og meira en það,
því það gengur ekki þrautalaust
að losna við hræin. Landhelgis1-
gæzlan ætlaði að hlaupa undir
bagga og hjálpa okkur og sendi
' Maríu Júlíu hingað til þess að
j draga þá á haf úr. Náði hún
tveimur.
Skúrir
Það átti að stytta upp i
nótt, og austan hvassviðr-
ið að breytast í suðaustan
stinningskalda. Sennilega
fylgja þó smáskúrjr í kjöl-
far rlgningarinnar,
Þar sem
Christie
Það er farið á bak við
Skúla fógeta eins nálægt
innheimtu Landsímans og
vogandi er og síðan gengið
niður brattar tröppur í
Blóma- og listmunakjallara
Vilhjálms frá Skáholti.
Hann tekur á móti okkur
opnum örmum, leiðir okk-
ur til sætis og býður upp á
kaffi.
Þarma er mai'gt á boðstólum.
Málverk meðfram veggjum,
ljóðabækur í hillum, .ham-
troðnir fuglar, líkön af skipum,
blóm af öllu tæi.
Ein gullfalleg
— Svo fæ ég píanettu og þá
er meiningin að halda tónlistair-
og skáldskaparkvöld, fá ungu
skáldin til að lesa ljóðin sín,
segir Vilhjálmur.
— Og hvernig gengur salan?
— Það er sífelldur straumur
hjá mér, svarar skáldið, eitt
málverk á dag. Og fugiarnir
eru líka fljótir að fara. Og þeir
sem lifcla peninga hafa, þeir
geta keypt blóm. Það þarf ekki
peningd til að kaupa blóm. Það
er nóg að þekkja fallega stúlku
úti í bæ. — Hingað koma M-
legar dömur að heimsækja mig.
Það var ein gullfalleg að ganga
út rétt : þessu. Meira kaffi?
Jón og Picasso
Það koma tveir viðskiptavinir
inn, þeir virða fyrir sér mál-
verkin. Vilhjálmur segir þeim
deili á lis'taverikunum og höf-
undum þeirra.
(Framhald á 3. síðu).
Kiljan og Agata
þræta á frönsku
Litið niður í Blóma. og listmuna-
kjallara Vilhjálms frá Skáholti
Harðsoönir fuglar í Hljómskálagaröi Sigfúsar Halldórssonar.
Að neðan: Vilhjáimur [ Skáholfi f Lisfmunakjallara sínum.
✓