Tíminn - 05.05.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, fiœmtudaguai 5. m»í 1960.
5
/---------------------------------------—-------------------------------
Útgefandh FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson.
Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur
í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305.
Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Svikizt að þjóðinni
Engin ríkisstjórn, sem setið hefur í þessu landi hefur
reynzt almenningi þyngri í skauti en sú, sem nú er við
völd. Aldrei hefur hreinræktaðri og ófyrirleitnari íhalds-
stjórn setið í íslenzkum ráðherrastolum.
Nú er út af fyrir sig ekkert við því að segja, þótt
þjóðin kjósi yfir sig slíkt stjórnarfar, ef það ber að með
eðlilegum hætti. í lýðræðisþjóðfélögum eru sitt á hvað
við völd íhaldssamar stjórnir og frjálslyndar líkt og að
stundum er gott veður stundum vont. En þegar flokkar
svíkja sig inn á þjóðina, undir fölsku yfirskyni, þá er
málið alvarlegra. Og það eru einmitt þess konar vinnu-
brögð, er fleytt hafa þeim flokkum til valda, sem nú
fara með ríkisstjórn.
Þegar Alþýðuflokksstjórnin tók við með lífsábyrgð
íhaldsins í bakhöndinni um næstsíðustu áramót, þá kvað
hún það vera sinn megintilgang, að stöðva dýrtíðina.
Til þess að halda dýrtíðinni í skefjum um stund, jók
stjórnin stórlega allar niðurgreiðslur og uppbætur í
kosningunum í haust sögðu svo frambjóðendur Alþýðu-
flokksins: Við höfum stöðvað dýrtíðina Veitið okkur um-
boð tíl að gera það áfram. Þótt margir sæu gegnum blekk-
ingarnar lögðu samt nógu margir trúnað á falsrökin til
þess, að núverandi stjórnarflokkar tengu meirihíuta á
Alþingi.
En hvað gerðist svo? Naumast var fyrr búið að telja
úr atkvæðakössunum en núverandi stjórnarformaður
íjóstraði því upp, að það vantaði aðeins 250 millj. í áð-
urnefnda sjóði. Það mátti teljast harkaleg meðferð á
væntanlegum samstarfsmönnum, að stilla þeim upp
frammi fyrir þjóðinni sem opinberum ósannindamönn-
um, en stjórnarformaðurinn hefur það sér til afsökunar,
að sannleikurinn yrði hvort eð var ekki lengi dulinn.
Hvernig fór svo um stöðvunarstefnuna, sem stjórn-
arflokkarnir lofuðu? Finnst mönnum verðlag og skatt-
ar standa í stað? Nei, allir vita þvert á móti að síðan
stjórnarflokkarnir fengu meirihluta út á loforð um
stöðvun verðbólgu, hefur aldrei skollið yfir þjóðina
önnur eins dýrtíðarholskefla og það iyrir beinan og vís-
vitandi tilverknað ríkisstjórnarinnar.
Það er út af fyrir sig nógu illt. Hitt er þó jafnvel
enn alvarlegra, að ríkisstjórn, sem þannig starfar, skuli
með blekkingum og ósannindum hafa svikið sig inn á
þjóðina. Það eru atburðir, sem mættu munast.
Ósaimar afsakanir
Eitt af því sem núverandi stjórnarflokkar reyna í
örvæntingarfullri ófyrirleitni sinni að afsaka gerðir sín-
ar með, er að þeir fylgi sömu stjórnarstefnu og ríki i
nágrannalöndum okkar. Nú þarf það út af fyrir sig
engan veginn að vera sjálfsagt, að það sama eigi í öll-
um greinum við hér og annars staðar. En látum það
vera. Staðreyndirnra eru bara alit aðrar en stjórnin
segir. í nágrannalöndunum er leitazt við að stöðva verð-
bólgu og dýrtíð. Þar ei reynt að halda verðlagi sem
stöðugustu. Hér er farið öfugt að Hér eru allir þeir
liðir, sem áhrif hafa á afkomu almennings, til hins
verra, spenntir upp úr öllu valdi. Er ekki nóg fyrir ríkis-
stjórnina að skrökva að íslendingum um íslenzk mál þó
að hún bæti því ekki við að segja ósatt um nágranna
okkar hinum megin við pollinn?
ERLENT YFÍRLIT
Bændur neyddir til uppgjafar
Um 200 þús. bændur afsala sér búum sínum í Austur-Þýzkalandi
ATBURÐIR ÞEIR, sem hafa
verið aS gerast í Suður-Afríku,
Suður-Köreu og Tyrklandi sein-
ustu vikurnar og dagana, hafa
mjög dregið athygli manna frá
því, sem befur verið að gerast
í löndunum austan tjalds á
sama tírna og vafalaust hefðu
vakið stórum meira umtai en
ella, ef áðurnefndir atburðir
hefðu ekki .skyggt á það. Eink-
um giidir þetta þó þær þving-
anir, sem bændastéttin í Austur
Þýzkalandi hefur sætt seinustu
tvo mánuðina, en með þeim er
stefnt að því, að aMur sjálfstæð-
ur einkabúskapur leggist nið-
ur og eingöngu verði rekin sam
vinnubú og ríkisbú. Stjóm
Austur-Þýzkalands virðist
stefna hiklaust að því marki að
verða fyrsta kemmúnistaríkið,
næst á eftir Sovétríkjunum og
Kína, sem rekur landbúnað ein
göngu á grundvelli samyúkjubú
skapar og ríkisbúskapar.
Þvinganir þær, sem austur-
þýzkir bændur hafa verið beitt-
ir að undanförnu, hafa einkum
verið fólgnar í því, að þeir hafa
fengið heimsóknir áróðurs-
manna kommúnista í viðkom-
andi héruðum og hafa verið
hvattir af þeim til þess að ger-
ast .sjálfviljuglega aðilar að
samyrkjubúum og afhenda
þeim bú sí# til umráða. Margir
bændur munu strax hafa geng-
izt undir þetta, þar sem þeir
munu réttilega hafa litið á
þetta sem fyrirmæli frá stjórn
arvöldunum, er ekki tjáði að
mæia gegn. Fleiri munu þó
þeir, sem hafa sýnt móbþróa.
Þeir voru heimsóttir dag eftir
dag og ýmist beittir blíðmælum
eða hótunum. Niðurstaðan mun
hafa orðið sú, að flestir hafa
látið undan og undirritað yfir-
lýsingu um áðurnefnt efni. AM-
margir eru þó þeir, sem hafa
tekið þann kost að flýja til
Vestur-Þýzkalands, og senniiega
hafa færri getað það en vildu.
Aldrei hefur komið eins mikið
af bændum til Vestur-Þýzka-
lands frá Austur-Þýzkalandi og
seinustu tvo mánuðina. Aður
var yfirleitt lítið af bændum
í hópi slíkra flóttamanna.
Austur-þýzk stjórnarvöld
hafa nú tiikynnt, að nær allir
bændur séu búnir að falast á
það „af fúsum og frjálsum
vilja“ að leggja einkabú .sín
niður og gerast aðilar að sam-
yrkjurekstri. Þessu verði svo
hrundið í fram'kvæmd næstu
mánuðina. Þá hefur stjórnin
lýst yfir þeim áformum, að
framtíðarstefnan sé sú, að þeir,
sem stundi landbúnað, búi í
stórum bæjum eða smáborgum,
en dreifðir .sveitabæir og sveita
þorp munu að mestu lögð niður.
í TILEFNI af þessum atburð
um, sem hafa verið að gerast
í Austur-Þýzkalandi, er ekki úr
vegi að rifja upp aðdraganda
þeirra í höfuðdráttum. Eftir
ULBRICHT,
aðallelðtogi kommúnista
í Aaustur-Þýzkalandi.
styrjöldina var öllum stórjörð-
um í Austur-Þýzkalandi skipt
upp og bændur fengu megin-
hluta þeirra tiíl einkaafnota.
Ríkisbú og samyi-kjubú voru fá
í upphafi, og stjórnin vann
mjög gætilega að því að fjölga
þeim. Hún treysti bersýnilega
á einkabúskapinn likt og Lenin
á fyrstu árum rússnesku bylt-
ingarinnar. Síðan 1952 hefur
stjórnin hins vegar unnið mark
víst að því að fjölga samyrfcju-
búunum, þótt heldur drægi úr
því um skeið vegna uppreisn-
arinnar 1953. Árið 1957 var
talið, að 25% af öllu ræbtan-
legu landi heyrði undir sam-
yrfcjubúin, en 45% um áramót-
in seinustu. Tæpur helmingur
ræktanlegs lands tilheyrði þá
einkabúum og tala sjáífstæðra
bænda var áætluð um 230 þús.
Ef áðurgreindar upplýsingar
austur-þýzkra stjórnarvalda
eru réttar, hafa nú flestir eða
allir þeirra heitið að gerast
aðilar að samyrkjubúunum.
MJÖG HEFUR verið rætt
um, hvað valdi því, að austur-
þýzika stjórnin hafi gripið ti'l
'hinna róttæku aðgerða undan-
farna mánuði til þess að þvinga
bændur til að sætta sig við
samyrkjubúin. Sjálf segja
stjórnarvöldin þetta gert til að
ná meiri árangri á sviði land-
búnaðarframleiðslunnar. Mark-
miðið sé að Austur-Þýzkaland
verði sjáifu sér nægt innan
þriggja ára, hvað I'andbúnaðar-
afurðir snertir, og að innan
fimm ára geti það flutt út land-
búnaðarvörur. Þá telja og
stjómarvöldin, að með þessu
verði hægt að spara vinnuafl
við land'búnaðinn, en iðnaður-
inn þurfi á auknu vinnuafli að
halda. Þeir, sem ekki taka þess-
ar skýringar trúanlegar, nema
að vissu marki, álíta það eiga
sinn þátt í þessum aðgerðum,
að stjóm Austur-Þýzkalands
telji æskilegt að geta sýnt á
öllum sviðum sem gleggstan
mun á stjórnarháttum Austur-
Þýzkalands og Vestur-Þýzka-
lands. Þetta þyki ekki sízt nauð-
synlegt vegna fyrirhugaðs fund
ar 'hinna æðstu manna, þar sem
Krustjoff þurfi að geta sýnt
fram á, að þýzku ríkin séu tvö
og taka verði fullt tillit ti’
hinna ólíku stjórnarhátta
þeirra í öilum umræðum um
sameiningu þeirra. Af þeim
ástæðum hafi verið keppzt við
undanfarið að fá bændur til að
játa sig undir samyrkjubúin
áður en fundur hinna æðstu
manna kæmi saman.
Þá benda sumir á, að fcomm-
únistaríkin hafi haldið sérstaka
ráðstefnu um landbúnaðarmál-
in í Moskvu í febrúarmánuði
■s. 1. og megi vel vera, að lepp-
ríkin hafi fengið þar fyrirmæli
um að hraða landbúnaðarbylt-
ingunni svonefndu, og Ulbricht
orðið fyrstur til að fara eftir
línunni að vanda. Af þessum
ástæðum er nú mjög fylgzt með
því, hvort einhverjar ráðstaf-
anir verði brátt gerðar í Pól-
landi í svipaða átt og í Austur-
Þýzkalandi, en í Póllandi eru
samyrkjubúin skemmzt á veg
komin í kommúnistalöndunum.
Þar er landbúnaðurinn fyrst og
fremst rekinn af sjálfstæðum
smábændum.
ÝMSIR blaðamenn hafa bent
á, að samkeppnin milli Austur-
Þýzfcalands og Vestur-Þýzka-
lands geti efcki sízt oltið á því,
hvernig austur-þýzku stjórn-
inni heppnast landbúnaðarbylt
ingin. Það er viðurkennt, að
Austur-Þýzbaland er nú í vax-
andi mæli að ná Vestur-Þýzka-
landi á iðnaðarsviðinu. Land-
búnaðurinn hefur hins vegar
gengið síður þar. Beri hins veg
ar landbúnaðarbyltingin þann
árangur, sem valdhafarnir ætl
ast til, getur það skapað Vestur
Þýzklandi örlagaríka sam-
keppni, eins og enska blaðið
„The Economist" bendir á ný-
lega. Misheppnist hún hins veg
ar, verður hlutur Austur-Þýzka
lands stórum verri eftir en áð-
ur.
Þ. Þ. )
Styrbtarfélag lamaðra og fatl-
aðra befur nýlega gerzt aðili að
alþjóðsamtöbum til .styrbtar löm-
uðu og fötluðu fólibi. Félagið er
nú meðlimur International So-
ciety for the Welfare of Cripples.
í samtöbum þessum eru ein-
göngu félög áhugamanna í hinum
ýmsu löndum, en engar stofnanir
eða stjórnardeiidir á vegum ríbis
eða bæjarfélaga, sem svipuðum
málum sinna.
Samtökin reka ekki sjálf spítala
eða neinar stofnanir aðrar til lækn
inga eða annarrar hjálpar fyrir
fatlaða, heldur vinna þau ein-
göngu að söfnur. upp’ýsinga og út-
breiðslu þekkingar á ’æbn,scræði-
Ganga i alþjóðsamtök lam=
aðra og fatlaðra
legum, tæknilegum og félagsleg-
um vandamálum, er snerta lamaða
og fatlaða.
Samtökin styðja á þennan hátt
eftir mætti starfsemi hinna ein-
söku félaga í hinum ýmsu löndum.
Eitt aðalverkefni samtakanna er
að efna til alheimsráðstefna á 3ja
ára fresti um þessi málefni. Mót
þess sækja læknar, nuddkonur,
umbúða og skósmiðir til þess að
fylgjast með nýjungum í sérgrein-
um sínum og ennfremur ieikmenn
er áhuga hafa á málefnurn fatlaðra.
Næsta alþjóðamót verður haldið
í New Yoifc í ágúst 1960.
Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra hefur nú fengið frá samtök-
unum stutta kvikmynd um starf-
semi eins slíks félags í U.S.A. Kvik
myndin verður sýnd í Tjarnarbió
í dag (laugardag) kl. 3. Aðgangur
er ókeypis.
(Frá Styrktarfélagi laanaðra
og fatlaðra).