Tíminn - 05.05.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.05.1960, Blaðsíða 14
TÍMINN, fimmtudagiim 5. maí 1960. og fiirna hann. Ég fékk ekkert svar, en kom samt og þá frétti ég að hann sé kominn á ról“. Konan brosti. „Þér eruð bú in að læra ástralska mál- lýzku“. „Joe Harman kenndi mér þetta, þegar við kynntumst". Sam Small kom upp með töskuna hennar, hún þakkaði honum fyrir og hann fór hjá sér og sneri frá. Hún fór inn í herbergið, klæddi sig úr svitarökum fötunum og fór í önnur þurr eftir steypibað. Hún var tilbúin að fara í te þegar bjöllu var hringt klukk- an hálf sjö, svo að undir tók í bárujárnshúsinu. Hún komst inn í borðsalinn. Þar sátu nokkrir karlmenn og störðu forvitnislega á hana. Bráðþroska, sextán ára stúlka, sem reyndist vera Annie, benti henni á stakt borð, þar sem lagt hafði verið á borð fyrir einn. „Nautasteik, lambasteik, kalkúnasteik", sagði Annie. ,Te eða kaffi“? Hitinn var enn ofboðslegur. í borðstofunni moraði allt af flugum, þær settust á andlit Jeans og hár og hendur. „Kalkúnasteik“, sagði hún og hugsaði með sér að ekki væri tímabært að biðja um létta máltíð fyrr en á morgun, þeg ar hún væri orðin öllum hnút- um kunnugri. „Te“. Henni var færður hroka- fullur diskur af kjöti og græn- meti, sem var heitt og brá- andi af fitu. Flugurnar voru þegar teknar að laðast að diskinum. Dósamjólk var lát- in út á teið. Kartöflurnar virt ust vera nýjar, en gulrætur og gulrófur voru auðsj áanlega niðursoðnar. Hún hugsaði með heimspekilegri ró, að lítill vafi væri á því að flugurnar bæru með sér sýkla, sem or- sökuðu magaveiki, en hún vissi svo sem hvað gera skyldi og átti nóg af sulphatriadlyf j - um til vikunnar. Hún borðaði svo sem fjórðung af því, sem á diskinum var og drakk tvo tebolla, en varð svo að gefast upp. Jean fór út undir bert loft strax og hún gat til að losna við flugurnar. Á neðri svölun- um stóðu nokkrir stólar, skammt frá innganginum 1 barinn. Hún hafði ekki séð neinn annan stað í gistihús- inu, þar sem hún gæti setið og vissi fullvel að inn í barinn gat hún ekki farið. Því settist hún á einn stólinn og velti því fyrir sér um leið hvort það bryti í bága við umgengnis- venjur á staðnum. Hún kveikti í vindlingi og litaðist um. Þó að komið væri að kveldi, var sólskinið enn sterkt og hið rykuga flæmi sem kallað var gata, var bað- að í gullnu ljósi. Handan við veginn, svo sem hundrað metr um neðar, stóð allstór einnar hæðar bygging, sem greinilega hafði verið reist í áföngum. Framan á húsinu stóð: Wm. Duncan, kaupmaður. Aðra verzlun var ekki að sjá í bæn- um. Framan við verzlun Dun- cans voru þrír svartir hjarð- menn á skrafi og hélt einn þeirra í taum á hesti. Þetta voru háir menn og vel vaxnir, og svo sem títt er um blökku- Hann leit þangað, sem hún benti. „Uppspretta? Þetta er borhola. Hefurðu aldrei áður séð borholu"? Hún hristi höfuðið. „Ég er nýkomin frá Englandi". „Frá Englandi? Maður lif- andi“. Hann talaði með seimn um sem einkenndi strjálbýlis fólkið. „Hvernig er ástandið í Englandi. Fær maður nóg að borða“? Hún sagði fréttir sínar enn á ný. „Pabbi er frá Englandi", sagði hann, „frá stað, sem Framhaldssaga dag og fer þá til Cairns". ,Ágætt. Við sjáum ekki svo oft ókunnug andlit hér í Willistown". „Ég var að spyrja Pete um borholuna. Segðu mér, Pete, drekka nautgripirnir þetta vatn“? Pilturinn hló. „Ef þeir fá ekkert betra, þá drekka þeir það. Á regntímanum snerta þeir það ekki, en í þurrkum drekka þeir það“. „Vatn úr sumum borholum snerta þeir aldrei“, sagði Al. Hann var að vefja sér vindl- ing. , Þeir boruðu í Invergor- don — það bú er í áttina til menn, virtust þeir vera hlátur mildir. Hinum megin við veginn og nokkru fjær stóð járnrör, um það bil átta feta hátt, upp úr jörðinni. Úr þessu röri gaus vatnsbuna, sem virtist vera sjóðandi heit, því að gufumökkur myndaðist um þennan gosbrunn og það rauk úr frárennslinu. Alllangt frá var skúr byggður yfir frá- rennslið, en Jean skildi ekki þá strax hvers konar bygging þetta var. Ómur af mannamáli barst til hennar frá barnum öðru hvoru gekk einn og einn karl maður framhjá henni og hvarf þar inn, en hún sá eng- an kvenmann. Skömmu síðar gekk ungur maður um veginn, brosti til hennar og sagði: „Gottkvöld". Hún brosti á móti og svaraði: „Gott kvöld“. Hann snarstanzaði og hún sá að nú hafði hún hlaupið á sig. Hann sagði: „Ég sá þig koma hingað með Sam Small í dag. Komstu með flugvél- inni“? Þetta var snyrtilegur sveita piltur. Göngulag hans var vaggandi, eins og allra hjarð- manna og hann var í græn- um reiðbuxum og stígvélum með teygju, en það tvennt mátti kallast einkennisbún- ingur hjarðmannanna. Jean sá að það var tilgangslaust að gera sig merkilega. „Já“ sagði hún. „Ég kom frá Clon- curry. Segðu mér, er þetta uppsprettuvatn" ? Sigríður Thorlacius býddi 40. heitir Wolverhampton. Er það nálægt þar sem þú átt heima“? „Svona tvö hundruð mílur þaðan“. , Jæja, rétt hjá. Þá hlýturðu að þekkja fólkið hans, ættar- nafnið er Fletcher. Ég heiti Pete Fletcher“. Hún útskýrði fyrir Pete að það væri æði þéttbýlt í Eng- landi og sneri talinu aftur að borholunni. „Er allt vatn, sem þið náið upp um borholur svona sjóðandi heitt“? „Einmitt", sagði hann. „Það eru ýms efnasambönd í því, — það er ódrekkandi. Svo kemur líka upp gas með vatn inu. Ég skal kveikja á því fyrir þig, þegar dimmir ef þú hefur gaman af að sjá það“. Hann sagði, að loginn gæti orðið fimm eða sex feta hár. „Bíddu þangað til dimm ir, þá skal ég kveikja fyrir þig“. Hún sagði að það væri mjög elskulegt af honum og hann fór hjá sér. A1 Burns, umboðs- maður Shell og bílaviðgerðar- maður kom til þeirra. „Eruð þér búin að koma yður fyrir, ungfrú Paget“? spurði hann. „Já, þakka yður fyrir. Ég verð hér þangað til á miðviku Normanton — í suðurátt. Þeir urðu að bora nærri þrjú þús. fet áður en þeir náðu í vatn, og það kostaði nú skilding, maður lifandi. Borinn var þar í nærri þrjá mánuði. Þegar svo þeir náðu i vatn, þá var af því svoleiðis brennisteins- fýla, að skepnurnar vildu ekki snerta það, ekki einu sinni í þurrkunum. Og það grær ekki einu sinni gras þar sem vökv- að er með þvi“. Tveir piltar höfðu slegizt í hópinn í kring um Jean. „Seg- ið mér“, spurði hún. „Hvers vegna er svona langt hér á milli húsa“? Einn af þeim nýkomna, mað ur um fertugt sem hún heyrði síðar að hét Tim Whelan og var trésmiður, sagði: „Einu sinni voru hér hús um allt. Ég á mynd af bænum frá 1905. Eg skal sýna þér hana á morgun“. „Bjó fleira fólk hér þá“? „Ætli nú það“, sagði A1 Burns. „Þetta var ein gullgraf araborgin, ungfrú Paget. Það er kannske ekki von að þér vitið það, en þá bjuggu hér um þrjátíu þúsund manns“. Annar_ sem nýkominn var, sagði: „Átta þúsund, — ég sá það í bók“. A1 Burns endurtók þver- móðskulega „Pabbi sagði alltaf, að það hefðu verið þrjátíu þúsund hér, þegar hann kom hingað“. íbúatalan var greinilega gamalt bitbein. Jean spurði: „Hve margir eru hér nú“? „Ég veit ekki“, A1 sneri sér að hinum. ,Hvað heldur þú að við séum mörg, Tim“? Hann sagði lágt við Jean. „Tim smíðar líkkisturnar, svo að hann ætti að vita það“. „Hundrað og fimmtíu“, sagði Tim Whelan. Sam Small var nú kominn til þeirra. „Það eru ekki hundrað og fimmtíu manns í Willistown núna“, sagði hann. „Alls ekki fleiri en hundrað og tuttugu sem búa hér í sjálfum bænum og þá tel ég ekki Mórana með“. Út af þessu spannst smá vegis þræta, og það endaði með þvi að farið var að telja heimamenn. Jean skemmti sér að hlusta á talninguna meðan rökkrið færðist yfir. Niðurstaðan varð hundrað fjörutíu og sex og þegar taln- ingunni var lokið, þá var búið að nefna nafn og starf hvers einasta manns barns í bæn- um. „Voru gullnámurnar hér á staðnum"? spurði hún. „Ójá“, sagði Sam Small. „Menn merktu sér land hér upp með öllum giljum, maður lifandi. Þá voru hér sautján gistihús. Sautján!" Einhver annar bætti við. „Þá komu gufuskip hingað frá Brisbane alla leið fyrir Yorkhöfða og upp að bryggj- unni í ánni. Ég sá það ekki sjálfur, en pabbi gamli sagði mér það“. „Hvað kom fyrir“? spurði Jean. „Fannst ekki meira gull“? „Ekki var það. Þeir unnu gullið, sem var í ár- og lækjar farvegum og ofan á sandrifj- unum, en þegar þurfti að fara að grafa eftir því með alls konar vélakrafti, þá borgaði það sig ekki. Það sahia gerð- ist í öllum borgunum — Croy don og Norma,nton“. „Það er sagt að þeir ætli aftur að fara að vinna í nám unni í Croydon“, sagði ein- hver. „Þeir hafa nú alltaf verið að ráðgera það síðan ég man fyrst eftir mér“. „Hvað varð um húsin“? spurði Jean. „Flutti allt fólk- ið burtu“? ......$parið 3fðor Wanp A .iaíili margra verzlana'- @ -Anaturstiðeti EIREKUR víðförli Töfra- sverðið 125 Er Bor Khan tekur sér sæti, eru trumbur barðar, svo kefur hann merki um að veizlan skuli hefjast. Læknirinn baðar út höndunum og nálgast hin óhamingjusömu fórn- ardýr. Tsacha gengur fram og lyftir handleggjunum. — Lög steppunn ar segja, að stríðsmaður eigi kröfu á fanga sinum, hrópar hann. Mikli herra, ég bið um að fá konungs- soninn. — Slepptu mér, hrópar Erwin. Ég vil deyja með pabba. Mótmæli hans gagna ekki. Hann er dreginn burt. Læknirinn dansar í áttina að Eiríki. Hann veit, að töframaðurinn snertir hann með staf sínum, mun verða byrjað að pína fangana. — Nei, nei, hrópar rödd skyndi lega og grannvaxin vera kastar sér fyrir fælur Bor.Khan. — Ó, faðir, nrópar stúlkan, — þyrrndu lófi hans. Hinn ljóshaerði, iaglegi, norræni rtríðsmaður má ekki deyja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.