Tíminn - 12.07.1960, Blaðsíða 1
Áskriftarsíminn er
1 2323
152. tbl. — 44. árgangur.
Viðtal viS íslending
búsettan á Hawaii
bls. 9
Þriðjudagur 12. júlí 1960.
Götubardagi
Rétt fyrir helgi munaði
minnstu að kæmi til götubar-
daga á Hringbrautinni á móts
við Háskólann. Þar voru verka-
menn að bæta malbikið og
höfðu tjörulagt spottann frá
Tjarnargötu að Hljómskálagarð
inum. Var götunni lokað á með
an og komið fyrir skilti, þar
sem stóð skýrum stöfum: Allur
akstur bannaður. Þá bar þar
að einn ökumann, er þóttist
fær í flestan sjó, hirti hann ekki
um skiltið en ók rakleitt inn
á tjörulagið. Hann var fljótlega
stöðvaður af verkamönnum og
skipað að snúa til baka. Öku-
þórinn harðneitaði að víkja og
svaraði verkamönnUnum fullum
hálsi, kvaðst halda sínu striki
hvað sem tautaði. Varð af þessu
þras mikið og stapp og hópuð
ust vegfarendur að staðnum og
fylgdust með samskiptum ekils-
ins og verkamannanna.
Fór svo að lokum, að ekill-
inn rykkti bflnum af stað, en
verkamennirnir tvístruðust og
áttu fótum sínum f jör að launa.
Rrunaði bfllinn nú eftir tjöru-
Iaginu á fullri ferð og átti
skanrmt ófarið á enda, þegar
einn verkamannanna hljóp í veg
fyrir hann, stóð gleiður og rétti
út báðar hendur. Þokaði liann
ekki fyrir bflnum og neyddist
bflstjórinn til að brjóta odd af
oflæti sínu, tókst með naum-
indum að stöðva farartækið
áður en maðurinn yrði fyrir.
Hófust nú á ný snarpar orð-
ræður og voru stóru orðin
hvergi spöruð, en illu hótað.
Lauk svo að ökuþórinn varð að
láta undan og þá orðinn
þrútinn af bræði. Ók hann aft-
ur, á bak alla leið til baka og
spólaði bíll'inn í tjörunni. En
verkamennirnir hrósuðu sigri
og hófust handa um að lagfæra
tjörulagið eftir bflinn.
(Ljósm.: Tíminn KM).
Skaut tveim föstum
skotum í reykháfinn
Sildin lítil og
loks þegar gaf á
léleg
miðin
Sex slösuðust
á hádegi i gær
Einn í Reykjavík en hinir í Kjósinni
Það slys varð á gatnamót-
um Hringbrautar og Njarðar-
götu um hádegi í gær, að bif-
hjól á leið austur Hringbraut-
ina og vörubifreið á leið suð-
ur Njarðargötu rákust á og
stjórnandi bifhjólsins, Björn
Johnsen, Guðrúnargötu 1,
brotnaði á vinstra fæti Var
það opið brot og báðar pípur
sundur.
Nyrðri akbraut Hr' jrautar á
þ .ssum kafla var lokuð vegna mal-
bikunar, er þetta skeði. Rannsókn
arlögreglan óskar að hafa tal af
sj. .. _‘.um að slysinu.
Alveg í sama mund g -rðist það,
a.ð ./ær bifreiðar rákust ' hjá
Reyr.ivallahálsi í Kjós og voru
tveir sjúkrabílar ser.dir þangað
frá slökkvistöðinni. Bifreiðarnar
höfðu rekizt á við holræsi, sem
mjókkar veginn um rúman metra
og fóru báðar út af. Fjórir slösuð-
ust en enginn alvarlega. Tveir
nu-dust aðeins lítils háttar.
Merkið, .. ;n sett hafði verið til
af gefa til kynna um þetta ræsi,
var fallið .i.ður. Var blaðinu tjáð,
að þetta væri ekki fyrsta slysið við
þ.tta ræsi.
Á 'un.íiu^„ginn len: tv— .if-
reiðar í árekstri á mótum Baróns-
sf!gs og Eiríksgöti' ' na, .stjórn-
andi annarar bifreiðarinnar, meidd
ist noki-uð.
Heldur var dauft yfir síld-
veiðinni yfir helgina og í gær.
Á Siglufirði var alger land-
lega og á annað hundrað skip
inni á sunnudag. Þau voru að
tínast út ’ gær eftir hádegið.
Síldarleitin á Siglufirði vissi
ekki um neina sild í gær
nema út af Bjarnarey. Þar
höfðu fjögur skip fengið
nokkra veiði, m.a Víðir frá
Eskifirði sem fékk 700 mál af
iélegri síld. Þau skip, sem
fóru frá Siglufirðí í gær leit-
uðu öll austur á oóginn, því
ekki var vitað um neina síld
á vestursvæðinu.
í fyrradag komu fjögur skip til
Dalvíkur með um 1550 tunnur.
Þau skip voru Hannes Hafstein
með 460 tunnur, Auðunn með 770
tunnur, Kópur með 240 og Árni
Geir með 80 tunnur. Þar hefur
verið rysjuveður síðan á sunnu-
dagsnótt, en þá hvessti af norðri
og tók að rigna. Þetta veður hélzt
á sunnudaginn, en í gær hætti að
mestu að rigna, og þessir fjórir
bátar tóku að tínast út upp úr
hádeginu og leituðu austur á eins
og Siglufjarðarbátar. Til Dalvík-
ur hafði aðeins frétzt um einn
bát, sem afla hafði fengið í gær;
var það Akraborg, sem fékk 600
tannur hjá Langanesi af lélegri
síld. Hún hafði kastað aftur, en
(Framhald á 3. síðu).
Enn kom til átaka milli
varðskips og brezfks togara á
sunnudag. Var það varðskipið
Óðinn, sem kom að brezka
togaranum Grimsby Town að
ólöglegum veiðum 6,7 mílur
innan fiskveiðimarkanna við
Hvalbak. Gerði togarinn ítrek
aðar tilraunir til að sigla varð
skipið niður og neyddist Óð-
>4nn til að skjóta 2 föstum
skotum í reykháf togarans.
Að því er Pétur Sigurðsson,
forstjóri Landhelgisgæzlunn-
ar tjáði blaðinu I gær, hefur
íslenzkt varðskip ekki skotið
á brezkan togara síðan á
stríðsárunum, en siðast var
skotið á belgískan togara —
Belgian Skipper — árið 1954.
Landhelgisgæzlan er nú
greinilega orðin ákveðnari í
skiptum sínum við brezku lög
brjótana og er það vel, því
að nauðsynlegt er að sýna
Bretum það svart á hvítu, að
íslendihgar munu í engu
slaka, hvað þá gefast upp fyr
ir ofbeldinu.
Hér á eftir fer tilkynning
landhelgisgæzlunnar um at-
burð þennan:
Nokkru fyrir hádegi í gær
kom varðskipið Óðinn að
brezka togaranum Grimsby
Town, þar sem hann var að
ólöglegum veiðum 6,7 sjómíl-
ur innan fiskveiðitakmark-
(Framhald á 3. síðu)
Björn Pálsson aö koma
heim með nýja flugvél
Björn Pálsson, flugmaður, hefur dvalizt í New York
síðasta hálfan mánuðinn þeirra erinda að kaupa nýja
sjúkraflugvél.
Björn mun hafa átf ýmissa allgóðra kosta völ vestra,
og hefur hann nú fest kaup á flugvél, mjög nýlegri
tveggja hreyfla og mun hafa gert allgóð kaup Blað-
inu er ekki kunnugt, hvaða tegundar flugvél þessi er.
Björn gekk frá flugvélakaupunum um miðja síðustu
viku, og mun nú í þann veginn að leggja af stað til
íslands með vélina. Flýgur hann henni hingað en að
sjálfsögðu með viðkomu á nokkrum stöðum.
Mun Björn vera væntanlegur hingað á nýju sjúkra-
flugvélinni á fimmtudaginn eða föstudaginn — a
Rússar skutu niður bandaríska flugvél—bls. 3