Tíminn - 12.07.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.07.1960, Blaðsíða 14
14 TÍMINN, þriðjudaginjQ 12. júll 1960. Hann verSur sjálfsagt að út- vega sér önnur húsgögn í þaS. — Hefur Bartt't kannski áhuga á skraninu hans Cott- on? Spuröi Frin. — Eg hélt þaS væri þess vegna sem þú fórst að hitta karlinn. ÞaS varS þögn og hr. Val- entine glotti. — Þú hittir naglann á höfuðið, Frin. Hann vill gömul húsgögn, en tímir ekki að eyða offjár í ósvikna muni. Natalia gat ekki fengið þessa skýringu til að falla inn í það, sem hún hafði heyrt af samtali hr. Valen- tine og Cottons gamlaa Þeir höfðu ekki talað um neina nýja pöntun, heldur höfðu þeir talað um verk„ sem hafði tekið langan tíma og hr. Valentine hafði minnzt á, að það yrði að vera til- búið fyrir ákveðinn dag. Það var ömurlegt að geta ekki trúað einu orði af því, sem verið var að tala um. Það gerði hana mjög óstyrka. Eftir tedrykkjuna keyptu þau flugeldana og hr. Valen- tine sparaði ekki. — Við getum aldrei notað allt þetta, þó við verðum að alla nóttina, sagði Frin og hló, en Natalía sá, að hann var harla ánægður. Og enn ánægðari varð hann, þegar hr. Valentine tók þau með sér inn í skotíæraverzlun og lét hann velja sér fyrsta flokks byssu. — Eg verð að segja, að Val horfir ekki 1 skildinginn, sagði hann við Natalíu, þegar þau voru orðin ein. Finnst þér hann ekki hugsunarsam- ur? — O . . . jú, svaraði hún hægt. Hún hafði ekki látið blekkj ast af blíðulátum og rausn hr. Valentine. Hún fann það var 'svikið eins og húsmun- irnir hjá Cotton. Hún hafði verið óttasleg- in áður, en aldrei hræddari en þennan eftirmiðdag, er þau óku frá Danetown. Frin ók á undan, hr. Val- entine var rétt á eftir i bif- reið sinni. Þegar bílarnir beygðu heim að Glebe House sá hún skuggamynd af manni bregða fyrir húman kvöldhimininn. — Er nú þessi náungi kom inn aftur, hrópaði Frin upp yfir sig. Hann getur varla verið að teikna enn. Eg er hrædur um að Val verði ekki' hrifinn. En þar skjátlaðist honum. Þegar hr. Valentine sá Clark, virtist hann verða mjög glað ur. Hann bauð Clark að koma hvenær sólarhrings sem væri og teikna, og síðan bauð hann honum að koma inn og fá sér hressingu með þeim. Natalía varð undrandi yfir þessari skjótu breytingu. Clark var mjög hæverskur, en hún sá, að hann var ekki síður undrandi og meira að segja Frin reyndi ekki að fara í felur með, að framkoma stjúpföður hans kom honum á óvart. Hr. Valentine spurði, hvort hann mætti fá að líta á það, sem Clark hafði rissað upp, en hann hristi höfuðið. — Mér þykir fyrir því, en ég sýni aldrei myndir fyrr en þær eru fullgerðar. — Eg skii það, sagði hr. Valentine afsakandi. — Eg hefði ekki átt að spyrja. En þér leyfið mér þá að sjá þær seinna, ef til vill myndi mig langa að kaupa eina eða tvær myndir af yður, ef þér viljið selja? Clark hló. — Fátælingur eins og ég er alltaf reiðubú- inn að vinna sér inn auka- skilding á heiðarlegan hátt. Eg fæ ekki ýkja há laun sem! lögreglumaður. Ef pabbi hefði ekki verið svona undarleguri í peningamálum .... Hannl gerði hlé á máli sínu. — Já, það er áreiðanlegt,' samsinnti hr. Valentine sam- I úðarfullur. Stundum óska égl að ég hefði valið mér annað lífsstarf. Það er ekki gaman að verða að sitja auðum hönd um og sjá skjólstæðing manns fleygja fjármununum í sjó- inn, eða því sem næst. — En ef þér hefðuð valið yður annað lífsstarf er ekki vist, að þér væruð orðinn svona efnaður sjálfur, sagði Clark. Kannski hafði hann bara komizt klaufalega að orði, en þögnin sem fylgdi var óþægi- leg. Hr. Valentine kreisti sam an varimar og gleymdi að brosa. — Mér er ekki fullkomlega ljóst hvað þér eigið við. Clark brosti. — Eg á aðeins við, að þér hafið efnazt meira en litið á lögfræðistörfum yð ar. Þér eigið fagurt heimili og húsgögnin eru milljóna virði. En kannski þér hafið eitthvað aukastarf, sem gefur gott í aðra hönd? ' — Eg á minar eignir, sagði hr. Valentine stuttaralega. | — Eg efast ekki um það. ’ Clark hló. — Sem lögmaður — hann lagði áherzlu á sið- 1 ara orðið — ég hef stundum lent í að rannsaka mál lög- fræðinga og ég verö að segja að þeir eru ekki margir, sem geta lifað og látið eins og þér, — að minnsta kosti ekki eftir heiðarlegum leiðum. — Hverjar eru þá þínar ó- heiðarlegu leiðir? Rödd hr. Valentine var silkimjúk, og smjör draup úr munni hans af alúðlegheitum. Clark hló aftur, það var > einkennilegur, ógnandi hlát- [ ur. — Meðgangið bara hr. Val entine. Eg geri ráð fyrir, að fæstir eigi eins auðvelt með ekki var á bætandi með einu enn . . . en hún varð að tala við Clark. Á einhvern hátt varð hún að fá að tala við hann undir fjögur augu. Clark tók að sér að svara. — Ekki alveg strax, ungfrú Grey. — Eg tók með mér nokkrar myndir frá Jamaica, sem þér sögðust hafa áhuga á að sjá. — Já, mig langar mikið til þess. — Hér er ein. Hann opnaði möppuna og tók upp eina mynd. Teikningin var frá- bær! Hún var svo góð, að Natalía fann gleði fara um sig alla, þegar hún horfði á en . . . Hún komst ekki lengra. Hann greip fast um hönd hennar og þrýsti hana aðvar andi. — Annað kvöld, sagði hann. — Ekki hér . . . talaðu um teikningarnar mínar, eða hvað sem er . . . Hún leit snöggt um öxl. Var það ímyndun, lokaðist hurðin hægt aftur? Natalía mundi, að hún hafði staðið í hálfa gátt. Hún flýtti sér að segja: — Sýndu mér fleiri myndir frá Jamaica. — Eg er bara með eina i viðbót. Þessa . . . Hann opn- aði möppuna aftur, myndin Hættulegt sumarleyfi xxx>i»>i>i>m>i>uw»>t><>i>i>i>i>w>i>m>i>t>m< Jennifer Ames : 22. að stinga einhverju aukreitisí í eigin vasa eins og lögfræð- j ingar og lögfræðilegir ráðu-. nautar. Þögnin sem nú fylgdi varj ekki aðeins óþægileg . . . hún var fyllt spennu. Orð Clarks höfðu ekki beint verið kurteis leg. En Natalía fann, að Clark hafði sinar ástæður fyrir hegðun sinni. Hann lék sinn eigin leik með hr. Valentine. Hr. Valentine stillti sig vel, hann brosti og bandaði frá sér hendi. — Hamingjan góða, þér hafið þokkalegt álit á starfi mínu og starfs- bræðrum, kæri vinur. Eg verð á einhvern hátt að fá yðurl ofan af þessari skoðun. Máj ég bjóða yður meira í glasið? | — Já, takk, sagði Clark. — Eg er farinn upp, hróp- aði Frin. Það var bersýnilegt. að hann gat ekki sætt sig við j hið móögandi framferði Clarks, þó að hr Valentine gerði það. Hann sneri sér við í dyrunum og leit til Natalíu. — Kemurðu með, Nat? Það var ókurteisi ef hún færi ekki með honum. Sam- bandiö milli þeirra gekk það skrykkjótt þessa dagana, að hana. — Má ég líka fá að sjá? spurði hr. Valentine vinalega, en í sömu andrá kom Frits og tilkynnti, að beðið væri eftir honum í símanum. — Finnst þér hún góð? spurði Clark þegar hr. Val- entine var farinn út úr her- berginu. — Já . . . hún er . . . hún er stórkostleg. Þú ert — það er kannski hversdagslegt — en þú ert snillingur. — Mér þykir vænt um að þér lízt vel á myndina, sagði hann og brosti ertnislega. — Mér er mikils virði að svo er. Hún leit snöggt til hans. Hann var alvarlegur og í aug um hans var kynlegur glampi, sem setti hana út af laginu. En*það var gott að vita, að honum féll vel við hana. Henni geðjaðist afskaplega vel að honum. Hún áttaði sig. Hvað var hún að hugsa. Eyða tlmanum í fánýtar hugsanir, þegar það var svo margt annað, sem var miklu þýðingarmeira. —Clark, það er svo margt, sem ég verð að segja þér. Það er kannski ekkert merkilega, var af gamalli innfæddri konu. Þessi var kannski eins eins falleg eins og sú fyrri, en hún var góð og sennilega betur unnin. — Eg skil ekki, hvers vegna þú ert í lögreglunni, fyrst þú getur teiknað svona. Hann brosti. — Eg valdi það starf, einmitt vegna þess að ég vissi — þú fyrirgefur lítillætið — að ég get teikn- að. Ein af ástæðunum að ég kom til Englands var að at- huga, hvort hér væri markaö ur fyrir einhverjar af mynd- um mínum. — En það er ekki aðal- ástæðan? Hann leit aftur aðvarandi á hana. Varir hans herptust saman. — Nei. — Hvers vegna talaðirðu svona við hr. Valentine? hvísl aði hún. Jíann brosti biturlega. — Maður verður að hita grenið upp, svo að refurihn neyðist til að koma út . . . svaraði hann. Hún heyrði fótatak og flýtti sér að segja: — Get ég fengið að líta á það, sem þú hefur teiknað í dag. EIRÍKUR vlðförli Töfra- sverðið 174 í skuggsýnunni reikar hann yfir steppuna, maður, sem dauðinn hef ur 'þegar eignað sér, — Tsacha. í gæ-r var hann sigurvegari, í dag einmana og giftusnauður. Dauðinn bíður hans, sá óvinur, sem jafnvel töfrasverðið fær ekki að velli lagt. Orð Kohorrs á bana- stundinni: — Dagar þínir eru tald ir, fordæmingin á sverðinu mun koma yfir þig, koma aftur og aftur upp í huga hans. — Nei, nei, hrópar Tsacha og neytir sinna hinztu krafta til að varpa sverðinu frá sér. Of seint. Engir nema ernir Bor Khans eru til vitnis um niðurliægingu hans og dauða. Hið volduga sverð Týs lá þar enn á jörðunni, kalt og skínandi eins og þdð biði þess að vera grÍDÍð af öðrum hugsunarlausum og viti fyrrtum dára. En skömmu síðar gægðist hið lymskulega smetti Al- habars uppfyrir bakkann. Hann rak upp gaul, þegar hann kom auga á sverðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.