Tíminn - 12.07.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.07.1960, Blaðsíða 11
Uppí lóðinni við Laufás- veg 19, er lítið hús og í skítugum gluggunum er skilti sem á er letrað „Sylgja vélaverkstæði". Inni er fremur þröngt og lágt til lofts, á borðum liggja verkfæri af öllum gerðum og stærðum. í hill- unum eru saumavélar, utan borðsmótor og annað því um líkt Út við dyrnar stendur maður í brúnum vinnuslopp við litla vél og heldur á svartfugli í hönd- unum, en í kringum hann standa forvitnir blaða- menn. Hvað maðurinn er að gera? Jú hann er að sýna blaða- mönnum nýtt tæki, sem hann hefur fundið upp og er notað til að „plokka“, ekki menn heldur fugla. f rauninni er al- gjör óþarfi að kynna manninn, flestir þekkja hann fyrir hans gagnlegu uppfinningar, sumir persónulega aðrir af afspurn. Hann heitir Baldvin Jónsson og er uppfinningamaður í orðsins fyllstu merkingu, þetta er þriðja vélin sem hann hefur fundið upp í sambandi við fugla og fiður. Hinar tvær voru dúnhreinsunarvél og dún- þurrkari. Merk uppfinni'ng — Er Iangt síðan þú byrjaðir að fást við þessa plokkunarvél, Baldvin? — Ég var nú byrjaður svo- lítið í fyrra, en varð að hætta vegna þess hve tilraunirnar voru kostnaðarsamar, en ég fékk svo styrk í síðustu fjár- lögunum og voru það nokkrir þlngmenn sem sáu um það. Eftir að ég fékk styrkinn byrj- aði ég af fullum krafti, en auðvitað með vélaviðgerðunum hér. ^ Plokkarinn er mjög emföld vél, að minnsta kosti í augum blaðamannsins, en það er ekk- ert að marka það, þar sem hann kann varla að setja borða í rit- véiina. Vélin eða plokkarkm eru tvö lítil gúmmíhjól, sem giípa í fiðrið og reita það af og tekur það tvær mínútur að plokka einn lunda. Lítill raf- magnsmótor knýr hjólin og er kraftur hans 0.22 hestöfl. Þar sem vélavit blaðamannsins er mjög takmarkað, er lesandum vinsamlegast bent á að athuga myndimar. — Eins og þið sjáið þá er þetta einfalt og fljótlegt verk, en ég er ekkert sérstaklega lag- in við það og er það kannski bara af æfingarleysi, segir Bald vin og sýnir okkur plokkaðan svartfuglinn. — Gerir vélin þetta ekki bet irn? spurði einhver úr hópnum. — Þetta verður varla betur gert, svaraði Gísli Kristjánsson ritstjóri Freys, en nú þarf bara að svíða fuglinn, þá er þetta gott. — Já, ég held að þetta verði varla betur gert, segir Baldvin og nær sér í annan svartfugl, sem hann plokkaði á augna- bliki. — Þessi vél getur plokað bæði sjófugla og alifugla og hún mun hjálpa mikið þar sem mikið er um fuglaveiðar. — Já, ég er viss um að hún er mikil búbót, segir Gísli, en ég held að hún verði ekki not- uð við að plokka hænsni, van- ur maður er ekki nema tvær mínútur með hænuna.En á ann an fugl er þessi vél sérstaklega góð. Eins og þú sagðir er þetta góð vél fyrir þá, sem veiða mik ið sjófugi og getur hún orðið til þess að veiðin áukizt til muna og er það ekki lítil bú- bót hjá sumum bændum. Við bíaðamennirnir vorum allir á einu máli um það, að þessi plokkunarvél er mjög merk uppfinning og leysir starf sitt fljótt og vel af hendi. Hvaí á agera viS fiSriS ? — Hvað helduiðu að bænd- ur geri svo við fiðrið? — Ja, það veit ég ekki. Fið- ur hefur nú verið selt úr landi veit ég um. Það má nú nota það til margra hluta. Eg veit til dæmis að það er notað í suma bfla sem sætastopp. — Það hlýtur líka að vera hægt að búa til gott einangr- unarefni úr því, segir einhver blaðamaðurin í hópnum. — Já, vissulega er það hægt, svo og er margt fleira, sem hægt er að nota það í. — Þú hefur nú framleitt „seríur" fvrir fiðrið. Plokkara, hreynsara og þurrkara. — Já, það má kalla þetta ser- íu. Nokkrir mávar — Hvað hefur þú búið til mörg dúnhrenisunartæki? — Eg man það nú ekki, eitt- hvað um 20 stykki, fimm fóru til Kanada og eitt til Noregs. Sum hef ég keypt aftur til að endurbæta þau. — En hvað eru þurrkararnir orðnir margir? — Eg get ekki sagt um það núna, svei mér að ég man það. — Að lokum segðu mér, hvað heldurðu að þú hafir not- að marga flgla við tilraunirnar með plokkarann? — Þeir eru nú ekki ýkja margir, nokkrir mávar og svart fuglar. Við kvöddum Baldvin og ósk uðum honum til hamingju með þessa merku uppfinningu, sem á eftir að koma að góðu gagni, og gengum út í sólskinið og fetuðum niður í bæinn. jhm. REYKTO EKKI í RÚMINO! Húseigendafélag Reykjavíkur Hér sjást gúmmhjólin tvö, sem grípa um fiSrið og rífa það af. FiSrið gengur síðan niðurí poka, sem er áfastur. STJÖRNUBÍÓ endursýnir þessa dagana arnerísku stórmyndina „Brúin yfir Kwai fljótlS". Þessi mynd hlaut sjcföld Oscar-verSlaun fyrlr utan alls kyns önnur verSlaun. Myndin hefur alis staSar fengið metaðsókn. í aðalhlut- verkum eru þeir William Holden, Alec Guniess, Jack Hawkins og japanski skapgerðarleikarinn Sessue Hayakawa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.