Tíminn - 12.07.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.07.1960, Blaðsíða 7
TÍHfclyfrtOBí, þriSiudaginn 12. júli 1960. 7 * Níðþungur afturendi skrif- stofuvefdisins varS þyngri á metunum en höfuS byltingar- innar. — Þetta er tilvitnun úr bók Leo Trotskis Byltingin svikin, og með nokkrum hætti birtir hún efni bókarinnar í hnotskurn. Trotski reit þessa bók 1936. Hún hefur nú verið þýdd á dönsku og kom út tuttugu árum eftir dráp Trotskis um svipað leyti og banamaður hans var látinn laus útr mexíkanska fangels inu, þar sem hann sat af sér tuftugu ára dóm fyrir morðið. Öll þessi ár neitaði hann að segja orð um þá menn, sem stóðu að baki honum. Nú er óþarft að vera með tilgátur í því efni lengur. Sú staðreynd, að tveir tékkneskir sfjórnar- erindrekar tóku á móti honum við fangelsisdyrnar með tékk- neskan passa, tekur af öll tví- mæli. Nú, aldarfjórðungi eftir útgáfu bókar’innar, eru að sjálfsögðu nokkrir þættir hennar úreltir og tilgangslausir. Einkum á það við um tölulegar upplýsingar. Á hinn bóginn hefur bókin að geyma ýmsar bollaleggingar og athuganir á grundvallaratriðum, sem enn getur verið gagnlegt fyrir áhuga- menn um stjórnmál að lesa og hugleiða. Þar að auki er það sögu- leg staðreynd, að Trotski var einn af fremstu rithöfundum um póli- tísk efni á þessari öld. Trotski snýr sér beint að kjarna málsins með spuraingunni: Hefur í raun og veru verið komið á sós- íaiisma í Ráðstjórnarríkjunum? Og svar hans verður: — Ráð- stjórnarríkin eru sósíölsk að því leyti, að þau berjast fyrir eignar- Trotzki við fiskveiðar í úfiegð sinni. Myndin tekin skömmu áður en hann var myrtur. Trotzki á síðustu valdadögum sínum í Moskvu. Hann stendur á blómskrýdd- um svölum í Kreml og tekur hylii mannfjöidans. partismi, Bonapartismi af nýrri gerð, sem mannkynið hefur ekki fyrr augum litið. Trotski gagnrýnir utani'íkis- s'.efnu Stalínstjórnarinnar og vitn ar í því sambandi til eftirfarandi úr stefnuskrá kommúnista: — Slag crð eins og friðarstefna, alþjóðleg aívopnun, gerðardómar o. s. frv. eru ekki einungis andbyltingarleg- ar draumsjónir, heldur beinlínis svik við vinnandi fólk. Trotski bætir við: — Þessar línur úr stefnuskrá bolsévika hafa að geyma framtíðarmat. Forvitnilegastir eru þeir spá- dómar, sem Trotski setur fram í lok bókar sinnar. Stendur hann nú 25 árum síðar sem raunverulegur spámaður? Hann var þó mjög varkár spá- maður og gerði ráð fyrir a.m.k. þremur möguleikum. Hinn fyrsti var sú von hans, að æska Ráð- stjórnarríkjanna myndi fram- kvæma nýja byltingu í samræmi við sannan mannkærleika. Þetta hefur þó reynzt óskhyggja einber, þótt á því bryddi 1956, meðan Ung \erjalandsuppreisnin stóð, þegar nokkrir stúdentar mótmæltu með tiivitnunum í Lenín niðurbroti verkfalla. Hinir tveir möguleikarnir falla Trotski og skrifstofu- veldi Ráðstjórnarríkjanna l að nokkru leyti saman, þar eð Eftirfarandi greb skrifa^i Ernst Ckristiansen, báðir gera ráð fyrir „afturhvarfi til kapítalismans" sem næsta lík- fyrrum rátSherra, í danska bla'ði'ð Aktuelt fyrir | legu, hvort heldur með eða móti skrifstofuvaldi sovétstjórnarinnar. í því sambandi gerir Trotski þessa athugasemd: — Forréttindi hafa aðeins hálíi gildi, ef ekki er unnt að tryggja þau börnum sínum, en réttur til arfleiðslu er einvörðungu tengdur eignarréttinum. Af þessum sökum mun skrif- stofuherra í Ráðstjórnarríkjunum ekki láta sér nægja að stjórna verksmiðjunni. Hann vill gerast meðeigandi. Sem hugsanlegt form á þróun skrifstofuveldisins til sköp unar varanlegrar yfirstéttar nefn- ir Trotski m.a. breytingu ríkisbúa í eins konar landbúnaðarhlutafé- lög og þá breytingu, að hlutafélög cða hópar verði eigendur ýmiss iðnrekstrar. Nú aldarfjórðungi eftir útkomu bókar Trotskis hljóta menn að gera sér Ijóst, að hann hefur haft á réttu að standa varðandi það, að skrifsíofuveldi Ráðstjórnarríkj- anna hefur fest sig í sessi og tryggt forréttindi sín. Breyting á formi eignarréttar hefur ekki orð- ið, en það er enn örðugra en fyrir 25 árum að gera sér grein fyrir efnalegum hlunnindum valdhaf- anna. Unnt er — eins og við og við gægist fram í háðglósum í sov- ózkum blöðum — að staðhæfa, að vaxandi er sú hneigð sovézkra vald hafa að hlynna að eigin afkom- endum, og þarf slíkt fyiirbæri cngan að undra í skrifstofuveldi. ' Við lát Stalíns 1953 hófst nýtt skeið í sögu Ráðstjórnarríkjanna. Margt bendir til þess, að valdatíð ICrustjoffs sé ekki upphaf nýrrar aldar, heldur tími breytinga. Spurning, hvert þær stefna. Tækni þróunin, einkum hagnýting á ó- þrotlegum möguleikum kjarnork- unnar, mun hafa mikil áhrif á svör við þeirri spurningu. skömmu í tilefni af Jjví, atS nýlega kom út í; danskri jjýíingu ein síðasta bók Trotskis, Byltingin svikin. KVIKMYNDIR rétti þjóðfélagsins á framleiðslu- tækjunum, en borgaraleg að því leyti, að lífsgæðunum er skipt efíir kapítaliskum reglum með þeim afleiðingum, sem því fylgja. Sú staðreynd, að ríkið á fram- leiðslutækin, hefur valdið því, að margir líta á Ráðstjórnarríkin sem súsíölsk. Þeim hugsanagangi varp- ar Trotski frá sér með þeirri at- hugasemd, að ríkiseign á fram- ieiðslutækjum megni ekki að breyta skarni í gull. Trotski skilgreinir Ráðstjórnar- ríkin sem „þjóðfélag fullt mót- sagna, miðja vegu^milli sósíalisma og kapítalisma. í öllum atriðum svipar Ráðstjórnarríkjunum frem- ur til staðnaðs kapítalisma en kommúnisma." Þar sem lýsing Trotskis á á- standi Ráðstjórnarríkjanna var siík tuttugu árum eftir byltinguna, var skýring hans sú, að göfugt markmið byltingarinnar hefði verið svikið af skrifstofuveldi manna, sem að nokkrum hluta liöfðu staðið utan byltingarinnar. Þetta skrifstofuveldi hafði aflað sér forréttinda 1936, sem það var ekki öruggt um að halda. Þessu á- standi lýsti Trotski háðslega á þennan hátt: — í landi, þar sem hraun byltingarinnar hefur enn ekki kólnað, brenna forréttindi þá, sem njóta þeirra, á sama hátt og stolið gullúr brennir óvanan þjóf. Á vissan hátt er hvöss gagnrýni Trotskis á hinu nýja skrifstofu- veldi hliðstæða við bók Milovans Ljiljas, Hina nýju stétt. Trotski lýsir hinum nýju skrifstofuherrum Ráðstjórnarríkjanna, sem gína ekki aðeins uggandi yfir forrétt- indum sínum, heldur hafa einnig tekið upp umgengnisvenjur gam- allar yfirstéttar Hann bendir á, að Pravda hafi athugasemdalaust birt lýsingu á því að mikilhæfur verksmiðjustjóri þúaði undirmenn sína, en ætlaðist til, að þeir þér- uðu hann, þó að kommúnistar hefðu áður hneykslazt mjög áj sams konar háttemi. Þetta skrifar Trotski 1936. í skáldsögu Konst- antins Simonoffs, Dagar og nætur, sem lýsir orrustunum um Stalín- grad, þúa liðsforingjarnir undir- menn sína, en þeir þéra yfirmenn ina. Þetta vakti undrun nokkurra gagniýnenda í Danmörku, þegar þýðing bókarinnar kom út 1945. Eftir skáldsögu Simonoffs að dæma virtist honum ekkert at- Höfundur bókarinnar. hugavert við sííkt samræðuform. Sovétskrifstofuveldið hefur beygt sig undir stöðuga og sívax- ardi dýrkun á Stalín, og stafar það samkvæmt kenningum Trotsk- is af því, að skrifstofuveldi þarfn- ast ávallt nærri guðlegs ofur- mennis. Lýsingu þessa kerfis dreg ur hann þannig saman: — Stalínstjórnin, sem styðst við lögreglu- og liðsforingjavald og hlítir ekki hinu minnsta aðhaldi, er blátt áfram úrkynjaður Bona- Klukkan kallar (For Whom fhe Bell Tolls). Aðalhlutverk Gary Cooper og Ingrid Berg- man. Sýningarstaður: Tjarn- arbíó. ÞESSI KVIKMYND, gerð eftir hinni stórfenglega skáld verki Hemingways, er nú end ursýnd í Tjarnarbíó. Það er vandaverk að gera kvikmynd eftir slíkri bók og verður tæp lega gert svo mönnum líki í öllum greinum, þeim sem SKIPAUTGCRÐ RIKISINS Herjólfur ícr til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar á miðvikudag 13. þ.m. — Tekið á móti flutningi og farseðl- ar seldir í dag. Herðubreið vestur um land í hringferð hinn 16. þ.m. Tekið á móti flutningi í dag til Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopna- fjarðar, Borgarfjarðar Mjóafjarð- ar, Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. Fareðlar seldir á fimmtudag. Auglýsið í Tímanum ,*v*v*v*v*-v» v* v* v»' hafa lesið bókina. Kvikmynda gerðarmenn verða þá að gera það upp við sig hverju skuli sleppa, hvað að færa til og hverju að breyta. Leikstjór- anum, Sam Wood, hefur tek izt þetta á stundum sæmi- lega í þessari mynd en einnig miður. En sem kvikmynd er hér um all gott verk að ræða, og það skiptir máli öðru frem ur. ÞESS verður tæplega kraf- izt af letkurum eða leikstjóra að hann dragi fram persónur bókarinnar eins og þær koma lesandanum fyrir sjónir, en þar getur margt verið á reyki, þótt persónur Hemingways séu skarpt markaðar. Þetta hefur þó tekizt með ágætum hvað snertir Pilar, Maríu og Zordo. Gary Cooper gerir margt vel í hlutverki Roberts Jordan en hann er allt annar en sá, sem lýst er i bókinni. Sama er um Pablo, en þar er þó mjög góður leikur á ferð inni. HINUM ástríöufullu en hvergi væmnu samskiptum þeirra Jordans og Mariu eru lítil skil gerð í þessari kvik- mynd, aftur á móti sjást þau stundum saman úti í tungls ljósi sem minnir á jólakort meg glansmynd af Betlehems völlum. Lokaþáttur myndarinnar er hraður, margþrunginn og ákaflega raunverulegur og hressir uppá slöppustu kafl- ana. BÓ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.