Tíminn - 12.07.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.07.1960, Blaðsíða 9
TÍM.INN, þriðjudaginn 12. jlílí 1960. 9 lokum að leiða til þess, að hann yrði að hallast að einhverjum rán- fuglinuim sér til verndar. Afleið- ingin af því að konungurinn hafði sér til ráðuneytis marga hvíta imenn, varð m. a. sú að hinir löngu fingur erlends fjármagns tóku að teygja sig æ meir til landsins. Bretar, Frakkar, Ameríkumenn, Rússar og svo Kínverjar og Jap- anir líka, allir vildu fá hlutdeild í þessari Paradís á jörðu. Hawaii varð æ þýðingarmeiri áfangastað- ur á siglingaleiðinni um Kyrra- haf og Honululu óx sem viðskipta- og siglingabær. Á fyrsta fjórðungi 19. aldarinn- ar komu trúboðar frá Boston til Hawaii og settust þar að í trú- boðserindum. Fyrir þá var augna- blikið heppilega valið, því að kon- ungur sá, sem nú ríkti yfir eyjun- um öllum, Kamehameha II. hafði smátt og smátt létt af ýmsum bannhelgum venjum og fyrirskip- að að eyðileggja musterin. Gatan var því óvenju greið fyrir nýjar trúarskoðanir, þegar hinum fornu goðum hafði verið steypt af stalli. Áhrif trúboðanna urðu brátt mikil og sumir afkomendur þeirra náðu undir sig miklum landareignum. Meðal þess, sem trúboðarnir vildu strax færa til annars horfs, var hinn frægi dans eyjamanna, húla- dansinn. Húla-dansinn Húla-dansinn var upphaflega iðkaður guðunum til dýrðar og höfðingjunum til skemmtunar. Dansendurnir voru sérstaklega þjálfaðir til þess. Hver handahreyf ing hefur sérstaka merkingu og dansinn var endursögn ljóðs eða sögu. Klæðnaður dansendanna var stutt, favít skýla. Sérstakir dansskólar æfðu fólk í dansinum og reglur faans voru strangar eins og í ballettdansi nútímans. Nem- endurnir dvöldust í dansskólunum allan tímann, sem kennslam fór fram og sinntu engu öðru. Yfir 200 mismunandi dansa og ljóð þurfti að læra. Þegar trúboðarnir komu til Hawaii, litu þeir dansinn strax illu auga og sérstaklega þoldu þeir illa að horfa á mjaðmasveigjur dansendanna, og ekki gazt þeim heldur að því, hve lítt þeir vonx fataðir. Kröfðust trúboðarnir þess að dansendurnir væru forsvaran- lega klæddir, — eins og þeir vildu raunar að allir eyjarskeggjar værU;___og ef þeir endilega vildu halda þessum húla-dansi áfram, þá yrðu þeir að fara í dansfötin utan yfir önnur forsvaranleg föt, __en sem dæmi uim, hvað trúboð- amir töldu forsvaranlegt, má nefna skósíða og hempuvíða kjóla kvenna, seim sumar konur nota enn, þótt smekkvísi þeirra hafi breýtt þessum poka í þokkalegan búnað. — Afstaða trúboðanna dró mjög úr dansáhuganum og dans- listin smá féll í fyrnsku meðan áhrifa þeirra gætti mest. Gleymd- ust þá ljóð og sögur, sem kynslóð hafði kennt kynslóð og greindu frá margvíslegum atriðum úr sögu eyjanna, svo sem frægðarverkum konunga þeirra. — Oftast er leikið undir dansinn á gítar eða „uku- leles", en það hljóðfæri fluttu Portúgalsmenn til eyjanna. Nafn- ið kvað þýða „stökkvandi fló“ af þvi fave fingur spilarans leik^ hratt um strengina. Síðan fyrr á tíð hefur dansmn tekið nokkrum breytingum og mörg ljóðin gleymzt, en þó er hann yndi eyjamanna nú eins og fyrr. Sjá má litlar telpur á Hawaii fara allt í einu að hreyfa hendurnar eins og húla-dansarar, á sama hátt og smástrákar á Spáni sjást á götunum leika nautabana og telpur í Rússlandi líkja eftir spor- um ballett-danemeyjanna. Enn er á lífi á Hawaii háöldruð kona. sern dansaði við hirð Liliuokalani drottningar, hins síðasta 1: ung- lega stjórnanda eyjanna. Hún segir að allri húla-dansmennt hafi stór- lega hrakað frá hinum gömlu góðu dögam. Nú séu það einkum að- komustúlkur frá Tahiti, sem dansi fyrir gesti, en hinar snjöllu Hawaii dansmeyjar sjáist ekki lengur dansa. En hvað sem líður hnignun- inni þá hefur dansinn verið snar þáttur í lífi eyjamanna alla tíð og ljóð þau og sögur, sem hann túlk- aði varðveittu brot af sögu þjóðar- innar um aldir. Enda hefur þessi sérkennilegi dans fyrir löngu tengst svo nafni Hawaii, að hann er næstum hið eina, sem fólki í fjarlægð kemur í hug í sambandi við eyjarnar. Mikil ananasræktun Þegar hvítir menn komu til sög unnar, var einkum tvennt ræktað á Hawaii: kartöflur og „taro“, en úr rótum jurtarinnar fengu eyja- menn aðalfæðu sína, þótt þeir lifðu einnig mikið á fiski. Aðkomuimenn fluttu smátt og smátt nýjar jurta- og trjátegundir il eyj ar " og ýmis dýr. Allt þreifst þar og blómgaðist. Rétt fyrir miðja 19. öld var farið að rækta sykurreyr, ,svo að nokkru næmi, — en sykurræktun og „an- anas“-ræktun eru nú helztu land- búnaðargreinarnar, þótt margt sé annarra greina, sem minna kveður að á því sviði, t.d. er allmikið um nautgripi. Hér á Oahu-eyju getur rnaður ekið klukkustundum saman í bifreið um „ananas“--ekrumar, enda mun Hawaii framleiða ná- Iega 80% af því sem heimurinn notar af þessum ávexti, þótt fleiri lönd á svipuðu breiddarstigi hafi nú hafið ræktun hans. En ekki hentar sú ræktun norðlægum löndum, því að ávöxturinn er um það bil tvö ár að þroskast og má helzt aldrei verða kaldara í veðri en 16 stiig á C., ef ekki á illa að fara. Áður fyrr voru ávaxta- og sykurekrurnar frægar fyrir vinnu- þrælkun og lágar launagreiðslur. Fólki var smalað hingað frá þeim löndum, sem ódýrastan hofðu vinnukraft, — Japan, Filippseyj- um, Kína, — og haldið hér í hrein um þrældómi. Erlendir menn náðu undir sig mifclu af landinu til ræktunar og hið erlenda fjármagn, sem streymdi inn í landið, þurfti markaði á meginlandinu og krafð- ist öruggari verndar heldur en það taldi hið litla Hawaii-ríki geta munandi þjóðerni, enda skildu þeir illa mál hvers annars. Kröfum um betri laun og aðbúnað var því lengi vel lítið sinnt og tilraunir til verkfalla mistókust. En smátt og smátt efldust samtök verka- manna og hefur þeim nú tekizt að gerbreyta aðstöðu þeirra, sem við ekrurnar vinna. Jafnframt hefur tæknin leyst þá frá sumum erfið- ustu verkunum. Þó hefur enn ekki tekizt að gera nægilega góða vél til að planta „ananas“-jurtinni, svo að það verður að gerast með hönd unum. Vinnutími er átta stundir og igreiðslan allt að 25 dollarar á dag eftir afköstum. Þetta er mjög þreytandi verk, þar sem , menn verða að vinna hálfbognir, en vinnuhraðinn hjá þeim, sem ég horfði á, var ótrúlegur. Flestir starfsmenn við ekrurnar eru nú fastráðnir árið um kring og búa margir þeirra í einbýlishúsum með trjá- og blómaigörðum umhverfis. Gamall maður af japönskum upp- runa, lágvaxinn og síbrosandi, ræktar „orkideur“ í garði sínum sér til skemmtunar og ábata og sýndi okkur hinar mörgu tegundir, sem hann ræktaði. Ein þeirra var mjög dýr fyrir nokkru, en sölu- verðið var nú komið niður í 15 dollara. Fyrirtækin, sem eiga ekr- urnar, eiga íbúðarhús starfsmann- anna og leigja þeim. Sumir búa þó inni í borginni og stigu ýmsir þeirra upp í bíl sinn, þegar þeir kom-u af akrinum og óku burt. Þótt fjöldi manns starfi að stað- aldri við „ananas“-akrana, þá er þó aðaluppskerutíminn tvisvar á ári, og um þann tíma er margt aukamanna tekið í vinnu, t. d. skóla fólk. Vel búinn háskóli Á öllum Hawaii-eyjum eru uim 600 þúsund íbúar. En þótt íbúa- talan sé ekki hærri en þetta, þá er hér stór og fjölsóttur háskóli, átta þúsund reglulegir nemendur og fimm þúsund nemendur, sem sækja sumarnámskeið. Háskólinn nýtur mikils álits og er sýnilega vel að honum búið. Hér er eins og raunar við alla ameríska há- skóla, sem ég faef séð, lögð áherzla á að skólinn hafi nægilegt land- rými vegna framtíðarinnar og ekki Háir kókóspálmar svigna í golunni. stundi nám og öðlist staðgóða þekkingu á lífsviðhorfum hvors annars, en gagnikvæm kynni Aust- ur- og Vesturlandabúa þurfa að flestra áliti stórum að aukast. Og Hawaii er ekki einungis af land- fræðilegum ástæðum heppilegur staður í þessu skyni, heldur einnig vegna þess, að um það bil helm- Spjallað við íslending, sem dvalið hefur á Hawaii í þrjátíu ár veitt. Jafnframt fór mönnum af stofni hinna gömlu Hawaii-búa sí- fækkandi. Sjúkdómar höfðu í önd verðu fækkað þeim stórkostlega og þeir hurfu í skuggann fyrir að- komumönnunum, ,sem höfðu til flestra starfa betri tæki og hag- nýttu sér hina nýju paradís af miklum dugnaði. Tortryggni rikti í fyrstu milli vinnulýðsins af mis- minni áherzla lögð á fagurlegan frágang háskólalóðanna og garð- anna en bygginganna sjálfra, — enda er ömurlegt að sjá fagurt hús í umhirðulitlu umhverfi. Það er áhugamál hins glaðlega og gáfu lega háskólarektors, dr. Laurence H. Snyder, að háskólinn hér verði eins konar miðstöð, þar sem menn frá Asíulöndum og Vesturlöndum Hinir Ijúffengu ananas-ávextir. ingur þess mannfjölda, sem nú býr faér, er að uppruna frá Asíu- löndum, en hinn hlutinn frá Vest- urlöndum. Þótt útlit fólksins beri merki margra og ólíkra kynþátta, þá kvað samkomulagið vera hið bezta, og úr þessari þjóðablöndu hefu- myndast glaðvært og elsku- legt fólk, sem á fáa sína líka um vingjarnlega og alúðlega fram- komu. En hinir hreinu Hawaii- búar eru alveg að hverfa úr sög- unni. Á einni eyjunni, Niihau, sem er í einkaeign stórauðugrar fjöl- skyldu, búa um 250 hreinir Hawaii i menn. Þeir búa við sömu hætti ogj áður fyrr, tala Hawaii-mál og hafa ekkert samband við umfaeiminn. Enginn fær að koma til eyjarinn- ar og enginn að fara þaðan, nema þá fyrir fullt og allt. Þetta virðist vera eins konar lifandi safn. Eng- inn veit hve lengi þessi einangrun getur haldizt, en þarna er nú hið eina, sem eftir er af þeirri paradís Hawaii-búa, sem hinir hvítu sæ- farar fundu er þeir komu fyrst liér við land. Pearl Harbour Þótt tveir meginatvinnuvegir á Hawaii séu framleiðsla sykurs og ávaxta, þá koma þó stórkostlegar tekjur, — mestu tekjurnar, — frá öðrum greinum: hinni afarmiklu flota og flugstöð í Pearl Harbour og af ferðamönnum. Ferðamanna- straumurinn er sívaxandi og hefur aldrei verið meiri en í ár. Ný gisti hús þjóta upp, skemmtistaðir, stór verzlanir, íbúðarhús. En allur er þessi vöxtur á eyjunni Oahu, þar sem Honululu er og Pearl Harbour. Á þeirri eyju búa um 400 þúsund af hinum 600 þúsund íbúum, — langflestir í höfuðborginni. Næst stærsti_ bærinn er Hilo á Hawaii- eyju. Á þeirri eyju eru eldfjöllin Mrfíina Loa og Mauna Kea og mörg fleiri eldfjöll eru um eyjarnar og eldgos alltíð, — hið síðasta í Kil- auea Iki í nóvembermánuði s. 1. Eyjarnar eru myndaðar af eldgos- um og gos hafa verið hér tíð, þótt sum hafi ekki verið meiri en eins og tár rynnu niður vanga fjallsins. Eftir þjóðtrú eyjamanna verða eld gosin þegar hin fagra, rauðhærða gyðja eldsins, Pele, gerir hreint í híbýlum sínum, en sem betur fer virðist hún ekki ræsta daglega. Undir niðri leynist enn hjá gamla fólkinu verulegur átrúnaður á Pele og mun hún fá ýmsar fórnir í laumi. Undanfarna daga hafa kom- ið tveir snarpir jarðskjálftakippir á Hawii, en skemmdir urðu engar. DvaliS á Hawaii í 30 ár Eg sagði í upphafi þessa greinar korns, að nokkrir fslendingar hefðu komið hér. Einn íslending- ur hefur ekki einasta komið hér, heldur dvalizt hér í meira en þrjá- tíu ár. Kristján Gísli Snæbjörns- son faeitir hann réttu nafni, þótt í símaskrá Oahu-eyju sé hann und ir nafninu C. G. Johnson. Hvernig stóð á því að þú skiptir um nafn, Kristján? spyr ég, þegar við dr. Þorkell Jóhannesson og Wendel A. Ernest, prófessor við háskólann á Hawaii, heimsóttum hann, þar sem hann býr langt fyrir utan Honululu. — „Þegar ég var með Bretum, þá gátu þeir aldrei sagt Snæbjörnsson, — heldur Snabb- (Framhald á 13. síði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.