Tíminn - 12.07.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.07.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, þriðjudagiim 12. júlí 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framicvaemdastióri: Tómas Árnason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarmsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsmgastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. landhelgi og varnarlið Þann 26. ágúst 1958 héldu félög útvegsmanna. skip- stjóra- og stýrimanna á Akranesi sameiginlegan fund, þar sem rætt var um hina fyrirhuguðu útfærslu fiskveiði- landhelginnar, er þá stóð fyrir dyrum Á þessum fundi var gerð ýtarleg ályktun um málið, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að hvika hvergi, en í niðurlagi tillögunn- ar sagði á þessa leið: „Viljum vér láta í Ijós þá skoðun vora, að ef það kæmi á daginn, að einhver þjóð gerði alvöru úr því að fremja slíkt óhæfuverk að hindra framkvæmd vora á hinni nýju fiskveiðireglugerð, þá ber ríkisstjórninni. ef vér ekki af eigin rammleik höfum mátt til að hnekkja slíku ofbeldi, að snúa sér tafarlaust til forráðamanna bandaríska varnarliðsins hér á landi og krefjast þess af þeim að þeir veiti oss til þess, í tæka tíð, fulltingi, er nægir til að verja rétt vorn og hrinda slíkri árás á sjálfs- bjargarviðleitni þjóðar vorrar. Vér lítum svo á, að á því geti ekki vafi leikið, að forráðamenn varnarliðsins hér telji það beina skyldu sína að sinna fljótt og greiðlega slíkum tilmælum, enda varpi það miklum skugga á þær óryggisvonir. er vér höfum talið oss trú um, að tengdar væru við það að hafa lánað land vort til varnaraðgerða og varnarliðs- dvalar um árabil, ef oss brygðist nauðsynleg aðstoð og vernd á slíkri örlagastund." Margir voru á þessum tíma svipaörar skoSunar og út- gerðarmenn og sjómenn á Akranesi. þótt niðurstöður yrðu þá ekki á þann veg og þeir höfðu lagt til Vinstri stjórnin taldi rétt að bíða með frekari aðgerðir unz séð yrði, hvernig málinu reiddi af á allsherjarþingi S.Þ. þá um haustið. Þar næst var ákveðið að bíða eftir hafrétt- arráðstefnunni, er var haldin í Genf í vor. Nú er hins vegar ekki eftir neinu slíku að bíða, en Bretar magna yfirgang sinn og ofbeldi Lengur verður það því ekki dregið að taka endanlega afstöðu til þeirrar tillögu, sem kemur fram í áðurgreindri ályktun útgerðarmanna og sjómanna á Akranesi. Þessari tillögu hefur verið fært það til foráttu, að hún myndi leiða til átaka innan Atlantshafsbandalagsins og jafngilda því, að við krefðumst þess, að Bandaríkin segðu Bretlandi stríð á hendur. Vitanlega er það fjarstæða, að þetta væri nokkur stríðsyfh-lýsing af hálfu Bandaríkjanna gegn Bretlandi. A. m. k. hafa Bretar ekki litið á það sem neina stríðs- vfirlýsingu gegn sér, þótt önnur ríki hafi auglýst tólf mílna landhelgi og varið hana með valdi. Bretar hafa ekki reynt að hnekkja útfærslu í 12 mílur á landhelgi neins ríkis annars en íslands. Þeir hafa gert það vegna þess eins, að ísland hefur ekki haft bolmagn til að verja sig. Strax og ísland hefði þetta bolmagn tií að verja sig, myndu Bretar ekki fremur reyna að beita ísland ofbeldi en önnur tólf mílna ríki. Erfitt er að sjá, hvernig það á að valda sundrungu í Atlantshafsbandalaginu. að Bandaríkin standi við varn- arsamninginn frá 1951 Ekki getui Atlantshafsbanda- lagið talið æskilegt, að það komi í ijós. áð sá samningur sé einskisvirði. Bandaríkin ættu og ekki að hafa neitt á móti því. að Island fengi tólf mílna fiskveiðilandhelgi strax viður- kennda. Samkvæmt tillögu þeirra á sjóréttarráðstefn- unni í vor, hefðu fjölmörg ríki strax fengíð óskerta 12 mílna fiskveiðilandhelgi Hvers vegna á ísland þá ekki að fá hana, er hefur allra ríkja mesta þörf fyrir hana? ERLENT YFIRLíT t f Stríð kommúnista og nýfasista VerSur aí afíýsa Ólympíuleikunum vegna óeiríanna? í DAG munu hefjast um- ræður í neðri deild ítalska þingsins um óeirðir þær, sem hafa átt sér stað að undanförnu víðsvegai um Ítalíu milli ný- fasista og kommúnista. Vel getur farið svo, að umræðum- ar endi með falli ríkisstjórnar- innar, sem er flokksstjórn kristilega demókrataflokksins, en byggir þinglega tilveru sína á stuðningi nýfasista Ef stjórn in hagar sér ekki að óskum nýfasista, er sennilegt að þeir svipti hana stuðningi, en láti stjómin hins vegar að ós'kum þeirra, er vafasamt, að allir flokksmenn hennar veiti henni stuðning. Hvort sem stjórnin Iifir á- fram eða fellur, er erfitt að segja fyrir um framvindu næstu atburða í stjórnmálum ítala. Ef stjórnin lifir áfram með stuðningi nýfasista, munu kommúnistar reyna að halda ó- eirðunum áfram og ef til vill heppnast þeim að fá fleiri til liðs við sig. Ef stjórnin fellur, er löng stjórnarkreppa senni- lega framundan og er ekki lík- legt, að óeirðunum linni á meðan. Farið er því að tala um það í alvöru, að erfitt geti reynzt af þessum ástæðum að halda Ólympíuleikana í Róm, en þeir eiga að hefjast seint í næsta máhuði. UPPHAF þeirra óeirða, sem hafa staðið yfir á Ítalíu undanfarið, eru þau, að nýfas- istar boðuðu fyrir nokkru til flokksþings í Genúa. Þetta mæltist strax mjög illa fyrir, því að Genúa var á sínum tíma miðstöð andspyrnuhreyf- ingarinnar gegn Mussolini og fasismanum og hafði hún þar helztu bækistöðvar sínar sein- ustu stríðsárin. Það bættist svo við, að nýfasistar hugðust halda þing sitt rétt hjá minnismerki, er hefur verið reist i borginni um þá, er féllu í þágu mót- spyrnuhreyfingarinnar í bar- áttu gegn Mussolini og Hitler. Af mörgum var þetta talin vera ögrun af hálfu nýfasista. Kommúnistar gripu strax þetta tækifæri til að skipa sér í far- arbrodd baráttunnar gegn ný- fasistum og hótuðu að setja allt í bál og brand, ef þing nýfasista væri haldið þar. Rík- isstjóinin tók því þann kost að banna að þingið yrði haldið í Genúa, en leyfði hins vegar, TAMBRONI forsætisráðherra Ítalíu að það yrði haldið í smábænum Nervi, sem er rétt hjá Genúa. Nýfasistar neituðu hins vegar að sætta sig við þetta, og hafa nú í hótunum um að fella stjórnina, nema hún breyti um ákvörðun. Kommúnistar töldu þetta hins vegar ekki fullnægj andi, heldur ætti að banna þing nýfasista alveg. Síðan hafa þeir eflt til mótmælafunda víða um landið og þar komið oft til átaka milli þeirra og nýfasista. Stundum hetur lögreglan þurft að skerast í leikinn. Alls hafa nú 10 manns fallið í þessum óeirðum, en yfir 1000 manns særzt. Lögreglan hefur hand- tekið fjölda manna, en flest- um verið sleppt fljótt aftur. UM MIÐJA seinustu viku, gerði forseti öldungadeildar þingsins, sem er óháður í stjórn málum, tilraun til að koma á málamiðiun þess efnis, að allir aðilar féllust á eins kon- ar 15 daga vopnahlé, og yrði sá tími notaður til viðræðna um að skapa aítur friðvænlegt á- stand í landinu. Forseti neðri deildar þingsins studdi einnig þessa tillögu Flokkur Nennis og sumir litlu miðflokkanna lýstu strax stuðningi við þessa hugmynd, og kommúnistar gerðu það með hangandi hendi. Ríkisstjórnin hafnaði þessu hins vegar og kvaðst ekki vilja semja uro það við neinn, að haldið yrði uppi lögum og reglu. Mun hér m.a. hafa ráðið nokkur tillitssemi við nýfas- ista og kann þetta að bjarga stjórninm í þinginu. Hins veg- ar munu kommúnistar nú telja sig hafa betri aðstöðu til að halda áfram mótmælafundum en áður. þar sem þeir féllust á sáttatilraun þingforsetanna, en ríkisstjórnin hafnaði henni. LITLAR LÍKUR eru til þess, að friðvænlegt ástand skapist á ftalíu, nema hægt verði að mynda stjórn kristi- lega flokksins og jafnaðar- mannaflokkanna beggja. Jafn- aðarmannaflokkur Nennis, er upphaflega vann með kommún- is'tum, hefur nú rofið það sam starf og mun fús til samvinnu við kristilega flokkinn, en þó því aðeins að stjórnarstefnan verði vinstri sinnuð. Gronchi forseti og ýmsir leiðtogar krist- lega flokksins, t.d. Fanfani, eru þessu fylgjandi, ,en hægri menn í flokknum hóta klofningi, ef slík samvinna kemst á. Þeir hindruðu þannig slíka stjórnar myndun Fanfanis á síðastliðnu vori og varð þá úr, að Tam- broni myndaði minnihluta- stjórn, er lifir á þingstuðningi nýfasista. Þeirri stjórn var strax spaður stuttur aldur og yfirleitt miðað við, að hún lifði ekki lengur en fram yfir ÓI- ympíuleikana. Tilgangur kommúnista með baráttunni gegn nýfasistum er auðsær. Slík barátta er vinsæl meðal vinstri manna og getur því neytt Nenni til samstarfs við kommúnista aftur. Hún eyk- ur ágreininginn í kristilega flokknum um það, hvort heldur skuli vinna til vinstri eða hægri. Ef kommúnistum tekst að stilla dæminu þannig, að valið sé raunverulega á milli þeirra og nýfasista, mun það styrkja aðstöðu þeirra. Því er það mjög óheppilegt, að ríkisstjórn Ítalíu skuli þurfa að byggja tilveru sína á stuðn- ingi nýfasista. Ef samstarf kristilega flokksins og jafnað- armannaflokkanna tekst ekki bráðlega, getur verið framund- an hreint öngþveiti í ítölskum stjórnmálum. Þ.Þ. r ) ) ) ) ) ) ) 'I ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) Þegar ég var að deila við unga menntamenn s.l. vetur i þættinum „Spurt og spjallað í útvarpssal" minntist ég þá þeirrar miklu atvinnu og tekna, er Norðmenn hefðu af að framleiða niðursuðuvöru, j smásíld o.fl. Hafði ég tekið eft j ir því í fjölda landa víðsveg- j ar um heiminn, hve áberandij var þar á boðstólum nörsk- ar niðursuðuvörur. En ég sá þar ekki eina einustu dós frá íslandi með slíku. Nú undanfarið hefur norsk- ur sérfræðingur í niðursuðu starfað um skeið hér á landi. Og hann telur að rétt sé sem áður hefur verið bent á, að. mörg hráfni hér á landi séu I sízt lakari til niðursuðu en íj Noregi. En í Noregi voru taldl NYIR ATVINNUVEGIR ar 150 milljón norskar krónur; í tekjur árið 1959 af niðursuðu vörum, sem þar voru fram- leiddar það ár. En árið 1958 (nýjustu skýrslur) voru tekjur af erlend um ferðamönnum í Noregi taldar 290 milljónir norskra króna. Af þessum tveimur at- vinnugreinum voru því tekjur taldar í Noregi vera yfir eitt ár, sem svarar talsvert meira en tveir milljarðar íslenzkra króna. En á þetta vilja víst hinir ísl. fræðingar ekki líta. Og sumir þeirra sjá tæpast önnur ráð til þess að stækk- andi íslenzk þjóð geti lifað hér á landi en að flytja inn erl. kapítal og starfrækja fyrir það stóriðnað úr erlendum hrá efnum undir ráðum og stjórn erlendra auðkýfinga. En þar sem hér á landi eru enn ýmis skilyrði ekki verri en í Noregi til reksturs þessara tveggja at vinnugreina, framannefndum, þá sýnast varla öfgar að segja við lærða menn hér á landi: „Maður líttu þér nær“. Spurningin er sú: Hvenær hafa íslendingar dáð í sér til þess að nota sér, svo um muni, þessar tvær tekjulindir lands vors? v.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.